Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Í beyglum Konur bera saman pottlok sín eftir að hafa barið á þeim við hús Seðlabankans í gær þegar þær mótmæltu tilmælum um að vextir gengistryggðra lána miðuðust við vexti bankans. Ómar Eins og menn hafa kannski tekið eftir í umræðunni að und- anförnu er verið að gera alvarlega at- lögu að sjálfsögðum rétti almennings til að stunda útiveru og veiðar í sínu eigin landi. Fyrir liggur tillaga stjórnar Vatnajökuls- þjóðgarðs að stjórnunar- og vernd- aráætlun fyrir þjóðgarðinn þar sem takmarka á og banna hefð- bundnar veiðar á gæs, rjúpu og hreindýrum ásamt því að loka þekktum aksturs- og reiðleiðum innan þjóðgarðsins. Rökin fyrir þessum takmörkunum og bönnum eru haldlítil og í kynningarriti stjórnar er hvergi vísað í rann- sóknir þessum tillögum til stuðn- ings. Þau rök sem fram hafa komið virðast við fyrstu sýn vera skoð- anir fámenns hóps sem með einum eða öðrum hætti tengist stjórn þjóðgarðsins. Hinn 24. júní síðastliðinn rann út frestur til að skila inn athugasemd- um við áður nefnda tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjöldi skot- veiðimanna og annarra hagsmuna- aðila skilaði inn athugasemdum til stjórnar þjóðgarðsins til efnis- legrar meðhöndlunar. Boðskapur skotveiðimanna til stjórnar Vatna- jökulsþjóðgarðs er gagnrýni á það hvernig var staðið að öflun gagna, skort á nauðsynlegum rann- sóknum, takmarkaða aðkomu hags- munaaðila að vinnslu tillagna og takmarkaða kynningu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs á fram- komnum tillögum og vinnslu þeirra. Að öllu samanlögðu virðist þetta hafa leitt stjórn Vatnajök- ulsþjóðgarðs til niðurstöðu sem ekki er hægt að fallast á athuga- semdalaust. Skotveiðimönnum svíð- ur sérstaklega að sá sáttmáli sem gerður var á milli umhverfisráð- herra og veiðimanna, þar sem rannsóknir á veiðistofnum í lífríki Íslands eru kostaðar af veiðimönn- um sjálfum í gegnum veiðikorta- sjóð, skuli ekki hafa verið nýttur í jafnmiklu hagsmunamáli og í þessu tilfelli. Ef slíkt hefði verið lagt til grundvallar, þá er engin spurning um að umræðan hefði orðið allt önnur en hún er í dag. Það yrði því glapræði ef yfirvöld tækju upp á því að hunsa álit skotveiðimanna og gera lítið úr þeim athugasemd- um sem sendar voru stjórn Vatna- jökulsþjóðgarðs fyrir 24. júní, eins og túlka má af því orðalagi sem formaður stjórnar þjóðgarðsins lét eftir sér hafa í fjölmiðlum, þ.e. „skotveiðimenn senda bara fjölda- póst“, rétt eins og boðskapurinn væri enginn! Eftir Kristján Sturlaugsson og Arne Sólmundsson » Fjöldi skotveiði- manna og annarra hagsmunaaðila skilaði inn athugasemdum til stjórnar þjóðgarðsins til efnislegrar meðhöndl- unar. Arne Sólmundsson Höfundar eru verkfræðingar og veiðimenn. Þjóð í þjóðgarði Kristján Sturlaugsson Um fátt hefur verið meira rætt að undan- förnu en niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í tveimur dómum sem kveðnir voru upp hinn 16. júní 2010, þar sem komist var að þeirri nið- urstöðu að óheimilt hafi verið að binda svonefnd bílalán við gengi er- lendra gjaldmiðla. Í for- sendum dómanna var þetta byggt á skýringu á 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verð- tryggingu. Hæstiréttur taldi að skýra bæri þessi lagaákvæði svo, að með þeim væri lagt bann við að binda fjár- skuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrir liggur að á undan- förnum árum hafa verið gerðir fjöl- margir samningar með hliðstæðu efni að þessu leyti. Í umræðum um dóm- ana hefur það sjónarmið verið ríkjandi að sama niðurstaða ætti við um slíka samninga almennt, þar sem dómar Hæstaréttar hafi fordæm- isgildi. En er það svo? Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að nefna meginreglu sem gildir um rekstur dómsmála hér á landi. Málsaðilarnir ráða á hverju þeir byggja kröfur sínar. Á lögfræði- máli er sagt að þeir ráði máls- ástæðum sínum. Dómstólum er bein- línis óheimilt að byggja niðurstöður sínar á öðru en þeim málsástæðum sem aðilarnir tefla fram fyrir kröfum sínum. Fordæmisgildi dómanna ræðst því að miklu leyti af því hvaða málsgrundvöllur lá fyrir af hendi málsaðilanna. Þegar umræddir dómar eru skoð- aðir kemur í ljós að lánveitendurnir tveir sem aðild áttu að málunum byggðu ekki á málsástæðu sem að mati þess sem hér skrifar hefði hugs- anlega leitt til öndverðrar niðurstöðu í málunum tveimur. Í 2. gr. fyrrnefndra laga nr. 38/2001 felst að ákvæði VI. kafla lag- anna séu óundanþæg, en 13. og 14. gr. er að finna í þeim kafla. Frá þessu er þó gerð þýð- ingarmikil undantekn- ing í lokamálslið 2. gr., en þar segir svo: „Þó er ávallt heimilt að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuld- ara.“ Samningarnir sem fjallað var um voru gerðir 8. maí 2006 og 5. maí 2007. Gengi íslensku krónunnar hafði þá, að minnsta kosti þegar fyrri samn- ingurinn var gerður, haldist hátt um langa hríð. Greinarhöfundur hefur ekki um það nákvæmar upplýsingar en þó virðist sem að viðmiðun láns við gengi erlendra gjaldmiðla, eða svonefndar myntkörfur, hafi á löngum tímabilum undanfarin ár ver- ið skuldurum hagstæðari en binding við innlenda verðvísitölu. Það hlýtur að teljast líklegt að margir lántakar hafi af þessum ástæðum valið að taka gengislán frekar en vísitölulán. Þegar metið er hvort heimilt hafi verið að víkja frá ákvæðum laganna til hagsbóta fyrir skuldara, eins og þetta er orðað í lögunum, hlýtur að eiga að miða við aðstæður eins og þær voru við samningsgerðina. Hafi þá verið hagstæðara fyrir skuldara að miða við gengi og engar sérstakar ástæður bent til breytinga á því, hlýtur samningur, sem gerði ráð fyr- ir slíkri viðmiðun, að hafa verið lög- mætur á grundvelli undantekning- arreglunnar í 2. gr. Ekki kemur til greina að telja að samningurinn hafi orðið ógildur við að gengisþróun hafi orðið skuldaranum óhagstæð síðar, og þá óhagstæðari en sjá mátti fyrir við gerð samningsins. Annaðhvort var samningurinn gildur eða ógildur. Hitt er svo annað mál að hugs- anlega gætu ákvæði samningalaga, sbr. 36. gr. þeirra, veitt heimild til að breyta samningi vegna slíkra síðar til- kominna atvika. Breyting á samning- unum á þessum grunni var ekki gerð í dómum Hæstaréttar enda stóðu dóm- kröfur aðilanna ekki til þess. Þar var einfaldlega dæmt að 13. og 14. gr. lag- anna frá 2001 heimiluðu ekki sam- kvæmt efni sínu viðmiðun við gengi. Hvergi var í dómunum minnst á fyrr- nefnda undantekningarreglu af þeirri einföldu ástæðu að ekki var á henni byggt í málinu. Dómstóllinn mátti því ekki byggja dóm á henni. Það er hvað sem öllu öðru líður, og án tillits til þess hvort menn skipa sér í sérstakar fylkingar með eða á móti gengislánum og lögmæti þeirra, nauðsynlegt að menn átti sig á því að dómar Hæstaréttar hafa ekki for- dæmisgildi um annað en þar er dæmt um. Engin niðurstaða felst í dómi um málsástæðu sem ekki er haldið fram í máli og því engin afstaða tekin til. Það vekur nokkra undrun að ekki skuli hafa verið byggt á þeirri máls- ástæðu sem að framan er nefnd af hálfu lánveitendanna í dómsmál- unum tveimur. Hefði það verið gert, og gögn lögð fram sem sýndu að við- miðun við gengi hefði verið lántak- endum hagstæðari en önnur við- miðun, er allt eins hugsanlegt að á það hefði verið fallist. Verði ný mál um sama efni borin undir dómstóla, þar sem á framangreint verður látið reyna, er því allt eins víst að niður- staðan verði önnur en í dómunum frá 16. júní síðastliðnum. Eftir Heimi Örn Herbertsson »Hvergi var í dóm- unum minnst á fyrr- nefnda undantekning- arreglu af þeirri ein- földu ástæðu að ekki var á henni byggt í málinu. Heimir Örn Herbertsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ekki er allt sem sýnist um gengis- bundin lán og dóma Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.