Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Í dag, miðvikudag, kl. 16.45-18.45 bjóða Kaninn og Síminn upp á tón- leika í Nauthólsvík. Meðal þeirra sem koma fram eru Elektra, Jónsi í Svörtum fötum, Haffi Haff, Ís- lenska sveitin, Friðrik Þór, Skíta- mórall, Buff, Jón Jónsson og Magni. Þá verður boðið upp á Segway-rall, strandfótbolta og pylsur og drykki. Kl. 17.30 verður svo haldið Foss- vogssund þar sem öllum er velkom- ið að taka þátt í sjósundi frá Naut- hólsvík yfir í Kópavog og aftur til baka. Sjósundið er haldið í sam- starfi við sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur. Gæslubátar verða á sjónum og verður vel tekið á móti sjósundsfólki með heitum potti á yl- ströndinni. Morgunblaðið/Ómar Sjósund Nýtur aukinna vinsælda. Stuð í Nauthólsvík Á morgun, fimmtudag, kl. 15.00 gengur Anna Þorbjörg Þorgríms- dóttir sagnfræðingur með gestum um Nesstofu á Seltjarnarnesi og fjallar um sögu hússins og búsetu landlækna og lyfsala í Nesi. Einnig verður sagt frá hugmyndum um uppbyggingu safnasvæðis Seltirninga í Nesi og staldrað verður við sýninguna „Saga og framtíð“, sem nú stend- ur í Nesstofu. Þar er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fjöl- margra fornleifarannsókna sem farið hafa fram á vestursvæðum Seltjarnarness og varpa ljósi á búsetu í Nesi frá landnámi og fram á 20. öldina. Leiðsögn um Nesstofu á morgun Á morgun, fimmtudag, kl. 20 verð- ur Ný dögun með fund fyrir syrgj- endur í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Margir syrgjendur finna fyrir litlum stuðningi á sumrin. Þeir sem veita stuðning eru þá oft í sumarfríi og félagsstarf fyrir syrgj- endur liggur niðri. Úr því vill Ný dögun bæta og hafa opið hús einu sinni í mánuði yfir sumarið. Á fundinum getur fólk komið saman, spjallað, miðlað reynslu, eða hlustað og fengið sér kaffi. Venjulega er byrjað með stuttu inn- leggi en svo er samveran í höndum þeirra sem koma en þó er enginn knúinn til að tjá sig. Samtalið er bundið trúnaði. Rætt um sorgina Á döfinni er að loka Austur- stræti, Póst- hússtræti og hluta Hafnar- strætis í Reykjavík fyr- ir bílum og verða göt- urnar ein- göngu opnar gangandi og hjólandi vegfarendum í sumar. Þá hefur grasbalinn, sem settur var upp tímabundið á Lækjartorgi á síðasta ári, nú lokið hlutverki sínu og hyggst borgin sá næstu grænu fræjum á Hverfisgötunni. Tvö stæði við Hverfisgötu 42 verða tyrfð í lok þessarar viku og um leið helguð fólki en ekki bílum, segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Lokað fyrir bíla í miðborginni STUTT Engjateigi 5 • Sími 581 2141 40% afsláttur af stígvélum www.hjahrafnhildi.is Mjódd, sími 557 5900 Útsalan er hafin Verið velkom nar , Smáralind, sími 554 3960 • Kringlunni, sími 533 4533 Tax-free-bomba Fríhafnarverð Verið velkomi n Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi miðvikudag til sunnudags VIÐTAL Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Júlíus Már Baldursson, bóndi á Tjörn á Vatnsnesi á Norðvestur- landi, hefur ræktað landnámshænur í rúm 30 ár. Í mars sl. missti Júlíus allt sitt í stórbruna. Hænsnabúið ásamt útihúsum og öllu innanhúss brann til grunna. „Ég vaknaði við sprengingar, kl. rúmlega fjögur um nóttina. Það heyrðust drunur um allt og stein- húsið hristist og skalf,“ segir Júlíus. Hann hafði nýlega lagst til rekkju eftir að hafa komið frá Akureyri. „Ég kom heim um hálftvö um nóttina og þá komu kisurnar mínar á móti mér. Ég gaf þeim að éta, klappaði þeim og talaði við þær. Síðan kíkti ég aðeins inn í hænsnahúsið og fór svo inn til að undirbúa mig fyrir svefninn. Ég fór að sofa í síðasta lagi tvö. Þá var ekkert óeðlilegt, engin lykt og ekk- ert skrítið. Ég vaknaði kl. rúmlega fjögur, var búinn að sofa stutt og var hálfruglaður, ég hélt að einhver væri uppi á þaki. Ég fór fram og þá blasti eldhafið við mér. Það var allt alelda,“ segir Júlíus. Hann hljóp út til að at- huga hvort hann gæti gert eitthvað, þar sem allt var orðið rafmagnslaust en náði sambandi við Neyðarlínuna í gegnum farsíma. Eldurinn tók allt saman Allar hænur Júlíusar, um 200 tals- ins, fjórir kettir hans og á annað hundrað ungar ásamt 970 eggjum brunnu inni. „Það vantaði þrjá daga upp á að ungarnir kæmu úr klaki, ég var farinn að heyra tíst í eggjunum,“ útskýrir hann. „Þetta fór allt.“ Úti- húsin, fjós, haughús, hlaða, véla- geymsla og tvöfaldur bílskúr brann ásamt öllu sem þar inni var að finna. „Allur búnaður, tæki og tól eyðilagð- ist, bara allt sem ég átti,“ segir Júl- íus. Íbúðarhús hans skemmdist einn- ig en skipta þarf um allt rafmagn, gólfefni, eldhúsinnréttingu og endur- mála. „Ég bý svona í hálfgerðum rústum,“ segir Júlíus í gamni. Nú er búið að hreinsa svæðið og setja möl yfir en stórt plan er þar sem byggingarnar voru áður. Aðspurður hvert næsta skref verði segist Júlíus ætla að halda ótrauður áfram og byggja búið aftur. „Lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll. Þá er bara að bíta á jaxlinn og halda áfram. Það þýðir ekkert annað,“ segir hann hugrakkur. „Auðvitað held ég áfram.“ VB-Landbúnaður ákvað að styðja við bakið á hugrökkum hugsjóna- manni og færði honum útungunarvél af gerðinni Fiem Maya en verðmæti hennar er um 120.000 krónur. Júlíus er öryrki eftir veikindi og slys og hefur því ekki mikið á milli hand- anna. VB-Landbúnaður ásamt fleirum hvetur þá sem mögu- lega geta til að styrkja Júlíus í uppbyggingunni. Stofnaður hefur verið reikningur vegna landnámshæn- unnar í Sparisjóði Húnaþings og er sá reikningur eign landnámshænunnar. Reikningurinn er 1105-15-200235 og kennitalan er 011260-2259. Stórbruni Júlíus horfir á bæinn sinn brenna og slökkviliðið á þakinu. Brunahrúga Skemmdir sjást á íbúðarhúsi Júlíusar ásamt brunaleifunum. Eldurinn eirði engu nema hug- sjón og hugrekki Júlíusar Más  Veglegur styrkur til að rækta aftur landnámshænur á Tjörn á Vatnsnesi Íslenska landnámshænan er talin hafa borist til landsins með landnámsmönnum á 10. öldinni og hefur fylgt okkur og verið okkur til nytja síðan. Hún er smávaxin miðað við aðrar hænsnategundir. Land- námshænur eru harðgerðar, duglegar og mjög litskrúð- ugar. Þær eru mann- elskar og auðvelt að temja þær og kenna ýmislegt. Þær byrja yfirleitt varp á fimmta til sjötta mán- uði. Stofninn hefur einangrast að hluta til og haldið sínum erfða- genum í gegnum tíð- ina. Litskrúðugur hænsnastofn LANDNÁMSHÆNSNI Rangur myndartexti Í frétt í Morgunblaðinu á laugardag um íslenska landnema í Noregi var rætt við Eyþór Jóhannesson for- mann Íslendingafélagsins í Roga- landi. Undir mynd af Eyþóri sem fylgdi viðtalinu var hins vegar röng merking sem hér með leiðréttist og beðist er velvirðingar á. Föðurnafn misritaðist Í frétt í laugardagsblaðinu um kap- ellu sem rísa mun á Ofanleiti í Vestmannaeyjum misritaðist föð- urnafn eins þeirra þriggja sem eru í forsvari fyrir verkefninu. Rétt nafn er Gunnlaugur Grettisson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skekkja í útreikningi lána Villa var í útreikningum með frétta- skýringu um breyttar afborganir af gengistryggðum lánum sem birtist í föstudagsblaði Morgunblaðsins. Niðurstöður um verðtryggt lán frá 2007 voru af þessum sökum rangar en rétt er að afborgun af slíku láni næmi í dag 181.000 kr. og skuldin 25,8 milljónum. LEIÐRÉTT AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.