Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Kaup Magma Energy Sweden AB á 52,35% viðbótar-
hlutafé í HS Orku, sem gerir heildarhlut Magma 98,5%,
ganga ekki gegn ákvæðum laga um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri. Þetta er niðurstaða nefndar, undir
formennsku Unnar G. Kristjánsdóttur, um erlenda fjár-
festingu sem falið var að fjalla um kaupin á HS Orku.
Nefndin er skipuð af Alþingi.
Hart var deilt um kaupin þegar þau voru tilkynnt, og
virðist sú óeining hafa skilað sér inn í starf nefndarinnar.
Tveir nefndarmenn, þær Björk Sigurgeirsdóttir og Silja
Bára Ómarsdóttir, skiluðu minnihlutaáliti þar sem þær
lýstu þeirri skoðun sinni fjárfesting erlends aðila í ís-
lensku orkufyrirtæki sé „á gráu svæði“. Í áliti sínu segja
þær þetta jafnframt vera prófmál með mikið fordæmis-
gildi. Þar sem um „gífurlega framtíðarhagsmuni ís-
lensku þjóðarinnar“ sé að ræða sé nauðsynlegt að dóm-
stóll skeri úr um það hvort fjárfestingin samræmist
íslenskri löggjöf. Magma Energy sé vissulega með stað-
festu innan Evrópska efnahagssvæðisins, en raunveru-
legur eigandi sé frá landi utan þess. Samkvæmt lögum
beri að takmarka fjárfestingu aðila utan EES í orkuiðn-
aði á Íslandi.
Meirihluti nefndarinnar, þau Adolf Berndsen, Sig-
urður Hannesson og áðurnefnd Unnur, féllst á það sjón-
armið lögmanns Magma að umbjóðandi hans væri „án
nokkurs vafa“ með staðfestu innan EES. Túlkun meiri-
hlutans á lögum um erlenda fjárfestingu, og skuldbind-
ingum Íslands samkvæmt ákvæðum EES-samningsins,
leiddi til þeirrar niðurstöðu að kaupin skyldu samþykkt.
Magma Energy heimilt að fara
með meirihlutaeign í HS Orku
Morgunblaðið/Ómar
Umdeilt Hart hefur verið deilt um kaup Magma Energy Sweden AB á meirihluta í HS Orku.
ÞETTA HELST ...
● Fram kom í Viðskiptablaði Morgun-
blaðsins í gær að húsnæði verslunar-
miðstöðvarinnar Glæsibæjar við Álf-
heima í Reykjavík væri meðal þeirra
fasteigna sem væru veðsettar skila-
nefnd fjárfestingabankans Straums.
Fasteignasafnið var veðsett bankanum
til tryggingar greiðslu á 450 milljónum
danskra. Réttara hefði verið að segja
að aðeins rúmlega þriðjungur „gamla“
Glæsibæjar væri veðsettur Straumi,
það er segja sá hluti er hýsir Útilíf og
10-11.
Ekki allur veðsettur
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Íslandsbanki var eini bankinn sem
skilaði viðunandi kjarnaarðsemi á
árinu 2009, að mati Bankasýslu rík-
isins, að því er fram kemur í nýút-
kominn skýrslu. Að sama skapi var
vaxtamunurinn langmestur hjá Ís-
landsbanka, tvö- til þrefalt hærri en
hjá hinum bönkunum tveimur. Upp-
gjör bankanna í fyrra litast mjög af
ýmsum óreglulegum liðum sem eru
til komnir vegna uppgjörs nýju
bankanna við þá sem þeir voru mót-
aðir úr og líklegt er að svo verði enn
um sinn. NBI líður fyrir það að hafa
tekið hlutfallslega mikið af eignum
gamla Landsbankans. Taka þarf út-
lánasöfn til endurskipulagningar og
ná jafnvægi milli inn- og útlánsvaxta.
Að sama skapi tók Arion banki yfir
innlán og skuldbindingar SPRON í
fyrra, og tíma tekur að vinna úr því.
Íslandsbanki hefur siglt lygnan
sjó, í samanburði við hina tvo, sem
skilar sér í hærri vaxtamun. Endur-
mat útlána og krafna, sem og geng-
issveiflur, höfðu jákvæð áhrif um
sem nemur tæpum 2 milljörðum á
síðasta ári. Aðrar kennitölur í rekstri
bankans líta vel út í samanburði við
NBI og Arion. Þetta rennir stoðum
undir þá kenningu að í uppgjöri milli
nýja og gamla bankans hafi verið
gengið vasklegar fram við endurmat
og niðurfærslu. Arðsemi eigin fjár
bankans var yfir 35% á síðasta ári,
sem verður að teljast býsna gott.
„Eðlileg“ arðsemiskrafa fyrir banka
í blönduðum rekstri er, skv. skýrslu
Bankasýslunnar, 15,25%. NBI einn
náði því viðmiði ekki í fyrra.
Rösklegar afskriftir Íslands-
banka við yfirfærslu skila sér
Vaxtamunur töluvert hærri en hjá NBI og Arion banka
Samanburður á bönkunum
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
%
Arðsemi
eigin fjár
Kostnaðar-
hlutfall
kjarnareksturs
Kostnaðar-
hlutfall
reglulegs
rekstrar
Vaxtamunur
Heimild: Bankasýsla Íslands
Íslandsbanki Arion Landsbankinn
35,3%
16,7%
10,0%
38,3%
69,3%
59,5%
41,3%
81,0%79,0%
4,7% 1,7% 1,4%
● Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn
hvetur bandarísk
stjórnvöld til að
koma böndum á
mikinn halla-
rekstur á ríkis-
sjóði landsins,
m.a. með því að
hækka skatta og
skera niður útgjöld til ellilífeyris.
Gerir sjóðurinn ráð fyrir því að banda-
ríska hagkerfið muni vaxa um 3,3 pró-
sent í ár, en að hagvöxtur verði ekki yfir
þremur prósentum næstu fimm árin eft-
ir það. Er það mun svartsýnni spá en hjá
bandarísku stjórninni sjálfri. Skýrir
þetta muninn á spám þeirra um halla-
rekstur og opinberar skuldir.
Hefur áhyggjur
af hallarekstri
● Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn gerir nú
ráð fyrir, að hag-
vöxtur í heiminum
öllum verði 4,5% á
þessu ári en sjóð-
urinn hafði áður
spáð 4% hagvexti á
þessu ári. Hefur
efnahagsvöxtur
verið meiri á fyrri
hluta ársins en gert
var ráð fyrir í fyrri
spám, einkum í Asíu.
Hægur en stöðugur vöxtur var einnig í
þróuðum iðnríknum, að sögn Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem varar jafnframt
við því, að enn sé hætta á bakslagi og
þróun í átt til efnahagslegs stöðugleika í
heiminum hafi verið skrykkjótt hingað til.
AGS hækkar spá sína
um hagvöxt í ár
Olivier Blanchard
aðalhagfræðingur
AGS.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Forsvarsmenn fjárfestingabankans
Saga Capital hafa áhuga á því að
taka yfir hluta starfsemi Aska Capi-
tal. Þetta staðfestir Þorvaldur Lúð-
vík Sigurjónsson, forstjóri Saga
Capital. Hann tekur þó fram að á
málið sé afar stutt á veg komið, og
um óformlegar þreifingar að ræða.
Saga Capital er eigandi rúmlega
18% hlutafjár Aska. Stærsti hluthaf-
inn er skilanefnd Glitnis með 53,3%,
en Íslandsbanki á einnig hlut í bank-
anum. Heimildir blaðsins herma að
skilanefnd Glitnis hafi komið að máli
við Saga Capital um að taka hluta
starfsemi Aska til sín. Allt byggist
það þó á ákvörðun skilanefndar
Glitnis.
Askar Capital töpuðu um það bil
4,5 milljörðum króna á síðasta ári,
en langstærstur hluti þess taps er
vegna dótturfyrirtækisins Avant.
Niðurstaða Hæstaréttar um ólög-
mæti gengistryggðra lána er síst til
þess fallin að bæta stöðu Avant, en
félagið skilaði tapi upp á fjóra millj-
arða króna í fyrra. Haft var eftir
Benedikt Árnasyni, forstjóra Aska, í
Viðskiptablaðinu fyrir skömmu að
eins og er stæðist bankinn ekki kröf-
ur FME um eiginfjárhlutfall.
Sex milljarða óveðtryggð krafa
Askar Capital eiga 6,6 milljarða
óveðtryggða kröfu á Avant. Að und-
anskilinni kröfunni á Avant nema
eignir félagsins um 3,5 millj-
örðum. Heimildir blaðsins
herma að tvær leiðir séu
mögulegar til að leysa úr
vanda Aska: Hægt er að
keyra félagið í þrot eða
leysa málið með því að há-
marka virði eigna þess, til
að mynda
með sölu á
hluta
starfseminnar til Saga Capital, sem
stendur einn eftir fjárfestingabanka
á Íslandi. Talið er að sá hluti Aska
sem snýr að ráðgjöf og gerð
hagspáa geti fallið vel að starfsemi
Saga.
Vilja ekkert af Avant vita
Eins og áður sagði er 6,6 milljarða
krafa á Avant langstærsta eign
Aska. Talin er möguleg leið að þeirri
kröfu verði að hluta eða í heild
breytt í hlutafé og að kröfuhafar
skipti á milli sín þeim eignum sem
eftir standa í félaginu. Talið er að
Saga Capital setji það sem skilyrði
fyrir einhvers konar sameiningu við
Aska að engar skuldbindingar eða
eignir tengdar Avant fylgi með.
Í öllu falli eru eru litlar líkur á því
að Askar Capital muni starfa áfram í
núverandi mynd, en margra millj-
arða eiginfjárinnspýtingar er þörf til
að svo megi verða. Askar Capital hóf
starfsemi sína í upphafi árs 2007.
Samruni inni í myndinni
Mögulegt að Saga Capital taki yfir hluta starfsemi Aska Capital Askar tækni-
lega gjaldþrota vegna stöðu dótturfélagsins Avant Töpuðu 4,5 milljörðum 2009
Lyfjarisinn Pfizer hefur höfðað mál
á hendur Bretanum Martin Hick-
man, sem mun hafa grætt milljónir
dala á því að selja svikna útgáfu af
viagra, lyfi sem ætlað er að lækna
risvandamál hjá karlmönnum. Talið
er að hagnaður Hickmans hafi
numið alls um 8,9 milljónum dala,
eða andvirði um 1,1 milljarðs króna
á árunum 2003 til 2007.
Pfizer hefur gefist upp á að reiða
sig eingöngu á löggæsluyfirvöld
heimsins og hefur ráðið hóp fyrr-
verandi lög- og tollgæslumanna
víðs vegar um heiminn til að elta
uppi framleiðendur falslyfja. Hafa
þeir mikla reynslu af því að berjast
við eiturlyfjainnflytjendur og
-framleiðendur og vonast lyfjaris-
inn til að sú reynsla komi að góð-
um notum í baráttunni við falslyf.
Gróðavonin er hins vegar mikil.
Um 100.000 króna fjárfesting í
heróínframleiðslu getur skilað um
tveimur milljónum í vasann. Sama
fjárfesting í framleiðslu á fals-
lyfjum getur skilað um 45 millj-
ónum króna.
Milljónir
fyrir falskt
viagra
Pfizer tekur lyfjaeft-
irlitið í eigin hendur
Afkoma Saga Capital var nei-
kvæð um þrjá milljarða króna á
síðasta ári. Þar réð mestu
kostnaður vegna endur-
skipulagningar bankans, en að
sama skapi var rúmlega millj-
arðs króna framlag á afskrift-
areikning bankans. Í byrjun
þessa árs var andvirði
tæplega helmings allra út-
lána bankans á afskrift-
arreikningi. Fram kom í
tilkynningu frá Saga
Capital að 18 milljóna
króna hagnaður hefði ver-
ið af reglulegri starfsemi.
Há afskriftar-
framlög
SÍÐASTA ÁR HJÁ SAGA
Þorvaldur Lúðvík
Sigurjónsson
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-.,/
+01.//
++0.01
,+.213
+/.-31
+3.-,-
++1./4
+.-20/
+04.0+
+41.+,
+,-.4/
+00.-4
++/.,,
,+.+50
+/.4,-
+3.-1,
++0.,0
+.-+5
+03.53
+41.43
,+,.0201
+,-.0/
+00./+
++/.41
,+.,
+/.40+
+3.4,
++0.3+
+.-+1+
+03./+
+40