Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 10
Þetta var mjög góður sigur ogánægjuleg stund fyrir mig.Ég er nú búinn að lýsa mörgum Evrópuleikjum um ævina, þar á meðal hjá KR, bæði innan lands og utan. En þetta var bara gaman,“ segir Bjarni Felixson sem lýsti um daginn sigurleik KR-inga á heimavelli í forkeppni Evrópu- deildar UEFA í knattspyrnu karla gegn írska liðinu Glentoran. Það vill svo til að Bjarni lék ein- mitt sjálfur með KR í fyrsta Evr- ópuleik Íslendinga árið 1964, gegn Liverpool. Bjarni var fjarska ánægður með sigur sinna manna á írska liðinu síðastliðinn fimmtudag. „Ég var vongóður um sigur í upp- hafi leiks, þótt ég hafi ekki vitað mikið um þetta írska lið og það er ágætt að hafa varann á öllu í Evr- ópukeppni. En strákarnir stóðu sig mjög vel og ég skemmti mér vel eins og flestir vallargestir. Þetta var sá sigur sem við von- uðumst eftir og mun væntanlega duga til að KR fari í aðra umferð,“ segir Bjarni og bætir við að á morg- un, fimmtudag, verði svo seinni leikurinn þar sem liðin mætast aft- ur en þá á heimavelli Íranna. Gott KR-útvarp Bjarni var að koma úr Vestur- bæjarlauginni þegar blaðamaður náði tali af honum, en þar er hann fastagestur, syndir á hverjum morgni. Hann segist fjarska ánægður með KR-útvarpið, sem var stofnað árið 1999, og lýsingin á Evrópu- leiknum var sú tvöhundruðáttug- astaogþriðja í röðinni. „Ég lýsi þeim leikjum sem þeir biðja mig um og hef gaman af. Það er vel gert hjá KR að halda úti alvöruútvarpi með fótboltalýs- ingum og viðtölum. Þetta er eina útvarpsstöðin hér á höfuðborg- arsvæðinu sem hefur metnað til að sinna fótbolta að einhverju ráði. Þetta er fagmannlega gert hjá þeim, enda valinn maður í hverju rúmi.“ Veitingastaður í miðborginni ber nafnið Bjarni Fel. en þar eru stórir skjáir þar sem hægt er að fylgjast með íþróttaviðburðum. Bjarni seg- ist hafa veitt góðfúslegt leyfi sitt fyrir nafngiftinni. „Meira að segja þótt eigendurnir séu ekki KR-ingar! Mér þótti þetta fáránleg hugmynd í upphafi en dóttir mín benti mér á að fyrst Kvosin hefði veitingastað nefndan eftir Einari Ben. þá væri ekkert að því að þar væri líka Bjarni Fel. Ég lít oft inn hjá þeim, enda eru þeir góðir heim að sækja.“ Lýsir Evrópuleik í KR-útvarpi en hann lék sjálfur með KR í fyrsta Evrópuleik Íslendinga 1964 Spenntur Bjarni til í slaginn, rétt áður en leikurinn gegn Írum hófst. Ánægjuleg stund fyrir mig Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er aftur vaxandi að þjóð-búningurinn skipti fólkmjög miklu máli. Það er vaxandi að konur gifti sig í þjóðbúningum, að stúlkur fermist í þeim og konur út- skrifist í þeim,“ segir Karl Aspelund en hann vinnur nú að doktorsverk- efni í mannfræði þar sem hann skoð- ar eðli og stöðu þjóðbúninga ís- lenskra kvenna. „Ég er að reyna að skilja hvaða fyrirbæri þjóðbúningar íslenskra kvenna er. Ég er ekki að skoða hvernig þeir eru gerðir, enda marg- ar góðar rannsóknir til og í gangi á því sviði nú þegar, heldur hvers vegna þeir eru yfirleitt til og hvaða tilgangi þeir þjóna. Hlutir viðhaldast ekki í þjóð- félagi nema þeir þjóni einhverri þörf. Ég er að reyna að botna í hver þessi þörf er, hvaða þýðingu búning- arnir hafa og hvers vegna þeir eru mikilvægir í huga fólks. Ólíkar þarfir hafa birst í þess- um búningum á ólíkan hátt í ís- lensku samfélagi síðustu 200 árin. Þörfin fyrir þjóðbúninga var til dæmis ekki sú sama árið 1944 og hún er í dag og hún var enn önnur árið 1857.“ Minning um ömmu Karl segir viðhorf fólks til þjóð- búninganna í dag vera gífurlega mismunandi. „Vegna þess að saga þeirra er ekki ein. Á bak við meginþjóðbún- ingana fimm, skautbúning, kyrtil, peysuföt, upphlut og faldbúning, eru margar sögur sem fléttast saman,“ Fólk hefur skoðanir á þjóðbúningnum Þessi fögru klæði sem eru kennd við þjóðina eiga nú vaxandi vinsældum að fagna. Karl Aspelund hefur lengi rannsakað hvers vegna þjóðbúningar eru mikilvægir í huga fólks og kennir þar margra og ólíkra grasa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannfræðingurinn Karl við plastþjóðbúning Ásdísar Elvu Pétursdóttur. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson heldur úti skemmtilegri vídeódagbók þar sem fylgjast má með ferðalagi hans um heiminn. Hann hélt af stað 23. desember sl. og ætlar sér að vera á ferðalagi fram á haust. Sjálfur segir hann áfangastaðina fara eftir stemn- ingu, tilviljunum og „budgeti“. Ferðalagið byrjaði í Mumbai á Ind- landi þar sem hann spókaði sig um en var fljótlega beðinn um að mynda forseta Íslands sem var staddur í opinberri heimsókn í Goa. Svo hélt hann til Nepal, þar sem hann gekk m.a. upp að Everest Base Camp og fór í 160 metra teygjustökk. Því næst hélt hann til Tíbets, Kína, Víetnams og Kambódíu og ætlaði til Ástralíu en tók þá skyndiákvörðun um að skella sér heldur til New York, þar sem tveir æskuvinir hans búa. Alls eru vídeófærslurnar frá heims- reisunni orðnar 31 og hver annarri skemmtilegri. Margir bíða spenntir eftir næsta vídeói og ekki skemmir fyrir að skemmtileg tónlist er iðulega spiluð undir. Eflaust eru margir sem gætu vel hugsað sér að vera í sporum Baldurs og hver veit nema vídeóin verði einhverjum hvatning til að láta drauma sína rætast og kanna heim- inn utan Íslands. Vefsíðan vimeo.com/baldurkristjans Reuters Frá Hanoi Baldur ferðaðist til Víetnams í vor og fagnaði þar 27 ára afmæli sínu. Vídeóblogg úr heimsreisu Það er fátt sem gleður mann jafn- mikið og að fá hrós og að sama skapi líður manni vel þegar maður hrósar öðrum. Það er varla hægt að ímynda sér ódýrari leið til að létta lund ann- arra og jafnvel koma smároða í kinn- ar þeirra í leiðinni. Íslendingum hefur oft verið lýst sem lokuðum manneskjum og það er ekki seinna vænna að afsanna það og venja sig á að segja upphátt það sem við hugsum. Ágætt væri jafnvel að temja sér það að hrósa fimm sinnum á dag. Það mun ekki líða á löngu þar til þetta smitar út frá sér og þú færð hrós á degi hverjum. Allir vinna! Endilega … … hrósið einhverjum Reuters Simon Cowell Er spar á hrósið. „Ég er forfallinn Agöthu Christie- aðdáandi og hef lesið bækur hennar síðan ég var lítil,“ segir Lydía Grét- arsdóttir tónlistarkona en uppá- haldsbókin hennar er And then there were none. „Hún fjallar um hóp af ókunnugu fólki sem er boðið á afskekkta eyju. Áður en líður á löngu átta þau sig á því að eng- inn þeirra tíu sem eru þarna saman- komnir þekkir þann sem bauð þeim og þau virðast vera ein á eyjunni. Það er þó ekki fyrr en eitt þeirra finnst myrt að þau gera sér grein fyrir að ekki er allt með felldu. Þau eru föst á eyjunni og morðingi gengur laus. En það er enginn annar þarna en þau þannig að eitt þeirra hlýtur að vera morðinginn … Þegar þau svo deyja eitt af öðru grípur um sig mikill ótti og enginn veit hverjum hann á að treysta. Þetta er rosalega skemmtileg og ljóðræn morðgáta og manni dettur ekkert í hug hver morðinginn er eða þá hvernig hann fer að því að koma fórnarlömbum sínum fyrir kattarnef. Ég hef ábyggilega lesið hana tíu sinn- um og hún er alltaf jafnskemmtileg.“ Uppáhaldsbókin Hefur lesið bækur Agöthu Christie frá ungaaldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.