Fréttablaðið - 02.11.2011, Page 50
2. nóvember 2011 MIÐVIKUDAGUR
HANDBOLTI Það var stutt gaman
hjá línumanninum Einari Inga
Hrafnssyni sem var valinn í
íslenska landsliðið á dögunum.
Hann varð fyrir miklu áfalli í
fyrrakvöld þegar hann handar-
brotnaði á æfingu íslenska lands-
liðsins. Einar Ingi var að fá sín
fyrstu alvöru kynni af A-landslið-
inu en átti að baki einn leik með
hálfgerðu b-liði sumarið 2009.
„Ég veit eiginlega ekki hvað
gerðist. Ég greip boltann og er í
baráttu á milli tveggja manna. Það
kemur einhver slinkur á puttann
og ég hélt fyrst að ég hefði farið
í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta
var brotið. Ég hef fengið eitthvert
högg á höndina í þessu krafsi en
ég datt samt ekkert á höndina eða
neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti
við: „Ég held að það sé ekki hægt
að ímynda sér þetta meira svekkj-
andi. Þetta er alveg skelfilegt og
ég veit ekki hvað ég gerði til þess
að verðskulda þetta,“ sagði Einar
en slysið gerðist í lok æfingarinn-
ar.
„Þetta er þvílík óheppni og það
voru bara svona tvær mínútur
eftir af æfingunni þegar þetta
gerðist. Þetta var algjörlega í
restina á æfingunni. Ofan á allt
annað er þetta síðan skothöndin,“
sagði Einar. Hann hefur leikið
ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors
Thy, í Danmörku á þessu tímabili
og hann viðurkennir að það hafi
verið erfitt að hringja út og láta
þjálfarann vita af meiðslunum.
„Ég var stressaður vegna þessa
símtals í morgun. Svona er þetta
bara og hann blótaði þessu örugg-
lega í sand og ösku þegar hann
var búinn að skella á mig. Hann
sýndi mér stuðning á meðan ég
talaði við hann,“ sagði Einar en
það var strax komin pressa á hann
að ná leikjum í lok ársins.
„Ég er ekki bjartsýnn á að ég
nái að spila þennan leik sem hann
vill að ég spili milli jóla og nýárs.
Það er bara bull að reyna að taka
einhvern einn leik þar og skemma
meira fyrir sérstaklega þar sem
það kemur pása þarna á eftir,“
segir Einar Ingi en landsliðs-
draumurinn er dáinn í bili.
„Læknirinn sagði við mig í
morgun að gifs-tíminn væri svona
fjórar vikur og svo eru sex til sjö
vikur þangað til maður getur
byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti
því að gróa án þess að ég þurfi að
fara í aðgerð. Ef ég er ekki negld-
ur þá á þetta ekki að há mér neitt
í framtíðinni. Þeir vilja samt fá
mynd af þessu aftur eftir átta til
níu daga til að sjá hvort það sé
komin einhver hreyfing á þetta.
Ef það verður komin einhver
hreyfing á brotið þá þarf að negla
þetta,“ segir Einar.
- óój
Einar Ingi Hrafnsson handarbrotnaði á skothendi á æfingu karlalandsliðsins:
Það voru bara tvær mínútur eftir
KOMINN Í GIFS Einar Ingi Hrafnsson
spilar ekki handbolta fyrr en á næsta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Magnaður
miðvikudagur
20% auka-
áfylling í dag
á siminn.is
Þú færð meira
hjá Símanum
Í dag er magnaður
miðvikudagur og þú færð
20% ábót þegar þú fyllir
á Frelsi og Ring á siminn.is.
Gildir einungis ef fyllt er á í gegnum siminn.is
KÖRFUBOLTI Landsliðsmaðurinn
Helgi Már Magnússon setti nýtt
og glæsilegt stigamet í 90-81 sigri
08 Stockholm á Uppsala á föstu-
dagskvöld. Það var ekki nóg með
að Helgi bætti sitt persónulega
met í sænsku deildinni um heil 20
stig heldur tók hann einnig stiga-
met Íslendings í deildinni af Loga
Gunnarssyni.
Helgi Már klikkaði á þremur
fyrstu skotum sínum í leiknum
og var bara kominn með 7 stig í
hálfleik. Hann skoraði síðan 32
stig í seinni hálfleiknum og hitti
þá úr 11 af 12 skotum sínum utan
af velli.
„Þetta var einn af þessum
dögum sem allt gekk upp. Fyrri
hálfleikurinn var allt í lagi en í
seinni hálfleik fékk ég nokkur opin
skot í byrjun sem ég setti niður
og eftir það gekk allt upp,“ sagði
Helgi Már. Logi hafði mest skorað
38 stig í sigri Solna á 08 Stockholm
fyrir rétt rúmu ári.
„Það var með ráðum gert að
komast í 39 og upp fyrir Loga,“
sagði Helgi Már í léttum stríðnis-
tóni þegar hann frétti af nýja
stigametinu sínu. „Ég held að þetta
sé persónulegt met hjá mér og þá
skiptir engu máli um hvaða flokk
er verið að tala um. Það er alltaf
gaman að standa sig á móti sínu
gamla liði,“ sagði Helgi Már sem
spilaði með Uppsala-liðinu í vetur.
„Þetta er ekki eitthvað sem ég
geri á hverjum degi að skora 30
og eitthvað stig. Þetta var mjög
skemmtilegt. Ég held ég hafi einu
sinni náð því að skora 30 stig í
háskóla en ég hef aldrei verið
þessi spilari. Það er gaman að sjá
að maður getur þetta að minnsta
kosti,“ segir Helgi.
Helgi Már og félagar í 08 Stock-
holm HR hafa unnið fjóra af fyrstu
sjö leikjum sínum og eru eins og er
í 6. sætinu.
„Við stefnum á að vera í einu af
efstu fjórum sætunum og ef við
ætlum okkur eitthvað í vetur þá
verðum við að geta unnið gott lið
eins og Uppsala á okkar heima-
velli. Þetta var mjög kærkominn
sigur,“ segir Helgi og finnur sig
vel með nýja liðinu.
„Það gengur ágætlega. Við
erum nokkrir að berjast um sömu
stöðuna og þjálfarinn er búinn
að gefa það út að sá sem stendur
sig best fær flestar mínútur í
það skiptið. Ég hef verið að byrja
mikið á bekknum og uppleggið í
þessum leik var bara svipað og
er búið að vera í síðustu leikjum,“
segir Helgi Már.
Helgi kann vel við uppleggið í
liðinu. „Það vill svo skemmtilega
til að það er enginn Ameríkani í
liðinu. Þetta eru allt bara Svíar
og ég. Hingað til höfum við verið
lausir við að það sé einhver
eigingirni í liðinu og menn
eitthvað að hugsa um rassinn á
sjálfum sér eða að reyna að ná í
góða tölfræði,“ segir Helgi sem er
sjálfur mikill liðsmaður og oftar
en ekki að gera þá hluti vel sem
koma ekki fram í tölfræðinni.
Helgi og kærasta hans, Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir, eignuðust
strák 30. september síðastliðinn
og voru foreldrar hans í heimsókn
í síðustu viku.
„Mamma og pabbi voru í stúk-
unni. Þau voru í heimsókn og
náðu þessum eina leik. Þau komu
í vikunni til að hitta drenginn og
náðu þessum leik. Það gerði þetta
aðeins skemmtilegra að hafa þau
þarna í stúkunni og svo ég tali
ekki um að vera að spila á móti
Uppsala,“ segir Helgi. En hvað
með framhaldið?
„Við skulum vona að þjálfarinn
setji eitthvað meira upp fyrir mig
í næstu leikjum. Ef þeir vilja setja
pressu á að ég skori meiri þá er
eins gott að þeir hlaupi fleiri kerfi
fyrir mig,“ segir Helgi léttur að
lokum.
ooj@frettabladid.is
SKOTSÝNING FYRIR
MÖMMU OG PABBA
Helgi Már Magnússon setti nýtt stigamet Íslendings í sænsku úrvalsdeildinni í
körfubolta á dögunum. Helgi Már kom þá inn af bekknum og skoraði 39 stig á
aðeins 29 mínútum í flottum sigri á gömlu félögunum hans í Uppsala.
TUTTUGU STIGA BÆTING Helgi Már Magnússon hafði mest skorað 19 stig í sænsku
úrvalsdeildinni fyrir leikinn á föstudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL