Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010  Ensk-franska hljómsveitin The Fancy Toys mun ásamt Ragnheiði Gröndal söngkonu og Guðmundi Péturssyni gítarleikara efna til fjögurra tónleika á Norðurlandi og í Reykjavík dagana 7.-10. júlí. Með þeim í för verða kvikmyndatöku- menn, sem hyggjast gera heimildarmynd um Íslandsferðina. Þess má geta að sveitin The Fancy Toys hefur áður komið til Ís- lands. Einn liðsmanna sveitarinnar, James Duncan, spilaði þar að auki með Jethro Tull-foringjanum Ian Anderson á tónleikum í Reykjavík fyrir skömmu. The Fancy Toys með tónleika 7.-10. júlí Fólk Föstudaginn næstkomandi, 9. júlí, og laugardag- inn 10. júlí mun söngkonan Bryndís Ásmunds- dóttir flytja Janis Joplin-lög á tónleikum söng- konunni frægu til heiðurs á skemmtistaðnum Sódómu Reykjavík, ásamt hljómsveit skipaðri Inga Birni Ingasyni á bassa, Kristni Snæ Agnars- syni á trommur, Agli Antonssyni á hljómborð og Ragnari Erni Emilssyni og Kjartani Baldurssyni á gítar. „Ég tók þátt í sýningunni sem fjallaði um líf hennar, ferðalag bæði í einkalífi og músík, og ég er mikill Janis Joplin-aðdáandi og hef alltaf ver- ið. Ég hef hlustað á hana síðan ég var krakki og lít mjög upp til hennar músíklega séð. Allur þessi kraftur sem hún hafði og þessi innlifun er nátt- úrlega bara eitthvað sem er ekki hægt að snerta en það snertir fólk og það heillar mig,“ segir Bryndís. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Janis Joplin-heiðurstónleikar líta dagsins ljós, því eftir sýninguna sem haldin var í Íslensku óperunni fyrir skemmstu hefur Bryndís tekið þátt í nokkr- um slíkum tónleikum og nú síðast á Græna hatt- inum á Akureyri þar sem Bryndís býr. „Ég ætla að skjótast suður fyrir þessa tónleika en ég var síðast á Græna hattinum og það gekk alveg ótrú- lega vel. Andrea Jóns, rokkamma Íslands, verð- ur þarna og ef eitthvað er, þá á hún Janis. Hún hjálpaði okkur gríðarmikið þegar við vorum að rannsaka Janis fyrir sýninguna í Íslensku óp- erunni. Þetta verður mikil tónlistarveisla, alveg geggjað kvöld, ég er viss um það,“ segir Bryndís að lokum. gea@mbl.is Janis Joplin-heiðurstónleikar á Sódómu Morgunblaðið/Ómar Janis Joplin Bryndís Ásmundsdóttir og Ilmur saman í uppsetningunni í Óperunni.  Það verður nóg um að vera á fjöl- skylduhátíðinni Húnavöku sem fram fer dagana 16.-18. júlí á Blönduósi. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru leikararnir Gói og Halli, sem sjá um að kynna fjöl- skylduskemmtun og kvöldvöku. Hellisbúinn verður sýndur í Félags- heimilinu á föstudagskvöldinu. Ingó Veðurguð kemur í heim- sókn á fjölskylduskemmtunina og Sálin hans Jóns míns verður með stórdansleik á laugardagskvöldinu. Auk þess koma fram Ari Eldjárn, uppistandari og eftirherma, og Bjartmar Guðlaugsson. Föstu liðirnir verða á sínum stað, eins og fjölskylduskemmtun, kvöld- vaka, bakkasöngur, fjöldagítarspil og söngkeppni fyrir börn. Sérstakir gestir hátíðarinnar í ár eru 25 krakkar úr Skólalúðrasveit Sel- tjarnarness, sem hefur lengi verið undir stjórn Blönduósingsins Kára Húnfjörð Einarssonar. Fjölbreytt fjölskyldu- skemmtun á Húnavöku Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Kvikmyndin Boðberi verður frum- sýnd í kvöld, 7. júlí, í Kringlubíói kl. 18.00. Myndin er hugverk leik- stjórans og handritshöfundarins Hjálmars Einarssonar en hún fjallar á gagnrýninn hátt um ís- lenskt samfélag fyrir bankahrun og segir af verkamanninum Páli sem upplifir sérkennilegar vitranir og uppgötvar í kjölfarið að ým- islegt djöfullegt sé að gerjast í samfélaginu. Með hlutverk Páls fer Darri Ingólfsson en hann er einna þekkt- astur fyrir að hafa landað auka- hlutverki í stórmynd Clints Eastwood, Flags of our Fathers frá árinu 2006. Darri segir í viðtali við Morgun- blaðið að hann hafi alltaf haft áhuga á leiklist en það var í raun móður hans að þakka að hann varð leikari. „Ég var alltaf eitthvað viðloðinn leiklist og lék m.a. í tveimur söng- leikjum í Versló. Ég fékk síðan inni í Arts Educational School of Acting í London árið 1999 en það var nú eiginlega móður minni að þakka því þeir héldu prufur hérna það árið. Prufurnar voru snemma á sunnudagsmorgni og mamma bara sparkaði í rassinn á mér og skipaði mér að fara. Viti menn, ég komst inn og áður en ég vissi af var ég bara staddur einn úti í London. Síðan kynntist ég auðvit- að fólki þarna úti og þar á meðal Ísgerði Elfu mótleikkonu minni í Boðberanum en hún var einnig í þessum skóla.“ Darri útskrifaðist árið 2003 og fékk strax hlutverk í leikritinu The Hotel in Amsterdam í Donmar Warehouse-leikhúsinu í London. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú býr Darri í Los Angeles þar sem hann reynir fyrir sér sem leikari. „Ég endaði með því að búa í London í átta ár en það var alltaf draumurinn að fara til L.A. og reyna fyrir sér en það dróst á langinn og undanfarin ár hef ég verið eiginlega búið í ferðatösku. Nú er ég loksins fluttur út til L.A., vopn- aður græna kortinu og búinn að pakka nið- ur í þessar tvær ferðatösk- ur sem ég hef búið í síðustu þrjú ár. En eins og ein- hver sagði þá skiptir annars staðsetningin ekki máli heldur hvað mað- ur gerir. Ég er búinn að vera þarna í ár og er svona nokk- urn veginn bú- inn að átta mig á því hvernig maður á að lifa af þarna en nú er bara að tækla þennan stað. Ég er kominn með um- boðsmann úti, þannig að vonandi fara hjólin bráðum að snúast en þetta er bara ævintýri og ef þetta gengur ekki þá kem ég bara aftur heim.“ Darri er staddur hérna heima um þessar mundir til að kynna Boðberann en hann segist hafa kynnst Hjálmari fyrst í Cann- es fyrir nokkrum árum. „Hjálmar hafði svo samband við mig fjórum árum seinna og bað mig að lesa handritið að myndinni. Fyrst um sinn var umgjörðin smá í sniðum þó handritið væri gríðarstórt. Síð- an bara stækkaði þetta og stækk- aði og nú erum við bara með stærðarinnar kvikmynd.“ Boðberi er tekinn upp fyrir bankahrunið og reyndist vera einskonar spádómur á atburðina sem fylgdu í kjölfarið. Darri segir að í fyrstu hafi þetta bara verið fyndið. „Svo var nú ýmislegt sem kom okkur til góða í eftirvinnslu eins og mótmælin fyrir utan Alþingishúsið sem við nýtum okkur í myndinni en svo byrjuðu aðrir atburðir að passa svo vel inní þetta sem gerði allt ferlið mjög spennandi. Pælingarnar í myndinni harmóneruðu svo vel við það sem ég sjálfur var að pæla á þessum tíma og líklegast sáu fleiri hvað var að gerast. Menn biðu bara eft- ir því að allt færi af stað og hryndi eins og spilaborg því það voru fleiri en ég sem höfðu þetta á til- finningunni.“ Darri viðurkennir að hann hafi fengið smá-útrás fyrir reiðina í garð stjórnvalda í gegnum hlutverkið. „Eflaust eiga einhverjir eftir að fá smá-útrás líka fyrir uppreisnina gegn öllu því óréttlæti sem fylgdi bankahruninu með því að horfa á myndina en hver um sig upplifir myndina á ólíkan hátt.“ Sparkað út í leiklistina á sunnudagsmorgni  Darri Ingólfsson í aðalhlutverki í Boðberanum  Stefnir á frama í Hollywood Morgunblaðið/Ómar Boðberi Leikarinn Darri Ingólfsson leikur verkamanninn Pál í nýrri mynd Hjálmars Einarssonar leikstjóra. „Páll er pípari sem á sér draum um að verða myndlistarmaður. Hann hef- ur ítrekað reynt að komast í myndlistarskóla en ekki gengið. Hann fer að fá vitranir í svefni um að eitthvað óvenjulegt og allt að því djöfullegt sé í gangi í íslensku samfélagi. Eftir að röð skotárása á háttsetta einstaklinga í þjóðfélaginu á sér stað grípur um sig mikil skelfing og Páli finnst að það sé á hans ábyrgð að gera eitthvað í málunum,“ segir Darri Ingólfsson, aðalleikari kvikmyndarinnar Boðberi sem frumsýnd er í kvöld. Með önnur hlutverk fara Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Pét- ur Einarsson, Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Jónsson. Gunnar Eyjólfsson, Þráinn Bertelsson og Móeiður Júníusdóttir. Leikstjóri og handritshöfundur er Hjálmar Einarsson. Bjargráð Boðberans ÍSLENSK KVIKMYND  Á ylströndinni í Nauthólsvík má finna Sumarhvell Kanans og Sím- ans sem mun standa frá kl. 16.00 til 19.00 í dag. Dagskráin verður ekki af verri endanum en um risastóra útitónleika er að ræða með hljóm- sveitum og söngfólki. Meðal þeirra sem koma fram eru Elektra, Jónsi í Í svörtum fötum, Haffi Haff, Ís- lenska sveitin, Friðrik Dór, Skíta- mórall, Buff-strákarnir, Jón Jóns- son og Magni. Þá verður Segway-- rallið einnig á sínum stað og fá gestir gefins blöðrur, boli, límmiða í bílinn og margt fleira. Á endanum verður grillað og allir fá Fanta og Svala með grillmatnum. Þá fer þar einnig fram Fossvogssundið. Sumarhvellur Kanans og Símans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.