Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010
ódýrt og gott
Chicago Town pizzur,
Four cheese og Pepperoni
598kr.pk.
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Hinn efnilegi miðvörður og fyrirliði Framara í knatt-
spyrnu, Kristján Hauksson, var einn af fáum sem komust
í gegnum inntökupróf læknadeildar Háskóla Íslands í ár.
Kristján hefur verið einn allra besti leikmaður Framara
það sem af er tímabils og átt stóran þátt í velgengni liðs
síns. Honum er greinilega fleira til lista lagt en að sparka í
bolta, enda ekki hlaupið að því að standast slíkt próf.
Þar með er þó ekki allt talið. Kristján er nú þegar kom-
inn með háskólagráðu. Um síðustu jól lauk hann námi í
verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifaðist
þaðan með B.sc.-gráðu. Síðan þá hefur Kristján undirbúið
sig fyrir inntökuprófið.
„Ég þurfti að leggja slatta á mig. Svo mikið, að ef ég
hefði ekki komist inn hefði ég orðið mjög svekktur,“ segir
Kristján. Fyrir prófið kveðst hann hafa lesið nokkurn
veginn allt milli himins og jarðar. Farið er um víðan völl í
prófinu og þess krafist af umsækjendum að þeir búi yfir
fróðleik af ýmsum toga.
Keppnisskapið kom að góðum notum
Kristján segir gott að búa yfir miklu keppnisskapi í
náminu og að hann hafi náð að virkja það sér til góðs við
lesturinn. „Ég er með mikið keppnisskap og verð mjög
tapsár. Svo ég hefði orðið mjög svekktur hefði ég tapað
fyrir þessu prófi,“ segir fyrirliðinn og hlær.
Hann segist lengi hafa stefnt að því að læra til læknis,
þrátt fyrir að hafa lært verkfræði núna í nokkur ár.
„Ég veit ekki af hverju ég fór ekki í inntökuprófið
strax, kannski vegna þess að ég fór í útskriftarferð eftir
stúdentsprófin og inntökuprófið var skömmu eftir það.
En það var alltaf stefnan að taka þetta á endanum. Það
heillaði mig líka að prófa verkfræðina og ég sé ekkert eft-
ir því. Ég skemmti mér vel í verkfræðinni og eignaðist
fullt af félögum.“
Kristján segir það ganga nokkuð vel að tvinna saman
námið og spilamennskuna. „Náminu fylgir auðvitað álag
oft og tíðum, en það er líka fínt að losna aðeins frá bók-
unum.“ Hann er bjartsýnn á að honum muni takast að
fóta sig á vellinum og í skólanum í senn. „Ég læt það
virka. Það krefst bara skipulagningar.“
Spilar í Pepsídeild
og lærir í læknadeild
Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, er á leið í læknanám
Hálft ár frá því hann útskrifaðist með B.sc. í verkfræði
Morgunblaðið/Ómar
Í fremstu röð Kristján hefur spilað vel í sumar og er með efstu mönnum í stigagjöf íþróttablaðs Morgunblaðsins.
Það er hart barist um sæti í læknadeild Háskóla Ís-
lands ár hvert. Færri komast jafnan að en vilja, enda
takmarkað pláss í deildinni. Því þurfa nemendur að
þreyta inntökupróf eins og gert var í síðasta mánuði.
Þá tóku tæplega þrjú hundruð manns þátt. Aðeins 48
þeirra komust inn.
Hörð samkeppni
í læknadeildinni
MARGIR ÞREYTTU INNTÖKUPRÓF
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Sveitarfélögin fá 10,7 milljarða í auknar tekjur árið
2011 til að fjármagna þjónustu við fatlaða, sam-
kvæmt samkomulagi við ríkið um flutning málefna
fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem kynnt var í
gær. Útsvarshlutfall til sveitarfélaganna verður
hækkað um 1,2% gegn samsvarandi lækkun á
tekjuskattshlutfalli ríkisins.
Samkomulagið varðar fjárhagslegar forsendur
flutningsins, sem verður 1. janúar 2011. Um er að
ræða viðamestu endurskipulagningu á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga frá því grunnskólarnir
voru fluttir til sveitarfélaganna árið 1996. Markmið
tilfæringarinnar er m.a. að auka þjónustu, gera
hana skilvirkari en um leið að spara fé.
„Við teljum að með þessu gefist gott tækifæri til
að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustuna auk
sóknarfæra til bættrar stöðu fatlaðra,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á blaða-
mannafundi þar sem flutningurinn var kynntur.
Hún sagðist vænta mikils af tilfæringunum en með
þeim fái um 2500 einstaklingar þjónustu á vegum
sveitarfélaganna en ekki ríkis. Að auki færast um
1500 starfsmenn yfir til sveitarfélaganna.
Útsvarshlutfall hækkað um 1,2%
Fram kom á fundinum að til að vega upp á móti
veikri stöðu útsvarsstofnsins verði framlög vegna
flutningsins á fjárlögum næstu þrjú árin. Framlög
verða einnig á fjárlögum vegna samstarfsverkefnis
um nýja þjónustu sem fellst í notendastýrðri per-
sónulegri aðstoð og vegna biðlista eftir þjónustu.
Samkomulagið gerir ráð fyrir endurmati á yfir-
færslunni árið 2014. Mun þá fara fram sameiginlegt
mat á faglegum og fjárhagslegum árangri.
Sannfærður um að tekjurnar dugi
Svo tilfæringarnar gangi í gegn þarf mikil vinna
að eiga sér stað, m.a. við nauðsynlegar lagabreyt-
ingar og gerð heildarsamnings við sveitarfélögin.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sagðist sannfærður um að
fjárhagsramminn væri ásættanlegur fyrir flutning
verkefnisins. Ef allt annað gangi eftir þá muni
sveitarfélögin vinda sér í verkefnið og taka stolt við
þjónustunni 2011. Næsta verkefni sveitarfélaganna
verði svo að taka við öldrunarþjónustu. Hafist verð-
ur handa við það eftir að flutningur þjónustu fatl-
aðra hefur gengið í gegn.
Sveitarfélögin fá 10,7 milljarða
Samið um fjárhagshliðina á flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga
Útsvarshlutfall til sveitarfélaga hækkar um 1,2% og tekjur ríkis lækka til jafns
2.500
einstaklingar þurfa þjónustu
vegna fötlunar sinnar
1500
starfsmenn
við umönnun flytjast
frá ríki til sveitarfélaga.
‹ MIKLAR TILFÆRINGAR ›
»
Meira en 150.000 leyniskeyti starfs-
manna bandarísku utanríkisþjónust-
unnar komust í hendur bandaríska
hermannsins Bradleys E. Manning
sem ákærður hefur verið fyrir að
leka myndbandi af árás á óbreytta
borgara í Bagdad.
Verði skeytin gerð opinber gætu
þau flett hulunni af innviðum starfs
sendiráða Bandaríkjanna um allan
heim, að því er talsmaður hersins
sagði í dagblaðinu New York Times í
gær.
Á meðal skeyta sem Manning hef-
ur í fórum sínum eru skeyti frá
bandaríska sendiráðinu í Reykjavík
um íslensk málefni og nafngreinda
einstaklinga.
Manning á að hafa sagt Adrian
Lamo, fyrrverandi tölvuhakkara, frá
gjörðum sínum í netspjalli og Lamo
látið yfirvöld vita.
Hefur þegar sýnt þriðja aðila
hluta skeytanna
Í ákærunni kemur m.a. fram að
hermaðurinn hafi sýnt að minnsta
kosti 50 skeyti þriðja aðila eða „per-
sónu sem átti engan rétt á að sjá
þau,“ eins og það er orðað. Í kærunni
er einungis eitt skeyti nefnt með
nafni en það kallast „Reykyavik 13“.
Svo virðist sem um sé að ræða
skeyti sem þegar hefur verið birt op-
inberlega á vefnum Wikileaks.
Skeytið er dagsett 13. janúar sl. og
er skrifað af Sam Watson, þá yfir-
manni sendiráðs Bandaríkjanna í
Reykjavík. Í skeytinu rekur hann
viðræður sínar við íslenska ráða-
menn um þjóðaratkvæðagreiðsluna
vegna Icesave.
Wikileaks birti einnig annað
skeyti sem sent var frá bandaríska
sendiráðinu á Íslandi þar sem er að
finna palladóma um ýmsa nafn-
greinda einstaklinga, þeirra á meðal
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis-
ráðherra og Albert Jónsson sendi-
herra.
150 þúsund leyni-
skeyti gætu opinber-
að innviði sendiráða
Lekið Manning komst í fréttirnar
fyrir skömmu fyrir að leka mynd-
bandi af mannskæðri árás í Bagdad.
Sagði tölvuhakk-
ara frá skeytunum og
var handtekinn