Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Kjartan Ottósson sá ég á fyrsta námsári mínu í Menntaskólan- um við Hamrahlíð – en þá úr nokkurri fjarlægð. Hann hafði vakið þjóðarathygli fyrir ótrúlega frammistöðu á landsprófinu al- ræmda sem þá var við lýði og það lá við að manni stæði stuggur af þess- um „ofvita“ jafnframt því sem maður bar virðingu fyrir honum. Aldrei hittumst við Kjartan beinlínis fyrr en hann hafði upp á mér í Kölnar- borg þegar hann kom þangað til náms haustið 1981 og vorum við þar samtíða um veturinn. Komst ég þá vel að raun um hve svokölluð „ímynd“ manna er langt frá heild- armynd einstaklingsins. Kjartan var vissulega gáfumaður og námshestur svo að af bar, en hann var fyrst og fremst drengur góður; kappsamur en líka viðkvæmur; feiminn en þó fé- lagsvera. Vinátta okkar stóð óslitið frá sam- verunni í Köln til lokadægurs. Þrátt fyrir hin erfiðu veikindi leit hann síð- ast til mín í kaffi fyrir nokkrum vik- um eins og hann gerði jafnan þegar hann kom til landsins. Samræður okkur snerust oftar en ekki um há- skólamál og fræðimennsku, en gátu þó á augabragði leiðst í aðrar áttir og margvíslegar. Mér hefur á síð- ustu dögum oft orðið hugsað til þess er við hittumst í Ósló fyrir níu árum. Ég var þar á ráðstefnu en gafst aukadagur í borginni og hann tók sér þá frí frá rannsóknum sínum. Við gengum fram og aftur um borgina þennan dag, allt fram á kvöld. Borg- in rann saman við gönguferð okkar og linnulaust samtalið um stórt og smátt í tilverunni. Kjartan var fjölhæfur fræðimaður en sérhæfði sig í málvísindum og náði glæsilegum árangri á því sviði. Ég get ekki sagt að ég hafi verulega innsýn í helstu fræðiverk hans á sviði málvísinda en ég las mér til mikils gagns og ánægju tvær bækur hans af öðru tagi, aðra um Eyr- byggju og hina um íslenska mál- vernd. Kjartan var í hópi þeirra sem mynda kjarnann í mannauði aka- demíunnar. Hann var ástríðufullur í störfum sínum og lagði stóran hluta af lífsorkunni í fræðin. En hann fylgdist einnig vel með fjölskyldu sinni og vinum. Hann hafði einstak- lega gaman af börnum og naut sín í nærveru þeirra; hann fylgdist vel með börnum mínum og ræddi einnig iðulega um systkinabörn sín sem voru honum greinilega mjög kær. Um leið og ég kveð Kjartan, alltof snemma, með söknuði, virðingu og þakklæti fyrir samfylgdina, votta ég móður hans, systkinum og systkina- börnum innilega samúð mína. Ástráður Eysteinsson. Þeir vitnuðu oft til rannsókna hans, kennararnir í íslenskri mál- fræði og málsögu við Háskóla Ís- lands, ekki síst Hreinn Benediktsson og Stefán Karlsson, og okkur nem- endunum varð snemma ljóst að Kjartan G. Ottósson ✝ Kjartan G. Ott-ósson fæddist í Reykjavík 14. janúar árið 1956. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. júní sl. Útför Kjartans G. Ottóssonar fór fram frá Bústaðakirkju 6. júlí 2010. Kjartan G. Ottósson hafði verið framúr- skarandi nemandi og var nú farinn að láta að sér kveða sem fræðimaður svo eftir var tekið. „Kjartan hefur rannsakað þetta rækilega,“ sögðu þeir með áherslu og virð- ingu og gáfu til kynna að Kjartan hefði gert viðfangsefninu svo góð skil að niðurstöðum hans yrði ekki haggað og við skyldum taka vinnubrögð hans okkur til fyrir- myndar. Kjartan var þá farinn utan til frekara náms en ég kynntist hon- um síðar og naut þess þá ríkulega hve áhugasamur hann var um fræði- leg viðfangsefni okkar sem yngri vorum. Heimsóknir hans á Íslandi voru oft stuttar en hann var engu að síður gjafmildur á tíma sinn og ávallt reiðubúinn að ræða málfræðileg rannsóknarefni og lesa greinaupp- köst á ýmsum stigum. Í verkum sín- um sameinaði Kjartan skarpa inn- sýn í nýjustu kenningar í málvísindum og yfirgripsmikla þekkingu á málsögu og fornum mál- heimildum; þau munu halda nafni hans á lofti um langan aldur. Hjá okkur sem kynntumst honum lifir minning um góðan dreng sem var kallaður á brott alltof snemma og þakklæti fyrir vináttu, leiðbeiningu og hvatningu. Haraldur Bernharðsson. Málvísindi eru líklega fjölbreytt- ari fræði en margan grunar. Sumir fást við sögulega málfræði eða mál- breytingar, aðrir við samtímalega málfræði; sumir við hljóðkerfi tungumála eða beygingar, aðrir við setningagerð, orðaforða eða merk- ingu. Sumir beita svokölluðum hefð- bundnum aðferðum við málrann- sóknir sínar, aðrir nútímalegum. Vegna þessa skiptast málfræðingar stundum í fylkingar sem vilja lítið eiga saman að sælda, hvað þá læra hver af annarri. Því er það fræðun- um til framdráttar þegar málfræð- ingar gera sér far um að kynna sér ólíkar aðferðir og kenningar, einkum ef þeir stunda rannsóknir á fleiri en einu sviði. Slíkir málfræðingar eru þó færri en skyldi og nú hefur þeim fækkað um einn. Þótt segja megi að meginviðfangsefni Kjartans G. Ott- óssonar væru á sviði tiltölulega hefð- bundinnar sögulegrar málfræði og textafræði, hafði hann líka stundað nám hjá meginspámönnum nútíma- legrar setningafræði, skrifað athygl- isverðar greinar sem oft er vitnað til á því sviði og hefði getað lokið öðru doktorsprófi í þeim fræðum ef hon- um hefði þótt það skipta máli. Kjartan var afburðanámsmaður á sínum tíma, fjölfróður og ótrúlega minnugur. Hann gat jafnvel munað orðrétt tiltekin ummæli árum eða áratugum saman, kannski ekki síst ef hann hafði verið ósáttur við þau. Þótt hann væri hæglátur á yfirborð- inu var hann samt viðkvæmur og átti erfitt með að sætta sig við það ef honum fannst einhver órétti beittur. Það átti áreiðanlega sinn þátt í því að um skeið voru samskipti hans við íslenska málfræðinga minni en vert hefði verið og margir hefðu óskað sér. Það tímabil er þó liðið fyrir all- nokkru og hann kom oft hingað til Íslands á seinni árum og tók þátt í ýmiss konar störfum með íslenskum málfræðingum þótt starfsvettvang- ur hans væri fyrst og fremst í Osló, þar sem hann gegndi prófessors- embætti. Á vegum Málvísindastofn- unar Háskóla Íslands vann hann t.d. mikið og gagnlegt verk við útgáfu greinasafns Hreins Benediktssonar, prófessors, en Kjartan mat Hrein ákaflega mikils sem málvísindamann og læriföður — og Hreinn hafði sömuleiðis mikið álit á Kjartani sem fræðimanni. Þegar greinasafn Hreins var gefið út skrifaði Kjartan ítarlegan inngang að safninu þar sem greinarnar eru settar í sam- hengi, bæði hver við aðra og við stefnur og strauma í fræðunum. Inn- gangurinn á mikinn þátt í að gera greinasafnið að heildstæðu verki og þennan inngang hefði enginn getað skrifað nema Kjartan. Þar naut hann yfirburðaþekkingar sinnar og nákvæmni. Fyrir hönd Málvísindastofnunar Háskóla Íslands vil ég þakka Kjart- ani fyrir samstarfið undanfarna ára- tugi og votta fjölskyldu hans samúð. Við sem kynntumst Kjartani sem fræðimanni, félaga og nemanda munum minnast hans með virðingu og söknuði. Höskuldur Þráinsson. Ég sá hann víst fyrst þegar hann útskrifaðist stúdent frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð, en ég var þá kennari þar. Mig minnir að hann út- skrifaðist ári á undan jafnöldrum sínum, en þarna stóð hann uppi á sviði, kallaður fram hvað eftir annað til að taka við verðlaunum fyrir ein- stakan námsárangur í ýmsum grein- um. Þessi hávaxni granni piltur gat loks vart borið alla doðrantana sem hann fékk. Þetta var góður fyrirboði, Kjartan varð mikill lærdómsmaður. Ekki hef ég lesið mörg rit hans, því málfræði höfðaði ekki til mín. Hæf- ara fólk verður til frásagnar um þau verk. En ég las bók hans um Fróðár- undrin, og hreifst af, þó var þetta bara hliðarspor frá meginverkum hans. Hversu myndu þá þau? Löngu síðar lágu leiðir okkar sam- an við háskólann í Osló. Hann var þar prófessor í íslensku, þegar ég gerðist lektor í sömu grein. Ég sinnti einkum byrjendakennslu í íslensku máli og bókmenntum. Kjartan hafði önnur viðfangsefni, en við höfðum samt nokkurt samstarf, og reyndist Kjart- an fróður, glöggur og ráðagóður. Við Íslendingar við Oslóarháskóla hitt- umst iðulega yfir bjórkrúsum í viku- lokin, og var Kjartan þá manna glað- værastur, tilfyndinn og skemmtilegur. Auðséð var líka að hann var mikils metinn af starfsfélög- um okkar. Það er sannarlega hörmulegt að þessi mikli hæfileikamaður skuli lát- ast á miðjum aldri, eftir tveggja ára helstríð við iðrakrabba. Og ekki var líferninu um að kenna, það var hið heilsusamlegasta, þessi vinnusami hófsemdarmaður hjólaði upp og nið- ur Oslóarbrekkur. Við hjálpuðum hvor öðrum að flytja um borgina, og sakna ég þessa greiðvikna og skemmtilega félaga. Örn Ólafsson Árnasafni, Kaupmannahöfn. Þó að fréttirnar um andlát Kjart- ans hafi ekki komið á óvart voru þær engu að síður þungbærar. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Kjartan kom til Oslóar 1992 og starfaði sem prófessor í íslensku við Oslóarháskóla til æviloka. Fljótlega eftir það myndaðist samband milli okkar og hans. Hann varð brátt fjöl- skyldumeðlimur hjá flestum okkar og fyrir börn okkar varð hann frændinn sem hafði alltaf tíma til að ræða við þau, fylgjast með því sem þau voru að gera og hlusta á þau kvarta yfir leiðinlegum kennurum og erfiðum foreldrum. Kjartan var upptekinn af unga fólkinu og framtíð þess, þau fáu skipti sem hann lét stór orð falla var þegar hann heyrði um fólk sem vanrækti börnin sín. Kjartan var mikill fjölskyldumaður og fylgdist grannt með systkina- börnum sínum, velgengni þeirra jafnt sem erfiðleikum. Þau setti hann ofar öllu öðru. Kjartan var allt- af reiðubúinn að miðla af sinni þekk- ingu og fróðleik, og hafði alltaf tíma                          ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra, LÁRUSAR HRAFNS KVARAN flugmanns. Ragnar G. Kvaran, Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Anna Ragnhildur Kvaran og fjölskylda Lárusar í Lúxemborg. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, JAKOB KRISTINSSON vélvirki, Ránargötu 25, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 29. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. júlí kl. 13.30. Jóhanna Maríanna Antonsdóttir, Ragnheiður Jakobsdóttir, Rúnar Hermannsson, Lilja Jakobsdóttir, Sævar Ísleifur Benjamínsson, Anna Jakobsdóttir, Kristinn Frímann Jakobsson, Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Elín Árnadóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Anton B. Finnsson, Baldvin, Steinunn Alda, Hermann Helgi, Maríanna Vilborg og Atli Jakob. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, BENEDIKT FRANKLÍNSSON, frá Litla-Fjarðarhorni, Kollafirði, lést laugardaginn 26. júní á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju á morgun, fimmtudaginn 8. júlí kl. 13.30. Regína Guðmundsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir, Guðmundur F. Benediktsson, Guðrún Olga Clausen, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR H. KARLSSON stýrimaður, Vallengi 13, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 9. júlí kl. 15.00. Þóra Kjartansdóttir, Karl Guðmundsson, Brynja I. Hafsteinsdóttir, Þuríður Saga Guðmundsdóttir, Guðni Ólason, Sigurbjörg Unnur Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Óskarsson, Kjartan Ísak Guðmundsson, Erna Vigdís Ingólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur hins látna. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og frænka, ÞRÚÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram. Eva Sædís Sigurðardóttir, Snorri Marteinsson, Júlíus Patrik Snorrason og Hilmir Örn Snorrason, Davíð Sindri Sigurðarson, Magnús Þór Sigurðarson, Þóra Þorsteinsdóttir, Þórhallur Einarsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Þórdís Þórhallsdóttir, Flosi Kristinsson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.