Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 26
Stórfréttir í tölvupósti Í yfirferð sinni um þingeyskskáld um aldamótin 1900 tekur Guðmundur á Sandi Jón Þor- steinsson á Arnarvatni næstan til umfjöllunar, þar sem Jóni Hinriks- syni sleppir. „Hann yrkir í nýjum stíl, hefur góð tök á málinu og góða þekkingu, en á því var löngum misbrestur hjá gömlu skáldunum,“ segir Guðmundur. Þessi vísa sver sig í þjóðlegu ætt- ina rímlistarinnar: Bærir fangið felmtruð jörð. Færir þang um æginn. Slær á vanga hríðin hörð hærulanga daginn. Stælt vísa kemur næst: Slyng er tófa að grafa göng, glingrar spói um mýrarhring. Kringum mó við hrauna hröng hringlar snjóugt beitilyng. Vísan, sem stæld er, mun vera þessi: Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring, kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljóðstilling. Vísan er ýmist sögð eftir Látra- Björgu eða Eyvind Jónsson duggu- smið. En gefum Guðmundi á Sandi aftur orðið: „Þegar heyskapar- maðurinn hefur verið í heyþurrk sumarlangan daginn í heiðskíru sólskini og hafgolu, þá er honum illa við móskuna í norðaustrinu, sem stundum kemur í ljós eftir miðjan aftaninn: Nú skal vefja vefinn stefja, vilkat tefja, dauf er bið: austan sefja er að hefja eins og refjar niður við. Þessi vísa er eilítið öðruvísi í ljóðabók Jóns. Næst víkur Guðmundur að bróð- ur sínum Sigurjóni, – vísur hans eru flestar um daginn og veginn eða atburði heima fyrir, og er ekki slíkt í frásögur færandi að jafnaði. Þó er stundum horft lengra í þeim en í skjótu bragði virðist: Þykkju frosti í þíðu snýr, þýtur í tímans álum: vex og lengist dagur dýr; dregur að sumarmálum. Vísnahorn pebl@mbl.is Glingrar spói um mýrarhring 26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG FÆ ALDREI ÁSTARBRÉF AF HVERJU SKIPTIST FÓLK Á ÁSTARBRÉFUM FYRIR FAMAN MIG? ÞAÐ ÞOLIR MIG ENGINN ÞIÐ ÞURFIÐ EKKI AÐ MINNA MIG Á ÞAÐ! EN SÚ MARTRÖÐ OG ÞAÐ VERSTA ER AÐ PADDAN BJARGAÐI MÉR ER ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? ÞÚ?!? ÞÁ VAR ÞETTA EKKI DRAUMUR! ÞÚ ERT FLJÓTUR AÐ ÁTTA ÞIG KÓNGULÓARMAÐURINN BJARGAÐI MÁLUNUM MIG DREYMDI AÐ BIG-TIME HEFÐI REYNT AÐ DREPA MARÍU TÓKSTU KRAKKANA MEÐ ÞÉR Í VINNUNA? JÁ, HVORKI ÉG NÉ ADDA GÁTUM VERIÐ HEIMA OG VIÐ FUNDUM ENGA BARNAPÍU EKKERT MÁL. ÞAU ERU BÚIN AÐ VERA RÓLEG ÉG BAÐ EINN AF BÍLSTJÓR- UNUM AÐ HAFA AUGA MEÐ ÞEIM. ÞAÐ GENGUR BARA ÁGÆTLEGA ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ LÆRA ÞETTA? ÞÁ SKULUM VIÐ HENDA ELDSPÝTUNUM OG SPILA UPP Á ALVÖRU PENING ÞÚ SAGÐIR AÐ ÞAÐ ÆTTI EKKI AÐ GEFA MÉR VIÐ BORÐIÐ... ÞANNIG AÐ ÉG PANTAÐI BARA PÍTSU HVER GAF ÞÉR EIGINLEGA LEYFI TIL ÞESS AÐ SKIPA MÉR FYRIR?!? ÞAÐ ER EKKERT ÓKEYPIS Í ÞESSU LÍFI HRÓLFUR, FARÐU ÚT AÐ HÖGGVA ELDIVIÐ! ÞAÐ ER GRILLAÐUR KJÚKLINGUR OG BAKAÐAR KARTÖFLUR Í KVÖLDMATINN KOMDU HINGAÐ NIÐUR SVO ÉG GETI KRAMIÐ ÞIG KOMDU HINGAÐ UPP, FÉLAGI ALLT Í LAGI HVAÐ KOM FYRIR ÞIG? EKKI SPYRJA Kann einhver þennan texta Þessi texti var geysi- vinsæll fyrir um það bil 30 árum, sunginn við lag eftir Bjarka Árna- son frá Siglufirði að því er mig minnir. Mig rámar í að Silfurkórinn hafi sungið þetta og langar mig að rifja upp þennan texta sem byrj- ar svona: Ungur heimur ást og þor ilmi þrungin döggvot spor. Koss og blik í bláum augum ??? Millikafli. Allt er hljótt sem í þér býr ??? Síðasta erindið endar svona: Þú ert allt sem andar rótt þú ert ást um sumarnótt. Ásta Pálína Ragnars- dóttir, Sauðárkróki. Réttindalaus móðir Sonur minn er á stofnun í endurhæf- ingu sem átti að taka stuttan tíma. Þar fengu allir skriflegt að móðir hans hefði öll réttindi til að sjá um hans mál, en hún var gjörsamlega hunsuð gagnvart öllum ákvörð- unum. Tel ég að M.H., settur landlæknir, hafi hvorki getu né vilja til að taka á þessu máli, ég hef skrifað honum mörg bréf. Félagsráðgjafi sem við þekktum ekki kom syni mínum í þessa stöðu eftir að hann var úrskurðaður ekki með geðsjúkdóm. Þvílíkt vald sem þetta fólk hef- ur; getur bara kippt ungum manni út úr líf- inu og tilverunni án dóms og laga. Ég hef áður spurt á bloggsíðum mbl.is hvernig þetta gat gerst en ekkert svar fengið. Á að þegja málið í hel? Hann er fangi og fer ekki neitt nema með starfs- mönnum þar sem hann býr en vill helst sitja dottandi í sínum stól. Sesselja Jónsdóttir. Fréttatímann kl. 18 Tilmæli mín til Ríkissjónvarpsins eru að halda áfram að hafa fréttir kl. 18 eins og verið hefur vegna HM- mótsins. Hef heyrt frá fleirum að sú tímasetning sé æskileg. Elín. Ást er… … að vera til staðar þegar hann þarfnast þín. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin og hádegismatur. Árskógar 4 | Heilsugæsla kl. 10-11.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 4. ágúst. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10, línu- dans kl. 11, bingó kl. 13.30. Lokað frá 12. júlí til 9. ágúst. Sjá www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, ganga kl. 14, kaffisala. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofa opin, verslunarferð í Bónus kl. 12.15, matur og kaffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.