Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Hvolsvöllur | Um þessar mundir stendur yfir úti-ljósmyndasýning í miðbæ Hvolsvallar. Það eru fjórtán áhugaljósmyndarar úr Rangárþingi eystra sem sýna 27 myndir á þessari sýningu sem til stendur að verði fram á haust. Innblástur sóttur í sveitarfélaginu Myndirnar eru allar teknar í sveitarfélaginu og er efnisval nokk- uð fjölbreytt en gosið í Eyjafjalla- jökli er ljósmyndurum eðlilega hug- leikið. Sýningunni hefur verið komið upp bak við Landsbankann á Hvolsvelli en þar eru borð og bekkir og er góð hugmynd fyrir ferðalanga að staldra við og borða nestið sitt og upplifa um leið rangæska náttúru og mannlíf á ljósmyndum. Menningarráð Suður- lands og Rangárþing eystra styrkja þessa sýningu en hópurinn sem stendur að henni er með síðu á Flickr sem kallast 860+. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hópurinn Áhugaljósmyndahópurinn 860+ sem sýnir ljósmyndir sínar undir berum himni um þessar mundir. Áhugaljósmyndarar sýna úti á Hvolsvelli FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 MOGGAKLÚBBURINN HEPPINN ÁSKRIFANDI FÆR HELGARFERÐ FYRIR TVO TIL BORGAR SEM ALLA DREYMIR AÐ SJÁ Ferðavinningur í ágúst er helgarferð fyrir tvo með Heimsferðum til einhverrar af eftirtöldum borgum: Barcelona, Madrid, Prag, Búdapest, Ljubljana, Rómar eða Montreal.Vinningshafi velur borgina, sem hann langar til að heimsækja, og innifalin í vinningi eru tvö flugsæti og gisting í tvíbýli með morgunverði á fjögurra stjörnu hóteli í þrjár eða fjórar nætur (eftir því hvaða borg verður fyrir valinu). Hvert dreymir þig um að fara? Til Barcelona, Madrid, Prag, Búdapest, Ljubljana, Rómar eða Montreal? Við drögum um borgarvinninginn eftir verslunarmannahelgi og þá getur þú svo sannarlega dottið í lukkupott Moggaklúbbsins. Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Í hverjum mánuði er dregið út nafn heppins áskrifanda sem hlýtur veglegan ferðavinning.Vinningur felur í sér þær ferðir sem skilgreindar eru í þessari auglýsingu en gildir ekki sem úttekt á öðrum ferðum á vegum Heimsferða. ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 50 57 6 06 /1 0 01.09.2010 Fjórir ökumenn voru teknir á höfuð- borgarsvæðinu um helgina fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og níu voru teknir fyrir ölvunarakstur. Ökumaður sem reyndist vera und- ir áhrifum fíkniefna gerði tilraun til að komast undan lögreglu og var veitt eftirför í Grafarholti. Þegar lögregla náði að elta ökuþórinn uppi gerðu hann og tveir farþegar tilraun til að komast undan á hlaupum. Mennirnir náðust og reyndust hafa bæði fíkniefni og töluvert af pen- ingum á sér sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Þrír próflausir undir áhrifum Þrír þeirra sem teknir voru undir áhrifum áfengis voru próflausir, þar af var einn aðeins 15 ára og á því tvö ár í að öðlast ökuréttindi. Sá var stöðvaður á vespu rétt við Hlemm aðfaranótt laugardags. Hann var ekki einn á ferð því jafnaldri hans sat aftan á vespunni. 15 ára fullur á vespu með vin aftan á Fjórir ökumenn und- ir áhrifum fíkniefna Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra, sem er nú í opinberri heimsókn í Króatíu, segir að ekkert efnahagshrun hefði orðið á landinu fyrir tveimur árum ef Ísland hefði verið hluti af Evrópusambandinu og evrusvæðinu þá. „Það er ljóst að fjárhagslegar af- leiðingar kreppunnar hefðu orðið mun […] mildari fyrir Ísland,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Össuri, sem ræddi við blaðamenn í Zagreb í gær þar sem Össur sat fund með Gordan Jandrokovic, utanríkisráðherra Kró- atíu. „Ef Ísland ætlar að standa jafn- fætis nágrannalöndum sínum í Norður-Evrópu […] þá verður það að ganga í ESB,“ sagði hann. Össur átti einnig fund með forseta landsins, dr. Ivo Josipovic, svo og öðrum ráðherrum í gær. Össur verður viðstaddur undir- ritun samstarfssamnings milli verk- fræðistofunnar Eflu og Energy Institute Hrovje Pozar um jarð- hitaverkefni í Króatíu. Össur heldur til Ungverjalands í dag. ESB hefði mildað kreppu Heilsast Össur Skarphéðinsson og Gordan Jandrokovic á fundi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.