Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
Sléttuvegur 29-31, 58 íbúðir.
Sléttuvegur 19-23, 70 íbúðir.
Sléttuvegur 11-13, 51 íbúð.
Nokkrar íbúðir eru lausar.Nánari upplýsingar á skrifstofu Síðumúla 29 sími 5526410
og á heimasíðu samtakanna www.aldradir .is.
Framkvæmdir við nýju húsin á Sléttuvegi 29-31
ganga mjög vel.
Vilja minna félagsmenn sína á að 38
aðalfundur samtakanna verður á
morgun 27 apríl kl. 13.30 í
safnaðarheimili Grensáskirkju
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
KREPPAN setur mark sitt á skipt-
ingu fjármagns til samgöngu-
framkvæmda í samgönguáætlun til
ársins 2012, sem samgönguráðherra
mun væntanlega mæla fyrir á Al-
þingi í vikunni. Framlögin eru að-
eins lítill hluti þess sem var fyrir fá-
einum árum. Þannig er nú t.d. gert
ráð fyrir að stofnkostnaður til vega-
gerðar verði aðeins 7,5 milljarðar á
næsta ári og 7 milljarðar 2012. Fjár-
framlög til framkvæmda í einstökum
kjördæmum verða því vel innan við
tveir milljarðar. 10% niðurskurður
verður á framkvæmdafé Siglinga-
stofnunar og sömuleiðis til flugmála.
Öll áætlunin um mögulegar stór-
framvæmdir er bundin við að sam-
komulag náist við lífeyrissjóði eða
aðra fjárfesta um sérstaka fjár-
mögnun þeirra. „Ef Alþingi sam-
þykkir upptöku veggjalda til að flýta
vegaframkvæmdum munu [tiltekin]
verkefni eða hluti þeirra bætast við
lista þeirra verkefna sem ætlað er að
koma í framkvæmd á næstu miss-
erum […],“ segir í áætluninni.
Ekki er gert ráð fyrir því að nein
breyting verði á mörkuðum tekjum
til samgöngumála. Bensíngjaldið,
sem var síðast hækkað í desember
2008 og er nú rúmar 37 kr. á hvern
lítra, á að skila 7,4 milljörðum á
þessu ári og rúmum 7,5 milljörðum
bæði á næsta og þarnæsta ári. Olíu-
gjaldið sem síðast var hækkað í jan-
úar sl. og hafði þá hækkað um 28,7%
á einu ári, á að skila rúmum 6,3 millj-
örðum á árinu 2011.
Björn Valur Gíslason, formaður
samgöngunefndar, leggur áherslu á
að ef notendagjöld verða tekin upp
með sérstakri fjármögnun í vega-
málum, komi sú gjaldtaka ekki sem
viðbót við núverandi gjaldtöku, sem
byggist á mörkuðum tekjustofnum
Vegagerðarinnar.
„Mér sýnist stefna í þá átt að við
munum þurfa að fjármagna vega-
framkvæmdir með þessu móti eins
og gert er víða um heim en á móti
hlýtur að koma minni gjaldtaka ann-
ars staðar þegar fram líða stundir,“
segir hann. Björn Valur leggur
áherslu á að gæta verði jafnræðis
svo hugsanleg notendagjöld falli t.d.
ekki með auknum þunga á þann hóp
fólks sem sækir atvinnu milli byggð-
arlaga og fara í gegnum gjaldhlið.
Á annan milljarð í jarðgöng
Gerð Dýrafjarðarganga verður
seinkað, eins og fram kom í blaðinu
um helgina.
Í nýrri samgönguáætlun er þó
einni stórri framkvæmd ýtt úr vör
en það gerð Norðfjarðarganga, sem
talið er að muni kosta 9,5 milljarða.
Þó hægara verði farið í sakirnar en
áður var ráðgert er lagt til að á
næsta ári hefjist undirbúnings-
framkvæmdir fyrir 220 milljónir en
síðan er gert ráð fyrir tæplega 1,2
milljörðum á vegaáætlun vegna
jarðganganna á árinu 2012.
Verkefni skorin niður og
traustið lagt á lífeyrissjóði
„Notendagjöld verði ekki viðbót“
Norðfjarðargöngum ýtt úr vör
Morgunblaðið/RAX
Vegaframkvæmdir Gert er ráð fyrir að stofnkostnaður til vegagerðar
verði aðeins 7,5 milljarðar kr. á næsta ári og 7 milljarðar króna árið 2012.
Lögð er til fjárveiting til
áframhaldandi vegagerðar við
Dettifossveg, milli hringveg-
arins og Vesturdals, 560 millj-
ónir á þessu ári og 90 milljónir
á næsta ári.
Framkvæmdum við Suður-
strandarveg verður haldið
áfram. Fjárveiting er ætluð til
að ljúka við þá vegagerð sem
þegar er hafin á kaflanum
milli Þorlákshafnar og Sel-
vogs. Einnig er gert ráð fyrir
að hefja framkvæmdir við
kaflann á milli Ísólfsskála og
Selvogs.
Gert er ráð fyrir áfram-
haldandi vegaframkvæmdum
milli hringvegarins og Vopna-
fjarðar. 517 milljónum verði
varið á þessu ári til annars
áfanga á milli Vopnafjarðar
og Brunahvammsháls. Á
Norðausturvegi er einnig gert
ráð fyrir áframhaldandi fram-
kvæmdum við nýjan veg um
svokallaða Hófaskarðsleið og
Raufarhafnarleið.
Fjárveiting er ætluð til
gerðar nýrrar brúar yfir Stað-
ará og nýs vegar frá Djúpvegi
í botni Steingrímsfjarðar.
Það fé sem lagt er til að
veitt verði til Vestfjarðavegar
er vegna endurgerðar veg-
arins frá Eiði í Vattarfirði að
Þverá í Kjálkafirði og til
áframhaldandi uppbyggingar
vegar milli Kjálkafjarðar og
Vatnsfjarðar. Ekki er tekin af-
staða til þess í áætluninni
hvort vegur verður lagður yf-
ir Mjóafjörð og Kjálkafjörð,
annan eða báða, eða farið fyr-
ir þá.
Gert er ráð fyrir fjárveit-
ingu til breikkunar Vestur-
landsvegar í Mosfellsbæ milli
Hafravatnsvegar og Þing-
vallavegar.
Fjárframlögum
skipt á verkefni
Náist samkomulag
um aðkomu lífeyr-
issjóðanna eða
annarra fjárfesta
að fjármögnun
vegaframkvæmda
verður hægt að
hefja fram-
kvæmdir við
breikkun Vestur-
landsvegar að
Hólmsá og frá
Hólmsá að Hvera-
gerði strax á þessu
ári. „[…] auknar framkvæmdir verður að fjármagna með veggjöldum,“ segir
í samgönguáætluninni. Hafist yrði handa við breikkun Vesturlandsvegar
2013 en á næsta ári er ráðgert að hefja framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng.
Samgöngumiðstöð, stækkun flugstöðvar á Akureyri og framkvæmdir við
flughlöð eru nú taldar kosta 3,8 milljarða og eru í áætluninni bundnar vonir
við að lífeyrissjóðir komi að fjármögnuninni.
Stórframkvæmdir næstu missera og veggjöld
Verkefni Kostnaður Lengd Hægt að
[millj. kr.] verkefnis byrja
Suðurlandsvegur
Vesturlandsv.–Hólmsá 3.450 5 ár 2010
Hólmsá–Hveragerði 5.200 4 ár 2010
Hveragerði–Selfoss 4.400 3 ár 2012
Ný brú á Ölfusá 2.800 2 ár 2013
Vesturlandsvegur
2 + 1 og mislægt 2.840 2 ár 2013
Reykjanesbraut 6.000 4 ár 2011
Vaðlaheiði 8.600 3 ár 2011