Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.) Víkverji heldur auðvitað með Ís-landi í HM í fótbolta, rétt eins og maðurinn í frábærri sjónvarps- auglýsingu Olís. Hins vegar var erf- itt að einbeita sér að íslensku stilli- myndinni sem var sýnd á besta tíma sl. sunnudag, en Víkverja skilst að þeir sem eru á móti fótbolta í sjón- varpinu hafi fengið sitt fram. Þjóð- legt og gott eins og samantekt um Landsmót hestamanna í 60 ár, en þeir sem misstu af þættinum sl. sunnudagskvöld geta huggað sig við það að hann verður endursýndur 17. júlí. x x x Í lok nýliðins mánaðar sýndi Sjón-varpið þátt með Fílharm- óníusveit Vínarborgar og ekki seinna vænna að endursýna hann fjórum kvöldum síðar. Allt betra en fótboltinn, segja nöldrararnir. Á mánudag var kominn tími til þess að stöðva landann í kaupæðinu og í stað fótbolta sýndi Sjónvarpið mynd um neysluæði og afleiðingar þess. Á þriðjudag og miðvikudag gátu lands- menn, rétt eins og heimsbyggðin öll, andað léttar, því þá voru á dagskrá undanúrslitaleikir HM. Í gærkvöldi tók síðan við bandarísk þáttaröð um vini úr laganámi sem tókust á í rétt- arsalnum og í kvöld er boðið upp á glænýja 30 ára mynd um flugvél með körfuboltasnillinginn Kareem Abdul-Jabbar í aðalhlutverki. Leik- urinn um 3. sætið á HM verður svo á morgun og úrslitaleikurinn á sunnu- dag en með honum lýkur sælunni endanlega. Víkverji ætlar samt ekki að afskrifa Sjónvarpið, því það á allt- af stillimyndina til góða og kann þá list öðrum betur að stilla á end- ursýningu. x x x Annars botnar Víkverji ekkert íþessu nöldri um HM. Vikuna 21.-27. júní tengdust níu liðir af tíu vinsælustu dagskrárliðum RÚV HM, sjö leikir í beinni útsendingu og tvö HM-kvöld. Hinn geysivinsæli skoski Taggart lögregluforingi náði í 8. sætið, en fréttirnar, sem Sjón- varpið treystir fyrst og fremst á, komust ekki á blað. Þarf fleiri vitn- anna við? víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flakkari, 8 hárflóki, 9 rýja, 10 skaut, 11 þrátta, 13 sár, 15 karldýrs, 18 dreng, 21 hreysi, 22 lyktir, 23 hófdýr, 24 taugatitr- ingur. Lóðrétt | 2 lætur höggin dynja á, 3 dorga, 4 planta, 5 fiskum, 6 rekald, 7 at, 12 smávegis ýtni, 14 blóm, 15 slydduveður, 16 rotni, 17 lásar, 18 gafl, 19 hlupu, 20 umgerð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fætur, 4 fegin, 7 ólíft, 8 ódæði, 9 tóm, 11 afla, 13 haka, 14 græða, 15 görn, 17 flóa, 20 eir, 22 öskur, 23 orðan, 24 garða, 25 sonur. Lóðrétt: 1 fjóla, 2 trítl, 3 rótt, 4 fróm, 5 glæta, 6 neita, 10 ólæti, 12 agn, 13 haf, 15 glögg, 16 rakur, 18 lúðan, 19 agnar, 20 erta, 21 roks. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu að grípa tækifærið þegar það gefst. Einbeittu þér því að sjálfum þér um sinn. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Einhver vill láta á sér bera með öllum tiltækum ráðum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Ekkert pirrar tvíburann meira en einhver sem segir honum fyrir verk- um, ekki síst ef það er hann sjálfur. Treystu tilboðum um fjárhagsaðstoð sem gera þér kleift að endurnýja á heimilinu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það er mikil gæfa að eiga trún- aðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn bíður hnekki af. Láttu hendur standa fram úr ermum, hvort sem það verður í listum eða handverki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Leggðu þitt af mörkum til heim- ilishaldsins því annað er ekki sanngjarnt. Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir á. Mikilvæg reynsla fæst ekki alltaf án sársauka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Alvarlegar samræður um hugð- arefni þín geta skilað góðum árangri í dag. Vertu svo djarfur að standa með fé- laganum í kvöld. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú skalt fylgja eðlisávísun þinni og nýta krafta þína til að hjálpa öðrum. Vís- bendingarnar eru allt um kring. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú verður að hlusta til að heyra hvísl og leyndarmál. Gefðu þér tíma til að bæta úr mistökunum, en ekki nudda öðrum upp úr þeim. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er fátt eins skemmtilegt og að sjá störf sín bera góðan ávöxt. Þig þyrstir eftir nýjasta slúðrinu og fréttum af mönnum og málefnum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Í stað þess að einblína á trén sérðu loks skóginn. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Hristu upp í hlutunum og leyfðu hug- myndafluginu að njóta sín. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gamalt vandamál kemur upp á yfirborðið. Ef þú einbeitir þér að viðtök- unum eyðileggur það fyrir tjáningunni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það kallar á heilmikið skipulag þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan þess. Flikkaðu upp á þig og gakktu til verks af opnum huga. Stjörnuspá Þetta gerðist … 9. júlí 1946 Skemmtigarðurinn Tívolí var opnaður í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og danspallur. Starfseminni var hætt árið 1964. 9. júlí 1976 Mesti hiti í Reykjavík á tutt- ugustu öld, 24,3°C, mældist þennan dag. Hitinn var meiri en tuttugu stig frá hádegi og fram á kvöld. Aðalfyrirsögn Vísis daginn eftir var: „Íslensk hitabylgja“. Metið var slegið í ágúst 2004 og aftur í lok júlí 2008. 9. júlí 1994 Síldarminjasafn var formlega opnað í Roaldsbrakka á Siglu- firði, en safngripir höfðu um skeið verið til sýnis í öðru húsi. „Það ríkti hátíðarstemn- ing á Siglufirði,“ sagði í Degi. 9. júlí 2005 Fyrstu stúdentarnir voru út- skrifaðir frá Menntaskólanum Hraðbraut, eftir tveggja ára nám. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Matthildur María Karlsdóttir, El- ín María Matthíasdóttir, Jórunn María Matthíasdóttir og Valdís María Guðmundsdóttir héldu hluta- veltu á dögunum og söfnuðu 10.300 kr. sem þær lögðu inn á reikning til styrktar Ellu Dís Laurens. Hlutavelta „Ég ætla mér að vera í Borgarfirðinum og halda þar upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Ingibjörg Júlíusdóttir en hún er 65 ára í dag. Hún segir Borgarfjörðinn vera eina af sínum uppáhaldssveitum á Íslandi og hlakkar mikið til að njóta helgarinnar þar. Undirbúningur var í fullum gangi þegar blaðamaður náði af henni tali og voru dóttir hennar og tengdasonur í heimsókn. „Við verðum þarna tólf saman um helgina, dæt- ur mínar, tengdasynir og barnabörn. Dæturnar héldu mér veglega veislu þegar ég varð sextug svo ég læt það duga,“ segir Ingibjörg sem hyggur ekki á nein stórkostleg veisluhöld í tilefni dagsins. Ingibjörg starfaði í mörg ár sem kennari í grunnskólum Reykjavík- ur en hefur nú lagt kennsluna á hilluna. Fjölskyldan ætlar að dvelja í einum bústaða Kennarasambands Ís- lands í Borgarfirði. Ingibjörg er bjartsýn kona og því leggst aldurinn hreint ekki illa í hana. „Aldur er svo afstætt hugtak að það skiptir mig engu þótt ég sé orðin 65 ára. Það eldast allir um eitt ár á hverju ári,“ segir hún og hlær. hjaltigeir@mbl.is Ingibjörg Júlíusdóttir kennari er 65 ára Heldur upp á Borgarfjörðinn Sudoku Frumstig 3 4 5 7 1 2 3 3 2 1 7 1 3 6 9 5 7 5 4 6 4 7 6 2 7 1 6 7 6 4 2 3 5 3 8 6 2 4 7 5 7 4 9 5 3 7 6 8 8 2 5 6 7 1 5 3 8 9 4 5 1 6 7 9 7 3 9 2 1 5 3 5 8 9 7 2 8 5 1 9 4 6 7 8 3 2 4 7 8 1 3 2 9 6 5 3 6 2 8 9 5 7 1 4 7 4 5 6 1 3 2 8 9 9 3 1 2 8 4 6 5 7 2 8 6 7 5 9 1 4 3 6 9 7 5 4 8 3 2 1 8 2 4 3 7 1 5 9 6 1 5 3 9 2 6 4 7 8 7 3 6 1 4 2 8 5 9 5 1 4 7 8 9 6 3 2 9 8 2 6 3 5 7 4 1 4 5 8 9 2 1 3 7 6 1 6 3 8 7 4 2 9 5 2 9 7 5 6 3 4 1 8 8 2 1 4 5 7 9 6 3 6 7 9 3 1 8 5 2 4 3 4 5 2 9 6 1 8 7 5 7 2 3 4 8 6 9 1 4 9 1 6 2 7 3 8 5 8 6 3 9 5 1 7 2 4 6 1 7 5 9 4 2 3 8 9 3 5 1 8 2 4 7 6 2 4 8 7 3 6 5 1 9 1 5 9 4 7 3 8 6 2 7 2 4 8 6 9 1 5 3 3 8 6 2 1 5 9 4 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 9. júlí, 190. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 Rc6 4. Rf3 g6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Bg7 7. Be3 Rf6 8. Be2 Bd7 9. Rb3 Hc8 10. O-O O-O 11. De1 a6 12. Kh1 b5 13. Hd1 Rb4 14. Hd2 Rxc2 15. Hxc2 b4 16. Bxa6 Ha8 17. Bd3 bxc3 18. bxc3 Ha4 19. e5 Rd5 20. Bd4 Bc6 21. Hd2 Da8 22. exd6 exd6 23. Bxg7 He8 24. Da1 Re3 25. Hg1 Staðan kom upp í A-flokki minn- ingarmóts Capablanca sem lauk fyr- ir skömmu í Havana á Kúbu. Ian Nepomniachtchi (2695) hafði svart gegn Nigel Short (2685). 25… Rxg2! 26. Hgxg2 Hxa2! 27. Hxa2 Dxa2 28. Bf1 hvítur hefði orðið mát eftir 28. Dxa2 He1+. 28… Bxg2+ og hvítur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans eftir 29. Bxg2 Dxa1+ 30. Rxa1 He1+ 31. Bf1 Hxf1+ 32. Kg2 Hxa1. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Nútíma tækni. Norður ♠KD2 ♥G10765 ♦9 ♣K642 Vestur Austur ♠G9 ♠Á107654 ♥K932 ♥D8 ♦KG74 ♦10632 ♣1093 ♣8 Suður ♠83 ♥Á4 ♦ÁD85 ♣ÁDG75 Suður spilar 4♥. Í leik Íslands og Ísrael sá nútíma tækni til þess að suður varð sagnhafi í hjartasamningi á báðum borðum. Þor- lákur Jónsson doblaði Multi 2♦-opnun austurs, vestur sagði 2♠ leitandi og Jón Baldursson yfirfærði í hjarta með 3♦ – svokölluð Rubensohl-sagnvenja. Þorlákur tók yfirfærslunni og Jón fór ekki hærra. Út kom ♠G, kóngur upp, sem austur tók strax og spilaði laufi. Þorlákur réð vel við það. Spilaði ♥Á og hjarta í bláinn. Yfirslagur. Hinum megin passaði Sigurbjörn Haraldsson í austur, suður opnaði á Standard-laufi og norður yfirfærði í hjarta með 1♦. Bessi kom inn á 1♠, en niðurstaðan var 4♥ í suður. Spaðagosi út – kóngur upp og lítill spaði hjá Bessa. Eldsnöggt. Nú er sama hvað sagnhafi rembist, hann gefur alltaf tvo slagi á spaða og tvo á tromp. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.