Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „AUÐVITAÐ er það ljóst að það hef- ur verið hreyfing á þessum kröfum. Þær hafa gengið kaupum og sölum. Síðast þegar ég vissi var þessi eign mjög dreifð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, spurð- ur um áhuga erlendra vogunarsjóða á skuldabréfum í bönkunum. Fram kom í fréttum Ríkissjón- varpsins í gær að bandarískur vog- unarsjóður sæti um 2 milljarða kröfu kröfuhafa í Glitni en viðkomandi, Hlín Sturludóttir, var sögð velta því fyrir sér hvað vekti fyrir sjóðnum. Inntur eftir því hvort hann telji ósækilegt að vogunarsjóðir séu að seilast til áhrifa á Íslandi kveðst Steingrímur „gjarnan vilja sjá að í þessum kröfuhafahópi séu það stóru bankarnir sem haldi sínum hlut“. „Ég held að menn séu nú ekk- ert spenntir fyrir þeim. Ég segi nú það eins og er,“ segir hann um vogunarsjóðina. Hafa ekki veitt upplýsingar Spurður um áhuga sjóðanna segir Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, því hafa verið rang- lega haldið fram í frétt RÚV að nefndin hefði veitt vogunarsjóðum upplýsingar um einstaka skuldara. „Þetta er ekki rétt. Skilanefnd hefur ekki heimildir til að veita upp- lýsingar um stöðu einstakra skuld- ara. Hitt er rétt að allir kröfuhafar í Glitni fá leyniorð til þess að opna kröfuskrá á heimasíðu bankans og þannig getur hver og einn kröfuhafi fengið allar upplýsingar í kröfulýs- ingu Glitnis,“ segir Árni. Hvað snertir möguleika erlendra vogunarsjóða á að seilast til áhrifa í íslensku athafnalífi bendir Árni á að langur tími sé þar til kröfur breytist í eignir. „Það er mat skilanefndar að það muni líða að minnsta kosti 5 ár þangað til nauðasamningar geta átt sér stað sem breyti rétti kröfuhafa yfir í eign. Þangað til þetta gerist fara skilanefnd og slitastjórn með málefni Glitnis, þ.m.t. málefni Ís- landsbanka, en eins og kunnugt er á Glitnir 95% í Íslandsbanka.“ Ekki vör við slíkan áhuga Spurður um áhuga erlendra vog- unarsjóða á skuldabréfum í Kaup- þingi sagði Ólafur Garðarsson, að- stoðarmaður Kaupþings í greiðslu- stöðvun, að slitastjórnin „hefði ekki orðið mikið vör við slíkan áhuga“, en hann á sæti í slitastjórn bankans. „Við vitum ekki hvort þeir hafa mikinn eða lítinn áhuga. Það er hins vegar alveg ljóst að fyrst eftir hrunið skiptu skuldabréf um hendur. Þau gengu kaupum og sölum. Ég held miklu frekar að vogunarsjóðir hafi tekið sér stöðu fyrst eftir hrunið,“ segir Ólafur Garðarsson. Óþarft að óttast vogunarsjóði  Fjármálaráðherra telur ekki tilefni til áhyggna af vogunarsjóði sem girnist kröfur  Kröfuhafar í bönkunum myndi dreifðan hóp  Hlutur margra smár  Fulltrúar skilanefnda benda á lagaramma Í HNOTSKURN »Skuldabréf í íslenskubönkunum hafa hækkað mikið á skömmum tíma. »Þau hafa verið eftirsótt áerlendum mörkuðum. »Þessi eftirspurn hefur leittaf sér umræðu um áhuga vogunarsjóða. »Það er af þeim sökum semýmsir hafa velt fyrir sér möguleikum þeirra til að seil- ast til áhrifa í íslensku at- hafnalífi í gegnum skuldabréf í bönkunum. Steingrímur J. Sigfússon HALLGRÍMSKIRKJUTURN hefur lengi sett svip sinn á borgarlandslagið og trónað yfir aðrar byggingar höfuðstaðarins. Eins og sést á þessari mynd er Harpa, nýja tón- listarhúsið, hins vegar byrjuð að ógna veldi hans séð frá Granda. Þaðan virðist þetta einkennis- tákn Reykjavíkurborgar nú varla vera nema svipur hjá sjón þótt kirkjuturninn njóti sín enn frá öðrum sjónarhornum. HARPAN HEFUR SIG HÁTT TIL HIMNA Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum í byggingu Gufubaðs- ins á Laugarvatni og er ráðgert að verkinu verði lokið 31. maí á næsta ári. Sigurður Grétar Ólafsson, formaður verkkaupans Gufu ehf., segir að öll hönnun sé tilbúin og menn hafi fullan hug á að opna gufubaðið fyrir næsta sumar. Hann segir fjármögnun verksins að mestu vera lokið og að það verði fjármagnað til helminga með inn- lendu hlutafé og lánsfé úr íslenskum bönkum. Farið sé eftir sömu áætlunum og til voru fyrir bankahrun en með einhverjum breytingum þó. „Það var farið í gegnum hönnunina og hagkvæmari lausnir fundnar til þess að spara. Það hefur aðeins verið slegið af en annars er þetta sama hugmyndin og áður,“ segir Sigurður Grétar. Hann segir menn ánægða með að verkefnið sé loks að verða að veruleika eftir margra ára undirbúning og með þau jákvæðu viðbrögð sem hugmyndin hafi fengið. „Við höfum fengið mjög jákvætt viðmót hvar sem við höfum kynnt verkefnið, bæði hjá bönkum og hluthöfum. Það lít- ur vel út með framhaldið.“ kjartan@mbl.is Gufubaðið á Laugarvatni opnað næsta sumar? Morgunblaðið/RAX Gufubaðið Gamla aðstaðan var rifin 2007 og áætlað hafði verið að opna þá nýju ári síðar. Enn hefur ekkert gerst.  Opnað fyrir tilboð í fram- kvæmdina á þriðjudag ENGAR formlegar viðræður um lausn Icesave-deilunnar hafa verið ákveðnar milli Íslendinga, Breta og Hollendinga. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að tölvusamskipti hafi þó átt sér stað á milli samninganefndar- manna í síðustu viku. Ekkert sér- stakt hafi þó komið fram um fram- gang málsins í vikulokin. „Menn hafa verið í sambandi en það hefur ekki leitt til þess að viðræður færu í gang.“ Fram hefur komið að Norður- löndin muni greiða út lán í kjölfar annarrar endurskoðunar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS), í trausti þess að samningar um Icesave ná- ist. Í viljayfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar til sjóðsins lýsa stjórnvöld því yfir að þau geri ráð fyrir að lausn á málinu fáist „fljótlega“. Óformleg samskipti um Icesave Morgunblaðið/Golli Óvissa Engar viðræður ákveðnar. VÍSINDAMENN telja sig hafa komist nær skilningi á því hvers vegna sumum reynist örðugra að hætta að reykja en öðrum. Þannig benda nýjar rannsóknir til að gen geti verið orsakavaldur í því hversu mikið sumir ánetjast nikótíní í tóbaki og að það geti ver- ið þeim mun erfiðara fyrir þá sem hafa þetta gen að hætta að reykja. Niðurstöður þriggja rannsókna voru birtar í gær í vefútgáfu vís- indatímaritsins Nature Genetics en þær sýna tengsl á milli erfðaþátta og þess hversu margar sígarettur eru reyktar á hverjum degi. Hópur vísinda- manna á vegum Íslenskrar erfða- greiningar stóð að baki einni af rannsóknunum þremur. Þeir notuðu gögn frá ríflega 70.000 reykingamönn- um sem stað- festu að erfða- vísar á litningi 15 tengdust notkun tóbaks. Niðurstöðurnar kunna að gagnast við meðferð á tóbaksfíkn. Sýna tengsl erfða og tóbaksfíknar  Íslensk erfðagreining stóð fyrir einni af þremur alþjóðlegum rannsóknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.