Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 17
1 2 3 335 m 120* m 72,7 m … og er því næstum því jafn langt og þrír knattspyrnuvellir Lengd skipsins er á við fjórar og hálfa Airbus-A380 risaþotur (Opinber lengd vallar: 90 til 120m) RISAVAXINN OLÍUFANGARI Mynd: Sean Gardner/Reuters Um síðustu helgi voru gerðar tilraunir með skipið norður af svæðinu þar sem olían streymir upp. Búist er við að bandaríska strandgæslan gefi grænt ljós á frekari uppdælingu og hreinsun á olíumenguðum sjó um næstu helgi. Skipið var áður olíuflutningaskip en er nú sérútbúið til að dæla upp olíumenguðum sjó. Það er fyrirtækið TMT Shipping Offshore á Taívan sem gerir skipið út. Skipið tekur olíumengaðan sjó inn um 12 op og er sjórinn svo skilinn frá olíunni áður en honum er dælt aftur út í flóann. Afkastagetan er hálf milljón tunna af menguðum sjó á dag. Skipið, sem er breytt olíuskip, heitir„A Whale“ eða„Hvalurinn“ Tækjaþörfin vegna olíuhreinsunar í Mexíkóflóa þykir undirstrika að stærstu olíufélög heims eru ekki undir það búin að bregðast við fleiri en einu stóru olíuslysi á hafi úti sam- tímis, nú þegar veðurfræðingar álíta að framundan sé eitt öflugasta felli- byljatímabil sögunnar við olíusvæðin undan ströndum Bandaríkjanna. Það er sem kunnugt er breska olíufélagið BP sem rak borpallinn sem varð að eldhafi og sökk svo í fló- ann í apríl síðastliðnum með þeim af- leiðingum að 11 starfsmenn létu lífið. Risar taka höndum saman Fram að slysinu í Mexíkóflóa var olíulekinn úr olíuskipinu Exxon Val- dez við strendur Alaska árið 1989 sá mesti í sögu Bandaríkjanna. Það var í kjölfar þess slyss sem stóru olíufélögin komu sér saman um að stofna fyrir- tækið Marine Spill Response Corporation (MSRC) til að annast uppdæl- ingu á olíumeng- un á hafi úti. Flestir olíu- fangarar fyrir- tækisins eru nú í notkun í Mexíkó- flóa og er því ljóst að svigrúm til frekari viðbragða er takmarkað. Líklegt þykir að þessi staðreynd verði til að greiða fyrir banni við frekari olíuborunum á sjó undan ströndum Bandaríkjanna, bann sem ætlað er að þrýsta á um umbætur. Talsmenn BP skýrðu frá því fyrr í vikunni að tjón félagsins vegna slyss- ins væri minnst 390 milljarðar kr. Tækjaskortur ýtir á leitarbann  Olíurisar illa búnir undir slys á hafi Á þilfari tankskipsins. Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Hætt er við að draumar margra breskra ungmenna um fé og frama steyti harkalega á skeri veruleikans þetta sumarið enda útlitið ekki beys- ið á atvinnumarkaðnum. Ný könnun á meðal breskra fyrir- tækja segir alla söguna en þar kem- ur fram að hátt í 70 umsækjendur eru um hverja lausa, auglýsta stöðu. Lausum störfum fækkar einnig eða um 7%, en til samanburðar voru 48 umsækjendur um hverja stöðu síðasta sumar, það fyrsta eftir að fjármálakreppan reið yfir 2008. Dagar tækifæranna að baki Umskiptin eru mikil frá því fyrr á áratugnum þegar frambærilegir há- skólastúdentar gátu vænst þess að ganga inn í vel launaðar og spenn- andi stöður, einkum í fjármálageir- anum. Nú er öldin önnur og hafa fjárfestingarfyrirtæki, bankar, lög- fræðistofur og fyrirtæki í upplýs- ingatækni gefið út að þau muni taka á móti færri nýútskrifuðum nemum í ár, að því er fram kemur í úttekt dagblaðsins Guardian á stöðunni. Segir þar að árganginum 2010 hafi verið send þau skilaboð að búa sig undir að þurfa að steikja hamborg- ara og sinna öðrum láglaunastörfum til að framfleyta sér að námi loknu. Samkeppnin um hverja stöðu er sem fyrr segir gífurlega hörð og seg- ir blaðið að fyrirtæki bregðist við að- sókninni með því að óska aðeins eftir nemendum með háa einkunn, sem aftur þýðir að sáralítill munur á frammistöðu í námi getur skorið úr á milli feigs og ófeigs í baráttunni. Samkeppnin er sumsstaðar meiri en á vef blaðsins kemur fram að í nokkrum greinum séu allt að 205 umsækjendur um hverja stöðu. Sjálfstraustið fljótt að fara Carl Gilleard, sem fer fyrir sam- tökum sem sinna umsóknum nýút- skrifaðra háskólanema í Bretlandi, brýnir fyrir mönnum gildi þess að námsfólk sé hvatt til að láta ekki deigan síga þótt útlitið sé ekki bjart næstu misserin. „Það sem við óttumst mest er að fólk verði eftir neðst í launastiganum af því að sjálfstraustið er fljótt að fara,“ segir Gilleard við Guardian. Úr Oxford í ræstingar  Lítið um lausar stöður fyrir breska háskólastúdenta  70 um hverja stöðu Gleði Áfanganum fagnað. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Allt tiltækt brunalið almannatengsladeildar Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta var kallað út í gær þegar franskir fjölmiðlar greindu frá rannsókn lögreglu á því hvort leiðtoginn hefði þegið um 150.000 evrur, hátt í 24 milljónir króna, sem framlag í kosningasjóð sinn frá Liliane Bett- encourt, erfingja snyrtivöruveldisins L’Oreal, vegna forsetakjörsins 2007. Málið þykir hneyksli í Frakklandi enda er fram- lagið, ef rétt reynist, á skjön við lög og til marks um náin tengsl auðmanna við forsetann, leiðtoga franskra hægrimanna. Eric Woerth, ráðherra atvinnumála í stjórn ingur endurskoðandans, staðfest í samtali við AFP-fréttastofuna að sá síðarnefndi hafi gert lög- reglu grein fyrir greiðslum Bettencourt. Þá hefur fréttastofa Mediapart eftir heimildum sínum að endurskoðandinn haldi því fram að Sar- kozy hafi tekið á móti umslögum með pen- ingagjöfum að loknum málsverðum í glæsihýsi Bettencourt er hann var borgarstjóri í Neuilly, einu úthverfa Parísar. Vellauðug og vel tengd Á meðan Woerth þvertók fyrir að hafa þegið fé úr hendi auðkonunnar upplýstu fjölmiðlar að kona hans hefði starfað fyrir fjárfestingarsjóð Bettencourt sem ávaxtar um 2.675 milljarða kr. auðæfi hennar. Sarkozys, er einnig undir smásjá lögreglu vegna málsins en hann er grunaður um að hafa tekið á móti fénu frá snyrtivörudrottningunni. Woerth vísar þessu á bug og útilokar að hann muni segja af sér vegna málsins. Sagan sýni að hann hafi hreinan skjöld í ráðherratíð sinni. Sarkozy hefur ekki tjáð sig um efnisatriði máls- ins heldur látið nægja að hvetja franskan almenn- ing til að hugsa um stóru málin en ekki rógburð. Peningaumslög í glæsivillu Forsagan er hins vegar sú að fv. endurskoðandi Bettencourt, sem nafngreindur er sem Claire T. í frönskum fjölmiðlum, fullyrðir að hún hafi reglu- lega dregið upp veskið þegar franskir hægrimenn voru annars vegar. Hefur Antoine Gillot, lögfræð- Í slagtogi við hrukkubana  Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sakaður um að hafa þegið 24 milljónir króna í styrk frá einni ríkustu konu Evrópu  Talið hafa farið í kosningasjóð Það virðist við fyrstu sýn enn ein skrautfjöðrin í hatt breska arkitektsins Normans Fosters, tjaldið sem vígt var með pomp og prakt í Astana, höfuðborg Mið- Asíuríkisins Kasakstans, í gær. Tjaldið, ef tjald skyldi kalla, heitir „Khan Shatyr“, eða „Konunglega hátíðar- tjaldið“, og mun vera stærsta tjald veraldar. Frostið getur farið niður í tugi gráða á köldum vetr- um í þessari fjarlægu borg og er tjaldinu ætlað að gera gestum og gangandi kleift að njóta afþreyingar á borð við mínígolf innan um grasagarð og suðræn blóm. Tjaldið er 150 metra hátt, eða nokkurn veginn tvöfalt hærra en Hallgrímskirkja, sem er 74 metra há. Inni í tjaldinu er einnig að finna strönd en galdurinn á bak við hana er sá að tjaldið er gegnsætt og hleypir því í gegnum sig ljósi sólar á góðum dögum. Miklar hitasveiflur eru í Astana, eða að jafnaði frá 35° frosti og yfir í 35° hita á Celsíus, og sér hitunar- og kæli- búnaður um að halda hitastiginu frá 15 og upp í 30 gráð- ur í opnu innanrýminu. Til vinstri má sjá ljóskastara lýsa upp himininn umhverfis tjaldið en með fylgir tölvu- mynd af vefsíðu verkefnisins. Eins og úr Þúsund og einni nótt Reuters Ofmælt væri að halda því fram að Sarkozy og flokksbræður hans missi svefn þótt víða kreppi að í heimshagkerfinu. Sjálfur hefur forsetinn gefið grænt ljós á nýja forseta- flugvél, í anda Air Force One, sérútbúinnar Boeing-þotu Bandaríkjaforseta, fyrir um 28 milljarða króna. Þá sögðu tveir ráð- herrar af sér í vikunni eftir að upp komst um himinhá útgjöld í vindla og ferð með einkaþotu. Vindlar og einkaþotur PÓLITÍKUSAR Í KREPPU Liliane Bettencourt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.