Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 11
Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði. Karl Aspelund hefur kennt búningasögu og fatahönnun í 20 ár og hefur skrifað tvær kennslubækur um fræðin. Hann lærði leikbúningahönnun á sínum tíma og starfaði í rúman áratug við leikhús og kvikmyndir við hönnun leikmynda og búninga. Hann kenndi fatahönnun hér heima og hefur kennt úti í Bandaríkjunum við University of Rhode Island frá 1996. Nýlega tók hann við fullri stöðu kennara í hönnun og búningasögu við þann sama skóla. Einnig er hann í doktorsnámi við Boston University og þar mun hann í haust verja ritgerð sína um stöðu og eðli íslenska þjóðbúningsins. Nú í sumar var Karl gestafræðimaður hjá Textílsetrinu á Blönduósi og flutti m.a. fyrirlestur þar og eins á vegum fræðasetursins á Skaga- strönd. Búningasaga og fatahönnun KARL HEFUR STARFAÐ VIÐ FAGIÐ Í 20 ÁR Ljósmynd/Kolbrún Þórhallsdóttir Fjölbreytni Ótrúlega margar og ólíkar útfærslur eru til af þjóðbúningnum og hér má sjá fjölda glæsilegra kvenna á öllum aldri við Árbæjarsafn. segir Karl og bætir við að sjálfum finnist honum ekki einn búningur fegurri en annar. „Ég get ekki gert upp á milli búninganna fimm, hver þeirra hefur sitt ágæti, hlutverk, tilgang og upp- runa og allt er það áhugavert þótt með ólíkum hætti sé.“ Hann segir fatnað ævinlega vera persónulega upplifun, hvort sem viðkomandi horfir á hann, gengur í honum eða hugsar um hann. „Í þjóðbúningnum er kannski minning um manneskjuna sem gekk í honum, ömmu eða langömmu. Kannski ákveður stúlka að láta ferma sig í upphlut af því manneskja sem henni þótt vænt um var alltaf í upphlut á hátíðisdögum. Eða kona giftir sig í kyrtilbúningi af því að þegar hún var lítil fannst henni fjall- konan vera flottasta kona sem hún hafði séð. En með öllum þeim val- möguleikum sem konur hafa þegar kemur að hátíðarklæðum, þá hlýtur að vera veigamikil ástæða fyrir því að kona velji þjóðbúning. Þessi ástæða getur verið tilfinningaleg en hún getur líka verið eingöngu stíl- leg, hjá konu sem finnst viðkomandi búningur einfaldlega glæsilegur. Svarið við því af hverju þjóðbún- ingar eru á Íslandi í dag er því margslungið.“ Tekur tvö til þrjú ár að sauma Ævinlega eru einhverjar konur sem leggja út í það stórverkefni að sauma á sig þjóðbúning og það fer vaxandi, samhliða aukinni notkun hans. „Hundruð vinnustunda liggja í því að sauma búning, það getur tek- ið tvö til þrjú ár ef kona vinnur þetta sjálf. Konum sem hafa saumað á sig búninga líður vel í þeim enda er þetta klæðskerasniðinn fatnaður. Svo undarlega sem það kann að hljóma í fyrstu, þá er þetta tækni- lega sambærilegt við „haute cout- ure“, hátískufatnað: Sérsaumaður klæðnaður, oft úr fínustu efnum sem hægt er að fá og bróderaður dögum saman með silki og gylltum þræði. Konur sem leggja í þessa miklu vinnu, að sauma sjálfar á sig þjóð- búning, gera það þó af ólíkri þörf. Sumar gera það vegna þess að þær hefa lengi átt persónulegan draum um að eiga sinn eigin búning, aðrar vegna þess að þær fengu gef- ins silfur í búning eða búningshluta, aðrar hafa áhuga á handverkinu og vilja endurgera það sem er gamalt. Enn aðrar hafa svo áhuga út frá sagnfræðilegu hliðinni og vilja rann- saka. Svo mætti lengi telja og oft er þetta eitthvað í bland.“ Að kasta búningnum En þjóðbúningarnir hafa ekki alltaf átt almennum vinsældum að fagna. Þeir hafa átt sín döpru tíma- bil. „Af og til, nú síðast á áttunda áratugnum og vel fram á þann ní- unda, þótti mörgum allt sem þjóð- legt var gríðarlega hallærislegt. Þjóðbúningurinn og lopapeys- urnar og allt sem var úr íslenskri ull þótti til dæmis púkalegt og var jafn- vel pólitík í því. Á þessum tíma var auðvitað ákveðin uppsveifla í fata- tísku og með nýjum innflutnings- reglum og EFTA-samningum opn- uðust algjörlega nýir möguleikar í klæðnaði. En það er ekki eina ástæðan. Kynslóðir eiga það líka alltaf til að hafna kynslóðinni á und- an. Það er ekki tilviljun að á þess- um sama tíma er síðasta kynslóðin sem gekk í þessum búningum sem almennum fatnaði eða a.m.k. á hverjum sunnudegi að hverfa af sviðinu, þ.e.a.s. kynslóðin fædd upp úr aldamótunum 1900. Hverfandi al- menn notkun magnaði bakslagið. En á þriðja áratugnum þóttu búning- arnir líka frekar hallærislegir. Þá tóku margar ungar konur drama- tískt skref, þær klipptu síða hárið sitt og fóru í nýmóðins kjóla. Þær höfnuðu gamla tímanum með því að hætta að klæðast þjóðbúningunum. Þær vildu hreinlega ekki vera fyrri kynslóðin, sveitakynslóðin. Meira að segja um 1800, þegar íslenskt fyrirfólk var að búa til yfir- stétt að evrópskum stíl á Íslandi, var partur af því að kasta búningnum,“ segir Karl og bætir við að Guðrún amma sín hafi verið ein þeirra kvenna sem hættu að klæðast peysufötum þegar hún flutti úr sveitinni til Reykjavíkur upp úr tví- tugu. „Hún gerðist saumakona í borginni og saumaði móðinskjóla. Það er ekki ólíklegt að ég hafi áhuga minn á fatagerð og fatahönnun frá henni og afa mínum sem var klæð- skeri.“ Dýpra en kreppan ein En hvers vegna er allt sem er þjóðlegt, gamalt og íslenskt svo vin- sælt núna meðal landsmanna sem raun ber vitni? Geta það verið við- brögð við kreppunni? „Kreppan ýtir undir, en þetta er ekki eitthvert skyndifyrirbrigði. Ég held að þessi þjóðlega uppsveifla hafi byrjað rólega fyrir a.m.k. fimmtán árum. Þetta er dýpri breyting en einvörðungu viðbrögð við atburðum árið 2008. Þessi upp- lausn sem verður hér, hún byrjaði löngu fyrir árið 2007. Þjóðfélög skynja nefnilega oft sundrungu og los og byrja að bregðast sýnilega við áður en hægt er að finna orð.“ List Þjóðleg tréskurðarmynd Ingibjargar Ágústsdóttur. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Það er bæði hagkvæmt og skemmti- legt að rækta sínar eigin kryddjurtir. Á sumrin er hægt að klippa búnt af graslauk og steinselju úti í garði til að nota í matinn og myntu til að nota í mat eða kokteila. Aðrar jurtir eins og t.d. basilíku má rækta innan dyra. Fyrir þá sem ekki eru með garð má koma fyrir bakka með kryddjurtum á svölunum eða fyrir utan gluggann. Síðan fást líka sniðugir pokar sem eru nokkurs konar kryddjurtagarður í poka. Bandaríska fyrirtækið Olive Barn selur til að mynda margs konar slíka poka á vefsíðu sinni. Þar má finna jafnt kryddjurta- sem plöntu- poka en það eina sem þarf að gera er að vökva innihald pokans mátulega en ofan í honum eru bæði mold og fræ. Sérstaklega þægilegt fyrir þá sem vilja einfalda garðrækt! Þægileg kryddrækt Morgunblaðið/ÞÖK Hagkvæmt Kryddrækt er ekki flókin. Krydd úr garð- inum heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.