Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 15
stjóri Sinfóníunnar, segir að áætla megi að leigukostnaður muni hækka um u.þ.b. 50 milljónir króna árlega eftir að hljómsveitin flytur í Hörpu. Hann bendir þó á að aukni kostn- aðurinn sé ekki bara vegna stór- bættrar aðstöðu, heldur einnig vegna þess að ýmiss konar rekstrarútgjöld séu innifalin í leigunni, m.a. vegna miðasölu, tækni- og sviðsvinnu og leigu ýmiss konar tæknibúnaðar. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að það hafi lengi legið fyrir að hið opin- bera myndi þurfa að auka framlög sín til Sinfóníunnar til að mæta hækk- andi kostnaði við leiguna. Á síðasta ári námu framlög ríkisins og Reykja- víkurborgar 675 milljónum króna, samkvæmt upplýs- ingum frá fram- kvæmdastjóra. „Við höfum gert ráð fyrir því í okkar fjár- hagsáætlun að við komum til móts við leiguna, enda hefur það legið lengi fyrir [að hún muni hækka]. Þannig að við eigum von á því að það muni ganga upp,“ segir Katrín. Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Á næsta starfsári mun Sinfóní- an ekki hafa sérstakan aðal- stjórnanda. Rumon Gamba hef- ur gegnt stöðunni síðastliðin sjö ár, en hann lét af störfum í síðasta mánuði. Að sögn Sig- urðar Nordal hefur arftaki Gamba ekki enn verið ráðinn. „Við höfum verið að líta í kringum okkur og prófa. Það er ekki komið á það stig að til- kynna eitthvað enn sem komið er, en listinn hefur þrengst,“ segir Sigurður. Næsta vetur mun hinn virti rússneski stjórnandi Gennady Rozhdest- vensky vera aðalgesta- stjórnandi hljómsveitar- innar. Rozhdestvensky, sem er á áttræðisaldri, stjórnaði SÍ síðasta vet- ur og var yfir sig hrif- inn af frammistöðu hennar. Aðalstjórnandi ráðinn 2011 RUMON GAMBA HÆTTUR Gennady Rozhdest- vensky FRÉTTASKÝRING Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Senn líður að lokum samstarfs Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Há- skólabíós. Hljómsveitin hefur átt að- setur í kvikmyndahúsinu um áratugaskeið en næsti vetur verður sá síðasti sem „Melabandið“ mun verja í Vesturbænum. Næsta vor mun Sinfónían hreiðra um sig í nýrisinni Hörpu við Reykja- víkurhöfn. Hljóðfæraleikarar og unn- endur hljómsveitarinnar bíða í eftir- væntingu eftir að fyrstu tónarnir ómi í nýja salnum, sem fróðir menn telja að hafi burði til þess að verða sá allra besti sem völ er á. Framlög ríkisins hækka Aðsetursskipti Sinfóníunnar verða ekki aðeins dans á rósum. Ljóst er að Harpa er talsvert dýrara húsnæði og um leið tæplega helmingi stærra. Vandinn sem steðjar að rekstri sveitarinnar er því tvíþættur. Annars vegar þarf að fjármagna leiguna og hins vegar þarf að selja fleiri miða. Aðalsalurinn mun taka 1800 manns í sæti. Sigurður Nordal, framkvæmda- „Mér finnst í sjálfu sér jákvætt að hljómsveitin skuli vera að fá heimili til lengri tíma þó að það kalli á hærri leigu,“ bætir ráðherrann við. Bjartsýnn á auknar tekjur SÍ „Harpa skapar ný tækifæri fyrir hljómsveitina, hvað varðar aðstöðu gesta og stærð salar. Við væntum þess að hljómsveitin geti aukið sér- tekjur sínar að einhverju marki í nýju tónlistarhúsi,“ segir Sigurður. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort miðaverð muni hækka. „Salurinn er annars eðlis en Háskólabíó. Uppsetning salarins er með öðrum hætti og væntanlega verður meiri dreifing í miðaverði heldur en er í Háskólabíói.“ Rekstur Sinfóníunnar hefur gengið vel upp á síðkastið. Tónleikagestum fjölgaði um þrjátíu prósent á síðasta starfsári og kom niðurskurður hins opinbera ekki að sök. Sigurður segir umsjónarmanna sveitarinnar bíða ærið verkefni. „Það er undir okkur komið, sem rekum hljómsveitina, að laða áheyr- endur inn í salinn. Það eina sem er í okkar huga er að standa undir þeim kröfum sem þetta leggur á hljóm- sveitina – að sem flestir komi í salinn og heyri tónlist sem höfðar til þeirra.“ Framlög munu hækka  Sinfóníuhljómsveitin leikur í síðasta sinn í Háskólabíói í vetur  Hið opinbera mun koma til móts við hærra leiguverð  Nýr aðalstjórnandi tekur við á næsta ári Morgunblaðið/Ómar Tilvonandi heimili Framkvæmdir standa nú yfir í aðalsal Hörpu. Sviðið er fyrir miðju en svalir og önnur sætapláss hafa ekki enn verið endanlega mörkuð. 675 milljónir króna voru framlag ríkisins og Reykjavíkurborgar til Sinfóníunnar á síðasta ári. Fimmtíu milljóna króna hækkun verður á húsnæðisleiguverði Sinfóníunnar þegar hún flytur í Hörpu. ‹ RÍKI OG BORG › » Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umferðin á þjóðvegum landsins í júní dróst mikið saman miðað við sama mánuð fyrir ári, samkvæmt nýjum tölum frá Vegagerðinni. Talið er á 16 völdum stöðum á þjóðveg- inum og er samdrátturinn 8,7%. Á þessum sömu talningastöðum er samdrátturinn 4,6% fyrstu sex mán- uði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Umferðin minnkar á öllum taln- ingarstöðunum 16 sem hefur ekki áður gerst á þessum árstíma. Útlit er því fyrir að umferðin í ár verði töluvert minni en í fyrra og svipuð eða jafnvel minni en hún var árið 2006. Er þetta mesti samdráttur í um- ferð milli ára fyrir sex fyrstu mánuði ársins frá því að Vegagerðin hóf að taka saman umferðartölur á þessum stöðum. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem samdráttur er á öllum lands- svæðum bæði frá áramótum og svo milli júnímánaða. Samdrátturinn á Suðurlandi er það mikill að það jaðrar við að kall- ast hrun þar sem um er að ræða 21,3% minni umferð, segir Vega- gerðin. „Ekki er hægt að sjá í fljótu bragði hvað veldur þessum mikla samdrætti á Suðurlandi því ekki er að sjá að leiðrétting vegna mikillar aukningar árin á undan sé skýring. Hvort þetta kunni að tengjast eld- gosinu á einhvern hátt er ekki gott að segja til um en það gæti verið einn af áhrifaþáttum,“ segir Vega- gerðin. Samdráttur milli júnímánaða er mun minni í öðrum landshlutum. Næstmestur er hann á Austurlandi, 8,7%, 5,6% á höfuðborgarsvæðinu en minnstur er hann á Norðurlandi, 1,6%. Vegagerðin segir að júnímánuður gefi góða vísbendingu um hvernig sumarið muni koma út og sé tekið mark á því nú stefni í að sumarið verði það næstlakasta frá árinu 2005. „Það er því nokkuð ljóst að miklar líkur eru á að minni umferð verði á landinu árið 2010 en árið 2009. Það er eiginlega bara spurning hvort umferðin verði meiri eða minni en árið 2006,“ segir í frétt Vegagerðar- innar. Miklu færri bílar á þjóðvegunum en í fyrra  Samdrátturinn á Suðurlandi er það mikill að það jaðrar við að kallast hrun, segir Vegagerðin Umferð Færri bílar eru á vegunum. Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur þyk- ir það miður að Oddný Sturludóttir hefji störf sín sem formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar með stolnum fjöðrum og minnist ekki orði á að tekin hafi verið ákvörðun um mál Rauðhóls fyrir kosningar. Í Morgunblaðinu í gær birtist um- fjöllun um leik- skólann Rauðhól sem fær að lík- indum að nýta skólastofur Norð- lingaskóla fyrir fimm ára börn. Þorbjörg bendir á að þann 6. maí hafi borgarráð samþykkt tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þess efnis að leik- skólasviði væri falið að tryggja öll- um börnum sem verða tveggja ára á þessu ári leikskólapláss í haust. Leikskólasviði var þá falið í sam- ráði við fjármálaskrifstofu að und- irbúa tillögu um nauðsynlega auka- fjárveitingu vegna meiri fjölda leikskólabarna en forsendur fjár- hagsáætlunar gerðu ráð fyrir. Í kjölfarið var gert ráð fyrir tveim viðbótardeildum við leikskól- ann Rauðhól ásamt fleiri sambæri- legum breytingum á öðrum leik- skólum til að koma um eitt hundrað börnum fyrir. jonasmargeir@mbl.is Ákvörðun tekin fyrir kosningar Mál Rauðhóls samþykkt 6. maí Þykir miður að Oddný hefji störf með stolnum fjöðrum. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti flóttamönnum frá Kól- umbíu og eru vonir bundnar við að fólkið verði komið hingað til lands síðsumars eða snemma í haust. Miðað er við að taka á móti fimm einstaklingum að þessu sinni. Málið er á forræði utanríkis- ráðherra og félagsmálaráðherra og hyggst utanríkisráðuneytið veita 20 milljónir króna í þetta verkefni. „Við viljum helst að þetta verði síðsumars eða snemma hausts, með- al annars vegna skólamála barna,“ segir Mörður Árnason, formaður flóttamannanefndar. Mörður bendir á að Ísland hafi tekið á móti erlendum flóttamönnum í hálfa öld. Síðast var tekið á móti 29 palest- ínskum flóttakonum frá Al-Waleed- flóttamannabúðunum í Írak árið 2008. Ekki var tekið á móti neinum á síðasta ári vegna efnahags- ástandsins. jonpetur@mbl.is Kólumbískt flóttafólk væntanlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.