Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 7. J Ú L Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  156. tölublað  98. árgangur  LJÓSHÆRÐA POPPKRÚTTIÐ SEM STUÐAR SÉRSAUMAÐUR HÁTÍSKUFATNAÐUR ÚR FÍNUSTU EFNUM TÖF VEGNA TÚLKUNARDEILU ÍSLENSKI ÞJÓÐBÚNINGURINN 10SUÐURLANDSVEGUR 18JESSICA SIMPSON 29 Fréttaskýring eftir Andra Karl Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Tekjur sveitarfélaga af fasteigna- sköttum jukust að raunvirði um 318% frá árinu 1988 til ársloka 2009, sam- kvæmt útreikningum sem byggjast á upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Tekjuaukningin er talsvert umfram hækkun fasteignaverðs á höfuðborg- arsvæðinu, en frá árinu 1994 hefur það hækkað um rúmlega 200%. Þessar tölur taka til heildarhækk- unar á tekjum af fasteignaskatti allra sveitarfélaga landsins. Hækkun tekna byggist á hærra fasteignamati, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil fasteignabóla er nýsprung- in. Þar sem fasteignamatið hækkaði minna jukust tekjurnar einnig minna. Fasteignaskattar urðu á þessum árum veigameiri tekjustofn en fyrr. Þannig jukust heildartekjur sveitar- félaga um 266% frá 1988 til loka árs 2009, töluvert minna en tekjur af fast- eignasköttum. Langstærstur hluti skattstofns fasteignagjalda er á höf- uðborgarsvæðinu, en sveitarfélögin þar hafa lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatts nokkuð á síðustu ár- um þegar verðhækkun á fasteignum var sem hröðust. Lækkunin hefur þó ekki verið til samræmis við verð- hækkun fasteigna. Tekjuaukning af fasteignasköttum samanborið við al- menna hækkun fasteignaverðs ber því skýrt vitni. MTekjur margfaldast »16 Stórgræddu á bólunni  Tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti jukust um 318% að raunvirði frá 1988  Skattarnir hækkuðu hraðar en heildartekjur  Fasteignaverð hækkaði minna Fasteignaskattar 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 6. 15 3 í milljónum króna 7.9 79 8. 38 1 9. 33 4 10 .1 45 11 .1 60 12 .6 98 15 .7 05 19 .6 16 24 .6 78 25 .7 27 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, er ósammála þeim til- mælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að vextir af gengistryggðum lánum skuli miðast við vexti Seðlabanka en ekki samn- ingsvexti. „Ég lít svo á að samn- ingsvextir eigi að gilda,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Ekki ráðlegt að hætta að greiða af lánum Lögmaður hvetur skuldara til að hætta ekki að greiða af lánum sín- um. Ráðlegast sé að greiða annað- hvort samkvæmt tilmælunum eða upprunalegu samningsskilmálunum en þá með fyrirvara um óvissu um inntak greiðsluskyldu og endur- kröfu ofgreidds fjár. Skuldurum sé að vissu marki í sjálfsvald sett hve mikið þeir greiða meðan réttar- óvissa varir. Annar lögmaður telur tilmælin ekki bindandi fyrir skuld- ara enda valdheimildir óljósar. Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar, bendir fólki á að ofgreiða ekki af lánum sínum. Lántakar skuli borga samkvæmt upp- runalegri greiðsluáætlun en ekki meira. »6 Ósátt við til- mælin Morgunblaðið/Ómar Nei Vaxtakjörum gengistryggðra lána hefur töluvert verið mótmælt. Telur FME og SÍ byggja á hæpnum lagagrundvelli Hollendingar gulltryggðu Evrópu nítjánda heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu með því að sigra Úrúgvæ, síðasta fulltrúa Suður-Ameríku á HM, 3:2, í bráðfjörugum undanúrslitaleik í Höfðaborg í gærkvöld. Hollendingar, sem síðast léku til úrslita um titilinn í Argentínu árið 1978, mæta annaðhvort Spánverjum eða Þjóðverjum í úrslitaleiknum næsta sunnudag. » Íþróttir Holland í úrslit í fyrsta skipti frá 1978 Reuters  Formlegar viðræður milli lífeyrissjóðanna og ríkisins um að sjóðirnir fjármagni fram- kvæmdir fyrir um 30 milljarða hefjast í næstu viku. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi full- trúa lífeyrissjóðanna og ríkisins í gær. Náist samkomulag fljótlega gætu framkvæmdir hafist þegar í haust en gert er ráð fyrir að þungi framkvæmdanna verði mestur á árunum 2011-2014. »2 Ræða um 30 millj- arða lánveitingar Framlög rekstraraðila Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þ.e. ríkis og Reykjavíkur- borgar, munu hækka talsvert á næsta ári vegna hærri leigu í Hörpu en í Háskólabíói. Mennta- og menningar- málaráðherra segir að hið opinbera muni koma til móts við hljómsveitina vegna hækkunar á leigu- verðinu og að það hafi lengi legið fyrir. Talsverður munur er á því leiguverði sem Sinfónían greiðir nú og því sem verður í Hörpu. Talið er að leigan þar verði um 50 milljónum hærri en í Háskólabíói. Á síðasta ári námu framlög ríkis og borgar til hljómsveitarinnar 675 millj- ónum króna. Aðstandendur Sinfóníu- hljómsveitarinnar eru bjart- sýnir á að sértekjur hljóm- sveitarinnar muni hækka þegar hún flytur í nýtt og bætt húsnæði. „Við væntum þess að hljómsveitin geti aukið sértekjur sínar að einhverju marki í nýju tón- listarhúsi,“ segir fram- kvæmdastjóri Sinfóníunn- ar. »15 Hærri leiga vegna Hörpu  Hlaupa undir bagga með Sinfóníunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.