Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Gunnar Rögnvaldsson skrifarleiftrandi greinar um málefni Evrópusambandsins. Vefur hans er hafsjór af fróðleik. Nú síðast ræðir hann um spádómsgáfu virtra nor- rænna stjórnmálamanna, sem fór fyrir lítið. Og hann lýsir stöðunni, eins og hún blasir nú við:     Grikkland á leiðí ríkisgjald- þrot. Portúgal fylgir í humátt á eftir. Írland er í tætlum. Spánn riðar, Eystra- saltsríkin [eru] í djúpri neyð og Ítalía lifandi grafin í skuldum. Á meðan myntbandalag Evrópusam- bandsins sprengir lönd þess í loft upp sitja evrufíklar Brussel niðri í kjallara og sjúga þumalputta með lokuð augu. Skjálfandi af hræðslu eins og óvitar sem kveikt hafa í húsi nágrannans um miðja nótt. Þeir vona að pabbi og mamma vakni ekki. Vona að þau taki ekki eftir að hús nágrannans verður horfið á morgun. Seðlabankastjórinn sem stjórnaði sprengjuhleðslunum á evrusvæði þorir varla að láta sjá sig opinber- lega lengur. Hann er skjálfandi af hræðslu. Seðlabanki Evrópusam- bandsins er orðinn seðlabanki þar sem öll bankastjórnin mætir með magapínu í vinnuna á hverjum morgni af ótta við að myntin sem þeir eiga að passa muni hrynja við hvert einasta fótatak þeirra á pen- ingagólfi heimsins. Það sem stýrir ECB núna er óttinn einn.“     Og það skrítna er að á Íslandi eruenn menn, og margir þeirra prýðilegir, sem vilja komast í þennan hóp. Þá langar til að sitja í samfélagi frækinna fýra, og sjúga með þeim þumalputtana með lokuð augun og harka af sér magapínuna í hjartan- legu hópefli örvæntingafullra skriff- inna. Þeir eiga sér draum.     Þeirra draumur er þjóðarmartröð. Gunnar Rögnvaldsson Ekki er staðan beysin Veður víða um heim 25.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 2 alskýjað Egilsstaðir 2 snjókoma Kirkjubæjarkl. 6 rigning Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 9 skúrir Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 9 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Dublin 13 skúrir Glasgow 13 skúrir London 17 léttskýjað París 20 léttskýjað Amsterdam 14 skýjað Hamborg 21 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 22 skýjað Moskva 3 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg 17 skýjað Montreal 12 léttskýjað New York 9 alskýjað Chicago 14 skýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 26. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:17 21:35 ÍSAFJÖRÐUR 5:08 21:54 SIGLUFJÖRÐUR 4:51 21:37 DJÚPIVOGUR 4:43 21:08 ENGINN annar en dr. Bæk var mættur við Nor- ræna húsið í gær í tilefni af degi umhverfisins. Þar bauð hann fólki upp á þá þjónustu að skoða og votta reiðhjólin. Margir notfærðu sér þetta einstaka tækifæri til að láta hjólalækni líta á gripi sína og ástandsskoða, enda eins gott að allt sé í lagi þegar brunað er á hjóli um stræti borg- arinnar. Hjólandi vegfarendum hefur fjölgað mjög í borginni og má gera ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar með hækkandi sól og hlýnandi veðri. Heilmikið má spara í útgjöldum heimilisins með því að hjóla á milli staða frekar en að aka á bif- reið, því bensín- og olíuverð hefur hækkað mjög undanfarið. REIÐHJÓLALÆKNIR ÁSTANDSSKOÐAR FÁKANA Morgunblaðið/Árni Sæberg Skattskrár vegna álagningar 2009 sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2008 verða lagðar fram 26. apríl 2010 Skrárnar, sem sýna álagða skatta á gjaldendur í hverju sveitarfélagi, liggja frammi á skattstofum eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 26. apríl til 7. maí 2010 að báðum dögum meðtöldum. Framlagning skattskrár er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. 26. apríl 2010 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri MATTHILDUR Edda Pétursdóttir fékk 1. verðlaun er Erróverðlaun reykvískra ungmenna voru veitt á laugardag. Dagur Hall hlaut 2. verðlaun og Birta Júlía Sturludóttir 3. verðlaun. Öll þóttu þau sýna frumleika, sköpunarkraft og leikni í listsköpun sinni. Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs, afhenti verðlaunin sem veitt voru börnum sem tóku þátt í sér- stakri Errósmiðju í Ævintýrahöll- inni undir stjórn Ilmar Stefáns- dóttur listamanns í tengslum við Barnamenningarhátíðina í Reykja- vík. 320 börn unnu þar verk í anda Errós. Sýndu frumleika og sköpunarkraft Ungir listamenn Erróverðlaun reykvískra ungmenna veitt. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | EFTIR um það bil þúsund ára fjarveru er Þórdís spákona á Spákonufelli komin heim aftur. Þórdís, sem var landnáms- kona á vestanverðum Skaga, bjó á Spákonu- felli á Skagaströnd og bar beinin í fjallinu ofan við bæinn. Nú hefur fyrirtækið Spákonuarfur nýlokið við að láta gera vaxmynd af Þórdísi í fullri stærð og verður henni komið fyrir í spáhofi fyrirtækisins þegar það verður tilbúið. Það var leikmunagerð sögusafnsins, eða Ernst Backman, sem skapaði Þórdísi fyrir Spákonuarfinn. Þeir sem til þekkja á Skaga- strönd munu að öllum líkindum kannast við svip Þórdísar því fyrirmynd hennar er þriggja barna móðir á staðnum sem lék Þórdísi í upp- færslu á leikriti um hana haustið 2008. Eins og sést á myndinni er Þórdís svipmikil og hnar- reist enda er henni þannig lýst í Vatns- dælasögu. Þórdís spákona snýr aftur Morgunblaðið/Ólafur Bernódus Snýr aftur Þórdís spákona þótti hnarreist kona og svipmikil. Vaxmynd spákonunnar í fullri stærð sem gerð var af Ernst Backman verður komið fyrir í sérstöku spákonuhofi HÓPUR fólks hefur ákveðið að efna til framboðs í Reykjavík í borgarstjórnar- kosningunum 29. maí undir nafn- inu Reykjavíkur- framboðið. Stofnfundur framboðsins verður haldinn þriðjudaginn 27. apríl nk. í Iðnó, 2. hæð. „Tilefni framboðsins er að innan fjórflokksins svokallaða er vonlaust að vinna að mörgum helstu verk- efnunum í borginni með hagsmuni Reykvíkinga að leiðarljósi. Oft skarast hagsmunir flokkanna og Reykvíkinga. Augljósasta dæmið er flugvöllurinn, sem Reykvíkingar kusu burt úr Vatnsmýri,“ segir í fréttatilkynningu. Reykjavíkur- framboð býður fram í borginni Reykjavík- urflugvöllur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.