Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 ✝ Emma Hansenfæddist á Stóru- Giljá í Húnaþingi 15. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 2. júlí 2010. Foreldrar Emmu voru Friðrik Hansen ljóðskáld, kennari, vegaverkstjóri og odd- viti á Sauðárkróki, f. 17. janúar 1891, d. 27. mars 1952, og Jósefína Erlendsdóttir sauma- kona, f. 2. nóvember 1894, d. 19. nóvember 1937. Systkini Emmu eru Ástríður Björg, f. 1920, d. 1993, Kristján, f. 1921, d. 2009, Ragnar, f. 1923, Er- lendur, f. 1924, Jóhannes Friðrik, f. 1925, Björg, f. 1928, og Guðmundur, f. 1930. Hálfsystir sammæðra er Ás- gerður Guðmundsdóttir, f. 1914, d. 1991. Hálfsystkini samfeðra eru Þor- björg Bjarnar, f. 1929, Sigurður, f. 1951. Kvæntist Helgu Haraldsdóttur, f. 1951. Þau skildu. Sonur þeirra er Ari Björn, f. 1973. Er kvæntur Thuy Thu Thi Nguyen, f. 1966. 4) Gunn- hildur Kristín bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, f. 1961, gift Sveini Agnarssyni hagfræðingi, f. 1958. Emma lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og sótti síðan hússtjórnarnám í Kvenna- skólanum í Reykjavík veturinn 1938- 39. Hún kenndi við barnaskóla Við- víkurhrepps 1942-43 og barnaskóla Hólahrepps 1968-75. Var bókavörð- ur við Borgarbókasafn Reykjavíkur 1976-87. Emma átti frumkvæði að stofnun kvenfélagsins Freyju í Við- víkurhreppi og var virk í kvenfélags- starfi. Hún var um tíma formaður Sambands norðlenskra kvenna og sat lengi í stjórn Sambands skag- firskra kvenna, auk þess sem hún tók þátt í ýmsum nefndarstörfum. Hún hafði yndi af hannyrðum og öðru handverki. Emma var hagmælt og eftir hana liggja mörg ljóð, flest ób- irt. Útför Emmu Hansen fer fram frá Hóladómkirkju í dag, 9. júlí 2010, kl. 14. 1939, Jósefína, f. 1942, Eiríkur, f. 1945, og Friðrik, f. 1947, d. 2004. Emma var gift Birni Björnssyni, prófasti á Hólum í Hjaltadal, f. 7. maí 1912 í Gufudal, A- Barð., d. 9. október 1981. Foreldrar hans voru Björn Guð- mundur Björnsson bóndi, f. 1885, d. 1957, og Sigríður Ágústa Jónsdóttir húsmóðir f. 1887, d. 1933. Börn Emmu og Björns eru 1) Björn Friðrik kennari, f. 1941, kvæntur Oddnýju Finnbogadóttur bókasafns- og upp- lýsingafræðingi, f. 1948. Dætur þeirra eru Emma Sigríður, f. 1968, Ásta Sylvía, f. 1971, d. 2004, og Alma Emilía, f. 1978. 2) Ragnar skrif- stofumaður f. 1945. Dóttir hans með Önnu Hjaltadóttur er Kristín Björg, f. 1975. 3) Sigurður Jósef vélvirki, f. Fyrir stuttu var ég að fara í gegn- um ýmis gögn móður minnar og fann þá nokkur ljóð sem ég hafði aldrei séð fyrr. Þeirra á meðal var eftirfarandi vögguvísa sem mig langar til að þakka fyrir. Til dóttur minnar Þú ert yngsta ástin mín yndi það sem fegurst skín enga veit ég sælli sýn en saklaus bláu augun þín. Sofðu litla ljósa mær lífsins hnoss, mér ertu kær hvíldu þig á kodda vær kyssi ég þig á enni og tær. Gunnhildur. Það var dumbungur í lofti þegar Emma Hansen kom í sína síðustu ferð í Hóla. Hún fetaði sig rólega nið- ur gamla veginn að prestshúsinu þar sem þröstur og maríuerla tóku henni fagnandi og hunangsfluga suðaði í valmúanum undir suðurveggnum. Þótt margt hefði breyst á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin var frá því þau Björn fluttu þangað frá Sauðárkróki var lautin og brekkan á sínum stað. Klukkur í turni kirkjunnar hringdu til messu og margir kirkjugesta heilsuðu gömlu prófastsfrúnni. Hér þekktu all- ir Emmu, hér var hún á heimavelli. Emma var elst átta barna Friðriks Hansen og Jósefínu Erlendsdóttur. Faðir hennar kenndi við barnaskól- ann og var vegaverkstjóri á sumrin þegar skólastarf lá niðri. Auk þess tók hann virkan þátt í pólitík og var odd- viti um tíma. Jónas frá Hriflu var hans maður. Friðrik var ljóðskáld gott og hafði yndi af kveðskap. Á heimilinu var mikill gestagangur og margt skrafað um pólitík og bók- menntir, stundum jafnvel gripið í spil eða teflt. Emma drakk í sig ljóðin og ótrúna á íhaldið. Seinna meir þegar dóttir hennar var farin að slá sér upp hafði Emma hvað mestar áhyggjur af því hvort tengdasonurinn tilvonandi væri ekki örugglega framsóknarmað- ur. Hugur Emmu stóð til náms, enda áhugasöm og vel gefin. Að barna- skólanámi loknu lá leiðin til Akureyr- ar þar sem hún innritaðist í mennta- skólann. Nýnemar þreyttu munnleg stöðupróf og fylgdust hinir eldri þá iðulega með. Emma var áköf og lá hátt rómurinn og vakti þar með eft- irtekt Björns nokkurs Björnssonar frá Gufudal. Veikindi móður hennar komu þó í veg fyrir að hún gæti haldið áfram námi að loknu gagnfræðaprófi vorið 1937. Voru það henni mikil von- brigði. Þess í stað hélt hún heim á Krók og tók við húsmóðurhlutverkinu af móður sinni sem þá var orðin fár- sjúk af krabbameini og lést í nóvem- ber sama ár. Veturinn 1938-39 gafst Emmu þó tækifæri til að sækja Kvennaskólann í Reykjavík, en Björn las þá guðfræði við Háskóla Íslands. Var hússtjórnarnámið góður undir- búningur fyrir það starf sem í vænd- um var, en Björn var vígður til Viðvík- urprestakalls vorið 1940. Starf prestfrúarinnar átti vel við Emmu. Hún var félagslynd og tók ríkan þátt í safnaðarstarfinu, auk þess sem hún lét til sín taka á vegum kvenfélagsins. Það sópaði að Emmu, enda ákveðin kona og einörð. Má með sanni segja að hún hafi verið einn máttarstólpa samfélagsins í sveitinni. Emma hafði gaman af hannyrðum. Móðir hennar kenndi henni að sníða og sauma föt og nýttist það Emmu vel seinna meir. Hún saumaði einnig út og heklaði. Í barnaskólanum kenndi hún m.a. handavinnu og teikningu. Síðustu árin þegar heilsu fór að hraka dvaldi Emma á Droplaugar- stöðum í Reykjavík. Þar fór vel um hana og eru starfsfólki færðar kærar þakkir fyrir góða umönnun. Emmu þótti vænt um Hólastað, sögu hans og kynngi. Að fara heim í Hóla hafði dýpri og sterkari merk- ingu fyrir hana en flesta aðra. Þar hvílir hún rótt. Sveinn Agnarsson. Lítil stúlka situr í aftursæti og þyk- ir leiðin löng inn Hjaltadalinn og tím- inn lengi að líða. Bæirnir líða hjá og hún man hvað sumir heita. Hún hlakkar til að hitta frændfólkið. Loks er komið á áfangastað, heim að Hól- um. Í stóru og björtu eldhúsinu fær hún að sitja á tröppustólnum og horfa á Emmu móðursystur sína taka til mat- inn handa ferðafólkinu og spjalla við það. Kannski biður Emma hana um að auka sér leti, t.d. mala kaffið. Það yrði ekki mjög leiðinlegt. Eftir nætursvefn í hlýju rúmi held- ur hún til berja með fötu, veður í gegn um hátt grasið í skógræktinni. Hún fær botnfylli í fötuna og lærir af full- orðna fólkinu vísur um ber og berja- mó og heyrir sögur um þá Guðmund góða og Jón Arason, en frændurnir á Hólum eru sérfræðingar í þeim. Á Hólum í Hjaltadal var um langt skeið heimili Emmu og séra Björns, þess mæta og góða manns, og barna þeirra. Það var menningarheimili, þar var gestkvæmt, þangað var alltaf gott að koma og gaman að vera. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja. Emma var afar fjölhæf og kom það fram á ýmsan hátt. Handverkskona var hún mikil og liggja mörg verk eft- ir hana. Matargerðarlist var stunduð í eldhúsi hennar, gestum og heimafólki til ómældrar ánægju. Hagmælt var hún og lék sér að orðum. Oft var jóla- kveðjan hennar í bundnu máli og stundum fylgdi tilvísun í texta til íhugunar. En frásagnarlistin er mér eftir- minnilegust. Hún kunni að segja þannig frá að fólk, umhverfi og atburðir stóðu ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum og allt annað gleymdist. Það teygðist oft úr sumarkvöldunum í stofunni á Hólum þegar hún sagði sögur. Stundum varð spennan næstum óbærileg og endir- inn ekki alltaf eins og lítil eyru vildu hafa hann. Örlögin höguðu því þó þannig að hin síðari ár hvarf hún smátt og smátt inn í heim sem aðrir höfðu ekki að- gang að, heim gleymskunnar. Ljóðin yfirgáfu hana samt ekki, þau mundi hún og fór með allt fram undir hið síð- asta. Emma var hreinskiptin, röggsöm og skemmtileg kona. Blessuð sé minning hennar. Ég þakka fyrir góða samfylgd. Jósefína Ólafsdóttir. Í huga okkar Íslendinga stafar ljómi frá Hólum í Hjaltadal, þessu forna höfðingja- og menntasetri. Þar hafa biskupar og aðrir fræðimenn lið- ins tíma rýnt í gömul bókfell. Þar átti Emma Hansen sín bestu ár, eigin- kona séra Björns prófasts Björnsson- ar, sem sat á Hólum frá árinu 1952, þegar Hólar urðu lögum samkvæmt prestssetur og þar til hann lét af emb- ætti árið 1976. Kynni okkar Emmu hófust þegar sonur minn Sveinn og dóttir hennar Gunnhildur gengu í hjónaband. Við vorum svaramenn þeirra. Í veislunni flutti Emma brúðhjónunum frum- samið ljóð, en hún var ágætlega skáldmælt og ljóðelsk. Erlendum málvísinda- og bókmenntamönnum, sem voru meðal gesta, þótti mikið til koma, og fannst þetta minna á fornar hefðir. Við nánari kynni kom í ljós að þræðir lágu milli Emmu og okkar hjóna. Eiginmaður minn, Agnar Þórðarson, sem nú er látinn, hafði set- ið á skólabekk Menntaskólans á Ak- ureyri um svipað leyti og Emma og mundu þau bæði eftir ýmsum góð- borgurum sem settu svip á bæinn, ekki síst skáldinu frá Fagraskógi. Hafði Emma gaman af að rifja upp minningar frá þessu tímabili, sem hafði verið henni gjöfult, fært henni bæði undirstöðugóða menntun og eig- inmann, því á Akureyri kynntist hún Birni. Tengsl mín við Emmu voru þau að móðir mín var alin upp á prests- heimili, en Emma þekkti til séra Sig- urðar Gunnarssonar, föðurbróður og fóstra mömmu. Emma var elskuleg kona og ljúf í viðkynningu. Samræður við hana voru áhugaverðar. Hún sagði mér frá ýmsu úr bernsku sinni og þegar leið á ævina dvaldi hún meir og meir við hið liðna. Árin á Hólum voru henni sérlega hjartfólgin. Náttúrufegurðin þar og andblær staðarins veittu henni aukna lífsfyllingu. Nú er ævigöngu hennar lokið. Hin forna Hólaklukka hefur kallað Emmu heim. Ég óska henni góðrar ferðar. Hildigunnur Hjálmarsdóttir. Heimreiðin að Hólum í Hjaltadal er fögur og glæsileg. Þegar ekið er inn dalinn og Hólastaður blasir við fram undan dylst mönnum vart að stefnt er í átt að höfuðbóli, hefðarsetri, jafnvel höfuðstað, enda voru Hólar um lang- an aldur höfuðstaður fjölmennasta landsfjórðungsins og raunar, að vísu í skamman tíma, brjóstvörn sjálfsvit- undar og sjálfstæðis Íslendinga. Á hverju sumri áratugum saman ókum við Björg og börn okkar inn Hjaltadalinn. Áður en við renndum í hlað á Hólum skynjuðum við að fram undan var helgur staður og þegar við ókum gegnum trjágöngin út í gróðr- arstöðina, þar sem fallegt prestsetrið hvíldi í grænni rósemd, var gott og notalegt til þess að hugsa að eiga í vændum samvistir við vini okkar þar. Þegar prestsetur var að nýju sett á Hólum upp úr miðri öldinni sem leið, fannst norðanmönnum og fleiri að vegur staðarins yxi að mun. Nýju prestshjónin voru ekki ókunnug í Hólasókn. Séra Björn Björnsson og frú Emma Hansen höfðu þjónað sókninni ásamt þrem öðrum sóknum rúman áratug og átt heimili sitt að Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Þau áttu því vinum að mæta á Hólastað og þar varð starfsvettvangur þeirra í aldar- fjórðung tæpan. Það var alltaf jafngott að koma til Emmu og séra Björns enda oft gest- kvæmt. Þar komu sóknarbörn, ferða- menn innlendir og erlendir, gamlir vinir og skólasystkin og síðast en ekki síst ættingjarnir. Emma átti til að mynda mörg systkini og voru þau og fjölskyldur þeirra ætíð velkomin á heimilið hlýlega og fagra. Mörg voru þau sumarkvöldin björtu að við sátum að spjalli í stofum þeirra og tíðum ekki langt til morg- uns þegar umræðum og frásögnum linnti. Bæði voru hjónin fróð og við- ræðugóð. Emma var bráðgreind eins og hún átti kyn til, minnug á fornar sagnir og nýjar úr héraði, prýðilega skáldmælt, söngvin og afar hög á hendur, hannyrðakona sem einnig gat teiknað listilega og skorið út. Ekki var hægt að segja um séra Björn að honum væri handlagni gefin meiri en í meðallagi. Hann var á hinn bóginn skopvís og skemmtilegur, þó að hæg- látur væri, og svo grandvar og heið- arlegur að mér fannst á stundum að hann væri nánast helgur maður eins og sumir vígðir menn á Hólum á fyrri tíð. Séra Björn lést fyrir tæpum þrem áratugum. Hann hvílir heima á Hól- um þar sem kyrrðin verður dýpri en annars staðar og birtan flæðir inn dal- inn um lágnætti á sumrin. Þangað liggur nú leið Emmu. Dalurinn mun fagna henni og geyma þau saman í moldu sinni og Hólaklukkurnar munu hljóma Guði til dýrðar yfir leiðum þeirra. Ólafur Haukur Árnason. Þó að kynni mín og fjölskyldu minnar við Emmu Hansen væru ekki löng og um 35 ár síðan við og fjöl- skyldur okkar bjuggum á Hólum í Hjaltadal þá er minningin um þau svo sterk að mér er mikilvægt að fá að kveðja hana nú að leiðarlokum. Séra Björn og Emma voru gjarnan nefnd í sömu andránni, hann virtur og vinsæll meðal sóknarbarna sinna og naut trausts í héraði, m.a. sem pró- fastur í Skagafirði. Emma var áberandi í umhverfi sínu, sagnasjóður og lét til sín taka í málefnum dagsins. Hún var skáld- mælt og ritfær og sérlega vel máli far- in. Hún skráði minningar frá æsku sinni og uppvexti á Sauðárkróki, lýsti eftirminnilega föður sínum, Friðriki Hansen, vegaverkstjóra, oddvita bæj- arins um skeið og skáldi, sem orti m.a.: „Ætti ég hörpu hljómaþýða“, sagði frá frumbýlisárum þeirra Björns þegar þau bjuggu á Vatns- leysu í Viðvíkursveit, flutningnum til Hóla þegar þar var byggður prestsbústaður, kynnum af fólki og atburðum og allt þetta og margt fleira með því tungutaki að ekki fyrnist. Ríkisútvarpið leggur nokkuð upp úr því að dagskrá þess um jólin sé vönduð. Það þótti því vel við hæfi að Emma Hansen rifjaði einn aðfanga- dag jóla upp æskuminningar sínar um jólaundirbúning á heimili hennar. Þá er vert að nefna stutta frásögn hennar af Stefáni, seinna Íslandi, þeg- ar hann var matvinnungur á bæ í Hegranesi á unglingsárum sínum. Þaðan var hann látinn fara þar sem húsbændur kærðu sig ekki um að of mikil kynni tækjust með honum og heimasætu á bænum. Árin liðu og sem fullþroskaður listamaður kom Stefán og söng í Sauðárkrókskirkju með fyrrum húsbónda sinn úr Hegra- nesinu og dóttur hans á fremsta bekk, sjá Skagfirðingabók 2005. Þegar leið á 8. áratug síðustu aldar fór heilsu sr. Björns að hnigna. Hann sagði þá starfi sínu lausu og þau hjón fluttu til Reykjavíkur. Ég og fjöl- skylda mín flutti einnig suður fáum árum síðar. Þar endurnýjuðum við kynni okkar við þau. Hún komst fljótt upp á lag með borgarlífið, vann á bókasafni um skeið en umvafði Björn jafnframt með umhyggju sinni uns yf- ir lauk. Að leiðarlokum flyt ég fjölskyldu Björns og Emmu innilegar þakkir fjölskyldu minnar fyrir eftirminnileg og ánægjuleg kynni. Matthías Eggertsson. Emma Hansen                          ✝ Okkar ástkæri frændi, EYJÓLFUR EGILSSON, Hverahlíð 13, Hveragerði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði sunnudaginn 4. júlí. Jarðarförin fer fram föstudaginn 9. júlí kl. 13.30 frá Hveragerðiskirkju. Systkinabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÁRNASON, Skeggjastöðum, lést sunnudaginn 4. júlí á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Hann verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Skaga- byggð, laugardaginn 10. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í heimagrafreit á Skeggjastöðum. Börn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.