Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Sudoku Frumstig 7 2 3 2 9 2 7 5 8 9 1 5 4 3 8 1 4 2 2 8 7 3 7 9 4 1 8 4 5 7 8 2 9 6 7 3 5 9 3 7 8 8 3 6 5 6 4 9 6 2 3 1 7 2 6 2 1 5 8 7 3 1 1 6 5 3 6 8 9 1 4 3 4 5 2 9 8 1 7 5 3 4 6 4 5 1 8 3 6 9 7 2 3 6 7 9 2 4 1 8 5 1 8 9 3 5 2 7 6 4 7 2 6 4 9 1 8 5 3 5 3 4 7 6 8 2 1 9 8 4 5 2 1 9 6 3 7 6 7 2 5 8 3 4 9 1 9 1 3 6 4 7 5 2 8 5 1 3 2 7 6 9 4 8 8 4 6 1 9 5 2 3 7 9 2 7 3 8 4 5 6 1 3 9 8 6 5 2 1 7 4 7 5 4 9 3 1 6 8 2 1 6 2 8 4 7 3 9 5 2 7 1 4 6 3 8 5 9 4 3 9 5 2 8 7 1 6 6 8 5 7 1 9 4 2 3 2 6 3 9 7 1 4 8 5 8 1 7 5 6 4 2 3 9 5 9 4 2 3 8 6 1 7 3 8 6 7 4 5 1 9 2 7 5 9 6 1 2 8 4 3 1 4 2 8 9 3 7 5 6 6 3 1 4 5 7 9 2 8 9 2 5 1 8 6 3 7 4 4 7 8 3 2 9 5 6 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 7. júlí, 188. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.) Víkverji brá sér nýverið ásamtfjölskyldunni í sundlaugina á Álftanesi og verður að viðurkenna að hann átti von á meiru – að eitt- hvað yfirgengilegt hefði þurft til að setja heilt bæjarfélag á annan end- ann. Þar með er þó engan veginn sagt að Víkverji hafi orðið fyrir von- brigðum. Hann skemmti sér prýði- lega, hvort sem það var í öldulaug- inni, þar sem hægt er að ímynda sér að maður velkist um í úthafsöldum, eða í rennibrautinni, sem er hátt í tíu metrar og hlykkjótt í meira lagi. Víkverji rann niður á slíkum hraða að hann hefði ábyggilega fengið sekt hefði hann verið á vistvænni götu og þegar hann spýttist út úr rananum eftir nokkrar óvæntar vendingar í hálfmyrkri fleytti hann kerlingar í lauginni með slíkum gusugangi að það var mesta furða að laugin tæmd- ist ekki. Sá sem ekki hefur reynt sundlaugina á Álftanesi er utangátta í sundlaugamenningu landsins. x x x Nú er kominn tími ferðalaga ogfyrst Víkverji er byrjaður að fjasa um sundlaugar getur hann ekki annað en haldið áfram. Það bætir nefnilega sérstakri vídd við ferðalög um landsbyggðina að þræða sundlaugarnar, sem alls stað- ar er að finna. Þær geta nefnilega verið mjög ólíkar þótt grunn- hugmyndin sé vitaskuld sú sama. Nægir þar að nefna sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði og sund- laugina á Selfossi. Það er ekki langt á milli þeirra, en vart er hægt að finna ólíkari laugar. Sums staðar eru pottarnir aðalmálið, annars staðar rennibrautin og þess jafnvel dæmi að slímið í botninum sé sérstakt áhersluefni. Sundlaugar verða stöð- ugt stærri um sig og orðið sjálft virðist vera orðið fullfátæklegt til að lýsa því, sem boðið er upp á. Í Kefla- vík dugar ekkert minna en vatnaver- öld. Þar er bæði inni- og útilaug og heilt ævintýraland fyrir börn þar sem fullorðnir geta marað í grunnu og hálfvolgu vatni á meðan af- kvæmin fá útrás. Víkverji hefur enn ekki prófað nýju laugina á Hofsósi, en hlakkar til að dýfa þar fæti í vatn. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fjörmikil, 8 mergð, 9 ansa, 10 létust, 11 móki, 13 kylfu, 15 hestur, 18 fjarstæða, 21 guð, 22 sprungu, 23 hak- an, 24 geðslag. Lóðrétt | 2 fugl, 3 styggði, 4 krók, 5 dulin gremja, 6 hönd, 7 fíkni- lyf, 12 nagdýr, 14 sætti mig við, 15 unnt, 16 beindu að, 17 tími, 18 skjótar, 19 yrkja, 20 smákorna. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 miski, 4 strák, 7 nýrun, 8 ástúð, 9 ann, 11 roks, 13 ansa, 14 úlfúð, 15 mælt, 17 anir, 20 urt, 22 tækin, 23 Japan, 24 arðan, 25 narra. Lóðrétt: 1 mænir, 2 skrök, 3 inna, 4 skán, 5 rætin, 6 koðna, 10 nafar, 12 sút, 13 aða, 15 motta, 16 lokað, 18 napur, 19 renna, 20 unun, 21 tjón. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Rge2 He8 8. Bd2 a5 9. Hc1 b6 10. O-O Ba6 11. Bb1 Bd6 12. He1 c5 13. Rg3 cxd4 14. exd4 Hxe1+ 15. Dxe1 Rc6 16. Rxd5 Rxd5 17. Hxc6 Dd7 18. Hc1 He8 19. Dd1 Rf4 20. Be3 h5 21. Dc2 g6 22. Dc6 De7 23. Re4 Re2+ 24. Kh1 Rxc1 25. Dxe8+ Dxe8 26. Rf6+ Kf8 27. Rxe8 Kxe8 28. Bxc1 Kd7 29. Be4 Ke6 30. b3 f5 31. Bc6 Bd3 32. Bg5 Bc7 33. d5+ Ke5 34. f4+ Kd6 35. Bf6 Kc5 36. Be5 Bd8 37. Be8 Kxd5 38. Bxg6 h4 39. h3 Bb1 40. Bf7+ Ke4 41. a4 b5 42. axb5 Ba2 Staðan kom upp á skákmóti í Poi- kovsky í Rússlandi sem kennt er við Anatoly Karpov, fyrrverandi heims- meistara í skák. Ivan Sokolov (2654) hafði hvítt gegn Arkadij Naiditsch (2686). 43. g4! hxg3 44. Kg2 a4 45. Bh5! Bxb3 46. Bf3+ Kd3 47. h4 a3 48. h5 a2 49. h6 Bc7 50. Bb2 Bg8 51. Kxg3 Kc4 52. Bh5 Kxb5 53. Bg6 Kb4 54. Bxf5 Kb3 55. Ba1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Merkilegt spil. Norður ♠ÁDG7 ♥G ♦D63 ♣Á9852 Vestur Austur ♠10964 ♠8532 ♥ÁD9632 ♥84 ♦G5 ♦Á10 ♣4 ♣KD1073 Suður ♠K ♥K1075 ♦K98742 ♣G6 Suður spilar 3G dobluð. Ef vestur spilar út „fjórða hæsta í lengsta lit“ vefst ekki fyrir sagnhafa að fría tígulinn og vinna sitt spil. Þannig fóru leikar á flestum borðum í sjöttu umferð EM, meira að segja þar sem austur hafði doblað lokasögnina í viðleitni til að beina makker sínum á rétta braut. Í sýningarleik Dana og Englendinga vakti norður á Precision 2♣. Suður hleraði með 2♦ og Eng- lendingurinn Townsend í vestur kom inn á 2♥. Norður sagði 2♠, suður 2G og norður lyfti í 3G. „Dobl,“ sagði Gold í austur til að panta útspil í laufi, samkvæmt gamalli kokkabók Lig- htners. En Townsend hlustaði ekki og kom út í litnum sínum. Óskar ugla myndi lýsa þessu svo: „Merkilegt spil – eina leiðin til að hnekkja þremur gröndum er að sækja stungu í laufi.“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú átt auðvelt með að hlusta á aðra í dag. Viðurkenndu einstaka kosti ástvina, og þú styður sjálfan þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ættir að reyna að hagræða vinnuumhverfi þínu þannig að þú getir verið sem mest út af fyrir þig í dag. Kannski er átt við sambandið sjálft eða aðstæður sem skipta alla hlutaðeigandi máli. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur ekki komist ýkja langt áleiðis að takmarki þínu. Heppnin er líka með þér, svona að hluta til. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert með mörg járn í eldinum og mátt aldeilis halda á spöðunum til þess að koma öllu í höfn. Gönguferðir geta gert kraftaverk. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Skapvonska þín er heillandi, en bara í augum þeirra sem þekkja þig. Enginn er fullkominn og þú ekki heldur svo þú skalt bara herða upp hugann og halda áfram. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað er það engu að síð- ur mögulegt. Haltu þínu striki ótrauður hvað sem hver segir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Dagurinn ætti að verða ánægju- legur. Vertu umburðarlyndari. Nú færð þú tækifæri til þess að sjá hve mikill kærleikur er í lífi þínu dags daglega. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Smáhlé á þéttri dagskrá þinni gefur þér tíma til að dreyma, hugsa og skipuleggja uppákomu í náinni framtíð. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Reyndu að finna einhverjar nýjar leiðir til þess að hrinda áhuga- málum þínum í framkvæmd. Kannski einum of við þína nánustu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. En þú verður að byrja á byrj- uninni til að svo geti orðið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Allt sem gerist hjá þér er í minni kantinum. Fæst er eins og virðist í fljótu bragði svo það skiptir sköpum að þú gefir þér nægan tíma. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Gættu þess að svara af heið- arleika og hreinskilni. Stjörnuspá 7. júlí 1915 Konur héldu hátíðarfund á Austurvelli, við setningu Al- þingis, til að fagna kosninga- rétti sem þær fengu 19. júní. „Hefur hér sjaldan eða aldrei sést svo mikill mannfjöldi í einu saman kominn og aldrei nokkru sinni svo margar og jafnprúðbúnar konur,“ að sögn Kvennablaðsins. Þennan sama dag stofnuðu konur Landspítalasjóð Íslands. 7. júlí 1941 Bandaríkjaher kom til lands- ins og annaðist vernd þess til stríðsloka, ásamt Bretum. Al- þingi samþykkti herverndina tveimur dögum síðar. Erlendir hermenn á Íslandi munu flest- ir hafa orðið um 60 þúsund en landsmenn voru þá rúmlega 120 þúsund. Síðustu banda- rísku hermennirnir fóru í apr- íl 1947. 7. júlí 1996 Vesturfarasetur var opnað á Hofsósi, að viðstöddu fjöl- menni, og jafnframt sýningin „Annað land – annað líf“, þar sem fjallað var um Vest- urheimsferðir Íslendinga frá 1870 til 1914. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hlutavelta Tara Sól Árnadóttir Hafstein, Hrafnhildur J. Grímsdóttir og Diljá Magnea Oddsdóttir héldu tombólu í Glæsibæ og Grímsbæ. Afraksturinn varð 5.800 krónur sem þær afhentu Rauða krossinum. Birna Friðbjört Stephensen Hannesdóttir ferða- málafræðingur er þrítug í dag. Hún fagnar áfang- anum með veglegri grillveislu ásamt vinum og vandamönnum við heimili sitt á Bíldudal í kvöld. Af- mælið er þó ekki það eina sem hún heldur í vikunni því sonur hennar, Óliver Logi, verður þriggja ára á sunnudag. Fyllist þá heimilið aftur en þá af barn- ungum grislingum. Þótt vikan sé annasöm segist Birna vart finna fyrir því. Hún er afmælisbarn í eðli sínu og hefur því afar gaman af því að halda slíkar veislur; hvort sem er fyrir sig eða soninn. Birna er fædd og uppalin á Bíldudal en fór í víking til Reykjavíkur – og Ástralíu – meðan á námi í verkfræði og ferðamálafræði stóð. Á síð- asta ári tók hún svo við rekstri veitingastofunnar Vegamóta af for- eldrum sínum sem þar hafa stundað rekstur frá árinu 1986. Birna er öllum hnútum kunnug á Vegamótum en þar hefur hún unnið frá tólf ára aldri. Hún segir sumarið hafa gengið afskaplega vel og aðsókn ferðamanna sé svipuð og á síðasta ári. Staðurinn er svo gott sem ný- uppgerður og eru reglulega haldnir þar tónleikar. Birna hvetur því alla til að kíkja á Bíldudal og koma við á Vegamótum. andri@mbl.is Birna Friðbjört S. Hannesdóttir þrítug Tvær veislur á einni viku Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.