Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Gulræturnar eru tilbúnar á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Jónas Rafn Ölvisson, Ing- unn Lilja Arnórsdóttir og Anton Gunnlaugur Óskarsson voru á kafi í gulrótum í gær þegar þau aðstoðuðu ömmu sína, Lilju Ölvisdóttur, við að taka upp. Á Grafarbakka ræktar Lilja gulræt- ur á tæpum hektara lands og uppskeran í ár er allgóð þótt rigning mætti vera meiri. Gulræt- urnar fara í búðir í næstu viku. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á kafi í gulrótum á Grafarbakka FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Þeir sem skulda lán sem voru gengis- tryggð þar til Hæstiréttur dæmdi lánaskilmála um slíkt óskuldbind- andi, þurfa ekki að greiða þær af- borgarnir sem eru endurreiknaðar samkvæmt tilmælum Seðlabanka Ís- lands og Fjármálaeftirlitsins. Skylda þeirra til að endurgreiða lánsfé stendur þó óhögguð en óvissa er um hvað hún felur í sér. Þetta er álit sér- fróðs lögmanns á sviði kröfuréttar sem Morgunblaðið ræddi við. Hann segist þó ekki hvetja skuld- ara til að greiða ekki af lánum sínum, það geti orðið fólki til tjóns síðar meir. Skynsamlegra sé að greiða annaðhvort samkvæmt tilmælunum eða samkvæmt upprunalegum samn- ingsskilmálum fyrir utan verðtrygg- ingu og gera fyrirvara um óvissu um inntak greiðsluskyldunnar og endur- kröfu ofgreidds fjár. Er skuldurum því, upp að vissu marki, í sjálfsvald sett hve mikið þeir greiða á meðan réttaróvissan varir. Telur hann óvissuna svo mikla að hæpið sé að slík greiðsla yrði talin ófullnægjandi og eftir atvikum leiða til að heimilað yrði að beita vanefnda- úrræðum á borð við riftun eða gjald- fellingu. Þá sé ólíklegt að sýslumenn myndu fallast á hvers kyns aðfarar- gerðir á grundvelli krafna sem byggja á endurútreiknuðum kröfum samkvæmt tilmælunum. Undir þetta tekur sérfræðingur á sviði stjórnskipunarréttar. Þar sem tilmælin séu ekki bindandi og Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið hafi ekki valdheimildir til að kveða með bindandi hætti á um endurútreikn- inga og skilmálabreytingar samning- anna, geti slíkar kröfur varla orðið grundvöllur að- farargerða. Til að kveða á um einhverja breytingu eða leiðréttingu á lánaskilmálum segir hann að til þurfi að koma dóm- ur sem tekur á því efni sérstaklega. Laga- setningu segir hann þó ekki útilokaða en slíkt myndi að öllum líkindum að- eins virka fram í tímann og ekki leysa úr álitamálum um greiddar afborg- anir en ein af meginreglum réttarríkisins er að lög skuli ekki vera afturvirk. Ekki í berhögg við dóminn Tilmælin segir hann þó ekki ganga gegn dómi Hæstaréttar eins og hald- ið hefur verið fram; í honum sé af réttarfarsástæðum ekki tekin afstaða til þess hvort vaxtaákvæði skuli standa óhreyfð. Í ljósi þessa og sér- stakrar áréttingar í dómi Hæstirétt- ar um að engin varakrafa um lækkun hafi verið gerð og að þess vegna skuli sýkna skuldara verði ekki talið að Hæstiréttur hafi skorið úr um hvort samningsvextir skuli standa eða ekki. Rökréttast segir hann þó að telja að réttaráhrif dómsins séu að samn- ingsvextir og aðrir skilmálar standi óhreyfðir þrátt fyrir brottfall gengis- tryggingar. Er þetta í samræmi við álit mikils meginþorra lögspekinga sem Morgunblaðið hefur leitað til um það álitaefni frá því að dómurinn féll í júní. Skuldarar ráða ferðinni  Skuldarar þurfa ekki að sætta sig við kröfur samkvæmt tilmælum SÍ og FME  Greiðsluskylda stendur en inntakið óljóst  Ráðlegast að greiða með fyrirvara „Þetta er svakaleg vinna, fólk er búið að vera við heilu sólarhringana svo dögum og vikum skiptir til að koma þessu út,“ segir Kristján Krist- jánsson, upp- lýsingafulltrúi Landsbankans, um að hægt gangi að koma upplýsingum um gengistryggð lán til Fjármála- eftirlitsins. Hann segir að umfang upplýsing- anna sé mikið og ekki sé óeðlilegt að tíma taki að vinna úr þeim. Þá hafi fyrirtækjunum ekki verið ætlaður mikill tími til verksins. Hjá Lýsingu var svipuð svör að fá en samkvæmt upplýsingum frá Av- ant hefur fyrirtækið sinnt öllum fyrirspurnum með fullnægjandi hætti. Haft var eftir Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, í Morgunblaðinu í gær að gengið hefði hægar en starfsmenn stofnun- arinnar hefðu viljað að fá þessar upplýsingar út úr kerfum bankanna. Fjórir og hálfur mánuður Gunnar vill taka fram að hvað þá stofnun sem hann stýrir varðar, hafi gagnaöflun um umfang og eðli gengislánanna hafist fyrir fjórum og hálfum mánuði, en ekki hálfu ári, eins og lagt var út af í frétt Morgun- blaðsins. Þá ítrekar hann að beiðni um upp- lýsingar sem FME lagði fyrir fjár- málafyrirtækin í febrúar hafi verið svarað í maí og þá lögð fram önnur fyrirspurn um svipuð málefni. Ekki hafi því tekið hálft ár fyrir bankana að svara einni fyrirspurn, heldur fjóra og hálfan að svara tveimur fyrirspurnum, hverri á eftir annarri. Eins og kom fram í frétt Morgun- blaðsins í gær fengust þær upplýs- ingar frá Seðlabanka Íslands að þar hefði upplýsingasöfnun vegna máls- ins hafist í upphafi árs. skulias@mbl.is onundur@mbl.is Vinna að taka saman gengislánin Bankarnir fengu tvær fyrispurnir Kvartað hefur verið til umboðs- manns Alþingis yfir tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins um endur- útreikning á gengistryggðum lánum. Morgun- blaðið hefur und- ir höndum afrit af kvörtuninni en þar er því haldið fram að stofnanirnar hafi farið út fyrir valdsvið sitt og hafi ekki heim- ild að lögum til að gefa út tilmæli af þessum toga til lánastofnana. Í kvörtuninni segir ennfremur að það falli ekki innan verksviðs stofnananna að kveða á um samn- ingskjör á lánasamningum eða taka efnislega afstöðu til slíkra samninga. Þá er Fjármálaeftirlitinu borið á brýn að hafa brugðist skyldum sín- um áður en tilmælin voru gefin út. Í niðurlagi erindisins segir: „Kvartandi er lántaki með gengis- tryggt lán og hefur því hagsmuni af því að stjórnvöld leggi ekki línur til handa fjármálafyrirtækjum sem byggja á illa ígrunduðum tilmælum er skortir lagastoð.“ Tryggvi Gunnarsson er tekinn við á ný sem umboðsmaður Alþingis eft- ir leyfi. Róbert Ragnar Spanó hafði gegnt stöðunni í fjarveru hans. Hann tók við starfi forseta laga- deildar HÍ 1. júlí. skulias@mbl.is Tilmælin til umboðsmanns Tryggvi Gunnarsson Ásta S. Helgadóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir að Ráðgjafarstofan taki ekki af- stöðu til þess hvernig skuldarar skuli haga greiðslum sínum. Áherslan sé fyrst og fremst á að upplýsa skjólstæðinga um hvaða leiðir séu færar svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir. Hagsmunasamtök heim- ilanna hafa gefið út sín eig- in tilmæli. Þar er skuld- urum m.a. ráðlagt að borga í samræmi við upp- runalega greiðsluáætl- un og ekki greiða hærri vexti en samkvæmt upphaflegum samn- ingi. Upplýstar ákvarðanir TILMÆLI ÚR ÝMSUM ÁTTUM Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er ekki sammála tilmælum FME og Seðlabankans um vaxtakjör á gengis- tryggðum lánum. „Ég lít svo á að samningsvextir eigi að gilda. Þeir dómar sem liggja fyrir felldu aðeins úr gildi þau atriði sem snúa að gengis- tryggingu. Á meðan ekki er komin niðurstaða í önnur atriði þá standa þessir lánasamningar. Það er niður- staða Hæstaréttar,“ segir Ólöf Nor- dal um þau tilmæli Fjármálaeftirlits og Seðlabanka að miða skuli við vexti Seðlabankans á gengistryggðum lán- um en ekki samningsvexti. „Mér finnst þessi tilmæli byggjast á hæpnum lagagrundvelli,“ segir Ólöf og bendir á að gengistryggð lán hafi viðgengist í níu ár án athugasemda frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands. Miklu skipti nú að trúverðug- leiki þeirra sé sem mestur. Áhyggjuefni hversu ríkis- stjórnin var óviðbúin Hún telur brýnt að fá botn í málin og segir það valda töluverðum áhyggjum hversu ríkisstjórnin hafi verið óviðbúin niðurstöðu Hæstarétt- ar. Þá bendir hún á að ekki hafi verið farið fram á álit ríkislögmanns. „Númer eitt tvö og þrjú þá snýr þetta að stórum hagsmunum heimila í landinu. Ég hefði frekar haldið að menn ættu að knýja á um að réttar- óvissu yrði eytt,“ segir Ólöf og bendir á að frumvarp um að mál um gengis- tryggð lán fengju flýtimeðferð fyrir dómstólum hafi ekki komist á dag- skrá þingsins fyrir sumarfrí. Skuldarar borgi ekki krónu meira en segir í greiðsluáætlun Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sagðist á vefsíðu sinni í gær vilja senda öllum skuldurum þau til- mæli að þeir greiði ekki krónu meir af lánum sínum en upphafleg greiðslu- áætlun segir til um. Þeir skuli varast að ofgreiða af lánum og hætta alveg að greiða telji þeir sig hafa þegar greitt um of. eyrun@mbl.is Samningsvextir skuli gilda  Ólöf Nordal segir tilmæli FME og SÍ byggjast á „hæpnum lagagrundvelli“  Þingmaður Hreyfingarinnar ráðleggur fólki að ofgreiða ekki af lánum Ólöf Nordal Þór Saari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.