Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 44

Fréttablaðið - 02.11.2011, Síða 44
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR32 folk@frettabladid.is Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar 20% Kynningarafsláttur út nóvember Sante snyrtivörurnar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðum jurtum og eru lausar við skaðleg kemísk efni. Þær eru margprófaðar af húðsjúkdómafræðingum og hafa staðist strangar gæðaprófanir. Sýndu fyrirhyggju og veldu náttúrulegar snyrtivörur fyrir fjölskylduna þína. Náttúrulegar snyrtivörur fyrir alla fjölskylduna www.lifandimarkadur.is „Ég nota snyrtivörur sem raska ekki hormónastarfssemi, framkalla ekki ofnæmi né þurrk á húð og eru í senn lausar við paraben-efni. Ég mæli með Sante.” Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Næringarþerapisti og höfundur bókarinnar „10 árum yngri á 10 vikum” Yfir fjórtán þúsund Íslend- ingar hafa heimsótt nýja vefmiðilinn Innihald. is en hann fór í loftið á laugar daginn. Þær Sigrún Jóhannsdóttir, Sæunn Ingi- björg Marinósdóttir og Anna Jóna Heimisdóttir sem skipa ritstjórn miðils- ins eru í skýjunum yfir viðtökunum. Innihald.is er í senn afþreyingarvefur og vettvangur málefnalegrar umræðu. „Aðsóknin fór langt fram úr okkar björtustu vonum og við erum mjög sáttar með viðtökurn- ar,“ segir Sigrún Jóhannsdótt- ir lögfræðingur og einn þriggja aðstandenda nýs vefmiðils, Inni- hald.is. Vefurinn fór í loftið á laugar- daginn og hafa þegar um fjór- tán þúsund manns skoðað vefinn oftar en einu sinni á síðustu fjór- um dögum. Sem dæmi má taka er vefur Alþingis með ellefu þúsund notendur á heilli viku. Eina af ástæðum góðrar aðsóknar á vefinn má rekja til athyglinnar sem pistill Maríu Lilju Þrastardóttur hefur vakið en hún skrifaði opið bréf til Davíðs Þórs Jónssonar. „Pistill Maríu og eftirmálar hans hafa vakið mikla athygli en við ætlum ekki að taka efnislega afstöðu í þessu máli. Okkar hlutverk er að sjá til þess að siðareglum sé fylgt en umfram það er orðið frjálst,“ segir Sigrún en hvetur þá sem telja að á sér hafi verið brotið að hafa samband við sérstaka siðanefnd miðilsins sem meti hvað gert verður í fram- haldinu. Þær Sigrún, Anna Jóna Heimis- dóttir, stjórnmála- og kynjafræð- ingur, og Sæunn Marinósdótt- ir viðskiptafræðingur kynntust í aðdraganda Druslugöngunn- ar í sumar. Með nafni miðilsins vilja þær stöllur benda á að það er innihaldið sem skiptir máli en ekki útlitið. „Við vorum allar orðnar þreyttar á tilfinninga- rúnki margra vefmiðla og hvern- ig fréttaflutningi var háttað til að næla sér í sem flestar flettingar.“ Innihald.is fer eftir ströngum siðareglum og hefur ritstjórnin sett saman sérstakt vefráð sem á að veita ritstjórninni aðhald og uppbyggilega gagnrýni mánað- arlega en í ráðinu er fjölbreyttur hópur einstaklinga. „Við viljum halda ákveðnum staðli á síðunni og sjá til þess að við förum ekki út fyrir okkar eigin markmið. Við erum til dæmis strangar á að pistlahöf- undar geri grein fyrir heimildum sínum, eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt mál í vefmiðlum en er því miður ekki,“ segir Sigrún og hún hvetur alla til að senda inn pistla á síðuna. Umfjöllunarefni Innihald.is er allt milli himins og jarðar eins og til dæmis þjóðfélagsmál, matar- gerð, listir, handavinna og kynlíf. „Við viljum að sem flestar raddir heyrist og höfða til fjölbreytileik- ans en um leið uppræta fordóma. Til dæmis viljum við ekki skrifa um kynlíf með því að leiðbeina konum hvernig á að fullnægja karl- manni heldur viljum við fjalla um kynlíf á eðlilegri hátt og sem hluta af góðri heilsu.“ alfrun@frettabladid.is MIKILL ÁHUGI Á INNIHALDI RITSTJÓRNIN Þær Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir voru orðnar leiðar á mörgum vefmiðlum og boða aukinn fjölbreytileika í úrvali netmiðla með stofnun Innihald.is. Á myndina vantar þriðja meðlim ritstjórnar, Önnu Jónu Heimis- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fátt hefur vakið meira athygli en skilnaður raunveruleika- stjörnunnar Kim Kardashian og Kris Humphries. Hjónaband þeirra entist aðeins í 72 daga þrátt fyrir að öllu hefði verið tjaldað til þegar þau játuðust hvort öðru frammi fyrir Guði og E!-sjónvarpsstöðinni. Tölurnar í kringum hjóna- bandið eru ansi skondnar. Humphries er meðal annars 2,06 metrar á hæð en Kardashi- an er ekki nema 1,57 metrar. Þau þurftu að borga 20 milljón- ir dollara fyrir brúðkaupið sitt, sem þótti einkar glæsilegt, en í staðinn græddu þau 18 millj- ónir dollara, með sölu á sjón- varpsrétti og myndatöku. Kim pantaði þrjá Veru Wang-kjóla fyrir athöfnina, kampavín fyrir 400 þúsund dollara og 750 þús- und dollara fyrir veitingarnar. Og allt var þetta frítt. Ef allt er tekið saman þénaði parið á þessum 72 dögum 250 þúsund dollara á dag samkvæmt breska blaðinu Daily Mail. Sá sem hefur grætt einna mest á þessu hjónabandi er Humph ries. Hann fékk fjörutíu þúsund dollara fyrir hvern leik í NBA-deildinni; í dag þénar hann 250 þúsund dollara. Kim og Kris í tölum SKRINGILEGT Kim Kardashian og Kris Humphries eru að skilja, þau þurfa hins vegar ekki að gráta glataðar krónur því þau græddu umtalsvert á hjónabandinu. TÍMUM eyddi leikkonan Lindsay Lohan í líkhúsi í Los Angeles. Það er 16 tímum meira en dómari skipaði henni að vinna í þágu samfélagsins eftir að hún rauf skilorð. 24 Poppstjarnan Justin Bieber átti í erfiðleikum með röddina þegar hann söng dúett með Mariuh Carey og vill umboðsmaður söngvarans meina að unglings- stjarnan sé komin í mútur. Bieber og Carey sungu saman gamlan slagara söngkonunnar, All I Want for Christmas Is You, og átti Bieber víst í miklum erfið- leikum með að ná háu tónunum. „Fyrir ári hefðu þessir tónar ekki verið vandamál fyrir Bieber,“ segir umboðsmað- urinn Scooter Braun í viðtali við vefsíðuna Billboard.com. Bieber er 17 ára gamall og ein vinsælasta poppstjarnan í heiminum i dag. Hann undir- býr nú plötuna Under the Mistletoe sem á að koma út á næstu dögum en ofangreint lag verður einmitt á þeirri plötu. Justin Bieber í mútur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.