Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 6

Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 6
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Frá kr. 29.900 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina til eða frá Kanarí á hreint ótrúlegu verði. Um er að ræða flug til Kanarí 15. nóvember. Einnig flug frá Kanarí 15. nóvember eða 20. desember. Gríptu tækifærið og tryggðu þér flugsæti á frábærum kjörum Kanarí Kr. 29.900 Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum til eða frá Kanarí. Aðeins örfá sæti. Ótrúlegt sértilboð! á flugsætum! Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina Sýnd í Odda 101, 3. nóv. kl. 17:00 Grænmetisgarður heimsins Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Nánar á viðburðaskrá www.hi.is Hádegisfyrirlestur Magnúsar Björnssonar Utanríkisstefna Kína og aðdragandi diplómatískra samskipta Íslands og Kína Lögberg 102, 4. nóv. kl. 13:20 GRIKKLAND Grikkir virðast margir líta svo á að Georg Papandreú for- sætisráðherra ætli sér að kúga þjóðina til hlýðni með því að bera samkomulag stjórnarinnar við Evrópusambandið undir þjóðar- atkvæðagreiðslu. „Þetta er fáránlegt. Nú hafa þeir sent boltann til okkar, en er það ekki þeirra ábyrgð að taka ákvörð- unina?“ hefur gríska dagblaðið E Kathimerini eftir Haris Velakou- takou, 64 ára gömlum ferðaleiðsögu- manni í Aþenu. Stjórnarandstaðan hefur sömu- leiðis brugðist ókvæða við ákvörðun forsætisráðherrans og tveir þing- menn Sósíalistaflokksins hafa sagt sig úr honum, með þeim afleiðing- um að stjórnarmeirihlutinn er orð- inn mjög tæpur. Papandreú tilkynnti um ákvörð- un sína á þriðjudag, en daginn áður hafði hann boðað atkvæðagreiðslu á þingi um stöðu stjórnarinnar. Reiknað er með að þingið gangi til atkvæða seint á föstudag, og ræðst þá hvort stjórnarmeirihlutinn fellur. Hann hefur hins vegar ekki gefið upp neina tímasetningu fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna, að öðru leyti en því að hún verði eftir að Evrópu- sambandið hefur endanlega geng- ið frá útfærslu björgunaraðgerða sinna, sem meðal annars fela í sér helmings niðurfellingu á skuld- um Grikkja og yfir hundrað millj- arða evra fjárhagsaðstoð til við- bótar þeirri, sem áður hafði verið ákveðin. Mikil andstaða er meðal almenn- ings við björgunaraðgerðir ESB og niðurskurðaráform stjórnarinnar, en felli þjóðin björgunaraðgerðirn- ar aukast mjög líkur á greiðslufalli Grikklands og hruni evrunnar. Pap- andreú hefur engu að síður ákveðið að taka áhættuna. - gb Grískur almenningur og gríska stjórnarandstaðan bregðast ókvæða við ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu: Segja Papandreú varpa frá sér ábyrgðinni AFTUR TIL DRÖKMUNNAR? Kona í Aþenu gengur fram hjá minnismerki um drökmuna, myntina sem Grikkir notuðu áður en þeir tóku upp evruna fyrir rúmum áratug. NORDICPHOTOS/AFP 375 grömm af kókaíni Mennirnir fjórir, sem teknir voru í sumarbústað fyrir austan fjall fyrir skömmu, reyndust vera með 375 grömm af kókaíni í bústaðnum. Eftir er að rannsaka styrkleika efnisins. LÖGREGLUMÁL Glasaþras á 800 bar Maður var sleginn nokkur högg í andlitið inni á skemmtistaðnum 800 bar aðfaranótt sunnudags. Árásarmaðurinn, enskumælandi, bar á hann að hann væri að drekka úr glasi sem væri ekki hans glas. Þegar hinn mótmælti fékk hann hnefann í andlitið. Hann ætlar að kæra. Sussaði á hund sem beit Kona var bitin af hundi í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Hún var á gangi við verslunarmiðstöð í austur- borginni þegar hundurinn beit hana í fótlegginn svo á sá. Hundurinn, sem var bundinn, gelti að konunni sem ætlaði þá að „sussa” á hann með fyrr- greindum afleiðingum. STJÓRNSÝSLA Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB, segir fjölda ráðninga ráðuneytanna án auglýsinga vera sláandi og ekki í anda þess að sá hæfasti sé ráðinn í hvert skipti. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að frá ársbyrjun 2009 hafi 77 sinn- um verið ráðið í stöður hjá ráðu- neytunum án þess að staðan hafi verið auglýst. Helga segir BSRB einmitt hafa árið 2007 mótmælt lagabreyting- um þar sem ein grein gerði ráð fyrir að ekki þyrfti að aug- lýs a s tö ð u r ef ráðið væri innan Stjórnar- ráðsins. „ E n n e r u sömu rök í gildi og BSRB var með þá. Við kölluðum eftir gagnsæi í ráðn- ingum þannig að farið sé yfir hæfni einstaklinga og sá sem er metinn hæfastur hljóti starfið.“ Helga minnir jafnframt á að Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hafi, þegar hann var í stjórnarandstöðu, gagnrýnt umrædda grein og kallað hana laumu farþega í frumvarpi um lög um Stjórnarráð. Helga segir að á þeim tíma hafi BSRB talið að verið væri að stíga fyrsta skrefið í þeirri þróun að ráða almennt án auglýsinga. „Og það virðist einmitt vera að gerast núna.“ - þj Hörð gagnrýni á fjölda ráðninga án auglýsinga hjá ráðuneytum: BSRB segir fjöldann sláandi HELGA JÓNSDÓTTIR UMHVERFISMÁL Samtök sveitarfé- laga á Suðurlandi vilja að vatns- yfirborð Hagavatns verði fært til upprunalegs horfs með stíflu í Farinu. Hagavatn er suður af Hagafellsjökli í austanverðum Langjökli. „Umhverfisáhrif yrðu umtals- verð og jákvæð þar sem svif- ryk af svæðinu myndi minnka til muna og lífríkið allt njóta góðs af. Um mikið þjóðþrifamál yrði að ræða fyrir allt nær- umhverfið. Möguleiki myndi enn fremur skapast til bygg- ingar jafnrennslisvirkjunar er skapa myndi atvinnu á svæð- inu á framkvæmdatíma og auka hagkvæmni framkvæmdanna,“ segir í ályktun frá ársþingi SASS. - gar Vilja Hagavatn í fyrra horf: Stíflað verði vegna svifryks VIÐSKIPTI Sýslumaðurinn í Reykja- vík hafnaði í gær beiðni Iceland Express um lögbann við því að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, nýtti sér upp- lýsingar sem hann hefði öðlast í starfi sínu við stofnun nýs flug- félags, WOW Air. Forsvarsmenn Iceland Express fullyrtu að Matthías hefði undir- ritað ráðningarsamning sem hefði kveðið á um að yrði honum slitið af öðrum samningsaðila væri Matthíasi óheimilt á næstu tveimur árum eftir lok uppsagn- arfrests að ráða sig til starfa hjá, sitja í stjórn eða eiga hlut í fyrir- tæki sem keppti á sama markaði og Express. Matthías á innan við tíu prósent í félaginu, að því er lögmaður hans sagði hjá sýslu- manni. Lögmaður Matthíasar sagði við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni að slíkur samningur hefði aldrei verið í gildi og Matthías ræki raunar ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrifað undir ráðn- ingarsamning. Samningurinn var lagður fram sem gagn í málinu, óundirritað- ur, en sýslumaður taldi að þannig hefði hann ekkert sönnunargildi, að því er fram kemur í úrskurð- inum. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Iceland Express, kvaðst hins vegar í samtali við Frétta- blaðið í gær vera í sjöunda himni, enda samningurinn kominn í leitirnar. „Ég er búinn að eyða klukkutíma í að kemba allt sem ég gat kembt hjá Iceland Express og heldurðu að ég hafi ekki fund- ið samninginn, undirritaðan af Matthíasi Imsland.“ Sigurður segir samninginn verða lagðan fram þegar málið komi til kasta dómstóla, enda hafi Express ákveðið að kæra niður- stöðuna til héraðsdóms. Sigurður var spurður um það hjá sýslumanni hvaða leyndarmál það væru sem Matthías byggi yfir og hann sagði það vera vitn- Gátu ekki sýnt fram á tilvist samningsins Sýslumaður hafnar beiðni Iceland Express um lögbann á störf Matthíasar Ims- land fyrir WOW Air. Gátu ekki sýnt fram á að Matthías hefði undirritað samn- ing með samkeppnisákvæði. Lögmaður IE segist nú hafa fundið samninginn. EKKI LAUS ALLRA MÁLA Iceland Express ætlar með málið fyrir dómstóla. Endanleg niðurstaða þeirra liggur kannski ekki fyrir fyrr en eftir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lögmaður Matthíasar Imsland segir í yfirlýsingu að „innbrot fyrirtækisins í persónuleg gögn starfsmanns“ sé „skýrt brot á lögum um persónuvernd“, þó svo að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort það lögbrot verði kært. Í yfirlýsingunni segir að niðurstaðan sé í fullu samræmi við væntingar hans og Matthíasar og þeir líti svo á að með honum sé fullt atvinnufrelsi Matthíasar staðfest. Íhugar kæru vegna innbrots í einkagögn eskju um samninga við ferða- heildsala og allan „kostnaðar- strúktúr“ Express. Lögmaður Matthíasar benti á móti á að auð- velt væri að nálgast upplýsingar um hvaða ferðaheildsalar skipta við hvaða flugfélög. Þær lægju öllum opnar á vef Ferðamálaráðs. Þá komu til tals ásakanir Express-manna þess efnis að Matthías hefði reynt að lokka starfsmenn Express til WOW Air. Sigurður tilgreindi starfsheiti þeirra sem þetta ætti við um, en kvaðst þó ekki geta sýnt fram á það gegn mótmælum lögmanns Matthíasar. Express-menn fóru fram á að sýslumaður svipti Matthías síma og tölvu í eigu félagsins sem hann hefur enn til umráða. Lagt var fram yfirlit yfir símnotkun hans frá því að honum var sagt upp. „Engin rök eru sett fram hvers vegna gerðarþoli megi ekki tala við umrædda aðila í síma,“ segir hins vegar í úrskurði sýslu- manns. stigur@frettabladid.is Ert þú farin(n) að huga að jólunum? Já 44,5% Nei 55,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eru kynþáttafordómar land- lægir á Íslandi? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.