Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Raðauglýsingar Tilkynningar Efnistaka við Stóru- Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar samkvæmt lögum nr. 106/2000. Að áliti Skipu- lagsstofnunar eru helstu neikvæðu áhrif efnis- töku við Stóru-Fellsöxl sjónræns eðlis. Þó efn- istakan hafi í för með sér varanlegar breytingar á landslagi svæðis í nágrenni við fjölfarinn þjóðveg þá verða áhrifin staðbundin á tiltölu- lega umfangslitlu svæði. Á þetta við hvort sem gert er ráð fyrir efnistöku á núverandi efnis- tökusvæði og fullnýtingu þess skv. valkosti 1 eða stækkun efnistökusvæðisins skv. valkost- um 2 og 3. Skipulagsstofnun telur jafnframt þau áform framkvæmdaraðila að ganga frá svæðinu í áföngum eftir því sem efnistökunni vindur fram vera til þess fallin að draga úr neikvæðum áhrifum hennar. Engu að síður verða sjónræn áhrif framkvæmdanna og áhrif þeirra á landslag neikvæð þann tíma sem efnis- taka stendur yfir. Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipu- lagsstofnunar og matsskýrslu Hvalfjarðarsveit- ar er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Skipulagsstofnun. Félagslíf MÍMIR 6010042619 III°  HEKLA 6010042619 IV/V Lf  GIMLI 6010042619 I° Smáauglýsingar 569 1100 Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 fm sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is Leó, s. 897- 5300. Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald -Ársreikningar -Framtöl Bókhald, skattaframtöl, stofnun fél., ársreikningar, VSK-uppgjör, erfða- fjársk., leigusamningar o.fl. HAGSTÆTT VERÐ. S. 517-3977. framtal@visir.is Ýmislegt Glow & blikkvörur fyrir útisamkomur í sumar, farðu inn á www.hafnarsport.is og skoðaðu úrvalið. Heitir pottar Sími 565 8899 GSM 863 9742 www.normx.is normx@normx.is persónulegur bolli persónulegt púsl Nýkomið úrval af liprum og þægilegum götuskóm úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42 Verð: 13.950.- Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bátar Útvega koparskrúfur á allar gerðir öxla Beint frá framleiðanda. Upplýsingar á www.somiboats.is eða oskar@somi- boats.is Óskar 0046704051340 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 KRINGLUBÓN ekið inn stóri- litli turn. Opið mán.-fös. 8-18, lau. 10-18. S. 534 2455 GÆÐABÓN Hafnarfirði bílakj. Firðinum (undir verslunarm.) Opið mán.-fös. 8-18. S. 555 3766 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái og leðurhreinsun. Bílavarahlutir Kaupum Toyota bíla Opið virka daga 9-18. Við erum þjónustuaðilar fyrir Úrvinnslusjóð. Eigum bíla til sölu. Bílapartar, Grænamýri 3, Mosfellsbær. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, 4WD. Akstursmat og endurtökupróf. Kenni allan daginn. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Visa/Euro. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR. Hvert sem er hvenær sem er. 16 manna. 9 manna. Með eða án ökumanns. Fast verð eða tilboð. CC bílaleigan sími 861-2319. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Tvöföld áhrif Auglýsing í Atvinnublaði Morgunblaðsins birtist líka á mbl.is – vinnur með þératvinna þínu, þá verða þér flestir vegir færir.“ Orð að sönnu mamma mín. Þetta hef ég ávallt reynt að hafa að leiðarljósi í lífinu. Þú varst frumkvöðull á svo mörgum svið- um, þorðir að taka ákvörðun og stóðst með sjálfri þér, trú þinni sannfæringu. Ekki vorum við allt- af sammála, mamma, og það tók á þegar við vorum ósátt hvort við annað. Sem var því miður of mikið um í seinni tíð. Það tókust sættir um síðir og það er vel. Ég er þakklátur fyrir það. Þú varst mik- ill djassunnandi, eins voru verk gömlu meistaranna einsog Beethovens og Mozarts þér hjart- fólgin. Þú varst frábær penni, skrifaðir falleg ljóð og sögur og málaðir myndir, þetta allt lék í höndunum á þér. Þú komst víða við á ævinni, stofnsettir tvö fyrirtæki uppá eig- in spýtur og stjórnaðir þeim af mikilli festu og áhuga eins og þér einni var lagið, kjarnakona varstu. Þú varst rík kona, mamma mín, tvo syni, tvær tengdadætur, fimm barnabörn og eitt barnabarnabarn sem ég veit að þú varst svo mont- in með. 14. apríl síðastliðinn áttum við kærkomna stund, ég kom til þín upp á líknardeild í hádeginu. Þeg- ar ég kom inn varstu svo til ný- vöknuð og að gera þig klára til að fara í hádegismat. Ég spurði hvort ég mætti greiða hár þitt og þú sagðir já, ég greiddi þér og setti í þig hárteygju og spennur. Sagði þér sögur og brandara og þú hlóst, það yljaði mér um hjartaræturnar. Það var svo gott að sjá þig hlæja, sérstaklega að bröndurunum mínum! Síðan sagðir þú mér að þú hefð- ir sofið vel en værir svöng. Þú baðst mig um að athuga hvort það væri kominn matur. Maturinn var tilbúinn og þú baðst mig um að segja hjúkrunarkonunum að koma og sækja þig því að þú værir tilbúin. Ég veit að þér líður betur núna og þér verður tekið opnum örmum af systur þinni, ömmu og afa. Ég elska þig, mamma, og guð geymi þig. Að lokum er hér ljóðið „Nóttin“ sem þú samdir árið 1976 og er mitt uppáhaldsljóð. Nú er hún vinkona mín komin. Þegjandi lagði hún hægt hjúp sinn yfir hvolfið. Breytti lit sævarins og fjöllin klæddust náttkjól sínum. Þögn kvöldsins ríkti. Úr þögninni varð nóttin vinkona mín. Hún er heldur dimm í kvöld nóttin enda árið farið að eldast en þegar ungsumar er fer hún eins að hún er þögul en björt sveipar sjóinn og fjöllin mjúkri gylltri skikkju. Allt ljómar og bíður. Þá heyrast tónar sálna sem vakna leysa sig úr fjötrum dagsins. Því það er á nóttum ársins sem þrár og vonir vakna ungra og gamalla kenndir sem aðeins nóttin gefur eftir dagsins önn. Og nóttina átt þú aleinn án hafta. Og strengir sálna hljóma um láð og lög. Hugsun manna skerpist uppruni mannsins eflist hann verður hann sjálfur glaður tekur hann af sér grímuna og svefninn verður sætur. Þinn sonur, Arne. Elsku amma og langamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Blessuð sé minning þín, Daníel Ísak og Hörður Logi. Ásdís Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Ásdísi Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður val- inn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.