Fréttablaðið - 02.11.2011, Side 40

Fréttablaðið - 02.11.2011, Side 40
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR28 FIMMTUDAGINN 3. NÓV KL. 20:30 Forsala: midi.is og salurinn.is ANDREA GYLFADÓTTIR Söngur STEFÁN HILMARSSON Söngur SIGURÐUR FLOSASON Saxófónar ÞÓRIR BALDURSSON Hammond B-3 orgel EINAR SCHEVING Trommur TÓNLEIKAR www.dimma.is „Frábær plata, mikill húmor, rosalega skemmtilegt. Ég gef henni níu af tíu í einkunn.“ Andrea Jónsdóttir, RÚV „Gæða tónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur. “ Trausti Júlíusson, Fréttablaðið Í SALNUM Í KÓPAVOGI 28 menning@frettabladid.is HARPA OG SLAGVERK HITTAST Á RÓSENBERG Duo Harpverk spilar á árlegum tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Dúóið skipa þau Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnik slagverksleikari, sem bæði tvö eru hljóðfæra- leikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar 500 krónur inn. Leikhús ★★★★ Eftir lokin Höfundur: Dennis Kelly. Þýð- ing og leikstjórn: Stefán Hallur Stefánsson. Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björns- dóttir. Lýsing: Stefán Benedikt Vilhelmsson. Tjarnarbíó Hver ræður yfir hverjum? Á laugardagskvöldið var hið ágæta leikhús í gamla Tjarnar- bíói með frumsýningu á væg- ast sagt óhugnanlegu verki eftir Dennis Kelly, sem einnig samdi Elsku barn sem flutt var í Borg- arleikhúsinu í fyrra. Í þröngum klefa hafast tvær persónur við um nokkurt skeið því að það virðist sem kjarn- orkustríð geysi utan hans. Áhorf- endum er komið fyrir eins og í kringum boxhring; miðjan er girt af með geislum og í fern- ingi kljást tvær persónur við að lifa meðan dauðinn er alls staðar utan þeirra. Hér er verið að tefla allan tímann, tvö skref fram og eitt til baka. Leikreglur settar upp um hvað beri að gera til þess að tíminn líði bærilega. Í kjarn- orkubyrginu er takmarkað magn fæðu og ræður karlmaðurinn Markús alfarið yfir henni, enda er þetta kjarnorkubyrgið hans. Þau eru vinnufélagar og það er greinilegt að hún eins og aðrir á vinnustaðnum hafa hlegið að honum og þótt hann nokkuð und- arlegur í háttum. Þetta er þrusuvel skrifað verk og vafalítið draumur hvers ungs leikara að fá að kljást við svo mergjaðar sveiflur sem til verða í samskiptum fólks við aðstæður sem þessar. Lilja Nótt og Sveinn Ólafur skiluðu afbragðsleik í þessari nálægu glímu við mögu- leikann á að lifa af. Skyndilega kemur vendipunktur sem breytir sambandinu mjög millum þeirra og gefst þá tækifæri til þess að skoða enn samskiptamynstrið. Hér er verið að vinna með hið svokallaða Stokkhólmssyndróm, eða þá flóknu sálarflækju þegar fórnarlamb fer að elska eða alla vega þykja vænt um kvalara sinn. Gísli Galdur Þorgeirsson á hér einnig vænan þátt í að skapa stemningu óhugnaðar. Hljóð- myndin öll var eins og ískrandi tónverk úr helvíti og notkun ljósa og ekki síður myrkurs undir- strikaði þann ofurkraft geð- veikinnar sem smám saman var að vaxa fram. Starandi sturlast persónan Markús og virðist nær blindur af sinni eigin brjálsemi. Textinn var mjög áheyrilegur og framsögn leikaranna góð. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Flott verk, ekki fyrir við- kvæma en svo sannarlega fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá magnaðan leik í návígi. Mannréttindasamtökin Amnesty International standa ásamt Bíói Paradís fyrir kvikmyndadögunum (Ó)sýnileg, sem hefjast á morgun. Tólf heimildar- myndir sýna þrautseigju fólks sem berst fyrir rétti sínum. Í tilefni af fimmtíu ára starfi Amnesty International á alþjóða- vísu halda samtökin á Íslandi kvik- myndahátíðina (Ó)sýnileg í Bíói Paradís. Hátíðin stendur yfir dag- ana 3. til 13. nóvember og verða tólf heimildarmyndir til sýnis. Samtökin gera mannréttindabrot sýnileg og krefjast úrbóta. „Heimildarmyndir eru sterkur miðill. Myndformið færir okkur inn í raunverulegar aðstæður og sýnir sannleikann. Á augabragði erum við stödd á útvarpsstöð konu í Níkaragva, sem hefur það að markmiði að segja frá ofbeldi gegn konum, eða í fangelsi hjá ungum dreng, sem sat inni ásamt hundruð- um í kjölfar grænu byltingarinnar í Íran,“ segir Bryndís Bjarnadótt- ir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Við áhorf myndanna verða þessir einstaklingar svo nærri þér að þú hreinlega verður að taka afstöðu og grípa til aðgerða.“ Myndirnar, sem allar hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna, endur- spegla þann raunveruleika sem viðgengst í heiminum og reynt er að fela. „Nokkrar taka á mannréttinda- brotum gegn konum, aðrar gefa innsýn inn í gang mála í Norður- Afríku og Mið-Austurlöndum eða fjalla um brot á tjáningarfrelsinu.“ Áhorfendum gefst kostur á að þrýsta á yfirvöld Sýrlands, Kongó og Írans vegna þeirra sem eru þar í hættu og sæta mannréttindabrot- um. „Það er vegna sýrlenskrar kven- réttindakonu, nauðgana í Kongó sumarið 2010 og samviskufanga í Íran sem hlaut sex ára dóm fyrir að nýta sér tjáningarfrelsið. Við viljum krefja yfirvöld um að vernda eftir- farandi einstaklinga og koma í veg fyrir áframhaldandi brot.“ Peter Löfgren, framleiðandi myndarinnar Travel Advice for Syria, er heiðursgestur hátíðarinn- ar. Myndin veitir einstaka innsýn í sýrlenskt samfélag í aðdraganda uppreisnarinnar sem hófst fyrir hálfu ári. Hann verður viðstaddur sýningu myndarinnar 8. nóvember og mun svara fyrirspurnum kvik- myndagesta. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á amnesty. is og bioparadis.is. hallfridur@frettabladid.is Mannréttindabrot sýnileg SANNLEIKURINN SÝNDUR Bryndís Bjarnadóttir segir heimildarmyndirnar færa áhorfandann inn í raunverulegar aðstæður einstaklinga sem berjast fyrir rétti sínum. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.