Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. kvíða nokkru þar sem þetta reyndist mér ógleymanlegt sumar, fullt hús af börnum og mikið fjör sem hefur fylgt þessari fjölskyldu ætíð og hef ég get- að stolt sagt frá því að vera ættingi þeirra allra. Þegar ég og fjölskyldan mín flutt- um búferlum austur á land var oft komið við í Goðabyggðinni og vil ég sérstaklega þakka fyrir þær yndis- legu móttökur sem við fengum og góðvild. Gott er að minnast Erlu á einn hátt en það er; heiðarleg, jákvæð og einstaklega gjafmild, hvort sem það var að matbúa, sem hún var snill- ingur í, eða með fallegum kortum og ógleymdum orðum. Ég kveð þig elsku Erla, takk fyrir allt og mér finnst þetta erfiðara en orð fá lýst að geta ekki fylgt þér. Minnist þín með sorg í hjarta en þakklát fyrir alla samveruna og samtölin. Þín frænka, Guðrún Pálsdóttir (Gugga). Elskuleg frænka, mig langar að senda þér nokkur orð því mig langar að þakka fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Stundum verða liðnar stundir dýrmætari en maður heldur, öll ættarmótin sem við höf- um átt saman sem og allar stund- irnar í Goðabyggðinni þegar ég kom þar með foreldrum mínum í æsku. Man vel eftir búrinu í Goðabyggðinni því þangað vildi maður náttúrlega alltaf fara þar sem það var fullt að ævintýralega góðu nammi úr heild- versluninni ykkar og mér fannst ég vara þokkalega lukkuleg þegar mað- ur fór vel nestaður í bílinn og hélt heim á leið eða áfram suður. Við hlógum nú einhvern tímann að því að kannski hefðum við nú ekki alveg haft gott af þessu öllu en þú sást nú bara eitthvað jákvætt við það, því í þá daga fengum við svo lítið nammi. Takk fyrir að koma þegar ég loksins gifti mig, það var mér svo dýrmætt að hafa þig með okkur, takk fyrir að senda syni mínum ættarkrossinn í fermingunni hans sem hann bar með stolti. Þú tókst við af ömmu minni sem var móðursystir þín en þið vor- uð svo líkar í ykkur að það var ynd- islegt þegar maður var búin að tala við þig, þá hugsaði maður alltaf til Ragnheiðar ömmu. Takk fyrir að kenna okkur öllum að heiðarleiki, já- kvæðni og falleg orð vega þyngst þegar litið er yfir farinn veg, við sem eftir sitjum munum reyna að finna Erluna í okkur og minnast þessara kosta og gæfu þeirra. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín frænka, Elísabet Reynisdóttir (Beta). Nú lít ég yfir farinn veg og hugsa til þeirra góðu stunda sem ég átti með Erlu frænku. Hún var einstök kona, hjartahlý og full af kærleika. Mínar fyrstu minningar um Erlu eru síðan ég var barn á leið í frí með for- eldrum mínum til systur minnar á Vopnafirði. Að sjálfsögðu var stopp- að á Akureyri og komið við í Goða- byggðinni hjá Erlu og Leif. Okkur var ávallt tekið opnum örmum og ekki klikkaði hún frænka mín á veit- ingunum, ó nei, enginn skyldi fara svangur frá henni. Það var ávallt margt um manninn í Goðabyggðinni enda mörg systkini og vinir í kringum þau. Það var þó ekki fyrr en árið 1982 þegar ég réð mig sem sjúkraliða á FSA að ég kynntist henni og Leif ásamt allri minni fjölskyldu fyrir norðan. Tel ég það vera mitt happasumar því ynd- islegra fólki hef ég aldrei kynnst, enda var ég hjá þeim öllum stundum þótt það ætti að heita að ég leigði annars staðar. Hún Erla mín var ótrúleg að hlusta á ungu frænku sína masa út í eitt og gefa mér góð ráð, enda var hún hrifin af því að ég skyldi hafa valið mér starf í hjúkrun. Það var einmitt það sem hún hafði verið að læra þegar hún kom til Ak- ureyrar sem hjúkrunarnemi og hitti hann Leif sinn. Hún var einstaklega góður hlustandi og mér fannst stundum eins og að fara til sálfræð- ings að tala við Erlu mína. Síðustu árin leiddi hún mig í gegn- um mína sorg þegar við hjónin misstum dóttur okkar og áttum við ófáar bænirnar í síma og var hún mér eins og mamma í gegnum sorg- ina. Enda var mamma móðursystir hennar, þær mjög nánar og afar lík- ar. Þrátt fyrir að þessi elska væri bú- in að vera veik var hún ávallt bjart- sýn og jákvæð og sagði að þetta væri nú allt betra hjá sér og að þetta væri allt að koma. Þannig var hún, alltaf jákvæð og æðruleysið einkenndi hana. Langar mig og fjölskyldu mína að þakka henni allar þær stundir sem við áttum saman en þær munum við geyma í hjarta okkar. Elsku systkini og fjölskyldur, sorg ykkar er mikil en minning um frábæra móður, ömmu, langömmu og frænku mun lifa með okkur um aldur og ævi. Kveðjuorð hennar geri ég hér með að mínum, Guð geymi þig elsku frænka. Bjarney Pálsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Erlu Elísdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Erla Elísdóttir ✝ Vilhelmína Sig-ríður Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1. júlí 1922. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sesselja Jónsdóttir frá Ytri-Galtarvík í Skilmannahreppi í Borgarfirði, f. 3. febrúar 1891, d. 20. nóvember 1958, og Jón Þórarinsson verkstjóri og fisk- matsmaður frá Steinboga í Garði, f. 26. mars 1892, d. 15. júlí 1969. Foreldrar Vilhelmínu bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði en faðir Vilhelmínu var verkstjóri hjá Akurgerði sem síðan varð Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Vil- helmína átti fjögur systkini, Axel, f. 1916, d. 1973, Einar, f. 1918, d. 1977, Jón Vigni, f. 1919, d. 2004, og Gísla Hvanndal, f. 1929. Vilhelmína var gift Páli G. Páls- syni, f. 1. október 1922 í Nesi í Selvogi, d. 26. september 2009. Þau voru gefin saman 1952. Sam- an áttu Vilhelmína og Páll Önnu, f. 24. október 1952, gift Ólafi Inga Tómassyni, f. 21. október 1953, börn þeirra eru: Páll og Hjördís Ýr. Vilhelmína átti fyrir tvö börn er Páll gekk í föðurstað, þau eru: 1) Þórarinn Smári Steingrímsson, f. 22. febrúar 1943, giftur Elínbjörgu Stefánsdóttur, f. 23. október 1945, börn þeirra: tveir drengir sem létust dags gamlir, Guðrún og Vilhelmína Sigríður. 2) Jónína Steiney Steingrímsdóttir, f. 26.7. 1947, gift Helga Ívarssyni, f. 19. mars 1948, börn þeirra eru: Pálín Dögg, Ívar og Telma Hlín. Barnabarnabörn Páls og Vilhelmínu eru tíu. Vilhelmína starfaði lengst af við fiskvinnslu, þar af mörg ár í Ís- húsi Hafnarfjarðar, og fyrir heimahjúkrun sinnti hún einnig heimaaðhlynningu. Heimilið og fjölskyldan voru Vilhelmínu alltaf efst í huga. Þau Vilhelmína og Páll byggðu sér og fjölskyldu sinni hús á Arnarhrauni 5 árið 1956. Árið 1975 byggðu þau sum- arhús í Þórisstaðalandi í Gríms- nesi þar sem þau hjónin dvöldu meira og minna á sumrin og var þeim sem annað heimili og eiga börn, barnabörn og barna- barnabörn óteljandi skemmtilegar minningar þaðan. Útför Vilhelmínu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 26. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Það er skammt stórra högga á milli. Aðeins hálfu ári frá fráfalli tengdaföður míns, Páls Pálssonar, hefur Villa tengdamóðir mín kvatt þennan heim. Mín fyrstu kynni af Villu voru þegar ég var að byrja að slá mér upp með dótturinni Önnu, allt frá þeim tíma vorum við Villa miklir vinir. Minnisstæðar eru ferðir okkar Önnu með þeim Villu og Palla í hjólhýsið og svo síðar ásamt börnum okkar í sum- arbústaðinn sem þau byggðu sér og var þeirra paradís. Villa var einstaklega lagin við alls kyns saumaskap og einnig hafði hún mikið yndi af því að dunda sér við garðrækt. Garðurinn á Arnar- hrauninu og sumarbústaðalandið bera þess glöggt vitni hve mikla alúð þau Villa og Palli lögðu í að græða upp og fegra sitt nánasta umhverfi. Villa og Palli höfðu gam- an af að hafa barnabörnin með sér í sumarbústaðinn, og hlökkuðu börnin alltaf til að fá að fara með ömmu og afa í sveitina þar sem börnin hjálpuðu við að gróðursetja og nutu þess að vera í sveitinni þar sem farið var svo í pottinn eft- ir annasaman dag. Heimilið og fjölskyldan var ávallt efst í huga Villu, hún naut sín best þar sem öll fjölskyldan var samankomin og gjarnan við slík tækifæri, sem voru nokkuð algeng, var slegið upp veisluborði með alls kyns tert- um og kökum. Villa var einstök kona sem hafði ávallt velferð ann- arra að leiðarljósi. Það er með þakklæti og söknuði sem ég kveð Villu. Þakklæti fyrir allt það sem hún gaf af sér til okkar með já- kvæðu hugafari og hugulsemi. Söknuði, þar sem ég fæ ekki notið nærveru einstakrar manneskju sem ég var svo heppinn að kynn- ast. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tár- ið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti) Ó. Ingi Tómasson. „La vie c’est la morte.“ Lífið er dauðinn. (Claude Bernard) Hún Villa tengdamamma mín hefur nú fengið hvíldina og er komin til Palla síns sem hún und- anfarið hefur saknað sárt. Villu hitti ég fyrst er ég var þriggja til fjögurra ára, en þá leigðu pabbi og mamma hjá foreldrum hennar á Norðurbraut, Hafnarfirði. Fyrstu orðaskipti okkar voru víst þau, að ég gerði þá athugasemd að mér fannst hún vera eins og appelsína, enda var hún þá með Önnu mág- konu mína í maganum. Okkar leið- ir lágu svo aftur saman þegar ég kynntist konunni minni, og vorum við tengdamamma alla tíð síðan góðir vinir. Þau Palli reistu sér hús á lóðinni Arnarhrauni 5 í Hafnarfirði árið 1956. Villa og Palli voru mikið fyrir að ferðast innanlands sem utan, vera úti í náttúrunni, sinna trjárækt og garðrækt enda var hún Villa með „sérlega græna fingur“. Á ég margar skemmtilegar minningar úr ferðum sem við fórum saman, en hún var alltaf skemmtilegur fjörkálfur. Árið 1974 festu þau Palli kaup á sumarhúsalóð í Þór- isstaðalandi í Grímsnesi þar sem þau byggðu sér sumarhús og undu sér þar vel. Eigum við börn, barnabörn og barnabarnabörn óteljandi skemmtilegar minningar þaðan. Hún Villa var öllum sér- staklega elskuleg og góð, ég heyrði hana aldrei halla á nokkurn mann. Það er mikil eftirsjá að þessari glæsilegu konu. Með kærum þökkum frá tengda- syni, Helgi Ívarsson. Elsku amma, þetta er mín hinsta kveðja til þín. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá því ég var lítil og eyddi flestum sumrum hjá ykkur afa í Hafnarfirðinum. Einnig minnist ég þess þegar ég bjó hjá ykkur þegar ég fór í fyrsta sinn að heiman, þá til náms. Mikið var ég nú heppin að eiga svona góða ömmu og góðan afa. Ég sagði víst oft, þegar ég var lítil og mér líkaði ekki svör foreldra minna, að ég væri þá bara farin til ykkar því þar mætti ég allt. Svona var þetta næstum því en auðvitað voru ein- hver boð og bönn. Ekki gleymi ég ferðunum í hjólhýsið en það stóð á Þingvöllum og svo á Laugarvatni, voru þetta yndislegir tímar ýmist í leik eða dundi með þér amma mín. Ég verð líka að minnast á hvað þú varst alltaf huggulega til fara, það er falleg föt, hár og svo auðvitað alltaf með varalit. Það var eitt sinn er þú sóttir mig í skóla þar sem ég var með jafnöldrum mínum að skólasystkini mín efuðust um að þú værir amma mín sökum útlits. Þú varst alltaf svo mikil skvísa. Nú er komið að lokum hjá þér á þessari jörð. Nú ertu komin til elsku afa sem kvaddi fyrir svo stuttu. Ég veit hversu sárt þú saknaðir hans, þú sagðir okkur Maríu Bóel það fyrir stuttu. Ég hvíslaði í eyra þitt á lokastundu lífs þíns að nú væri afi kominn að sækja þig, ég er sannfærð um að það var svo. Eyrún Björg mín náði að kveðja þig og er ég líka þakklát pabba og Villu systur fyrir ferðina suður til þín. Þú kvaddir sátt við Guð og menn, södd lífdaga. Takk fyrir allt og allt elsku amma mín, þú varst yndisleg kona. Guðrún Smáradóttir. Elsku Villa amma okkar hefur nú fengið hinstu hvíld. Hún er nú komin aftur við hlið Palla afa, en hann féll frá fyrir hálfu ári og var söknuður ömmu eftir honum mik- ill, enda voru þau mjög samrýnd og miklir félagar. Við sjáum þau fyrir okkur aftur saman útitekin og frísk á sælureitnum sínum í bú- staðnum Sunnuhvoli, að dytta að og sinna gróðrinum af þeirri alúð sem við einnig nutum sem barna- börnin þeirra. Það eru forréttindi að hafa haft ömmu og afa í sama húsi og hár- greiðslustofa mömmu og Önnu, því fyrir vikið áttum við sennilega meiri samskipti og samverustundir með þeim. Þær eru dýrmætar stundirnar sem við sátum að spjalli yfir kaffi- eða mjólkursopa í eldhúsinu, en amma var mikill húmoristi og stutt í dillandi hlát- urinn hennar. Hún var mikill skör- ungur, alltaf dugleg og sterk og það var sama hvaða starfi hún var að sinna, hún var alltaf svo fín og vel til höfð, með hárið lagt og varalit þó að hún væri að taka upp kartöflur, taka slátur, eða sinna trjágróðrinum. Amma og afi og foreldrar okkar áttu sumarbústaði hlið við hlið svo þegar við vorum í bústaðnum var stutt að fara til að kíkja á ömmu og afa. Við eigum líka ómetanlegar minningar úr sumarleyfisferðum til útlanda, ferð til Spánar og ferð í bílaleigubíl um Evrópu. Amma og afi voru skemmtilegir ferðafélagar sem nutu þessara ferða fram í fingurgóma. Þau höfðu oft aðra sýn á það sem fyrir augu bar og við upplifðum, sem gerði ferðirnar enn eftirminnilegri. Villa amma var hlý og um- hyggjusöm amma, alltaf tilbúin að sinna okkur barnabörnunum. Hún var sérstakur dugnaðarforkur, lið- tæk hannyrðakona og alltaf að, saumaði föt og breytti þeim ef henni fannst þurfa. Meðan hún hafði heilsu hafði hún alltaf eitt- hvað á prjónunum og var einnig liðtæk við að hekla. Hún útbjó heilu dressin á dúkkurnar okkar sem nú eru sum hver notuð af langömmubarni, og sængur og sængurver á dúkkurúmið sem afi hafði smíðað. Þegar við urðum eldri sá hún okkur fyrir vettling- um, og við fengum nýtt par í hverri heimsókn. Hún fann sér líka tíma til að búa til öskupoka með okkur og föndra ýmislegt. Þau amma og afi voru alltaf höfðingjar heim að sækja, hvort sem var á Arnarhrauninu eða á Sunnuhvoli, og var amma oftast með nýbakaðar formkökur, vöffl- ur, pönnukökur og bangsakleinur á boðstólum. Oft fengum við krakkarnir líka að hjálpa til við að snúa kleinunum en magnið var slíkt að öll borð í eldhúsinu voru þakin kleinum. Amma og afi voru alltaf dugleg að hafa okkur krakk- ana með sér, bjóða okkur í ótelj- andi sunnudagsbíltúra eða upp í bústað og á leiðinni var ósjaldan stoppað í Eden í Hveragerði og farið í bíltúra á Bakkann. Við minnumst með þakklæti ánægjulegrar samfylgdar við ömmu Villu, kveðjum með söknuði og yljum okkur við allar dýrmætu minningarnar. Við gleðjumst yfir því að hún sé nú aftur komin til Vilhelmína Sigríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.