Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir framan Stjórnarráðið á meðan ráðherrar ríkisstjórnarinnar fund- uðu þar innandyra í gærmorgun. Mótmælendur kröfðust aðgerða í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánamálinu svokallaða. Létu mótmælendur í ljós óánægju sína með tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til fjármálafyrirtækja um vaxtakjör sem koma eigi í stað gengistrygg- ingar og erlends vaxtaviðmiðs geng- istryggðra lána. Framan af var hópurinn heldur fá- mennur eða um 30 manns. En þegar nær dró hádegi færðu mótmælendur sig að Seðlabanka Íslands. Í kjölfarið fjölgaði í hópnum sem þá óx ásmeg- in. Hrópuðu mótmælendur vígorð gegn Seðlabankanum, ríkisstjórn- inni og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Boðað hafði verið til mótmælanna í gegnum samskiptasíðuna Face- book. Nokkrir kunnuglegir mótmæl- endur létu sjá sig. Má þar nefna Birgittu Jónsdóttur, þingmann Hreyfingarinnar, og Sturlu Jónsson, vörubifreiðarstjóra. Nokkrir mótmælendur kveiktu í skoteldum en að mestu leyti fóru mótmælin friðsamlega fram. Lög- regla hafði varann á og var með tölu- verðan viðbúnað við Seðlabankann. Pössuðu lögregluþjónarnir að allt færi skikkanlega fram. Fjöldi erlendra ferðamanna var í miðbænum meðan á mótmælunum stóð. Fylgdust margir þeirra með af athygli og mynduðu allt í bak og fyrir. hjaltigeir@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skilaboð Mótmælin hófust við Stjórnarráðshúsið. Þá var mótmælt við Seðlabankann og skrifstofu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Léttara var yfir mótmælunum en í fyrradag og kom ekki til pústra milli mótmælenda og lögreglu. Taktfastir mótmæl- endur börðu bumbur Mótmæli vegna tilmæla Seðla- bankans og FME Morgunblaðið/Ómar Ósátt Mótmælendur létu óánægju sína í ljós með tilheyrandi pottaglamri. ferð til að auðvelda för andafjölskyldunnar á áfangastaðinn. Ungarnir gengu í humátt á eftir mömmu sinni alla leið frá Bæjarins bestu í Tryggvagötu, um Pósthússtræti, framhjá Dómkirkjunni, um Templarasund og Vonarstræti og loks að Það voru sannkallaðar hvunndagshetjur unga parið sem ljós- myndari Morgunblaðsins fylgdist með aðstoða andamömmu og ungana hennar fimm við að komast í Tjörnina í Reykjavík í gærdag. Á meðan hann hvatti hópinn áfram stöðvaði hún um- Tjörninni. Sundspretturinn var kærkominn eftir langa för. Af myndum að dæma virðast andamamman og ungarnir ekki hafa miklar áhyggjur þótt mannfólkið þurfi að hægja örlítið á til þess að fjölskyldan komist leiðar sinnar. Morgunblaðið/Ómar Ungamamma lét stöðva umferð til að koma ungviðinu á flot Menningarleg samvinna Íslands og Kína, með áherslu á bókmenntir, ekki síst ljóðlist, verður aukin með tilkomu hins kínversk-íslenska menningarsjóðs. Sjóðnum er ætlað að starfa í tíu ár og hefur verið tryggt fjármagn til starfseminnar að upp- hæð ein milljón bandaríkjadala, eða tæpar 130 milljónir íslenskra króna, að því er segir í tilkynningu frá sjóðn- um. Í dag klukkan 8 verður blaða- mannafundur í Peking í Kína þar sem sjóðurinn verður kynntur. Hvatamaður og bakhjarl sjóðsins er kínverski kaupsýslumaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo og fyrirtæki hans, Zhongkun Group. Nubo var samtíða Hjörleifi Sveinbjörnssyni kínverskuþýðanda við nám í Pek- ingháskóla og herbergisfélagi hans þar á áttunda áratugnum. Fyrsta verkefni sjóðsins verður ljóðaþing í Norræna húsinu í byrjun október. Til ljóðaþingsins er boðið fjórum íslenskum skáldum auk fimm frá hinum norrænu ríkjunum. Þingið sækja sex kínversk ljóðskáld og tvö japönsk. Í tengslum við ljóðaþingið kemur út rit með völdum ljóðum þátttakenda og þýðingum á þeim. Stjórn sjóðsins skipa Huang Nubo, forstjóri Zhongkun Group, sem er formaður sjóðsins, Kristín A. Árna- dóttir, sendiherra Íslands í Kína, og Xie Mian prófessor, forstöðumaður Ljóðaseturs Pekingháskóla. Sjóðnum hefur verið sett verkefnisstjórn á Íslandi. Stjórnar- menn eru Hjörleifur Sveinbjörnsson, formaður, Max Dager, forstjóri Nor- ræna hússins í Reykjavík, dr. Geir Sigurðsson, forstöðumaður Konfúsí- usarstofnunar á Íslandi, Auður Edda Jökulsdóttir, menningarfulltrúi ut- anríkisráðuneytisins, og Þorgerður Agla Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Bókmenntasjóðs. Styrkir menn- ingarsamvinnu Íslands og Kína  Leggur 130 milljónir í menningarsjóð Fjarskiptasjóður aflaði sér umsagnar fjármálaráðuneytisins áður en samn- ingur um háhraðanet í dreifbýli var boðinn út í febrúar árið 2008. Sér- fræðingar ráðuneytisins töldu í um- sögn sinni að útboðið stangaðist ekki á við ríkisstyrkjareglur ESB. Vodafone hefur stefnt sjóðnum vegna samningsins sem var gerður við Símann eftir útboðið, en Fjar- skiptasjóður segir að verulega hafi skort á að fjarskiptafyrirtækin myndu standa við áformaða uppbygg- ingu háhraðaneta sinna, eftir útboðið. Þau hefðu ekki haft áform um upp- byggingu á þeim svæðum sem útboð- ið átti að taka til. Í kjölfarið hafi farið fram viðræður við Símann, sem var lægstbjóðandi í útboðinu. Vodafone gagnrýnir Fjarskipta- sjóð fyrir að hafa ekki tryggt reiki- aðgang að sendum Símans á viðkom- andi svæðum, en sjóðurinn segir að viðræður um slíkan aðgang hafi verið í gangi á milli Vodafone og Símans á sínum tíma og hann því ekki skipt sér frekar af því. Telja útboðið í samræmi við reglur Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.