Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 27
Hörmulegt vinnuslys í járnblendi-
verksmiðju Elkem er staðreynd sem
ekki verður umflúin. Fallinn er í val-
inn ungur og efnilegur maður sem á
nokkrum misserum hafði áunnið sér
traust og virðingu samstarfsmanna
sinna og stjórnenda félagsins. Óskar
Stefánsson hafði þrátt fyrir skamman
starfsaldur verið kjörinn aðaltrúnað-
armaður vinnufélaga sinna og um leið
talsmaður þeirra gagnvart stjórnend-
um fyrirtækisins. Á sama tíma hafði
honum verið boðið að axla aukna
ábyrgð og stjórnendastörf sem honum
entist því miður ekki aldur til að sinna.
Óskar var aðeins þrítugur að aldri og
hafði einungis starfað hjá Elkem í tvö
ár. Það traust sem hann naut hjá öll-
um þeim sem hann starfaði með er til
marks um bæði mannkosti hans og
mannblendni.
Sjálfur bar ég gæfu til að kynnast
Óskari ágætlega. Hann vakti strax at-
hygli mína fyrir áhuga sinn á starfinu
og metnað til þess að gera vinnustað-
inn betri fyrir bæði starfsfólk hans og
eigendur. Óskar horfði fram á veginn,
hugsaði í langtímalausnum og tók þátt
í draumum okkar um að gera Elkem á
Íslandi að fyrirmynd fyrir járnblendi-
verksmiðjur um allan heim. Hagræð-
ing og framleiðni skiptir í þeim efnum
miklu máli en ekki síður er mikilvægt
að hlúa þannig að starfsfólki að því líði
vel, upplifi sig öruggt í starfi sínu og
haldi tryggð við vinnustaðinn. Í þeim
efnum lagði Óskar drjúgt lóð á vog-
arskálarnar á sinni stuttu starfsævi
hjá félaginu og fyrir það verðum við
ævinlega þakklát.
Ég er einnig þakklátur fjölskyldu
hans fyrir að taka á móti mér í kjölfar
andlátsins og deila með mér þeim
harmi sem við öll erum slegin. Hjá El-
kem verður einskis látið ófreistað til
að komast að orsökum þessa slyss og
tryggja það að endurtekning þess geti
aldrei orðið. Þeim veruleika sem ætt-
ingjar og vinir Óskars standa frammi
fyrir verður ekki breytt. Ég votta
dóttur hans, foreldrum, ættingjum og
vinum mína dýpstu samúð og bið allar
góðar vættir að veita þeim stuðning í
sorg sinni.
Einar Þorsteinsson.
Óskar kom til okkar á E-vaktina í
vetur og féll strax vel í hópinn, enda
hvers manns hugljúfi. Óskar gegndi
stöðu aðaltrúnaðarmanns starfs-
manna hjá Elkem Ísland og fljótlega
eftir komuna á E-vaktina var hann
valinn til að gegna vaktstjórastöðu á
D-vakt og átti hann að taka við því
starfi á haustdögum. Óskar var ein-
staklega varkár og yfirvegaður í öllum
þeim störfum sem hann tók sér fyrir
hendur, einnig var hann mjög námfús
og áhugasamur um starfið. Óskar var
ávallt með bros á vör, sama hvað bját-
aði á. Hann var mikill mannþekkjari
og náði að draga það besta fram hjá
öllum þeim sem hann starfaði með.
Hann var einstaklega lunkinn í því að
koma öðrum til að brosa og nutum við
góðs af því á E-vaktinni þann tíma
sem hann starfaði með okkur.
Nú hefur verið höggvið stórt skarð í
tilveru okkar sem verður aldrei fyllt.
Við sem eftir sitjum geymum með
okkur allar þær góðu minningar sem
við eigum um Óskar, hláturinn, brosið,
samræðurnar við hann og þessa ein-
stöku yfirvegun sem hann bjó yfir.
Engin orð fá lýst hversu einstakur
Óskar var.
Þín verður sárt saknað vinur.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Við vottum foreldrum, dóttur, syst-
ur og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd E-vaktar Elkem Ísland,
Heimir Hallsson og
Sveinn Ragnar Jörundsson.
Kæri Óskar. Harmurinn við fráfall
vinar er alltaf jafn stór og þrúgandi.
Við á D-vaktinni í tanganum viljum
minnast þín. Vaktirnar í járnblendinu
eru fjölskyldur, stórar og smáar, inn-
an einnar vaktar er að finna alla fjöl-
skyldumeðlimi. Þú gegndir flestum
fjölskylduhlutverkunum innan okkar
fjölskyldu, bara það sem átti við
hverju sinni. Vorið 2008 komstu inn á
vaktina okkar ráðinn til sumarafleys-
inga. Strax frá fyrstu vakt sást hvað
mikið var spunnið í þig og hve öflugur
drengur var þarna á ferð. Auðvelt var
að kynnast þér og fljótt varðstu einn
af okkur, einn af vaktinni. Þú varst
trúnaðarvinur okkra allra og við gát-
um allir leitað til þín og talað við þig
um allt mögulegt. Þú gerðir svo mikið
fyrir andann á vaktinni að iðulega
þegar við söfnuðumst tveir eða fleiri
saman þá heyrðist frá þér „jaa hérna
ég skal segja ykkur það“. Bros þitt og
einlægni smitaði ávallt út frá sér og
áhugi þinn á vinnunni, starfi okkar
vinnufélaganna sem og einkalífi. Í lok
hverrar vinnutarnar var kveðjan ætíð
sú sama: „Hafðu það gott í fríinu vin-
ur.“
Nú í vor kusu trúnaðarmenn Elkem
þig sem aðaltrúnaðarmann, sem er
merki um það traust og þroska sem þú
barst með þér.
Við þökkum Guði fyrir að hafa feng-
ið að kynnast honum Óskari okkar, líf-
ið sjálft og lífið í tanganum hefði verið
litlausara án hans, megi Guð varðveita
og styrkja fjölskyldu þína og dóttur
þína, Ísabellu Alexöndru, sem þú
hugsaðir svo fallega um og talaðir um.
Þegar þú áttir von á henni léstu okkur
alltaf vita. Varst stoltur faðir og þú
fylgist með lífi hennar og passar hana
þótt þú sért horfinn frá okkur úr
þessu lífi.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Við kveðjum þig með þeim orðum
sem þú varst vanur að segja: „Hafðu
það gott vinur.“
Fyrir hönd D-vaktar, Elkem Ís-
land,
Benóný og Oddur.
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS ELÍASSONAR,
Dalbæ,
Dalvík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
dvalarheimilinu Dalbæ fyrir persónulega og hlýja
umönnun.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Ellen Björnsdóttir,
Guðmundur Björnsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir,
Jón Ingi Björnsson, Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir,
Bryndís Björnsdóttir, Gestur Matthíasson,
Bára Björnsdóttir, Hermann Jón Tómasson,
Elías Björnsson, Gunnhildur Ottósdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR RIIS,
lést mánudaginn 11. janúar á heimili sínu í Pacifica.
Hvílir í Fossvogskirkjugarði.
Þökkum auðsýnda samúð.
Ib Árnason Riis og fjölskylda.
✝
Okkar ástkæri,
KRISTINN BJARNI EGILSSON,
Hringbraut 136,
Keflavík,
andaðist á Landspítalanum mánudaginn 5. júlí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
14. júlí kl. 13.00.
Þórður Kristinsson, Lilja Björk Sveinsdóttir,
Sesselja Kristinsdóttir, Jens Kristbjörnsson,
Ævar Geirdal, Súsanna Antonsdóttir,
Egill Helgi Kristinsson, Hrönn Pálsdóttir,
Jónína Björg Kristinsdóttir, Karl Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
SIGURBERGS BOGASONAR,
frá Flatey á Breiðafirði,
Kleppsvegi 32,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 1. júlí, fer fram frá
Laugarneskirkju þriðjudaginn 13. júlí kl. 15.00.
Kristín Guðjónsdóttir,
Erla Sigurbergsdóttir, Haukur Már Haraldsson,
Margrét S. Sigurbergsdóttir, Þór G. Vestmann Ólafsson,
Guðjón Sigurbergsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og virðingu við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, fósturföður, afa
og langafa,
KAJ ANDERS WINTHER JÖRGENSEN
fyrrv. kaupmanns,
Fellsmúla 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýja
umhyggju og vináttu.
Snæbjörg Snæbjarnardóttir,
Snæbjörn Óli Jörgensen, Anna María Elíasdóttir,
Guðrún Birna Jörgensen, Halldór Þorsteinn Ásmundsson,
Ólöf Sigríður Pálsdóttir,
Róbert Winther Jörgensen, Erla Dagmar Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN GUÐJÓNSSON
listmálari,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánu-
daginn 12. júlí kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast
afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent
á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Sigurður Kjartansson, Hólmfríður Erla Finnsdóttir,
Bjarni Kjartansson, Lilja Grétarsdóttir,
Gunnar Hrafnsson, Sólveig Baldursdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar
elskuðu,
HULDU GUÐBJÖRNSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
sem lést á deild 11E Landspítala við Hringbraut,
sunnudaginn 16. maí.
Sigurður Guðmundsson,
Hrafn Tryggvason,
Steingrímur Brynleifsson,
Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir,
Málfríður, Þórdís og Birna Sigurðardætur, makar og börn,
Hrafnhildur Helgadóttir,
Björn Guðbjörnsson, Kolbrún Albertsdóttir,
Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Kristján Kárason,
Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson,
Sveinbjörn Dagnýjarson, Þorgerður Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og minningargjafir við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS LÁRUSAR BÆRINGSSONAR,
Höfðagötu 18,
Stykkishólmi.
Bjarndís Þorgrímsdóttir,
Hrafnhildur Jónsdóttir, Emil Þór Guðbjörnsson,
Hanna Jónsdóttir, Hilmar Hallvarðsson,
Bæring Bjarnar Jónsson, Birna Baldursdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
BJÖRNS EYÞÓRSSONAR
prentara,
Álfheimum 60.
Torfey Steinsdóttir,
Steinn Bjarki Björnsson,
Eyþór Hreinn Björnsson, Ingunn Þorsteinsdóttir,
Darri Eyþórsson,
Dagný Yrsa Eyþórsdóttir,
Ægir Eyþórsson.