Fréttablaðið - 26.10.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 26.10.2011, Síða 30
MARKAÐURINN26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR6 26. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR Fréttaskýring Magnús Þorlákur Lúðvíksson Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, birtu hálfsársuppgjör sín í síðasta mán- uði. Rétt eins og síðustu misseri skil- uðu bankarnir talsverðum hagnaði á fyrri hluta ársins. Þó nokkur hluti hagn- aðar bankakerfisins skýrist hins vegar áfram af óreglulegum tekjum en arðsemi af grunnrekstri hefur batnað hjá Lands- bankanum og Arion banka. Landsbankinn skilaði tæplega 24,5 milljarða króna hagnaði á fyrri helm- ingi ársins. Arion banki hagnaðist um rúma 10 milljarða og Íslandsbanki um rúma 8 milljarða. Þessar hagnaðartölur jafngilda arðsemi eigin fjár upp á 26,4 prósent, 22,6 prósent og 13,3 prósent sem er í öllum tilfellum yfir arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins að gefnu eiginfjár- hlutfalli bankanna. Þegar meta skal rekstrarhorfur bank- anna til framtíðar er hins vegar skyn- samlegra að líta á arðsemi grunnrekstr- ar bankanna, það er leiðrétta fyrir óreglu- legan hagnað. Engin ein rétt skilgreining er til á grunnrekstri banka en Bankasýsl- an hefur notað tvo ólíka mælikvarða til að meta arðsemi grunnrekstrar. Annars vegar kjarnarekstur þar sem leiðrétt er fyrir áhrifum af endurmati eigna, gjald- eyrissveiflum og áhrifum af rekstri dótturfélaga í óskyldum rekstri. Og hins vegar reglulegan rekstur þar sem einn- ig er leiðrétt fyrir hagnaði eða tapi af fjárfestingum og öðrum tekjum. Má líta á kjarnarekstur sem efri mörk á grunn- rekstri banka og reglulegan rekstur sem neðri mörk. Báðir mælikvarðarnir leiða í ljós að grunnrekstur bankanna hefur heldur verið að styrkjast. Á síðasta ári batnaði reksturinn verulega hjá Arion banka og Landsbankanum en stóð í stað Íslands- banka. Á þessu ári hefur grunnrekstur Íslandsbanka og Landsbankans styrkst en grunnrekstur Arion banka heldur versnað. Á fyrri hluta þessa árs var arð- semi grunnrekstrar á bilinu 8,2 til 17,6 prósent hjá Landsbankanum, á bilinu 12,6 til 12,7 prósent hjá Íslandsbanka og á bilinu 8,9 til 11,6 prósent hjá Arion banka. Þessi arðsemishlutföll eru í takti við arðsemiskröfu Bankasýslunnar sem bendir til þess að rekstur bankanna sé að komast í ágætt horf. Bætt arðsemi skýrist að hluta til af því að vaxtamunur hefur farið hækk- andi. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu var vaxtamunur 3,4 prósent á fyrri hluta árs 2011 samanborið við 2,4 prósent árið 2009 og 3,05 prósent 2010. Vaxtamunur er tals- vert hærri hér á landi en í nágrannalönd- um Íslands og vaxtatekjur stærra hlutfall af reglulegum tekjum. Þjónustutekjur eru aftur á móti litlar hjá viðskiptabönkun- um sem skýrist meðal annars af því hve lítil velta hefur verið á hlutabréfamarkaði eftir hrun. Kostnaður við rekstur bankanna er enn nokkuð hár. Á fyrri hluta ársins var kostnaðarhlutfall Arion banka 52 pró- sent, kostnaðarhlutfall Íslandsbanka 49 prósent og kostnaðarhlutfall Lands- bankans 36 prósent. Kostnaðarhlutföll- in eru reyndar tímabundið hærri en búast má við að þau verði til framtíðar þar sem vinna við endurskipulagningu lána hefur verið mannaflsfrek og bönk- unum dýr. Þegar þeirri vinnu lýkur er því von á að kostnaðarhlutföll lækki. Aftur á móti gerir smæð íslenska markaðarins það að verkum að bankar hér eiga erf- itt með að ná fram stærðarhagkvæmni. Því verða kostnaðarhlutföll innlendra banka sennilega áfram í hærri kantinum í fyrirsjáanlegri framtíð. Eiginfjárstaða bankakerfisins er mjög sterk. Þá er lausafjárstaða bankanna einn- ig tiltölulega góð þótt afnám gjaldeyris- hafta gæti haft nokkur áhrif á lausafjár- stöðuna. Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka á fyrri hluta ársins var 28 prósent sem er langt umfram kröfu Fjármálaeftirlitsins um 16 prósenta eigið fé. Hlutfall Lands- bankans var 22 prósent á tímabilinu og hlutfall Arion banka 21 prósent. Svo há hlutföll þýða að bankarnir hafa talsvert svigrúm til að standa af sér áföll sem kunna að ríða yfir. Helsta áhyggjuefnið í rekstri bankanna er væntanlega staða lánabóka þeirra. Um 15 prósent allra útlána eru í vanskilum en algengt er að þetta hlutfall sé á bilinu eitt til tvö prósent hjá bönkum með gott út- lánasafn. Með rýmri skilgreiningu Fjár- málaeftirlitsins á vanskilum eru allt að 30 prósent lána annaðhvort í vanskilum eða í tapsáhættu. Hlutfallið hefur farið lækkandi síðustu mánuði en þó er ljóst að talsverð vinna bíður bankanna enn við endurskipulagningu á lánasöfnum þeirra. Rekstrarhorfur bankanna að batna Arðsemi grunnrekstrar hjá viðskiptabönkunum þremur er komin æði nálægt arðsemiskröfu Bankasýslunnar. Þá er bæði eiginfjárstaða og lausafjárstaða bankanna sterk. Kostnaðarhlutföll þeirra eru hins vegar enn ansi há og staða útlánasafna þeirra mikilli óvissu háð. REKSTUR BANKANNA Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is Ísland – í endurreisn eða stefnukreppu? Bein útsending á www.vib.is frá fundi með Martin Wolf, yfirhagfræðingi á Financial Times í kvöld Á fundinum mun Martin Wolf ásamt þremur Íslendingum ræða efnahagslega stöðu Íslands, hvort landið sé í endur- reisn eða stefnukreppu. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Katrín Ólafsdóttir lektor í Háskólanum í Reykjavík Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir Þarf stefnubreytingu frá stjórnvöldum til að hraða endurreisn? Hvar liggja tækifæri Íslands á heimsvísu? Bein útsending í kvöld kl. 20.00–21.40 á www.vib.is. Markmið funda VÍB er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála. www.vib.is 2010 Fyrri hluti árs 2011 30 25 20 15 10 5 % 30 25 20 15 10 5 % Arðsemi Kjarnaarðsemi Arðsemi reglulegs rekstrar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.