Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 29
Menning 29FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 AF FRÆGU FÓLKI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það vita eflaust flestir hverJessica Simpson er, en hér erstutt samantekt: Jessica varð fræg þegar hún sendi frá sér smá- skífuna „I Wanna Love You For- ever“ árið 1999. Það var Tommy Mottola hjá Colombia Records sem hafði heyrt í stelpunni og gaf út fyrstu plötuna hennar, Sweet Kisses. Hún er einna frægust fyrir söngferil sinn, sem hefur nú verið svona upp og ofan, en einnig náðu raunveruleikaþættirnir Newlyweds, sem skörtuðu henni og manni henn- ar, söngvaranum Nick Lachey, í að- alhlutverkum, töluverðum vinsæld- um í Bandaríkjunum. Auk þess lék hún Daisy Duke í bíómyndinni The Dukes of Hazzard og fór með stór hlutverk í Blonde Ambition, þar sem hún lék á móti Luke Wilson, og Employee of the Month.    Jessica Simpson er (var)holdgervingur ljóshærðu „girl next door“-týpunnar. Hún var sæt og söng og giftist sætum gæja sem söng og þau voru sæt saman. Bla bla bla. Hún er hvorki fram- úrskarandi söng- kona né leikkona og þar sem hún virtist alveg hryllilega óspennandi týpa held ég að hún hafi að mestu leyti farið framhjá öðrum en bandarískum, íhaldssömum poppaðdáendum og raunveru- leikaþáttafíklum. En batnandi konu er best að lifa. Svo fór að lokum að hún Jessica skildi við hann Nick sinn, deitaði tónlistarmanninn John Mayer og ruðningsspilarann Tony Romo, bætti talsvert á sig og lenti milli tannanna á fólki fyrir vikið. Hún varð strax áhugaverðari. Í öllum lát- unum er eins og mótlætið hafi orðið til þess að henni varð slétt sama. Kannski var hún sjálf komin með upp í kok af sér.    Ég man ekki alveg hvenærþetta byrjaði, en einn daginn fóru myndir af Jessicu afslappaðri á sófa í stúdíói með Billy Corgan, söngvara Smashing Pumpkins, eins og eldur um sinu á netinu. „Ha?“ hváðu eflaust margir. Corgan var sjálfur búinn að ganga í gegnum ein- hverja kreppu og var við það að snúa aftur með leifarnar af Grasker- unum, en hvernig það gerðist að sæta, ljóshærða poppkrúttið og sköllótti, reiði rokkarinn fundu hvort annað var óskiljanlegt. Á svipuðum tíma mætti hún í spjall til Jays Lenos og játaði að hún tyggði nikótíntyggjó í gríð og erg, þrátt fyrir að vera reyklaus, og sagðist komast í netta vímu af því. Daginn eftir viðtalið við Leno kom hún fram í spjallþætti Ellen De- Generes og viðurkenndi að fyrst hún væri hvort eð er með svo hvítar tennur burstaði hún þær bara svona þrisvar í viku, en notaði þess á milli peysuermina til að þurrka burtu mestu skánina og skolaði munninn með bakteríudrepandi munnskoli.    Og svona hélt þetta áfram. Húnlandaði þætti á VH1 sem fékk nafnið The Price of Beauty, þar sem hún ferðaðist um heiminn með vin- um sínum og komst að því hvernig fegurð er skilgreind í hinum ýmsu heimshornum og hvað fólk er tilbúið að gera fyrir þennan hverfula eigin- leika. Hún tísti myndum af sjálfri sér með andlitsmaska, að nota eyrnakerti og sagði frá því að á Ind- landi hefði hún prófað að drekka kúahland, þar sem það, að sögn inn- fæddra, hjálpaði til við að afeitra lík- amann. Og hún ropar og prumpar. Gerði það raunar líka í raunveru- leikaþættinum forðum daga, þegar hún var ennþá bara krúttlega Jessica. En hvað er hún nú? Við- brögð Bandaríkjamanna hafa verið með ólíkindum. Þeir sem flytja fréttir af fræga fólkinu segja frá uppátækjum og játningum popp- prinsessunnar, en vita varla hvað þeir eiga að halda. Ekkert af þessu er sérstaklega sjokkerandi þannig séð, nema ókei, hún þarf alvarlega að endurskoða tannhirðuna, en það virðist bara ekki passa við gömlu ímyndina að hanga með Corgan og prumpa upphátt og drekka kúa- hland. Og svo til að kóróna allt kall- aði Mayer, fyrrverandi kærasti hennar, hana „kynferðislegt na- palm“ í nýlegu viðtali, og sagðist hafa verið háður kynlífi með henni.    Það er skemmst frá því aðsegja að hún Jessica hefur fangað athygli mína með uppá- tækjum sínum síðastliðin tvö ár eða svo. Mér finnst þetta skemmtilega kúl hjá henni. Því hún stuðar og það eru ekki síður þessi öfgakenndu við- brögð, sem fá útrás í athugasemda- kerfum og á bloggsíðum, sem eru áhugaverð. Nú varð eitthvert kerf- ishrun hjá annarri poppprinsessu, Britney Spears, en viðbrögðin hafa verið öðruvísi. Fólk kaupir það bara að Britney sé komin í ruglið, hún er súperstjarna og þetta er þeirra von og vísa, en Jessica var ein af þeim, fólkinu. Venjulega stelpan sem meikaði það. Það nýjasta sem ég heyrði af Jessicu Simpson var að hún hefði í einhverjum Newlyweds-þættinum sagt Nick sínum að hún væri „að fara með krakkana í sund,“ en þá var hún sumsé á leiðinni á salernið. Þegar ég las þetta varð mér hugsað til leikarans Terence Howards, sem lék meðal annars í Crash og Iron Man. Hann lét einhvern tímann hafa það eftir sér í viðtali að hann færi ekki út með konum nema hann væri viss um að þær gengju um með blautþurrkur í veskinu til að þrífa sig eftir salernisferðir. Það hvarflaði að mér að Jessica Simpson væri ágætt mótvægi og meðal við svona Hollywood-vitleysu. Skemmtilega opinská Jessica Simpson Sætust! Jessica og Nick voru voða sætt og krúttlegt par. Fegurðin kostar Simpson tístaði þessar mynd um daginn og uppskar mikla athygli fyrir. Mörgum þótti þetta alls ekki lekkert af skvísunni. Þyngd Simpson gafst upp á því að svelta sig og varð harðlega gagn- rýnd fyrir að þyngjast um nokkur kíló og að láta sjá sig í þessum að- sniðnu gallabuxum. Sumargleði hljómplötuútgáfunnar Kimi Records heldur af stað núna í júlí þar sem fjöldi tónlistarmanna á vegum útgáfunnar kemur fram. Síð- ustu tvö ár hafa hljómsveitir á veg- um Kimi ferðast um landið og haldið tónleika í fjölmörgum bæjum, stórum sem smáum. Í sumar verður þar engin breyting á og farið verður í fjórar tónleikaferðir um landið þvert og endilangt. Fyrsta ferðalagið hefst um helgina og er ferðinni heitið austur á Eistnaflug í Neskaupstað. Hitað verður upp í höfuðborginni með tón- leikum á Sódómu Reykjavík í kvöld kl. 21. Þar koma fram Reykjavík!, Retron, Me, The Slumbering Napo- leon og Haukur morðingi, en sér- stakur gestur í kvöld er harð- kjarnasveitin KLINK. Önnur ferðin hefst svo einnig á Sódómu Reykjavík hinn 14. júlí næstkomandi með tónleikum Sud- den Weather Change, Stafræns Há- kons, Kimono, Quadruplos og belg- ísku sveitarinnar Tape Tum sem Kimi gefur út. Þaðan verður farið á Höfn, Seyðisfjörð á listahátíðina LungA og Akureyri. Þriðja ferðin hefst hinn 21. júlí á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði þar sem Benni Hemm Hemm, Retro Stefson, Miri og Snorri Helgason koma fram. Þaðan er haldið á Akur- eyri, Hvammsvík í Hvalfirði og svo til Reykjavíkur. Lokaleggur ferðalagsins er svo um verslunarmannahelgina þar sem Sumargleðin tekur Vestfirði með trompi, en þar verða viðkomustað- irnir Bjarnarfjörður, Flateyri, Ísa- fjörður og Patreksfjörður. Búið er að staðfesta komu hljómsveitanna Reykjavík! og Nolo ásamt því að fleiri sveitir munu bætast við þegar nær dregur verslunarmannahelg- inni. Eins og segir heldur Sumargleðin austur núna á fimmtudaginn þar sem hljómsveitirnar koma fram á Eistnaflugi og hefur Kimi Records auglýst á Facebook að örfá sæti séu laus í hljómsveitarrútunni. Rútan fer frá BSÍ kl. 8.00 á morgun og er stefnt á heimferð sunnudaginn 11. júlí. Miðaverð fram og til baka er 8.000 kr. og tekið er við miðapönt- unum í gegnum netfangið kimi- records@kimirecords.net, en vert er að endurtaka að aðeins eru örfá sæti laus. matthiasarni@mbl.is Sumargleðin fer á fullt Ljósmynd/Julia Staples Rokk Það er aldrei rólegt á Sumar- gleði Kimi Records. Söngkonan Cheryl Cole hefur verið lögð inn á sjúkrahús vegna malaríu sem hún fékk á ferðalagi sínu í Tan- saníu. Söngkonan hefur á síðustu dögum kvartað undan ofþreytu, en upp komst um veikindin er hún féll í yfirlið síðastliðinn laugardag. „Cheryl hefur ekki verið með sjálfri sér í rúma viku. Hún hefur verið þreytt og lystarlaus. Það ligg- ur nú í augum uppi að þetta voru einkenni veikinnar. Henni sló harkalega niður á laugardaginn og hún svitnaði og skalf. Læknar hafa áhyggjur af hversu veikt ónæmis- kerfi hennar er orðið vegna vinnuá- lags. Þeir halda að hún verði þess vegna lengur að ná sér en ella,“ var haft eftir heimildarmanni. Talið er að Cole verði á sjúkrahúsi næstu daga, en að sögn lækna á hún enn langt í land með að ná bata. Reuters Veik Söngkonan verður nú að minnka við sig vinnu til að ná bata. Cole með malaríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.