Morgunblaðið - 26.04.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
Fylgst með boltanum Þessi tvö fylgdust með KR og Val takast á í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Árni Sæberg
Í skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis eru stjórnvöld harðlega
gagnrýnd fyrir að hafa lækkað
skatta á tímum þenslu. Þessi nið-
urstaða endurspeglar viðhorf
nefndarmanna til pólitískra
deilumála fremur en að vera
„Stóri-sannleikur“ um mistök við
stjórnun efnahagsmála. Ég get
aldrei tekið undir með fræða- og
stjórnmálamönnum sem telja
það rangt að koma í veg fyrir að
hið opinbera seilist æ dýpra í
vasa borgaranna. Það er einlæg sannfæring
mín að í frjálslyndu samfélagi eigi að vinna að
því að draga hramma ríkisins upp úr vösum
heimila og fyrirtækja.
Það er víðtækur sáttmáli hér á landi um að
sameiginlega greiðum við fyrir heilbrigð-
isþjónustu, tryggjum að enginn þurfi að líða
skort og að innviðir samfélagsins séu sterkir,
hvort heldur kemur að öryggi borgaranna eða
tryggum samgöngum. Við viljum þéttriðið ör-
yggisnet fyrir þá sem þurfa á því að halda og
við erum samstiga í því að gera allt til að
tryggja menntun óháð efnahag. En um leið
gerum við þá kröfu að ríkið og aðrir opinberir
aðilar gangi fram af hófsemd og lofi okkur að
njóta þess sem aflað hefur verið með svita og
erfiði. Þetta er grunnstefið sem slær í íslenskri
þjóðarsál. Rannsóknarnefnd Alþingis er ekki í
takt við þetta grunnstef.
Útþensla ríkisins
Hitt er svo rétt að á umliðnum árum voru
gerð alvarleg mistök við stjórnun efnahags-
mála og Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki vik-
ist undan ábyrgð í þeim efnum. En mistökin
voru ekki fólgin í því að lofa einstaklingum að
halda meiru eftir af launum. Mistökin fólust í
því að þenja út ríkið. Mistökin fólust í því að
sveitarfélög um allt land misstu sjónar á ráð-
deild og aðhaldi.
Ef litið er til þróunar útgjalda ríkisins er
augljóst að sjálfstæðismenn og samherjar
þeirra í ríkisstjórn, – framsóknarmenn og
samfylkingarfólk – misstu stjórn á þróun ríkis-
útgjalda. Frá árinu 1991 jukust ríkisútgjöld
gríðarlega. Árið 2008 voru regluleg ríkisút-
gjöld liðlega 223 milljörðum króna hærri en
1991 á föstu verðlagi. Útgjöld hins opinbera
voru nær 350 milljörðum hærri á föstu verð-
lagi.
Það er þetta ístöðuleysi við stjórn opinberra
fjármála sem kynti undir þenslunni en ekki
lækkun skatta. Ístöðuleysið einkenndi alla
stjórnmálaflokka, jafnt á Alþingi
sem í sveitarstjórnum. Allir köll-
uðu á aukin útgjöld. Allir stjórn-
málaflokkar lofuðu „gulli og
grænum skógum“ í kosningunum
2003 og aftur 2007. Og Sjálfstæð-
isflokkurinn stóð ekki á brems-
unni.
Ég hef í gegnum árin gagn-
rýnt harðlega hvernig farið hefur
verið með almannafé. Gagnrýni
mín hefur ekki síst beinst að fé-
lögum mínum í Sjálfstæð-
isflokknum enda geri ég meiri
kröfur til þeirra en annarra. Það
veldur mér áhyggjum að Rannsóknarnefnd
Alþingis skuli ekki hafa beint sjónum sínum
að þróun opinberra útgjalda í stað þess að
gagnrýna að almenningur og fyrirtæki hafi
fengið að halda meiru eftir af sjálfsaflafé.
Verst er að frjálslyndir menn skuli taka undir
slíka gagnrýni í stað þess að beina augunum
að raunverulegu vandamáli. Slíkt veit ekki á
gott.
Skilja ekki skattkerfið
Það hefur lengi vafist fyrir vinstrimönnum
að skilja að skattkerfið er sú umgjörð sem
stjórnmálamenn sníða viðskipta- og efnahags-
lífi þjóðarinnar. Hægt er að sníða hana þannig
að þjóðfélagið eflist verði þróttmeira og ein-
staklingar og fyrirtæki dafni en það er einnig
hægt að gera umgjörðina svo þrönga að smám
saman er efnahagslífið kæft og frumkvæði
einstaklinganna drepið. Skattastefna rík-
isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein-
gríms J. Sigfússonar er stefna spennitreyju
fyrir allt íslenskt samfélag.
Ég er einn þeirra sem halda því fram að það
sé aldrei rangt – hvorki siðferðislega né efna-
hagslega – að lofa fólki að njóta eigin vinnu og
lækka opinberar álögur. Þremenningarnir í
Rannsóknarnefnd Alþingis eru ósammála
þessu og taka undir sjónarmið þeirra sem vilja
hlut ríkisins sem mestan. Gegn slíkum hug-
myndum er mér rétt og skylt að berjast.
Eftir Óla Björn Kárason
»Ég er einn þeirra sem
halda því fram að það sé
aldrei rangt – hvorki siðferð-
islega né efnahagslega – að
lofa fólki að njóta eigin vinnu.
Óli Björn Kárason
Höfundur situr á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Lækkun skatta
er aldrei röng
DÓMSMÁLARÁÐ-
HERRA hefur nýverið
lagt fram frumvarp um
nýja skipan löggæslu-
mála á Íslandi og
áformar á komandi
haustþingi að leggja
fram frumvarp um
breytta skipan sýslu-
mannsembætta. Frum-
vörpin ganga í stuttu
máli út á að fækka
sýslumannsembættum og aðskilja
stjórn löggæslu frá þessum emb-
ættum. Þessar fyrirætlanir eru í
fullum samhljómi við þá meg-
instefnu stjórnvalda undanfarin ár
að koma á miðstýrðri útibúavæðingu
stjórnsýslu á landsbyggðinni. Sókn-
aráætlunin 20/20 er m.a. til grund-
vallar í þetta skiptið en í þeirri ann-
ars ágætu hugmynd hefur í
meginatriðum verið tekin upp gam-
alkunnug byggðastefna úr íslensk-
um stjórnmálum. Hún snýr að því að
byggðir landsins verði treystar með
myndun valinna þjónustukjarna á
örfáum stöðum á landinu.
Til grundvallar stefnunni liggur
falsvon um fjárhagslega hagræðingu
og óútskýrðar sjálfsprottnar um-
bætur í dreifðu byggð-
unum í kringum þessa
völdu kjarna. Þetta
minnir óþægilega á
héraðsborgavæðingu í
Sovét Stalíns þar sem
öflug fabrikka í hverju
héraði átti að treysta
byggðir landsins í
heild. Ekki þarf að
reifa efni þessarar
vafasömu byggða-
stefnu hér frekar þar
sem hún hefur þegar
beðið afhroð hvar sem
henni hefur verið beitt, þar á meðal
með skýrum hætti hér á landi.
Suðurlandið
Víkjum fyrst að Suðurlandi. Á
undanförum dögum og vikum hafa
dunið yfir Sunnlendinga hamfarir
sem eiga sér fá fordæmi. Dag hvern
hefur reynt á innviði stjórnsýslu
Sunnlendinga: Tryggingu almanna-
heilla, öryggismál af öllu tagi, fjölda-
stjórnun, umferðarstýringu, björg-
unarmál og síðast en ekki síst þó
fjölskyldu- og samfélagsmál af ýms-
um toga.
Framganga sýslumanna og lög-
reglustjórnenda á Hvolsvelli og Vík
hefur vakið aðdáun margra Íslend-
inga. Fumlaus og yfirveguð við-
brögð byggð á mikilli þekkingu á
viðfangsefninu einkenna alla vinnu.
Farsæl úrslausn viðfangsefna
þessa hæfa starfsfólks á nefnilega
eitt stórt atriði sameiginlegt: Stað-
arþekkingu og nálægð við viðfangs-
efnið. Þekkingu á fólki og fjöllum,
bæjum og búskap. Nú er hollt að
spyrja: Hefðum við Íslendingar
frekar viljað takast á við Suður-
landshamfarirnar síðustu vikur með
sundurskilinni stjórn löggæslu og
sýslumanns og jafnframt miðstýra
öllu saman úr fjarlægð, t.d. frá Sel-
fossi?
Húsavík og
Þingeyjarsýslur
Stærsta sýslumannsembætti
landsins er rekið frá Húsavík. Það
nær yfir um 20% af flatarmáli þessa
lands. Akstursvegalengd um strand-
lengju starfssvæðisins frá Vík-
urskarði í vestri til Bakkafjarðar í
austri er um 320 km (heldur lengra
en frá Reykjavík til Skagafjarðar).
Svæðið er fremur dreifbýlt og fjöl-
breytt svo ekki sé meira sagt, eld-
virkt og víða erfitt yfirferðar, en
jafnframt eitt fjölsóttasta ferða-
mannasvæði landsins. Nú virðist
hugmynd sumra að taka alla stjórn
af sýslumannsembættinu á Húsavík
og færa til miðstjórnar úr Eyjafirði.
Með því yrði þetta risastóra starfs-
svæði stækkað enn frekar og því
miðstýrt úr vesturjaðri svæðisins,
þ.e. frá Akureyri. Einu er rétt að
halda til haga: Í fyrrnefndu frum-
varpi, og jafnframt nýkynntri
skýrslu Þorleifs Pálssonar, ráðgjafa
dómsmálaráðherra, um end-
urskipulagningu sýslumannsemb-
ætta, er það alls ekki skýr nið-
urstaða að leggja skuli af embætti
sýslumanns á Húsavík. Í kafla 6.3 í
skýrslunni segir: „Gert er ráð fyrir
að að jafnaði verði einn sýslumaður
á hverju stjórnsýslusvæði. Í frum-
varpinu er þó gert ráð fyrir að
dómsmálaráðherra geti ákveðið að á
sama stjórnsýslusvæði séu fleiri en
einn sýslumaður ef það er nauðsyn-
legt vegna erfiðra samgangna enda
telji umdæmið fleiri en fjögur þús-
und íbúa eða ef það þykir hag-
kvæmt.“
Sýslumannsembættið á Húsavík
uppfyllir öll þessi viðmið. Sam-
göngur eru með þeim erfiðustu á
landinu, íbúar telja langt yfir fjögur
þúsund og auðvelt er að sýna fram á
hagkvæmni, enda er hvort eð er
gerð tillaga um öfluga starfsstöð á
Húsavík. Miðstýringu opinberrar
þjónustu samkvæmt úreltri gam-
aldags byggðastefnu munu íbúar í
Þingeyjarsýslum tæplega við una.
Undirritaður álítur það skýlausa
kröfu Þingeyinga að áfram verði
rekið sjálfstætt sýslumannsembætti
í Þingeyjarsýslum. Hafi dóms-
málaráðherra aðrar hugmyndir er
það hans að koma heim í hérað, hitta
íbúa augliti til auglitis á opnum
fundi og kynna þær.
Kjarni málsins er þessi: Norð-
austurhorn landsins – Þingeyj-
arsýslurnar – eru eitt menning-
arsvæði. Með mikilli fyrirhöfn hefur
opinber þjónusta á þessu víðfeðma
svæði verið byggð upp í einni heild.
Það á ekki eingöngu við á sviði
sýslumannsembættis/löggæslu held-
ur einnig t.d. heilbrigðis- og mennta-
mála og félagsþjónustu. Þetta hefur
skapað með mikilli fyrirhöfn og á
löngum tíma yfirgripsmikla þekk-
ingu á flóknu og víðfeðmu starfs-
svæði og þeim úrræðum sem stjórn-
sýsla við þær aðstæður útheimtir.
Þessar stjórnsýslueiningar eru fyrir
vikið mikilvægur hluti af innviðum
samfélagsins og eiga sinn þátt í að
mynda sterka sjálfsmynd svæðis og
íbúa – sýslu og manna.
Eftir Óla
Halldórsson »Miðstýringu opin-
berrar þjónustu
samkvæmt úreltri gam-
aldags byggðastefnu
munu íbúar í Þingeyj-
arsýslum tæplega við
una.
Óli Halldórsson
Höfundur er íbúi á Húsavík.
Um sýslur og menn –
Orðsending til dómsmálaráðherra