Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Íslensku bönkunum gengur illa aðfeta sig úr fortíðinni og byggja upp traust. Alvarlegast er að til þess virðist skorta viljann. Nýir forystumenn bankanna eru að bregðast því hlutverki, sem þeir hafa tekið að sér. Gömul dæmi hverfa ekki og ný bætast við.     Páll Vilhjálmsson skrifar: „JónÁsgeir Baugsstjóra munar ekki um að hótel í Skuggahverfinu hverfi til veð- hafa. Hann er nýbúinn að borga af lúx- usíbúðinni sem hann er skráður fyrir í New York.     Á meðan skilanefnd Glitnis reynirað ná til baka fjármunum sem Jón Ásgeir sölsaði undir sig er Ar- ion banki í öðrum leik.     Arion banki er helsti bakhjarlJóns Ásgeirs hér á landi. Bank- inn leyfir Baugsfjölskyldunni að mjólka rekstur Haga sem drottna á fákeppnismarkaði matvöruversl- unarinnar með Bónus og Hagkaup.     Með Arion að bakhjarli tekstJóni Ásgeiri jafnframt að halda Fréttablaðinu og 365 miðlum í sinni eigu með því að veita aug- lýsingafé Haga í fjölmiðlarekst- urinn. Arion banki sér um sína.“     Og menn sjá á nýjasta dæminuhvernig blaðamennska er stunduð í skjóli Arion banka og Landsbanka Íslands.     Þrettánhundruðmilljóna krónaspurningin er: Hversu lengi munu bankastjórarnir ögra þjóð- inni? Jón Ásgeir – bankastjóri. Enn er ögrað Veður víða um heim 6.7., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 13 rigning Egilsstaðir 15 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 11 rigning Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 19 heiðskírt Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 21 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 14 skýjað London 22 heiðskírt París 26 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 19 léttskýjað Berlín 19 skúrir Vín 21 skúrir Moskva 25 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 30 léttskýjað Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 29 skýjað New York 36 heiðskírt Chicago 29 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 7. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:20 23:47 ÍSAFJÖRÐUR 2:28 24:48 SIGLUFJÖRÐUR 2:08 24:34 DJÚPIVOGUR 2:38 23:27 Andri Karl andri@mbl.is „Saklaus af þessari ákæru.“ Sak- borningar voru samhljóma við þing- festingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Fyrir var tekið fyrsta mál sérstaks saksóknara sem náði ákærustigi: Exeter-málið svonefnda. Þinghald var stutt og málinu frestað til loka september en þá leggja verj- endur fram greinargerðir sínar. Þykir afar líklegt að í þeim verði að finna frávísunarkröfur. Sérstakur saksóknari höfðaði mál- ið á hendur Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka. Fyrri tveir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna milljarðs króna lánveitingar Byrs til Exeter Holding vegna kaupa á stofnfjár- bréfum í Byr en seljandi bréfanna var MP-banki. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu en einnig peningaþvætti þar sem hon- um mátti vera ljóst að lánið var veitt með ólögmætum hætti. Vildu ekki tjá sig við fjölmiðla Eftir að sakborningar höfðu lýst yfir sakleysi sínu spurði Arngrímur Ísberg, dómari málsins, verjendur þeirra hvort þeir hygðust leggja fram greinargerðir og hversu langan tíma þeir þyrftu til að vinna þær. Ragnar H. Hall, verj- andi Styrmis Þórs, taldi að hægt væri að leggja þær fram í lok septem- bermánaðar. Björn Þor- valdsson, sak- sóknari hjá sérstökum saksóknara, sagðist telja það drjúgan tíma en mót- mælti kröf- unni ekki að öðru leyti. Ragnar tók þá fram, að „þessi árstími nýtist ekki allur til að vinna í þessu máli“ og bætti við að það yrði hvort eð er tölu- verður tími í að málið fengi efnis- meðferð. Arngrímur spurði þá hvort kæmi til úrskurða í málinu og svar- aði Ragnar því til að svo gæti farið. Sættust málsaðilar þá á, að næsta fyrirtaka færi fram 30. september. Sakborningar vildu ekki tjá sig við fjölmiðla að loknu þinghaldi. Styrmir Þór tók þó fram á leið sinni út úr hús- inu, að hann teldi ákæruna með öllu tilhæfulausa. Að öðru leyti sögðu bæði sakborningar og verjendur að málið yrði aðeins rekið fyrir dóm- stólum. Spurður út í orðræðu um úrskurði við þinghaldið vildi Ragnar H. Hall hvorki játa því né neita að hann hygðist leggja fram kröfu um frávís- un málsins. „Það getur vel verið,“ sagði Ragnar orðrétt. Telja að langur tími líði þar til málið fái efnismeðferð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrir dómi Sakborningar mættu allir í gærmorgun. Hér má sjá Styrmi Þór og Jón Þorstein ásamt verjendum.  Sakborningar í fyrsta máli sérstaks saksóknara neituðu allir sök við þingfestingu Jón Þorsteinn og Ragnar Z. eru samkvæmt ákæruskjali taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Byr og stefnt fé í stórfellda hættu með því að fara út fyrir heimildir til lánveitinga. Í október 2008 veittu þeir Tæknisetrinu Arkea 800 milljóna króna lán án fullnægjandi trygginga og í desember sama ár 200 milljóna króna lán til sama félags, sem þá hét Exeter Holding. Talið er að fjármunirnir séu með öllu glataðir. Fjármunirnir voru notaðir til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr og í ákæru- skjalinu segir, að Jón og Ragnar hafi ásamt Styrmi Þór, sem þá var forstjóri MP banka, ákveðið með samráði gengið á bréfunum. Var það nægjanlega hátt til að lán MP banka til Jóns og einkahlutafélagsins Húnahorns, sem Ragnar átti að hluta, yrðu greidd að fullu. Í ákærunni segir að í ljósi að- draganda viðskiptanna hafi Styrmi ekki getið dulist að féð var greitt úr sjóðum Byrs með ólögmætum hætti. Brot Jóns og Ragnars – umboðssvik – varða fangelsi allt að tveimur árum en þyngja má refsinguna í allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Brot Styrmis Þórs – hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti – varða allt að sex ára fangelsi. Stefndu fé í stórfellda hættu MISNOTUÐU AÐSTÖÐU SÍNA Arngrímur Ísberg, dómari málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.