Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
ATH: SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
She‘s Out of M
She‘s Out of M
Date Night
I love you Phil
Das Weisse Band kl. 5:20 - 8 B.i.14 ára
The Crazies kl. 10:20 B.i.16 ára
Clash of the Titans 3D kl. 10:30 B.i.12 ára
Dear John kl. 5:40 - 8 LEYFÐ
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára
Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára
She‘s out of my league kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
The spy next door kl. 6 - 8 LEYFÐ
Date night kl. 10 B.i. 10 ára
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU
OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA
SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
sum stefnumót
enda með hvelli
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Crazy Heart ísl. texti kl. 8 - 10:15 LEYFÐ
Un Prophéte enskur texti kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Food, Inc. ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Fantastic Mr. Fox án texta á ensku kl. 4 LEYFÐ
Ondine ísl. texti kl. 8 B.i.12 ára
Triage ísl. texti kl. 8 B.i.16 ára
Nowhere Boy ísl. texti kl. 6 B.i.10 ára
Burma VJ án texta, enskt tal kl. 10:10 B.i.12 ára
Videocrazy ísl. texti kl. 10 B.i.12 ára
HHHHH
- SV, Mbl
HHHHH
- SV, Mbl
HHHH
- MM, bíófilman.is
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
og vesældarlegur að stelpan sem
hann er skotinn í heldur að hann sé
hommi. Nú eru góð ráð dýr svo Dave
kaupir sér blautbúning í Rúmfata-
lagernum og tekur upp nafnið Kick-
Ass. Verður frægur af endemum í
borginni, ræðst gegn ofurefli án þess
að blikka auga og hlýtur fyrir bragð-
ið beinbrot og barsmíðar og myndir
af sér í fjölmiðlum
Kick-Ass gefst ekki upp þó hann
komist að því að það getur verið
ósköp sárt að vera ofurhetja. Um-
skipti verða á högum hans, þegar
kappinn á blautbúningnum kynnist
ósviknum glæpamönnum. Þeir eru
undir stjórn eiturlyfjabarónsins
D́Amico (Strong), en sonur hans er
önnur þykjustu-ofurhetja og kallar
sig Rauða mistrið. Til allrar lukku
Ímyndum okkur að kvikmynda-guðinn tæki fyrir bringsmal-irnar á Quentin Tarantino ogsegði: „Jæja, Tino minn, ég er
búinn að vera þolinmóður við þig. Æ
sér gjöf til gjalda, nú er komið að
skuldadögunum.“
„Ef þú sendir mig ekki aftur á
myndbandaleiguna, þá skal ég gera
hvað sem er“, vælir Tarantino og
mænir hundslega á kvikmyndaguð-
inn.
„Óttastu eigi, Tínó litli, ég hef
ákveðið verkefni handa þér. Þú hef-
ur enga hugsun haft á að gleðja litla
fólkið, nú kemur þú til tilbreytingar,
með eitthvert fjölskylduvænt sprell.
Hefur aðalsöguhetjurnar Mandy,
sæta splatter-stelpu, svona 10-11 ára
hnátu, sem skýtur menn á milli
augnanna með tiltækum dráps-
vopnum, og Dave, drengrolu á tán-
ingsaldri sem veit ekki einu sinni
sína réttu kynhneigð en hjálpar sér
mestmegnis sjálfur. Roluna dreymir
um að verða ofurhetja og fer að kalla
sig hetjunafninu Sparkírass, fer að
spreyta sig við hetjudáðir sem hann
er enginn bógur í og er barinn og
kvalinn í kássu.“
Þannig lítur hún út, ofurhetju-
aulamyndin Kick-Ass, sem segir frá
Dave (Johnson), algjörum lúða, sem
sér að við svo búið verður ekki leng-
ur unað. Hann er svo uppburðarlítill
kynnist Kick-Ass einnig telptátunni
Mindy (Moretz), sem er hin ósvikna
ofurhetja Hit-Girl með bleikt hár,
vopnasafn og vankaðan pabba
(Cage.) Í sameiningu ganga þau á
milli bols og höfuðs á glæponunum.
Bíógestir hafa greinilega ekki
grænan grun um hvað bíður þeirra á
Kick-Ass, það má líka segja að
myndin er engri annarri lík. Hún er
fyndin, háðsk og skrítin því vænn
hluti innihaldsins er glórulaust of-
beldi, framkvæmt af stelpukrakka.
Tarantino-tilbrigðin gera að verkum
að myndin á ekkert erindi til barna
en hins vegar er Moretz litla sem
leikur Mindy, eða Hit-Girl eins og
hún kallast í drápsgallanum, ljósi
punkturinn í þessu furðuverki.
Hress og lífleg stelpa sem bætir upp
vandræðaganginn í strákunum.
Cage leikur enn eitt viðundrið en
Strong er fjallbrattur sem þræl-
mennið D́Amico.
Sjálfsagt hneykslast einhverjir á
ofbeldinu sem stelpukrakkinn tekur
harðskeytt þátt í, en á tímum þegar
ekkert er lengur heilagt hlaut að
koma slíkri sýningu og fáránleikinn
og aulagrínið er óhóflegt og ætti að
duga til að lækka gagnrýnisradd-
irnar. Myndin er því alls ekki fyrir
börn, einkum ætluð unglingum sem
hafa örugglega ánægju af víðopnu
hugmyndaflugi kvikmyndagerðar-
mannanna, óvenjulegum húmornum
og krassandi nýjungum í hinum
dæmigerða, löngu staðnaða, sjálf-
hverfa heimi ofurhetja á tjaldinu.
Þrjúbíó a la Tarantino
Undurfurðuleg „Bíógestir hafa greinilega ekki grænan grun um hvað býður þeirra á Kick-Ass, það má líka segja að
myndin er engri annarri lík,“ segir Sæbjrön Valdimarsson m.a. í dómi sínum.
Sambíóin
Kick –Ass
bbbmn
Leikstjóri: Matthew Vaughn. Aðalleik-
arar: Aaron Johnson, Christopher
Mintz-Plasse, Mark Strong, Chloë Grace
Moretz, Omari Hardwick, Nicolas Cage.
115 mín. Bandaríkin. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
RINGO Starr hefur sent frá sér nýtt
lag, „Piece Dream“, og syngur hann
þar um John Lennon, fyrrverandi
félaga sinn í Bítlunum. Paul McCart-
ney spilar með Ringo í laginu og
Ringo segist afar ánægður með það.
Ímyndaðu þér að þetta rætist.
Það er undir okkur komið
eins og John Lennon sagði
í rúminu í Amsterdam.
Þetta eru ljóðlínur úr laginu.
Ringo segir að það sé eðlilegt að
hann skrifi um Lennon „Ég þekkti
manninn. Og ég held að það hefði
verið ankannalegt ef einhver annar
hefði skrifað þetta. Við vorum fé-
lagar þegar hann lá í rúminu í þágu
friðar.“
Ringo segir að Paul McCartney
hafi heimsótt sig nýlega og haft
bassann sinn meðferðis. „Ég spilaði
„Peace Dream“ fyrir hann og hann
sagði: Auðvitað vil ég spila með þér.
Ljóðlínan um John Lennon var í því
og því var þetta allt eðlilegt.“
Lennon var myrtur árið 1980 en
hann var þá fertugur að aldri.
George Harrison lést af völdum
krabbameins árið 2001, 58 ára að
aldri. Ringo, sem verður sjötugur á
árinu, sendi í janúar frá sér plötuna
Y Not.
Ringo
syngur
um John
Félagar Ringo og Paul.