Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Tekjur sveitarfélaga af álagningu
fasteignaskatts námu um 2,5 millj-
örðum króna fyrir rúmlega tveimur
áratugum, en í fyrra námu þær tæp-
um 26 milljörðum króna. Upphæðin
er leiðrétt fyrir sorphirðugjald, sem
hefur skilað sveitarfélögum um það
bil einum milljarði á ári síðastliðin
ár. Að teknu tilliti til verðlagsþróun-
ar á tímabilinu kemur í ljós að raun-
aukning tekna íslenskra sveitarfé-
laga af álagningu fasteignagjalda er
rúmlega 318% frá árinu 1988. Tekju-
aukning af fasteignaskattinum er
hraðari en heildartekjuaukning
sveitarfélaganna, sem var 266% á
tímabilinu 1988-2009. Hafa ber í
huga að lögum um fasteignaskatt var
breytt árið 1999 þegar útreikningur
álagningar hans var látinn miðast við
fasteignamat, en ekki afskrifað
endurstofnverð fasteigna sem var
síðan margfaldað með stuðlum sem
miðuðust við fasteignaverð í höfuð-
borginni.
Hlutfall af heildartekjum hefur
haldist tiltölulega stöðugt
Hlutfall fasteignaskatts af
heildartekjum sveitarfélaga hefur
þrátt fyrir þetta haldist nokkuð stöð-
ugt frá 1988, á bilinu 9-14%. Hafa
ber í huga að í þessum tölum er um
að ræða öll fasteignagjöld, bæði af
atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Skatt-
stofn sveitarfélaga stækkaði einnig
mikið á tímabilinu vegna fjölda ný-
bygginga, sérstaklega á allra síðustu
árum. Fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu hefur síðan hækkað um
meira en 200% frá árinu 1994, sam-
kvæmt vísitölu íbúðaverðs sem Fast-
eignamat ríkisins tekur saman. Verð
á atvinnuhúsnæði hefur hækkað síst
minna.
Skattlagning hefur aukist
Sé litið til óvegins meðaltals álagn-
ingar fasteignaskatts hjá sveitar-
félögunum sjö á höfuðborgarsvæð-
inu sést að hann hefur lækkað
nokkuð síðasta áratuginn eða úr
0,38% í 0,23%. Um er að ræða
sveitarfélögin Reykjavík, Kópavog,
Hafnarfjörð, Garðabæ, Seltjarnar-
nes, Mosfellsbæ og Álftanes. Sú
lækkun hefur hins vegar ekki verið
nægileg hjá sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu, hafi markmið
þeirra verið að halda tekjum af fast-
eignasköttum stöðugum. Hröð
tekjuaukning þeirra af fasteigna-
gjöldum er til marks um það. Tekju-
aukning að nafnvirði, sérstaklega af
fasteignasköttum, er langt umfram
uppsafnaða verðbólgu frá 1988.
Tekjur af fasteignaskatti
margfaldast að raunvirði
Tekjur af fasteignaskatti aukast um yfir 318% á föstu verðlagi frá árinu 1988
Fasteignaskattar
» Á föstu verðlagi hafa tekjur
af fasteignasköttum aukist
mun hraðar en heildartekju-
aukning sveitarfélaganna, sem
er þó um 266% frá árinu 1988
á föstu verðlagi.
» Álagning fasteignaskatta
hefur aukist meira en sem
nemur hækkun fasteignaverðs
á tímabilinu, sem er þó yfir
200% frá 1994.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Augu fjárfesta beinast um þessar
mundir að Bandaríkjunum, en fjár-
hagsleg staða ríkja og sveitarfélaga
er í mörgum tilfellum slæm. Halla-
rekstur hefur víða verið mikill um
langt skeið, og óttast fjárfestar að
þess sé ekki langt að bíða að stórir
lántakendur geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Vandræði á
evrusvæðinu, sem hafa verið í deigl-
unni síðustu mánuði, virðast nú vera
að smita frá sér. Ein afleiðinga þess
er hækkandi kostnaður lánsfjár í
Bandaríkjunum, bæði hjá fyr-
irtækjum og opinberum aðilum.
Þessi slæma staða ríkjanna sjálfra
ýtir undir áhyggjur þess efnis að
efnahagsbati Bandaríkjanna í heild
verði hægari en ella.
Stór fjárlagagöt
Ríkis- og borgarstjórnir keppast
nú við að stoppa í göt á fjárlögum
sínum. Þar sem kosningar eru nú yf-
irvofandi eru ráðamenn ragir við al-
mennar skattahækkanir, en hækka
þess í stað ýmsa neysluskatta. Þann-
ig munu New York-búar á næstunni
þurfa að reiða fram heila 12 dali fyr-
ir sígarettupakka, um 1.500 krónur.
Slíkar skattahækkanir hrökkva þó
engan veginn til, og neyðast ríki til
þess að ráðast í mikinn niðurskurð í
þjónustu og breytingar á fyr-
irkomulagi lífeyrisgreiðslna. Eignir
lífeyrissjóða rýrnuðu í mörgum til-
fellum mikið í fjármálakrísunni, sem
þýðir að fylkin þurfa að leggja þeim
til fé til að standa undir skuldbind-
ingum. Við þetta bætist að hvata-
greiðslur ríkisstjórnar Obama eru
senn á þrotum á sama tíma og skatt-
tekjur aukast ekki, m.a. vegna auk-
ins atvinnuleysis. Skammtímavextir
Seðlabanka Bandaríkjanna hafa ver-
ið mjög lágir um þónokkurt skeið, án
þess að það virðist skila tilætluðum
árangri – einkaneysla stendur nokk-
urn veginn í stað og lítil hreyfing er
á lánsfé til nýfjárfestinga.
Ótti fjárfesta beinist vestur um haf
Langvarandi hallarekstur ríkja og
sveitarfélaga hægir á efnahagsbata
Reuters
Vandamál Obama þarf að takast á
við efnahagsvanda heima fyrir.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Mikil eftirspurn var eftir hlutabréf-
um í Kínverska landbúnaðarbankan-
um sem var skráður á markað í gær.
Skráningin var gerð í kauphöllum
Hong Kong og Shanghai. Alls seld-
ust hlutir fyrir 19,2 milljarða dala, en
sú tala gæti hækkað í 22,1 milljarð,
sem jafnframt gerði þetta að stærstu
nýskráningu fyrirtækis á markað í
sögunni. Landbúnaðarbankinn er sá
síðasti fjögurra ríkisbanka í Kína
sem skráður er á markað og jafn-
framt sá fjórði stærsti, í eignum tal-
ið. Árið 2006 var Iðnaðar- og við-
skiptabanki Kína skráður á markað,
en í því útboði söfnuðust 21,9 millj-
arðar dala og hefur það verið stærsta
útboð sögunnar þar til nú.
Vonbrigði þrátt fyrir fúlgur
Útboðsins nú hefur verið beðið
með töluverðri eftirvæntingu, en
gott gengi í því þykir til marks um
áframhaldandi trú fjárfesta á kín-
versku efnahagslífi og mikilvægi
þess í alþjóðasamhengi. Á sama tíma
eru blikur á lofti á Vesturlöndum og
fjölda nýskráninga á markað verið
aflýst vegna tvísýnna horfa á fjár-
málamörkuðum. Þrátt fyrir mikla
eftirspurn í útboðinu eru aðstand-
endur þess líklega ekki fullkomlega
ánægðir. Markið hafði nýlega verið
sett á 23 milljarða dala, og ekki alls
fyrir löngu héldu aðstandendur út-
boðsins því fram að raunhæft gæti
verið að afla 30 milljarða dala, jafn-
virði um 3.800 milljarða króna, sem
nemur 6-7-földum fjárlögum Íslands.
Stærsta hlutafjárútboð
sögunnar olli vonbrigðum
Kínverski landbúnaðarbankinn nýskráður fyrir metfé
Tiltrú Fjárfestar virðast hafa mikla trú á kínversku efnahagslífi.
● Gengi hlutabréfa danska lággjalda-
flugfélagsins Cimber Sterling lækkaði
mikið í gær eftir að félagið birti ársupp-
gjör sem sýndi að tap á síðasta ári nam
229 milljónum danskra króna eftir
skatta, jafnvirði rúmlega 4,8 milljarða
íslenskra króna. Er það fjórfalt meira
tap en árið 2008.
Að sögn danskra fjölmiðla mun Cim-
ber Sterling nú freista þess að fá lán frá
danska ríkinu. Bréf félagsins voru
skráð undir lok síðasta árs og þá var
gengi bréfanna um 10 krónur danskar.
Það er nú um 3 krónur. Félagið hét áður
Cimber Air en keypti hluta af rekstri og
flugvélar af þrotabúi lággjaldafélagsins
Sterling á síðasta ári og breytti í kjöl-
farið nafninu í Cimber Sterling.
Cimber Sterling í
miklum vanda
● Hlutabréf hækk-
uðu verulega í
verði á evrópskum
verðbréfamörk-
uðum í gær. Við
lokun markaða
hafði FTSE vísital-
an í London hækk-
að um 2,93%,
franska CAC 40
vísitalan um
2,73% og þýska
DAX vísitalan um
2,15%.
Íslenska úrvalsvísitalan, OMXI6,
hækkaði um 0,34% í gær og námu
viðskipti tæpum 27 milljónum króna.
Langmesta veltan var með bréf í Mar-
el, eða 26 og hálf milljón króna, og
hækkaði gengi bréfa í Marel um
0,68%. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu
Össuri hækkuðu í verði um 0,28% í
hverfandi viðskiptum.
Hækkanir í flestum
evrópskum kauphöllum
DAX í Frankfurt.
● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði
lítillega í viðskiptum gærdagsins, eða
um 0,07 prósent. Verðtryggði hluti vísi-
tölunnar hækkaði um 0,05 prósent en
sá óverðtryggði um 0,10 prósent. Velta
á skuldabréfamarkaði nam alls 2,7
milljörðum króna. Það sem af er ári hef-
ur skuldabréfavísitalan hækkað um
9,52 prósent. Þar af hefur verðtryggði
hluti hennar hækkað um 7,92 prósent
og sá óverðtryggði um 13,57 prósent.
bjarni@mbl.is
Lítil hreyfing á markaði
Stuttar fréttir…
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./0
+01.2+
++/.21
,+.32/
+1.-4/
+2.532
++/.-0
+.-+1/
+02.-,
+4/.35
+,4.30
+13.3/
++0.35
,+.+,1
+1.4+-
+2.54-
++/.0+
+.-,51
+02.10
+4/.-/
,+,.0,1
+,4.50
+13.45
++0.5/
,+.+1+
+1.4/+
+2.-3,
++0.+-
+.-,0+
+0/.4-
+4/.1+
Meðaltal álagningar á íbúðarhúsnæði
á höfuðborgarsvæðinu
Fasteignaskattar
Hlutfallsleg þróun heildartekna og tekna
af fasteignaskatti sveitarfélaga
350
300
250
200
150
100
50
0
Vísitala:
Fasteignaskatttekjur
Vísitala:
Heildartekjur
100
319
267
1988 2009
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
0,
38
%
1988 2009
2.450
25.727Á verðlagi hvers árs í milljónum króna
0,
38
%
0,
38
%
0,
34
%
0,
34
%
0,
34
%
0,
33
%
0,
27
%
0,
27
%
0,
23
%
0,
23
%