Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Atvinnu-málinverða al-
gert forgangs-
verkefni í Reykja-
vík á næsta
kjörtímabili að
sögn Dags B.
Eggertssonar, oddvita Sam-
fylkingarinnar í borginni, sem
í gær kynnti stefnu sína í
þessum málaflokki. Í stefnu-
yfirlýsingu Samfylkingar-
innar í Reykjavík segir að
tryggja þurfi 3,5% meðalhag-
vöxt í Reykjavík á næsta kjör-
tímabili til að standa undir
velferð og lífskjörum. Þessu
markmiði er fylgt eftir með
langri upptalningu á marg-
víslegum átökum, könnunum,
stuðningi, áherslum, aðgerð-
um og síðast en ekki síst
fundahöldum sem borgin eigi
að efna til á næsta kjör-
tímabili.
Sumt af því sem þarna er
nefnt er ágætt en annað síðra,
eins og gengur. Vandinn er
hins vegar sá að trúverðug-
leiki stefnu er ekki meiri en
þess sem stefnuna kynnir og
svo óheppilega vill til að sá er í
þessu tilviki varaformaður
Samfylkingarinnar. Afstaða
Samfylkingarinnar til upp-
byggingar atvinnulífsins hef-
ur þegar verið sýnd í verki.
Dagur B. Eggertsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar,
hefur ekki aðeins að forminu
til verið í forystu flokksins.
Hann hefur á síðustu miss-
erum beinlínis verið í forystu
fyrir stefnumótun flokksins í
atvinnumálum og hefur leitt
svokallaða 20/20 sóknar-
áætlun ríkisstjórnarinnar. Þá
stefnu sem Dagur kynnir nú
fyrir Samfylk-
inguna í Reykjavík
verður því að
skoða í ljósi
reynslunnar af at-
vinnumálastefnu
Samfylkingarinnar
á landsvísu. Mark-
mið Dags um 3,5% hagvöxt í
Reykjavík verður ekki metið
án þess að horfa til afstöðu
Samfylkingarinnar til hag-
vaxtar í landinu í heild. Það
þýðir ekkert að segjast vilja
hagvöxt í Reykjavík en vinna
á sama tíma gegn honum á
landsvísu.
Staðreyndin er sú að undir
forystu Samfylkingarinnar í
ríkisstjórn hefur atvinnulífinu
ekki verið veitt svigrúm til að
vaxa. Þess í stað hefur verið
reynt að þvælast fyrir at-
vinnuuppbyggingu eftir því
sem hægt er. Þetta á jafnt við
um almennar aðgerðir á borð
við skattahækkanir á atvinnu-
lífið sem sértækar aðgerðir á
borð við þá að tefja eða hindra
einstakar leyfisveitingar
stórra verkefna. Í ljósi slíkra
hindrana sem Samfylkingin
hefur staðið fyrir gagnvart
einstökum fyrirtækjum á
landsvísu verður loforð um að
einfalda leyfisveitingar og
umsóknarferli fyrir þá sem
vilja stofna til reksturs í
Reykjavíkurborg til að mynda
einstaklega ótrúverðugt.
Dagur B. Eggertsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar
og oddviti flokksins í Reykja-
vík, er lipur við að telja upp í
löngu máli allt það sem hann
vill bæta, efla og framkvæma.
Reynslan af verkum hans er
þó slík að orðin ein duga ekki
til að vega hana upp.
Ekki er trúverðugt
að segjast vilja
vöxt í Reykjavík
en vinna gegn vexti
á landsvísu}
Samfylkingin og
atvinnumál Reykjavíkur
Ekki sér ennfyrir endann
á eldsumbrot-
unum. Enn hefur
heildartjón sem
betur fer verið
óverulegt, en á til-
teknum afmörkuðum svæðum
hefur það verið tilfinnanlegt.
Björgunarsveitarmenn og
aðrir sjálfboðaliðar hafa
brugðist við af miklum mynd-
arskap. Yfirvöld hafa vísað til
þess að Bjargráðasjóður, sem
er óburðugur, verði efldur svo
hann geti staðið undir lög-
bundnu hlutverki sínu. Það er
gott og blessað. En það er
hægt að taka miklu fastar á
með þeim sem fengið hafa að
finna til tevatnsins, til að
mynda undir
Eyjafjöllum.
Jarðvegs-
verktakar hafa
tækjabúnað og afl
til að vera mönn-
um þar á bæjum
innan handar. Slíka aðila á að
virkja þegar í stað og svo má
gera dæmið upp síðar. Bjarg-
ráðasjóður getur þá gert sitt
og hitt er sjálfsagt að hinn
sameiginlegi sjóður leggi til.
Meginatriðið er að brugðist
sé við fumlaust og af mynd-
arskap. Og ekki má hanga
helfast í lagabókstaf sem
kemur í veg fyrir að aðstoða
megi menn við að koma búfé
sínu á beit í löndum sem eru
vel girt og aflögufær.
Það er óþarfi að
hika og hinkra með
aðstoð við bændur
á öskusvæðinu}
Notum það afl sem til er Þ
að er skammt öfganna á milli í ís-
lensku samfélagi. Nú þegar mál-
efni þeirra eru til skoðunar, sem
fóru offari í íslensku viðskiptalífi
á undanförnum árum, skapast
hætta á því að aðrir troðist undir, sem hafa
ekki til þess unnið.
Viðreisnin í efnahagslífinu byggist á því, að
fólk hætti ekki að taka frumkvæði að at-
vinnurekstri, þori og vilji hrinda hugmyndum
í framkvæmd. Þannig verða störfin til og
þannig skapast arður í samfélaginu, sem fer í
að standa undir velferðarkerfinu.
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú,
að ekki sé alið á tortryggni í garð þeirra, sem
fjárfesta í atvinnutækifærum. Það má heldur
ekki verða þannig, að allir þeir sem hafa
komið nálægt atvinnurekstri á undanförnum
árum séu litnir hornauga. Ef við drögum þann lærdóm af
bankahruninu, þá mun kreppan aðeins dýpka enn frekar á
næstu árum.
Það er sárgrætilegt að fylgjast með því, hvernig reynt
er að sverta fólk, sem hefur það eitt sér til sakar unnið að
leggja fjármuni í atvinnuuppbyggingu. Hvernig á að vera
hægt að byggja upp öflugt atvinnulíf hér á landi, ef það
fólk er dæmt úr leik, sem hefur áhuga, reynslu og þekk-
ingu á því sviði?
Ég nefni sem dæmi nafnlausa auglýsingu sem birtist í
DV um helgina um Ármann Kr. Ólafsson, þar sem birtar
eru lygar og óhróður undir yfirskini siðbótar.
Ármann er einmitt dæmi um stjórnmálamann
sem hefur reynslu af atvinnurekstri og það hlýt-
ur að dýpka skilning hans á því hvernig umhverfi
er heillavænlegt fyrirtækjum í landinu, til að
virkja þá orku sem þar kraumar undir. Er ekki
æskilegt að stjórnmálamenn hafi fjölbreytta
reynslu og komi víðar að en úr opinbera geir-
anum?
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis markar
þáttaskil í umfjöllun um hrunið. Þar er gert upp
við þá sem eru ábyrgir fyrir siðleysinu, glanna-
skapnum og ofvextinum í íslensku viðskiptalífi á
undanförnum árum og áfram verður unnið í
þeirra málum innan dómskerfisins. En vonandi
markar skýrslan líka upphaf. Það er löngu kom-
inn tími til að hefja viðreisnina.
Og þar hljótum við að byggja á lærdómi kyn-
slóðanna. Hvergi á Vesturlöndum hafa stjórn-
völd snúið baki við frjálsu markaðshagkerfi, sem byggir í
eðli sínu á frumkvæði einstaklinganna. Þegar allt er eðli-
legt, þá er framboðið drifið áfram af þeirri eftirspurn sem
er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Það er sama hvert litið er, alls
staðar má finna þessa krafta. Þessi pistill er til að mynda
skrifaður í notalegri stofu veitingahússins og gistiheimilis-
ins Brekku í Hrísey, sem rekið er af harðduglegu fólki, en
þar fékk blaðamaður kaffi og næði til að skrifa.
Viðreisnin byggist á dugnaði og frumkvæði slíks fólks.
Að fólk sé tilbúið að leggja allt undir – fjárfesta í hug-
myndum sínum og stofna til atvinnureksturs. Ekki má
tala kjarkinn úr því fólki. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Skammt öfganna á milli
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Munnleg einkamál
í sögulegu hámarki
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Í
lok sl. árs var með lögum
kveðið á um tímabundna
fjölgun héraðsdómara úr 38 í
54. Alls sóttu 37 um sex emb-
ætti héraðsdómara, en fimm
embættanna voru auglýst vegna
fjölgunar dómara og eitt vegna lausn-
ar dómara frá embætti.
Að sögn Rögnu Árnadóttur dóms-
málaráðherra er vinna dómefndar
sem meta á umsækjendur enn í
gangi. „Við erum að bíða eftir endan-
legum tillögum dómnefndarinnar.“
Miðað var við að hægt yrði að skipa í
stöðurnar 1. maí. „Mér sýnist þó allt
stefna í að það dragist eitthvað,“ seg-
ir Ragna. Hópur umsækjenda hafi
líka verið stór og tíma taki að vinna
úr upplýsingunum. Skipað verði þó í
stöðurnar við fyrsta tækifæri.
Heimild var einnig veitt fyrir ráðn-
ingu fimm aðstoðarmanna við hér-
aðsdóm. Búið er að ráða í flestar þær
stöður og hafa tveir aðstoðarmenn
þegar hafið störf við Héraðsdóm
Reykjavíkur.
Stefnir í metfjölda mála
Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur og starfandi
formaður dómstólaráðs, segir best að
fá nýju dómarana til starfa sem fyrst,
en dómurum við Héraðsdóm Reykja-
víkur mun með þessu fjölga úr 22 í
25. Allt stefnir líka í metfjölda munn-
lega fluttra einkamála. „Þau voru
1.077 í fyrra sem er sögulegt hámark
og það er útlit fyrir að þau verði enn
fleiri í ár.“
Þá streyma inn ágreiningsmál
vegna krafna í þrotabú gömlu bank-
anna og útlit er fyrir að þau muni
skipta hundruðum. „Síðan hefur ver-
ið tilkynnt af hálfu sérstaks saksókn-
ara að reiknað sé með að fyrstu málin
frá honum fari að koma nú um mán-
aðamótin, þannig að það verður full
þörf fyrir þessa viðbótardómara.“
Sjálfur telur hann að mörg ár muni
taka að ljúka þeim málum sem koma
upp í kjölfar bankahrunsins. „Síðan
er ekkert lát á öðrum málum heldur,
þannig að það standa í raun á okkur
öll spjót.“
Lögin gera eingöngu ráð fyrir
fjölgun héraðsdómara, þó ljóst megi
telja að álag hafi og muni einnig
aukast hjá Hæstarétti. Í fyrra fór
Hæstiréttur fram á að hætt yrði við
16 milljóna króna niðurskurð við
dómstólinn, en engin beiðni um fjölg-
un dómara eða annars starfsfólks við
Hæstarétt hefur borist dómsmála-
ráðuneytinu. „Það hefur ekki borist
erindi frá Hæstarétti um auknar fjár-
heimildir eða fjölgun dómara. Ef slíkt
erindi bærist þá yrði það auðvitað
tekið til athugunar,“ segir Ragna.
Skilin milli dómsvalds og fram-
kvæmdavalds séu skýr og því sé það
dómsvaldsins að gera viðvart telji það
sig þurfa aukinn mannafla og fjár-
magn, líkt og héraðsdómur hafi gert.
Ragna kveðst engu að síður oft hafa
velt því fyrir sér hvort ekki sé þörf á
að gera könnun á álagi dómstóla. „Það
er mikilvægt að dómstólar geti sinnt
sínum lögbundnu verkefnum og að
þeir ráði við málafjöldann. Þess vegna
hef ég velt því fyrir mér hvort það
þurfi að fara fram einhverskonar út-
tekt á því hvort öruggt sé að álagið sé
ekki of mikið.“
Morgunblaðið/Þorkell
Héraðsdómur Reykjavíkur Þrír nýir dómarar taka fljótlega til starfa.
Sex nýir dómarar taka til starfa
við héraðsdóm á næstunni. Álag
á dómstólana hefur enda aukist
mikið frá bankahruni og stefnir í
ár í metfjölda munnlega fluttra
einkamála.
NÝJUM málum í Hæstarétti fjölgaði
um 85 milli áranna 2008 og 2009 og
voru þau tæplega eitt hundrað fleiri
í fyrra en 2006. Róbert R. Spanó,
starfandi umboðsmaður Alþingis,
lagði nýlega til að hæstaréttardóm-
urum yrði fjölgað um þrjá í ritstjórn-
argrein í Tímariti lögfræðinga.
Hæstiréttur hefur hins vegar ekki
sett fram formlegar tillögur um við-
brögð við auknu álagi og engin
beiðni verið send dómsmálaráðu-
neytinu um fjölgun hæstaréttardóm-
ara. „Það hefur engin slík beiðni
verið send og engin ákvörðun verið
tekin,“ segir Þorsteinn A. Jónsson,
skrifstofustjóri Hæstaréttar. Engin
beiðni hefur heldur verið send um
fjölgun löglærðra aðstoðarmanna,
en í viðtali við Sunnudagsmoggann í
mars sl. lýsti Þorsteinn þeirri skoð-
un sinni að þeim þyrfti að fjölga.
„Þetta er ekki komið á það stig,“
segir hann.
ENGIN BEIÐNI
SEND
››