Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 2
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR2
Eiríkur Guðnason, fyrrver-
andi seðlabankastjóri, er lát-
inn. Hann var 66 ára gamall.
Eiríkur
starfaði í
Seðlabank-
anum í fjöru-
tíu ár. Hann
hóf störf
við hag-
fræðideild
bankans árið
1969, varð
forstöðu-
maður peningamáladeildar
1977 og aðalhagfræðingur
1984. Frá árinu 1987 var hann
aðstoðarseðlabankastjóri og
seðlabankastjóri frá árinu
1994 til ársins 2009. Hann var
viðskiptafræðingur að mennt.
Banamein Eiríks var
krabbamein og lést hann á
Landspítalanum á mánudag.
Hann lætur eftir sig eiginkonu
og fjögur börn.
Eiríkur Guðna-
son er látinn
UMHVERFISMÁL „Þetta veldur
kannski ótta hjá fólki en við töld-
um ekki þá hættu stafa af þessu
að það væri ástæða til að senda
út tilkynningu,“ segir Guðmundur
B. Friðriksson, hjá umhverfissviði
Reykjavíkurborgar, um rottueitur
sem fyrir misgáning barst í Foss-
vogslæk.
Guðmundur segir að í Fossvogi
hátti þannig til að frárennslis-
kerfið sé tvöfalt þannig að regn-
vatnið sé aðskilið frá skolpinu.
Fyrir mistök hafi í sumar verið
settir vaxstaukar með rottueitri
í regnvatnsbrunna í hverfinu. Í
miklum rigningum síðari hluta
september hafi þessir staukar
síðan verið að skila sér niður sett-
jörn í dalnum. Ekki var send út
viðvörun frá borginni en í síðustu
viku var greint frá því á heima-
síðu Kópavogsbæjar að starfs-
menn bæjarins hefðu þá hreinsað
upp 84 eitur stauta úr Fossvogs-
læk.
Guðmundur segir að starfsmenn
borgarinnar hafi hreinsað upp
rottueitur úr settjörninni og séu
ennþá að hreinsa úr brunnunum.
Net hafi verið sett fyrir útrásarop
í settjörnina. Síðustu daga hafi
ekki fundist fleiri eiturstautar.
Vonandi sé búið að ná öllu eitrinu.
Aðspurður segir Guðmund-
ur litla sem enga hættu stafa af
rottueitrinu fyrir menn og gælu-
dýr þeirra. Stautarnir séu ætlaðir
í skolplagnir. Eftir að þeir komist
í snertingu við sólarljós sé helm-
ingunartími rottueitursins í þeim
2,1 klukkustund. Í læknum og sett-
jörninni hafi stautarnir sokkið til
botns þar sem erfitt sé að ná til
þeirra.
„Það var dýralæknir sem sagði
hugsanlegt að tengja þetta við
ketti sem hefðu drepist í Foss-
vogi en sagði þó engar sannanir
fyrir því. Ég held að það sé alveg
ljóst að kettir sækja ekki í að éta
þetta. Það væri ástæða fyrir fólk
til að fylgjast með hundum sínum
en þeir myndu þurfa að kafa eftir
staukunum. Maður hefur heyrt
af dæmum úti á landi þar sem
hundar hafa étið rottueitur en þá
er bara gefið lyf við því,“ segir
Guðmundur og ítrekar að borgar-
starfsmenn telji sig hafa hreinsað
allt upp úr tjörninni.
Tilkynningum um rottur í íbúð-
arhverfum hefur fækkað veru-
lega. „Við vorum með um fimm
hundruð tilkynningar á ári en þær
eru um tvö hundruð núna,“ segir
Guðmundur sem kveður rotturnar
hins vegar vera að færa sig austar
í borginni. Þetta hafi Orkuveitan
merkt við skoðun á lögnum sínum.
„Við höfum aldrei eitrað austan
Elliðaáa eða í Breiðholti en það
gæti komið til þess á næstu árum.
Það gæti verið að rotturnar séu
farnar að færa sig eitthvað aust-
ar.“ gar@frettabladid.is
Töldu óþarft að vara
við eitri í Fossvogsdal
Rottueitur fór óvart í regnvatnsbrunna og barst í Fossvogslæk. Borgin taldi
óþarft að vara fólk við. Það hafi helst verið ástæða til að fylgjast með hundum.
Tilkynningum um rottur fækkar. Þær eru þó að nema ný lönd austan Elliðaáa.
SETTJÖRN Í FOSSVOGSDAL Bæjarstarfsmenn í Kópavogi og borgarstarfsmenn í
Reykjavík hafa fiskað upp mikið af rottueitursstautum sem bárust í Fossvogslæk fyrir
handvömm í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DANMÖRK Meðferð við ófrjósemi
verður aftur gjaldfrjáls í Dan-
mörku, að því er danski heil-
brigðisráðherrann, Astrid Krag,
hefur greint frá.
Frá því að ný lög um greiðslur
fyrir meðferðina tóku gildi 1.
janúar síðastliðinn hefur með-
ferðum við ófrjósemi fækkað
um 23,4 prósent miðað við sama
tímabil í fyrra. Ráðherrann segir
ekki réttlátt að stærðin á buddu
fólks ráði því hvort það geti eign-
ast börn.
Greiðslur einstaklinga vegna
frjósemislyfja verða einnig lækk-
aðar verulega og verða eins og
þær voru áður. Nýju lögin eiga að
taka gildi á næsta ári. - ibs
Lagabreyting í Danmörku:
Gjaldfrjáls
meðferð við
ófrjósemi
Árni, synda ferðamenn í
peningum?
„Nei, en spurning hvort sundlaug-
arnar bjóða upp á á það.“
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
skoða nú tillögu um að hækka verulega
gjald fyrir stakar sundferðir þannig að
ferðamenn greiði upphæðir sem svari
betur til kostnaðarins af rekstri lauganna.
Árni Gunnarsson er formaður Samtaka
ferðaþjónustunnar.
SÞ, AP Samningur um samein-
ingu gríska og tyrkneska hlut-
ans á Kýpur verður að veruleika
í janúar, að mati Bans Ki-moon,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna. Hann segist hafa átt
uppbyggilegar viðræður við leið-
toga beggja þjóðarbrotanna.
„Báðir leiðtogarnir hafa full-
vissað mig um að þeir telji sig geta
komist að samkomulagi,“ sagði
Ban í gær. Í sumar sagðist hann
reyndar búast við slíku samkomu-
lagi í október, sem leið án þess að
samningar tækjust. - gb
Ban Ki-moon bjartsýnn:
Samkomulag á
Kýpur í janúar
DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin
út á hendur einum þriggja karl-
manna sem kærðir voru fyrir að
níðast á fjórtán ára pilti á Akra-
nesi. Þetta kom fram í fréttum
RÚV í gær.
Maðurinn er ákærður fyrir að
hafa mök við drenginn og greiða
honum fyrir. Hinir mennirnir
tveir eru grunaðir um hið sama.
Mál annars þeirra er enn til rann-
sóknar hjá lögreglu og hitt bíður
afgreiðslu hjá ríkissaksóknara.
Einn mannanna þriggja var
kennari við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands. Hann var sendur í ótíma-
bundið leyfi þegar það kom upp. - sh
Barnavændismál á Akranesi:
Ákærður fyrir
að níðast á fjór-
tán ára dreng
VIÐSKIPTI Ákvörðun Georgs Pap-
andreús, forsætisráðherra Grikk-
lands, um að vísa björgunarpakka
evrusvæðisins til þjóðaratkvæða-
greiðslu olli mikilli ókyrrð á mörk-
uðum heimsins í gær.
Í samkomulaginu felst bæði
niðurfelling helmings skulda
Grikklands og 100 millarðar
evra í ný lán, en einnig mikill
niðurskurður á ríkisútgjöldum og
skattahækkanir, sem hafa valdið
mikilli úlfúð meðal almennings í
Grikklandi.
Dow Jones-vísitalan féll um
nær 300 punkta og hlutabréf
stórra banka eins og Citigroup
og JP Morgan féllu skarpt.
Vísitölur féllu einnig víða um Evr-
ópu. Á Ítalíu féll markaðurinn um
6,8 prósent, 5,4 í Frakklandi og 5 í
Þýskalandi.
Bandaríkjadalur styrktist hins
vegar sem og ríkisskuldabréf og
aðrar tryggari fjárfestingar.
Gríska stjórnin fundaði um
ástandið í gærkvöldin en van-
trauststillaga verður lögð fram á
þingi á föstudag. Papandreú mun
einnig hitta aðra leiðtoga ESB-ríkja
á næstu dögum í tengslum við fund
G20-ríkjanna. - þj / sjá síðu 6
Djúp dýfa eftir að boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi:
Óróleiki á mörkuðum heimsins
Á NIÐURLEIÐ Hlutabréfamarkaðir í
Bandaríkjunum og Evrópu tóku dýfu
vegna ástandsins í Grikklandi.
NORDICPHOTOS/AFP
SAMGÖNGUR Vegagerðin hefur dregið úr lýsingu á
Reykjanesbraut um helming í sparnaðarskyni. Nú er
slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á leiðinni. „Mörg-
um vegfarendum finnst þægilegra að keyra við
svona ljós en það er ekki þar með sagt að það auki
umferðaröryggi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upp-
lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
„Þetta er bara hagræðing í rekstri. Við verðum
að forgangsraða eins og aðrir,“ segir G. Pétur. Með
þessu sparist um tíu milljónir á ári og rannsóknir
bendi ekki eindregið til þess að lýsing á þjóðvegum
auki umferðaröryggi. En til hvers er hún þá?
„Þú verður að spyrja þá sem settu hana upp á
sínum tíma,“ segir hann. „Það er eiginlega hvergi í
heiminum sem menn eru að lýsa þjóðvegi utan þétt-
býlis. Víða erlendis hafa menn verið að taka niður
svona lýsingu, hafi þeir á annað borð sett hana upp.“
G. Pétur segir að í kjölfarið hljóti menn að skoða
hvort ástæða sé til að hætta alfarið lýsingu á braut-
inni, fyrir utan á gatnamótum, sem áfram verði
lýst. „Reyndar þyrfti frekar að gera meira af því að
lýsa gatnamót úti á landi en ekki svona langar vega-
lengdir,“ segir hann. - sh
Vegagerðin útilokar ekki að hætta með öllu að lýsa upp Reykjanesbraut:
Slökkt á öðrum hverjum staur
DÝR BIRTA Vegarðin ætlar að spara tíu milljónir á ári með því
að draga úr lýsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
ÞÚ SKALT EKKI LISTAR NJÓTA Styttur
bæjarins voru huldar plasti í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓLK Landsmenn voru í gær hvatt-
ir til að sniðganga listina, hvaða
form sem hún tók sér. Listalausi
dagurinn, kallaðist átakið, sem var
að undirlagi Bandalags íslenskra
listamanna.
Útbúinn var listi yfir það sem
skyldi forðast, meðal annars
söfn, öll myndverk, tónlist, tölvu-
leiki, skáldsögur aðrar fagurbók-
menntir, kvikmyndir, byggingar
og garða hannaða af arkitektum og
tískufatnað. Markmiðið var að fá
fólk til að velta fyrir sér þýðingu
listar í samfélaginu. - sh
Listalausi dagurinn:
Fólk hvatt til að
sniðganga list
VIÐ ERUM 50 ÁRA
FAGNAÐU MEÐ OKKUR
3.–5. NÓVEMBER FRÁ
KLUKKAN 8:50–21:50
Gleraugnasalan | Laugarvegi 65 | 551 8780 | gleraugnasalan.is
AFSLÁTTUR AF ÖLLU
SPURNING DAGSINS