Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, heldur tvenna tónleika um helgina. Þeir fyrri verða haldnir í Siglufjarðarkirkju á sunnudaginn, 11. júlí, kl. 14.00 og þeir seinni í Neskirkju degi síðar kl. 20.00. Á tónleikunum flytur hljóm- sveitin þrjú íslensk verk en tvö þeirra voru samin sérstaklega fyr- ir hljómsveitina. Hafliði Hall- grímsson hefur nýlokið við kons- ert sem nefnist Svíta op. 44 fyrir trompet, tvö klarinett og strengi en einleikari í því verki er Jóhann Már Nardeau trompetleikari. Tryggvi M. Baldvinsson samdi Sprett fyrir Ungfóníu árið 2006 og þriðja íslenska verkið er Minni Ís- lands eftir Jón Leifs. Háskólakór- inn tekur þátt í flutningi verks Jóns Leifs, verks sem byggist á íslenskum þjóðlögum. Þá mun hljómsveitin einnig leika fyrstu sinfóníu Beethovens en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er skipuð nemendum úr tónlistar- skólum á höfuðborgarsvæðinu og við erlenda tónlistarháskóla. Morgunblaðið/Golli Tónskáld Hafliði Hallgrímsson. Nýtt verk eftir Haf- liða flutt Ungfónía heldur tvenna tónleika Marilyn Monroe er án efa ein þeirra kvenna heimssögunnar sem oftast hafa verið ljósmynd- aðar og áður óþekktar myndir af henni skjóta reglulega upp kollinum. Má þar nefna að í ár voru fjórar myndir seldar af Monroe sem ljósmynd- arinn Len Steckler tók af henni árið 1961 og höfðu ekki sést áður og í fyrra birti LIFE-tímaritið áður óséðar myndir af leikkonunni. Nú hefur bókaútgáfan Farrar, Straus og Giroux tilkynnt fyrirhugaða út- gáfu bókar í haust sem ber titilinn Fragments, eða Brot, en í henni verður að finna ljósmyndir af Monroe sem fáir munu hafa séð. Öllu merkilegra þykir þó að í bók- inni verður einnig að finna texta eftir Monroe, prósa sem útgáfan segir að muni varpa nýju ljósi á hina kynþokkafullu stjörnu. Bók með prósa Monroe Marilyn Monroe Sýning Andreu Maack, Eau de parfum, verður opnuð á morg- un kl. 17 í Spark Design Space á Klapparstíg 33. Á sýningunni verða frumsýnd ilmvötn sem Andrea hefur unnið í samstarfi við franska ilmvatnsgerðarfyrirtækið apf arómes & parfums. Þrjú ilm- vötn verða á sýningunni og bera þau heitin Smart, Craft og Sharp. Andrea hefur í sam- vinnu við innanhússarkitektinn Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur og fatahönnuðinn Katrínu Maríu Káradóttur hannað umgjörð og útlit vörunnar. Ilmvötnin verða til sölu meðan á sýningu stendur og einnig fylgihlutir framleiddir fyrir sýninguna. Myndlist Ilmvötnin Smart, Craft og Sharp Andrea Maack myndlistarmaður. Annað kvöld kl. 20.00 bjóða Borgarbókasafn, Ljós- myndasafn, Listasafn og Minjasafn Reykjavíkur til kvöldgöngu undir yfirskriftinni Reykjavík safarí, þar sem menningarlíf miðborgarinnar verður kynnt áhugasömum á fimm tungumálum: ensku, spænsku, lithásku, taílensku og pólsku. Þátttakendur geta valið það tungumál sem hentar þeim og verður þeim skipt í hópa eftir tungumálum. Í lok göngunnar hittast hóparnir í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi en þar verður boðið upp á hressingu og danskennarinn Etna Lupita Mas- tache mun stíga dans. Þátttaka er ókeypis. Menningarganga Menning kynnt á fimm tungumálum Etna Lupita Mastache Þann 9. júlí kl. 18.00 opnar i8 Gallery fyrstu einkasýningu myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur hjá galleríinu. Um sýninguna segir m.a. í tilkynn- ingu: „Rétt eins og lína er teikning eftir punkt, flötur teikning eftir línu og rými teikning eftir flöt, er fyrir- brigði í rými teikning eftir tím- ann. Tíminn virðist hreyfast því við getum illa upplifað það sem var, er og verður sem eina heild.“ Elín býr og starfar í Berlín. Verk hennar hafa verið sýnd víða og hefur hún vakið athygli fyrir innsetningar á sýningum hér á landi sem erlendis. Sýningin er hluti af verkefninu Villa Reykjavík. Myndlist Fyrsta einkasýning Elínar í i8 Elín Hansdóttir myndlistarmaður. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Smekkleysa gaf út í vikunni geisla- diskinn Hymnodia sacra en á honum má finna lög úr samnefndu íslensku handriti frá árinu 1742 sem er stærsta nótnahandrit frá 18. öld sem varðveist hefur hér á landi, ritað af sr. Guðmundi Högnasyni, presti í Vestmannaeyjum. Kammerkórinn Carmina og kammerhópurinn Nor- dic Affect flytja lögin en þau eru út- sett af Árna Heimi Ingólfssyni, tón- listarfræðingi og stjórnanda Carm- inu. Árni Heimir hefur stundað rannsóknir til margra ára á íslensk- um nótnahandritum og hafa tvær plötur þegar verið gefnar út með tón- list fluttri eftir slíkum handritum, Tvísöngur árið 2004 og Melódía árið 2007. Nú hefur sú þriðja bæst við. Í handritinu Hymnodia sacra er að finna 101 lag en um fimmtungur þeirra rataði á plötuna. Árni vann upp úr handritinu um 30 lög og setti í upprunalegar útsetningar. Lög þessi hafa Carmina og Nordic Affect flutt á tónleikum og nú er meirihluti þeirra kominn á plötu. Tíu ára vinna að baki Hymnodia sacra er latína og þýðir heilagur sálmasöngur en lögin eru með íslenskum texta. Árni segir lagavalið á plötunni hafa farið eftir því hvaða lög kórnum hafi þótt henta best til söngs. Að vísu hafi íslensk tónskáld útsett nokkur lög úr hand- ritinu og þau orðið fleyg í kóraheim- inum en hann hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að sleppa þeim á plöt- unni. „Þau eiga bara sitt líf og þurfa enga kynningu frá okkur. Ég ákvað frekar að taka þessi sem væru minna þekkt og fólk hefði ekki heyrt áður til að gefa þeim meira tækifæri,“ segir Árni. Í raun liggi um tíu ára vinna að baki disknum, hann hafi unnið lengi að því að koma þeim lögum á disk sem fundist hafi í íslenskum hand- ritum, lögum sem legið hafi í þagn- argildi í mörg hundruð ár. Sú vinna hafi verið afar skemmtileg og nú hafi þrír diskar verið gefnir út með lögum úr handritum, allt frá elsta tvísöngs- handritinu frá árinu 1473 til þess yngsta, frá 1742. Skömmu eftir það hættu Íslendingar að skrifa nótna- handrit. „Mér líður ákaflega vel með að nú sé þessu verkefni lokið, mér finnst við geta litið með stolti yfir þetta, öll þessi lög sem fólk er aðeins farið að taka eftir núna og eru m.a.s. farin að rata á efnisskrá hjá öðrum söngv- urum sem er bara frábært – að við skulum hafa átt þátt í því að gefa þeim líf aftur,“ segir Árni. „Ég er óskaplega ánægður með þennan disk og finnst hann eiginlega það besta sem við höfum gert,“ segir hann um plötuna nýju. Spurningar sem ekki er alltaf hægt að svara Árni segist með rannsóknum sín- um á íslenskum nótnahandritum hafa reynt að varpa ljósi á úr hvaða jarðvegi þessi handritakúltúr spretti, af hverju fólk hafi verið að skrifa nótnahandrit á Íslandi, hverjir hafi sungið þessi lög og hvernig. „Það vakna svo margar spurningar og þó maður geti ekki alltaf fundið svör við öllum þýðir það samt ekki að maður eigi ekki að spyrja spurninganna,“ segir Árni. Hann segir að útsetn- ingar Carminu og Nordic Affect séu ekki alltaf 100% sagnfræðilegar, hópurinn gefi ímyndunaraflinu líka lausan taum- inn. –En það er engin leið að vita hversu út- breidd þessi lög úr Hym- nodia sacra voru, hversu margir kunnu þau? „Nei, nei, nema auðvitað að maður getur séð það svolítið á því hvað lögin eru í mörgum handritum. Sum þeirra eru kannski bara í Hymnodia sacra en svo eru önnur sem eru kannski í 10-15 handritum í viðbót sem skrifuð eru á ólíkum stöðum á landinu. En samt veit maður auðvit- að aldrei nákvæmlega hver út- breiðslan var.“ Tónlistarlíf á Íslandi í lægð undir lok 18. aldar –Með þessum diski er ákveðnum þríleik lokið hjá þér, eða hvað? „Já, þarna er endapunkturinn rek- inn. Við tókum Tvísönginn og síðan kom 17. öldin með Melódíu og 18. öldin með þessu. Eftir þetta tímabil fer tónlistarlíf á Íslandi í mikla lægð og handritakúltúrinn deyr út, tónlist- arkennsla sem verið hafði einhver við latínuskólana leggst af og þeir flytj- ast til Reykjavíkur eftir móðuharð- indin. Þessi ákveðna tónlistarmenn- ing deyr út þannig að með þessari útgáfu segjum við málinu lokið.“ Carmina heldur útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Carm- ina heldur svo til Þýskalands og flyt- ur lög af Melódíu og Hymnodiu sacra á bókmennta- og tónlistarhátíðinni Wege durch das Land, á sérstökum Íslandsdegi 10. júlí. Carmina mun á hátíðinni halda tónleika í Dalheim- klaustrinu í Ostwestfalen-Lippe en þar mun íslenskur ábóti hafa dvalið á 12. öld. Hljómsveitin Amina mun einnig halda tónleika þar. „Með þessari útgáfu segjum við málinu lokið“  Tónlist unnin eftir nótnahandritinu Hymnodia sacra gefin út á plötu  Kammerkórinn Carmina og kammerhópurinn Nordic Affect flytja lögin Kammerkórinn Kórfélagar í Carminu í sínu fínasta pússi. Stofnaður 2004 » Geisladiskurinn Melódía með Carmina hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2007. » Kammerkórinn Carmina var stofnaður 2004 með það að markmiði að flytja kórtónlist endurreisnarinnar á Íslandi. » Gramophone, stærsta og virtasta tímaritið á sviði klass- ískrar tónlistar í Evrópu, valdi Melódíu sem eina af plötum síðasta árs en á því ári var henni dreift erlendis. Ólafi tekst líka að láta manni finnast sem maður sé á rólegum stað eftir mikil átök 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.