Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 6
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ICELANDAIR hefur flutt millilendingar í Am-
eríkuflugi sínu tímabundið til Glasgow í Skot-
landi vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjalla-
jökli. Að öðrum kosti hefði verið viðbúið að
flugið legðist af, segir framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins.
Strax á fimmtudag, þegar spár bentu til þess
að Keflavíkurflugvöllur myndi lokast fyrir milli-
landaflugi, kom neyðarhópur Icelandair saman,
að sögn Birkis Hólms Guðnasonar, fram-
kvæmdastjóra Icelandair, en í hópnum situr
framkvæmdastjórn félagsins auk fulltrúa frá
flugdeild, sölu- og markaðssviði og stjórnstöð-
inni í Keflavík. „Við gerðum okkur fljótt grein
fyrir því að flugvellirnir á Akureyri og Egils-
stöðum myndu aldrei ráða við þann fjölda far-
þega sem við erum með í Ameríkufluginu, bæði
vegna húsnæðisins en einnig út af kröfum sem
gerðar eru til öryggisleitar í flugi til Bandaríkj-
anna. Í framhaldinu settum við í raun upp nýtt
leiðakerfi með millilendingu í Glasgow í stað
Keflavíkur og svo flugi milli Glasgow og Ak-
ureyrar til að sinna farþegum til og frá Íslandi,“
en þeir eru um helmingur allra farþeganna í
Ameríkufluginu.
Alls flytur Icelandair um 30 þúsund farþega
vikulega milli Evrópu og Ameríku eða um fjög-
ur þúsund manns daglega á þessum árstíma.
Mikið er því í húfi. „Áður en þetta fór af stað
vorum við farin að sjá mikla fjölgun farþega hjá
okkur yfir hafið.Það hefði aldrei gengið að halda
þessu úti frá Akureyri svo við hefðum nánast
þurft að stöðva Atlantshafsflugið og þá værum
við farnir af þeim markaði. Þetta var því eina
leiðin til að halda úti leiðakerfinu í heildina. Við
vorum líka hræddir um að við gætum ekki flogið
neitt ef allir flugvellir á Íslandi lokuðust.“
Hann segir flutninginn á tengifluginu til Glas-
gow hafa gengið ótrúlega vel. „Með þessu höf-
um við náð að fljúga um 75% af áætluninni. Við
áttum von á töluverðum afbókunum og að fólk
nennti ekki að ferðast svona en það kom okkur á
óvart að nánast allar vélar hafa verið þéttbók-
aðar frá því við byrjuðum. Vissulega hafa verið
einhverjar afbókanir en við höfum líka fengið
bókanir á síðustu stundu frá ferðamönnum og
fjölmiðlafólki sem vill koma hingað með stuttum
fyrirvara út af gosinu.“
150 starfsmenn fluttir um set
Það er þó meira en að segja það að flytja
tengiflug félagsins á milli landa. „Við þurftum til
að mynda að skrá ný flugnúmer, senda starfs-
fólk út og vélarnar á sína staði,“ segir Birkir en
um 150 starfsmenn, þ.e. áhafnir og vallarstarfs-
menn, hafa verið fluttir til Glasgow og til Ak-
ureyrar vegna þessara breytinga. „Áhafnir og
framlínufólkið okkar í símaþjónustu og á sölu-
skrifstofu hefur unnið frá sjö á morgnana til
miðnættis síðustu tíu daga og komið inn um
helgar og á kvöldin til að vinna. Starfsfólk í inn-
tékki, hlaðmenn og aðrir hafa svo farið norður,
svo það er aðallega starfsfólkinu að þakka
hversu vel hefur tekist til.“
Hann segir þó umtalsverðan kostnað og tap
fylgja þeim röskunum og breytingum sem hafa
orðið á flugleiðum félagsins, sem nemi 50-100
milljónum daglega. „Okkar stærstu áhyggjur
núna eru af því hversu lengi þetta varir og hvort
ferðamenn vilji koma hingað í sumar. Við höfum
séð töluvert af afbókunum nú þegar. Þess vegna
var lykilatriði að halda leiðakerfinu gangandi –
ef Ísland hefði lokast hefði skaðinn orðið mjög
mikill.“
Keflavíkurflugvöllur opnist í dag
Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að flogið
verði um Glasgow til morguns. Samkvæmt
öskuspám í gær var gert ráð fyrir að öskufall
yrði suður af landinu í dag. Gangi það eftir verð-
ur hægt að fljúga blindflug frá öllum millilanda-
flugvöllum landsins, þar á meðal Keflavíkur-
flugvelli. Að sögn Kristínar Þorsteinsdóttur,
upplýsingafulltrúa Iceland Express, er því
stefnt að því að fljúga til og frá landinu í gegnum
Keflavík í dag, en áætlað er að fljúga til London,
Kaupmannahafnar, Berlínar og Brussel.
„Spárnar koma á sex tíma fresti og við fylgj-
umst vel með þeim,“ sagði hún í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þetta getur breyst
með skömmum fyrirvara svo við verðum að
haga seglum eftir vindi. Við biðjum farþega sem
eiga bókað far um að fylgjast vel með og svo
sendum við þeim sms og tölvupóst um leið og
ástæða er til.“
Tengiflugið flutt vegna gossins
Icelandair setti upp nýtt leiðakerfi fyrir Ameríkuflugið þar sem millilent er í Skotlandi Farþegar á
leið til og frá Íslandi ferjaðir milli Akureyrar og Glasgow Búist við opnun Keflavíkurflugvallar í dag
Tengiflug Sjá mátti sjö af flugvélum Icelandair samtímis í flugstæðum á Glasgow–flugvelli.
Ljósmynd/Orri Eiríksson
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
UM hundrað sjálfboðaliðar á vegum
Rauða kross Íslands, Slysavarna-
félagsins Landsbjargar, jeppa-
klúbbsins 4x4 og hóps af Fésbókinni
aðstoðuðu bændur undir Eyjafjöll-
um við hreinsunarstörf í gær. Bónd-
inn á Önundarhorni segir mikinn
andlegan stuðning í slíkri aðstoð
vandalausra.
Það var mikið um að vera hjá Sig-
urði Þór Þórhallssyni, bónda á Ön-
undarhorni, um helgina við öskuþrif
og annað hreinsunarstarf eftir gosið.
Kollegar hans úr Austur-Landeyjum
lögðu honum lið á föstudag og laug-
ardag og í gær fékk hann aðstoð frá
sjálfboðaliðum Rauða krossins. „Við
erum búin vera þrjá síðustu daga að
hreinsa úr garðinum með því að
raka, moka og sópa öskunni upp og
þá kemur grasið ágætlega upp úr því
sem eftir er. Reyndar var versti dag-
urinn í dag [í gær] vegna bleytu. Þá
verður þetta svo mikil drulla sem er
bæði erfitt að raka og þungt að
moka, enda eins og steypa að
þyngd.“
Slíkar aðgerðir duga þó aðeins á
minni fleti. „Þetta er svo hrikaleg
vinna að þetta er bara gert í kringum
húsið. Ef eitthvað á að gera á tún-
unum held ég að þau verði plægð. Ég
þarf hins vegar að byrja á því að
skafa drullu af túnum og upp úr
skurðum eftir aurflóðin svo við höf-
um svo sem eitthvað við að vera.“
Og ekki virðist standa á Sigurði að
drífa sig í verkin. „Það er ekki hægt
annað þegar hrúgast svona að manni
ókunnugt fólk sem vill gera eitthvað.
Það hringja margir til að bjóða fram
aðstoð og veita móralskan stuðning,
og það skiptir miklu máli að finna
þennan samhug.“
Tilbúið að koma aftur
Jóhanna Róbertsdóttir, svæðis-
stjóri Rauða krossins á Suðurlandi,
sagði hreinsunarstarfið í gær hafa
gengið vel. „Eins og oft er þegar
margir vinna saman þá var bara
stemning og mér heyrðist á fólki að
það væri alveg tilbúið til að gefa kost
á sér aftur ef út í það færi.“ Hún seg-
ir þó ekkert hafa verið ákveðið með
framhaldið – það yrði gert eftir út-
tekt á starfinu í gær. ben@mbl.is
Ljósmynd/ Jónas Erlendsson
Hreinsunarstarf Bændur úr Landeyjum tóku til hendinni á Önundarhorni og víðar undir Eyjafjöllum um helgina.
Samhugurinn skiptir miklu
Um hundrað sjálfboðaliðar aðstoðuðu bændur undir Eyja-
fjöllum í gær Erfitt að hreinsa upp öskuna vegna bleytu
ÞÓTT gosið í Eyjafjallajökli sé nú
aðeins brot af því sem það var þegar
mest var eru engin merki um að því
sé að ljúka. Gosórói er svipaður nú
og undanfarna daga.
Samkvæmt upplýsingum sem
Jarðvísindastofnun HÍ og Veður-
stofan hafa tekið saman er gosvirkn-
in áfram bundin við nyrðri gíginn og
ef marka má vatnsrennsli niður
Gígjökul rennur hraun áfram til
norðurs. Gögn frá því á laugardag
sýna að geilin til norðurs frá gígnum
er um 700 metra löng og hafði hraun
náð 400 til 500 metra norður frá
gígnum. Ekki var athugað með
kvikuflæði í gær en talið var að það
væri svipað og undanfarna daga, eða
20 til 40 tonn á sekúndu.
Í gær sást eingöngu til gossins frá
Hvolsvelli og heyrðust dynkir frá því
í Fljótshlíð. Athuganir jarðfræðinga
á gjóskunni sem upp hefur komið í
vikunni sýna að hún er mun grófari
en hún var fyrstu daga gossins.
Gjóskufall var lítið í gær, en þó grán-
uðu þök á innstu bæjum í Fljótshlíð.
Þótt ekki séu merki um að gosinu
sé að ljúka virðist gosmökkurinn
sjálfur fara heldur dvínandi.
Engin merki um að
gosinu sé að ljúka
LEIKSKÓLABÖRN í Bláskógabyggð verða að
taka sér frí frá skólastarfinu í dag þar sem
kennarar þeirra eru nær allir strandaglópar í
Kaupmannahöfn.
Að sögn Kristínar Ingunnar Haralds-
dóttur, leikskólakennara á Laugarvatni, eru
13 af 16 starfsmönnum leikskólanna tveggja
í Bláskógabyggð staddir í Kaupmannahöfn
eftir heimsókn í danskan leikskóla en hóp-
urinn átti bókað flug aftur til Keflavíkur með
Iceland Express um hádegisbilið í gær.
Vegna gosöskunnar varð ekki af því flugi
en hópurinn beið lungann úr gærdeginum á
Kastrup-flugvelli eftir flugi sem átti að
lenda seint í gærkvöldi á Akureyri. Þaðan
stóð til að fara með rútu til Reykjavíkur og
svo áfram til Laugarvatns og Reykholts,
þannig að hópurinn næði til vinnu í tæka tíð
í dag.
Sú áætlun gekk þó ekki eftir því um hálf-
ellefu í gærkvöldi var hópnum snúið aftur á
hótel ytra með þeim skilaboðum að ekki
yrði flogið til Íslands fyrr en klukkan eitt í
dag.
Leikskólabörn án kennara