Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 11
Hefur þú áhuga á að vita hvernig mánuðurinn verður hjá þér? Þá er um að gera að fara inn á síðuna Astro- logyzone.com og kynna sér málið. Það er kona að nafni Susan Miller sem heldur úti þessari síðu en hún er vel þekkt í heimi stjörnumerkjaspek- innar. Miller hefur gefið út bækur tengdar stjörnuspeki og ferðast um og heldur fyrirlestra um hana. Á síðuna kemur ný spá fyrir hvert stjörnumerki inn fyrsta hvers mán- aðar, spáin er alltaf ítarleg og ná- kvæm. Það þarf að gefa sér tíma til að lesa hana. Einnig er hægt að fá ráð í maka- leitinni á síðunni, athuga hvernig merkin passa saman þegar að ást- inni kemur. Þá velur maður sitt merki og merki makans eða þess sem mað- ur er skotinn í og þá koma upp ráð- leggingar Miller um hvernig þessi merki passa saman; hverjir eru kost- irnir, hverjir eru gallarnir. Varasamt er samt að fara nákvæmlega eftir þessu því það eru líklega fleiri þættir sem spila inn í hvort fólk passar saman eða ekki en stjörnumerki þess. Það er gaman að kíkja mánaðar- lega á spána sína hjá Miller og at- huga hvernig málin standa án þess að taka það mjög alvarlega. Merki Þeir sem eru í stjörnumerkinu Hrútnum ættu að finna spá á vefsíðunni. Hvað segja stjörnurnar í dag? Vefsíðan: www.astrologyzone.com Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 50 06 3 04 /1 0 Gildir til 30. apríl 15% verðlækkun LAMISIL ONCE 2.393 kr. 2.034 kr. 15% verðlækkun VECTAVIR frunsuáburður 1.697 kr. 1.442 kr. bekkirnir kepptu sín á milli um besta atriðið! Öllum bæjarbúum var boðið í leikhús í hátíðarsal Nesskóla. Stoltir foreldrar, afar og ömmur fylltu húsið og úr varð hin skemmtilegasta kvöld- stund. Það voru svo nemendur 10. bekkjar sem fóru með sigur af hólmi og fengu að launum farandbikarinn Úlf úlf! Auk þess fékk 9. bekkur sér- staka viðurkenningu fyrir samheldni og framkvæmdagleði. Allir fengu draumahlutverkið Katrín Halldóra var afar ánægð með kvöldið og stolt af nemendunum „Fyrst og fremst vildum við fá fram ólíkar hugmyndir úr ólíkum áttum. Allir sem vildu vera með fengu það hlutverk sem þeir óskuðu sér og allir stóðu sig með mikilli prýði“ Listalífssprengja í litlu sjávarplássi Segja má að með þessu sé Katrín Halldóra að láta langþráðan draum rætast, en þegar hún var nemandi við Nesskóla voru tækifæri til sköp- unar á sviði leiklistar ekki mörg. „Þetta er listalífssprengja fyrir ung- mennin hér í litlu sjávarplássi. Von- andi verður þetta árlegur viðburður héðan í frá. Nú verður gróska í þess- um geira í Neskaupstað,“ segir Katrín Halldóra og segist vona að krakkarnir sjái að hvers konar sviðs- listir eru raunhæfur starfsvett- vangur að stefna að. „Þeir sem hafa áhugann setja þetta nú vonandi í forgang, en ekki bara sem eitthvert plan B“. Leiðbeinendurnir Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Katrín Halldóra Sig- urðardóttir ásamt nemendum í smiðjuvinnu. Oft þarf ekki mikið til að láta sér líða betur. Hér eru nokkur einföld ráð sem ættu að hressa þig við: 1. Brostu meira. Þótt það hljómi klisjukennt þá sendir jafnvel gervi- bros jákvæð skilaboð til heilans. 2. Gerðu hlutina sjálf/ur. Líkaminn hefur gott af smávegis erfiðisvinnu, svo þú skalt frekar vinna í garðinum þínum en að fá aðra til þess. Að gera eitthvað sem reynir á líkamann er hvetjandi og fullnægjandi. 3. Borðaðu morgunmat. Líkamleg og andleg orka verður meiri yfir daginn ef almennilegur morgunmatur er étinn. 4. Horfðu á sjálfa/n þig með mildari augum. Flestir sjá aðeins „gallana“ við sig þegar þeir líta í spegil. Slak- aðu á og skoðaðu þig með jákvæð- um augum. 5. Sofðu vel. Ef helmingurinn af svefntímanum fer í byltur og and- vökur skaltu koma föstu skipulagi á svefntímann, jafnvel fara að sofa seinna á kvöldin en vakna alltaf á sama tíma á morgnana. 6. Hlúðu að vináttunni. Að eiga góðan vin skiptir máli, vin sem þú getur talað við um allt og nennir að hlusta á þig tappa af stressi og öðrum áhyggjum. Veldu vininn vel, hann má ekki vera neikvæður. 7. Njóttu stundarinnar. Heilsa Einföld ráð til að láta sér líða betur REUTERS Bros Obama sparar ekki brosið. Gosaska hefur áhrif á dýr engu síður en fólk. Hún særir slímhimnu augna, öndunarfæra og meltingarfæra. Fólk getur sett á sig grímur og hlífðargleraugu en vanda- samara er að varna því að askan skaði dýrin. Augu dýra sem eru á útigangi eru óvarin og þau fá í sig ösku við innöndun og með öskumenguðu drykkjarvatni og fóðri. Helsta ráðið til að verja dýrin er að halda þeim inni og reyna að koma í veg fyrir að askan berist inn. Oftast er hægt að halda köttum innandyra og hunda má fara með út í stutta stund til að láta þá gera þarfir sínar og gæta þess að þeir drekki ekki úr pollum eða fái í sig ösku á annan hátt. Aftur á móti er hægara sagt en gert að halda ýmsum öðrum dýrum innanhúss um langan tíma. Til dæmis verður fljótt óbærilegt ástand ef gluggum er lokað eða slökkt á loftræstiviftum í gripahúsum og slíkt getur skapað önnur vandamál. Verði öskufall viðvarandi næstu vikurnar geta líka komið upp vandræði vegna þrengsla í fjárhúsum þegar líður á sauðburð. Bændur á þeim svæðum þar sem aska fellur standa því frammi fyrir nýjum verkefnum, bæði nú og þegar líður á sum- arið. Þá kemur í ljós hvort afréttur er nothæfur og einn- ig hvort unnt verður að afla fóðurs með eðlilegum hætti. Annað ráð er að flytja dýr burt af þeim svæðum sem eru í mestri hættu, en þá þarf að gæta þess að ofgera ekki dýrunum, sér í lagi þeim sem hafa lent í öskufalli og ám, kúm og hryssum sem komnar eru nálægt burði (köstun). Magn flúors í ösku frá Eyjafjallajökli er töluvert mikið. Áhrif flúors eru margvísleg, m.a. er aukin hætta á kalks- korti hjá ám, kúm og hryssum seint á meðgöngu og um burð (köstun). Við langvarandi hátt innihald flúors í fóðri geta komið í ljós breytingar á tönnum, sem gera skepnunum erfitt að bíta, tyggja og jórtra, og einnig geta orðið beinmyndanir á fótleggjum, sem geta valdið helti. Fólk ætti að hafa strax samband við dýralækni ef dýr sem lent hafa í öskufalli veikjast. Auður L. Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir hjá Matvælastofnun Morgunblaðið/Ómar Eldgos „Gosaska hefur áhrif á dýr engu síður en fólk. Hún særir slímhimnu augna, öndunarfæra og meltingarfæra." Gosaska og áhrif hennar á húsdýrin Nánari umfjöllun um eldgos og dýr er að finna á vef Mat- vælastofnunar www.mast.is og á heimasíðu Dýralækn- ingastofu Helgu Finnsdóttur www.dyralaeknir.com. Heilbrigði og velferð dýra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.