Fréttablaðið - 26.10.2011, Qupperneq 2
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR2
LÖGREGLUMÁL „Ekki er hægt að
sofa á gólfinu þegar það er flóð
þarna inni!“ segir í ákalli systur
Brynjars Mettinissonar, fanga í
Taílandi, um fjárstuðning honum
til handa. Ákallið var sent út í
gær vegna flóðanna sem geisa
nú í Suðaustur-Asíu.
„Nú eru flóðbylgjur að skella á
alls staðar þar sem hann Brynj-
ar er og það er ein á leiðinni inn
í fangelsið eftir tvo daga,“ segir
systirin, Eva Davíðsdóttir, í bréf-
inu, sem birt var á samskipta-
vefjum og sent vildarvinum. „Það
mun ná Binna upp að hné/maga.“
Samkvæmt upplýsingum frá
taílenskri kærustu Brynjars þurfi
að leysa hann út gegn tryggingu
svo hægt sé að flytja hann af
hættusvæði. Því þurfi að safna fé.
Brynjar var handtekinn í Bang-
kok í byrjun júní og úrskurðaður
í þriggja mánaða gæsluvarðhald
vegna tengsla
sinna við fíkni-
efnamál.
Brynjar er
ta l i n n h a fa
æ t l a ð a ð
flytja lítra af
metamfetamíni
í vökvaformi til
Japans ásamt
áströlskum vini
sínum. Sjálf-
ur segist hann
hafa verið gabbaður af araba
sem hafi talið honum trú um að
vökvinn væri lyfjablanda ætluð
japönskum lækni.
Brynjar átti að fá jafnvirði
tæpra 300 þúsund króna fyrir
viðvikið en var handtekinn þegar
hann réð burðardýr til verks-
ins, sem reyndist vera dulbúinn
lögreglumaður.
Hann hefur síðan búið við illan
aðbúnað í fangelsi í höfuðborg-
inni og beðið réttarhalda.
„Nú eru allir fangar samþjapp-
aðir og ég skil ekki hvað er að
gerast!“ segir Eva í ákalli sínu.
„Við vitum ekki hvað við eigum
að gera eða hvern við eigum að
tala við. Össur er ekkert búinn
að svara okkur, lögfræðingurinn
talar enga ensku og Brynjar fær
ekki að vita neitt,“ bætir hún við.
Hún segir móður þeirra hafa
náð tali af ræðismanni Íslands
þar ytra en hann hafi sagt að allir
hefðu það erfitt í Taílandi.
Eva kveðst ekki vita hvað það
mun kosta að fá bróður sinn flutt-
an, en þar sem þau borgi mánað-
arlega fyrir mat hans og aðrar
nauðsynjar sé enginn pening-
ur eftir fyrir aðrar nauðsynjar.
„Svo ég bið ykkur, virkilega grát-
bið ykkur að hjálpa okkur Binna.“
stigur@frettabladid.is
Óttast að flóðbylgjan
nái fangelsi Brynjars
Systir Brynjars Mettinissonar grátbiður um fjárstuðning svo hægt sé að flytja
bróður hennar úr fangelsi á flóðasvæði í Bangkok. Utanríkisráðherra svari ekki,
lögfræðingur Brynjars tali ekki ensku og ræðismaðurinn segi alla eiga erfitt.
ALLT Á KAFI Gríðarleg flóð hafa verið í Suðaustur-Asíu undanfarnar vikur. Þessi mynd var tekin í gær í útjaðri Bangkok. Nú flæðir
ört inn í borgina. NORDICPHOTOS/AFP
BRYNJAR
METTINISSON
DÓMSMÁL Kæru varðstjóra í lög-
reglunni á Selfossi á hendur
hæstaréttardómara hefur verið
vísað frá, samkvæmt upplýsingum
frá embætti Ríkissaksóknara. Er
það gert á grundvelli laga um með-
ferð sakamála þar sem ríkissak-
sóknari taldi ekki efni til að hefja
lögreglurannsókn út af henni.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá kærði Svanur Kristinsson,
varðstjóri í lögreglunni, Árna
Kolbeinsson hæstaréttardómara
fyrir rangar sakargiftir. Árni
hafði áður kært Svan fyrir afglöp
í starfi. Héraðsdómur Suðurlands
sýknaði Svan af ákæru þess efnis.
- jss
Ekki tilefni til rannsóknar:
Kæru á hæsta-
réttardómara
var vísað frá SAMFÉLAGSMÁL Um 16 prósent landsmanna treysta landsdómi,
samkvæmt könnun sem MMR
gerði á trausti fólks til nokkurra
helstu stofnana landsins á sviði
réttarfars og dómstóla. Fæstir
treystu landsdómi en flestir,
78,3 prósent, sögðust treysta
Landhelgisgæslunni.
Um 47 prósent treysta sérstökum
saksóknara og 44,8 prósent ríkis-
lögreglustjóra. Báðar stofnanir
nutu meira trausts í síðustu könnun
í febrúar. Þá fækkaði þeim sem
treysta héraðsdómstólum og ríkis-
saksóknara. Aðrar stofnanir mæld-
ust með svipað traust og áður. - þeb
Traust á stofnunum kannað:
Fæstir treysta
landsdómi
DÓMSMÁL „Við erum bara komin í þjóð-
félag sem George Orwell lýsti í bók
sinni 1984. Hið vakandi auga ríkis-
ins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón
Magnússon, lögmaður og fyrrver-
andi alþingismaður, sem hefur stefnt
Persónuvernd fyrir dómstóla og kraf-
ist ógildingar á úrskurði hennar.
„Persónuvernd heimilaði Seðlabanka
Íslands að skoða kreditkortafærslur
allra Íslendinga með tilliti til gjaldeyr-
isyfirfærslna. Það var gert án nokkurs
lágmarks eða skilyrða. Ég tel að þarna
sé brotinn réttur á mér með því að
heimila óeðlilega hnýsni í mín einka-
málefni,“ segir Jón.
Hann segir engan einstakling í þjóð-
félaginu undanskilinn í heimild Seðla-
bankans og því hljóti hann að teljast
hagsmunaaðili í málinu, eins og allir
aðrir.
„Það er alveg hægt að viðurkenna
að þegar menn setji svona fyrirbrigði
eins og gjaldeyrishöft geti þurft að
fylgja því eftir með víðtækum
skoðunum í þjóðfélaginu, en þá
ber náttúrulega að takmarka
það þannig að þú sért ekki
með fjármál allra borgara
í landinu gjörsamlega opin
fyrir skoðunarmönnum,“
segir Jón.
„Ég vil bara ekki að Stóri
bróðir geti verið með nefið
ofan í öllu mínu,“ bætir hann
við og kveðst munu láta kalla
seðlabankastjóra og fleiri fyrir
dóminn til að gera
grein fyrir
málinu. - sh
Fyrrverandi þingmaður telur á sér brotið og höfðar mál gegn Persónuvernd:
Frábiður sér hnýsni í kortafærslur
TYRKLAND, AP Tveggja vikna gam-
alli stúlku, móður hennar og ömmu
var öllum bjargað á lífi úr rúst-
um húss í Ercis í Tyrklandi í gær,
tveimur sólarhringum eftir að stór
jarðskjálfti reið þar yfir.
Að minnsta kosti sex til við-
bótar var bjargað úr rústunum í
gær, en 432 lík höfðu fundist í gær-
kvöldi. Þegar björgunarmenn fundu
nýfæddu stúlkuna var hún í fangi
móður sinnar, við hlið ömmunn-
ar. Barninu var fyrst bjargað upp
úr rústunum, við mikinn fögnuð.
Faðir stúlkunnar var einnig í rúst-
unum en hann hafði ekki fundist í
gærkvöldi og engin merki voru um
að fleiri væru á lífi í byggingunni.
Fyrr í gærdag hafði þungaðri
konu verið bjargað úr rústum húss
ásamt tveimur börnum hennar.
Tyrknesk yfirvöld hafa lofað auk-
inni aðstoð við þá sem eiga um sárt
að binda, en um tólf þúsund tjöld
til viðbótar þarf fyrir þá sem hafa
misst heimili sín. Fólk hefur hafist
við undir berum himni frá því að
skjálftinn reið yfir, en um 500 eftir-
skjálftar hafa mælst síðan þá.
Fréttir hafa borist af slagsmálum
um neyðaraðstoð og því að tjöldum
og teppum hafi verið stolið. Rauði
hálfmáninn í Tyrklandi hefur
viðurkennt að ekki hafi tekist að
hjálpa öllum sem þurfi. - þeb
Fjöldi látinna kominn yfir 400 eftir skjálftann í Tyrklandi og margra er saknað:
Fundu nýfætt barn á lífi í rústum
BJÖRGUN Tveggja vikna gömul stúlkan
nýkomin upp á yfirborðið og á leið í
skoðun til lækna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Rúnar, blómstrar Sóley bara í
spriklinu með ykkur körlunum?
„Hún blómstrar alls staðar og alltaf
en sérstaklega við að kenna okkur.“
Rúnar Gunnarsson arkitekt er í hópi karla
sem í aldarfjórðung hafa notið leiðsagnar
Sóleyjar Jóhannsdóttur í morgunleikfimi.
Hlé varð þó í nokkur ár á leikfiminni á
meðan Sóley reyndi fyrir sér sem blómasali.
LÍÐUR EINS OG Í 1984
Jón Magnússon vill að
Seðlabankinn verði
sviptur heimild til að
skoða kreditkortafærslur.
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært mann fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás.
Manninum er gefið að sök að
hafa á veitingastaðnum Prikinu í
Reykjavík slegið eða kastað stóru
bjórglasi í andlit annars manns.
Fórnarlambið skarst víða í andliti
og þurfti að sauma skurðina með
alls 63 sporum. Auk þess hlaut
maðurinn fleiri áverka og bólgur.
Hann krefst þess að árásarmaður-
inn verði dæmdur til að greiða sér
rúmlega 1,1 milljón króna í skaða-
og miskabætur. - jss
Sérlega hættuleg árás:
63 spor í andlit
eftir glasakast
NOREGUR Bæði norski olíusjóður-
inn og kínverska ríkið eru spenn-
andi kostir sem fjárfestar í vara-
sjóði evrusvæðisins. Þetta sagði
Fredrik Rein-
feldt, forsætis-
ráðherra Sví-
þjóðar, þegar
norskir blaða-
menn spurðu
hann um málið.
Sigbjörn
Johnsen, fjár-
málaráðherra
Noregs, segir
að ekki hafi
farið fram viðræður um þátttöku
olíusjóðsins eða norska ríkisins
við ESB vegna þessa. Stjórnendur
sjóða geti sjálfir tekið ákvörðun
um hvort þeir vilji fjárfesta í vara-
sjóðnum. Johnsen segir að ef ríkið
verði beðið um þátttöku þá verði
slík bón tekin alvarlega. Norð-
menn hafi þegar hjálpað Íslend-
ingum og Lettum, og boðist til að
lána Írum í þeirra kreppu. - þeb
Vilja stækka varasjóð ESB:
Norski sjóður-
inn spennandi LÖGREGLUMÁL Unnur Millý Georgs-dóttir, barnsmóðir Valgeirs
Víðissonar, hefur óskað eftir fundi
með Ögmundi Jónassyni innanrík-
isráðherra þar
sem hún hyggst
biðja hann um
að taka upp
rannsókn á mál-
inu á ný.
„Ég trúi því
að hann hafi
verið myrtur,“
sagði Unnur
Millý við Vísi í
gær. Hún segir
að Valgeir hafi verið kominn í
vandræði gagnvart valdamiklum
mönnum í undirheimunum. Unnur
segist hafa nýjar upplýsingar
undir höndum og telur að rannsókn
lögreglunnar hafi verið verulega
ábótavant.
Valgeir hvarf 19. júní árið 1994
en þá var hann rétt tæplega þrí-
tugur. Ekkert hefur til hans spurst
síðan. Rannsókn fór fram á hvarfi
Valgeirs. Einn maður var handtek-
inn og framseldur frá Hollandi til
Íslands en var sleppt að lokum.
Biðlar til Ögmundar:
Vill rannsókn á
hvarfi Valgeirs
VALGEIR VÍÐISSON
SIGBJORN
JOHNSEN
Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS
konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós
sýnir heimildamyndina
Sýnd í Odda 101, 27. okt. kl. 17:00
Í viðjum regnskógarins
Allir velkomnir,
aðgangur ókeypis
Nánar á viðburðaskrá
www.hi.is
SPURNING DAGSINS