Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 12

Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 12
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR Magnaður miðvikudagur 15% afsláttur af öllum Blackberry símum í dag Þú færð meira hjá Símanum Í dag er magnaður miðvikudagur og þú færð 15% afslátt af öllum Blackberry símum ef þú ert hjá Símanum. Nýttu tækifærið! Gildir á meðan birgðir endast FISKELDI Forsvarsmenn Arnarlax á Bíldudal gera ráð fyrir að tilraunaeldi á laxi í Arnarfirði geti hafist næsta vor, en síðustu þrjú ár hefur fyrir- tækið kannað aðstæður á svæðinu. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækinu til handa liggja nú hjá Umhverfisstofnun og Fiskistofu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arnarlaxi. Samhliða tilraunaeldinu verður ráðist í uppbygg- ingu á vinnsluhúsnæði og seiðaeldi í landi. Eftir fimm ár er gert ráð fyrir því að framleiðsla Arnar- lax, með tilheyrandi fullvinnslu afurða á neytenda- markað, verði um þrjú þúsund tonn á ári. Í tilkynn- ingunni segir einnig að fimmtíu ný störf geti orðið til við uppbygginguna, en heildarkostnaður á bak við verkefnið verði um þrír milljarðar króna. Stór fyrirtæki í Noregi og Danmörku, bæði á sviði eldis, vinnslu og markaðssetningar, eru á meðal þeirra sem standa á bak við Arnarlax. Aðstæður til eldis í Arnarfirði þykja ákjósan- legar að mati sérfræðinga. Í Harðangursfirði í Noregi eru svipaðar aðstæður og þar eru fram- leidd 30 til 40.000 tonn af laxi á ári, að því er Arn- arlax segir. - þj Vongóðir um að uppbygging laxeldis Arnarlax í Arnarfirði hefjist brátt: Vilja hefja tilraunaeldi í vor SÉÐ YFIR ARNARFJÖRÐ Vonast er til þess að tilraunaeldi Arnar- lax í firðinum geti hafist næsta vor. Uppbygging fyrirtækisins gæti skapað um 50 ný störf á svæðinu. MYND/VÍKINGUR GUNNARSSON HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi þeirra sem greinst hafa með klamydíu hefur dregist saman um tæp 10 prósent á milli ára, sé litið á fyrstu níu mán- uði ársins. Samkvæmt upplýsing- um frá sýklafræðideild Landspít- ala bendir það til þess að færri hafi smitast af klamydíu. Frá þessu er greint í Farsóttarfréttum Land- læknisembættisins. Alls greindust 1.584 með klam- ydíu fyrstu níu mánuði þessa árs. Töluvert fleiri konur greindust en karlar – 941 kona og 609 karlar. Kyns er ekki getið hjá 34 einstak- lingum. Sé litið á aldursdreifinguna síðast liðin fjögur ár sést að konur eru yngri þegar þær sýkjast en karlar. Vitað er að stúlkur byrja að stunda kynlíf fyrr en strákar. Algengasti aldur þeirra stúlkna sem smitast er 15 til 19 ára, og algengasti aldur drengja er 20 til 24 ára. Í Farsóttarfréttum er einnig greint frá nýjum tilfellum af lek- anda, en alls hafa 23 greinst á fyrstu níu mánuðum þessa árs, sextán karlar og sjö konur. Er þetta svipaður fjöldi og árið 2010, en þá greindust 18 með lekanda. - sv Tæplega 1.600 einstaklingar hafa greinst með klamydíu á þessu ári: Klamydíusmitum fer fækkandi HÚÐ- OG KYNSJÚKDÓMADEILD LSH Allt bendir til þess að klamydíusmitum hafi fækkað á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRAKKLAND Leiðtogar helstu efna- hagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skatt- greiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrir- tæki verði samt sem áður gjald- þrota. Þá er meiningin að setja alþjóð- legar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættu- viðskipti, eins og farin voru að tíðk- ast í fjármálaheiminum fyrir hrun- ið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vog- unarsjóða og annarra jaðarfyrir- bæra fjármálaheimsins, með öfl- ugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallar- viðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaálykt- un fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði sam- þykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leið- togahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða við- brögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er hald- inn í beinu framhaldi af leiðtoga- fundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða regl- ur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmála- manna til að bregðast við ástand- inu. gudsteinn@frettabladid.is Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi Á leiðtogafundi G20-ríkjanna síðar í vikunni er ætlunin að samþykkja að settar verði strangari reglur um banka- og fjármálastarfsemi. Stærð banka verða settar strangar skorður, hömlur verða settar á ofurbónusa og áhættuviðskipti. UNDIRBÚNINGUR LANGT KOMINN Frakkar vinna hörðum höndum að undirbúningi G20-fundarins í Cannes síðar í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.