Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Hverfisgötu 105 • 101 Reykjavík • Sími: 551 6688 • storarstelpur.is Útsala - Útsala Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 Lokað á laugardögum Úrval af fatnaði úr eldri listum á kr. 1.000, 2.000 og 3.000 Buxnatilboð 3 stk. á kr. 6.00050% 40% Ath. Ekki útsala á Praxis vörum Verð vörukörfu ASÍ hefur lækkað nokkuð frá því í febrúar í flestum verslunarkeðjum, en þá náði hún ákveðnu hámarki eftir nær samfelld- ar verðhækkanir síðan um mitt ár 2008. Í mælingum verðlagseftirlits ASÍ í febrúar sl. og nú í júní má sjá nokkra lækkun í flestum verslunar- keðjum. „Auðvitað er kannski rétt að hafa það sem fyrirvara að þetta er aðeins ein mæling. Við viljum sjá aðra mæl- ingu sem staðfestir þetta áður en við segjum endanlega til um hvað er að gerast,“ segir Henný Hinz, hagfræð- ingur ASÍ. „En þetta er kannski í ágætis samræmi við það sem við höf- um séð í síðustu tveimur mælingum en það sem gerist milli tveggja ein- stakra mælinga þarf ekki endilega að gefa vísbendingu til lengri tíma“. Undanfarið ár hefur verð vörukörf- unnar hækkað mest í klukkubúðun- um 11-11, eða um 13% og Samkaup- um-Strax um 7%. Í lágverðsversl- unum hefur verð körfunnar hækk- að mest í Bónus, um 6,4% frá því í maí í fyrra. Nú er farið að örla á lækkunum og gera má ráð fyrir að áhrifa af sterk- ara gengi krónunnar sé farið að gæta í vöruverði. Spurð um frekari lækkun telur Henný fullt tilefni til frekari verð- lækkana í ljósi þeirrar styrkingar sem hefur orðið á genginu undan- farna mánuði. Rétt er að taka fram að upplýsing- arnar taka til verðbreytinga í versl- anakeðjum á milli mælinga. Ekki er um verðsamanburð á milli þeirra að ræða. gunnthorunn@mbl.is Matarkarfan lækkar í verði  ASÍ býst við enn frekari lækkun Vörukarfa ASÍ Verðbreytingar í lágvöruverslunum, maí 2009 - júní 2010 Maí 2009 (=100) Feb. 2010 Jún. 2010 120 100 80 60 40 20 0 Bónus Krónan Nettó Kostur 10 0 10 0 10 0 10 0 10 8, 6 10 4 ,4 10 0, 8 10 6, 4 10 2, 4 10 4 ,5 10 0, 9 Henný Hinz Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Fyrirtæki í eigu Haga keyptu tæp- lega 30 heilsíður af auglýsingum í Fréttablaðinu fyrir hverja eina sem keypt var í Morgunblaðinu á fyrri hluta ársins. Líkt og sjá má í töflunni hér til hliðar auglýstu Bónus, Hag- kaup, Útilíf og Debenhams, sem öll eru í eigu Haga, á ígildi 383 blaðsíðna í Fréttablaðinu á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma keyptu fyrirtæk- in fjögur ígildi 13 blaðsíðna af Morg- unblaðinu. Þetta kemur fram í könn- un á dagblaðaauglýsingum sem gerð var af Auglýsingamarkaði Capacent Gallup. Jafnari dreifing hjá öðrum Séu auglýsingakaup 100 stærstu auglýsenda landsins skoðuð, að und- anskildum fyrirtækjum Haga, er skiptingin miklum mun jafnari. Þau fyrirtæki keyptu samanlagt ígildi 3749 heilsíðna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Af þeim voru 2257 í Frétta- blaðinu, en 1492 í Morgunblaðinu eða um það bil sex síður í Fréttablaðinu fyrir hverjar fjórar í Morgunblaðinu. Af þessum tölum má sjá að kaup fyrirtækja Haga námu meira en tí- unda hluta þess sem 100 stærstu fyr- irtækin að þeim undanskildum keyptu samanlagt á tímabilinu. Afgerandi og sérstakur munur Hagar eru í eigu eignarhalds- félagsins 1998 ehf., sem aftur er í eigu Arion banka. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion, segir bankann vita af þessum mun á auglýsingakaupum, sem sér finnist „afgerandi og sérstak- ur.“ Hann sé hins vegar ekki til kom- inn vegna meðvitaðrar ákvörðunar Arion. „Þetta eru náttúrlega svolítið afdráttarlausar tölur, þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta sé meðvitað hjá stjórnendunum. En við höfum ekki skipt okkur af því hvar stjórn- endur Haga kaupa inn það sem þeir þurfa til rekstursins, hvort sem það eru auglýsingar, söluvörur, starfs- kraftar eða húsnæði. Okkur ber að halda ákveðinni fjarlægð frá fyrir- tækinu samkvæmt skilmálum sam- keppnisyfirvalda,“ segir Höskuldur. 365 miðlar ehf. eru eigandi Frétta- blaðsins. Stærsti eigandi 365 miðla er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem fer með 90,2% eignarhlut. Jóhannes Jónsson, tengdafaðir Ingibjargar, er stjórnarmaður í 1998 ehf. og stjórn- arformaður Haga. Aðrir stórir eig- endur 365 miðla eru Ari Edwald, sem jafnframt er forstjóri, og Stefán Hilmar Hilmarsson, fyrrverandi fjár- málastjóri Baugs og núverandi fjár- málastjóri 365 miðla. Ekki náðist í Finn Árnason, forstjóra Haga, í gær. Um 97% auglýsinga Haga í Fréttablaðinu  Hlutfallið 60% meðal þeirra fyrir- tækja sem ekki heyra undir Haga Heilsíðuauglýsingar Haga í dagblöðum* Samtals Bónus 168 2 170 Hagkaup 146 5 151 Útilíf 36 5 41 Debenhams 33 1 34 Samtals 383 13 396 97% 3% * 1 heilsíða = 200 dsm. Fyrri hluti árs 2010. Ljósmyndarar Morgunblaðsins sýna nú stórbrotnar myndir sínar frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli á neðri hæð versl- unarmiðstövarinnar Kringlunnar. Allt frá upphafi eldgosanna stóðu ljósmyndarar Morgunblaðsins vakt- ina og mynduðu þessar tilkomu- miklu náttúruhamfarir frá ýmsum sjónarhornum og við margvíslegar aðstæður. Þegar gosið í Eyjafjalla- jökli hófst var ljóst að áhrif í byggð yrðu mun meiri en í gosinu á Fimm- vörðuhálsi. Því einbeittu ljósmynd- arar blaðsins sér sérstaklega að íbúum á svæðinu er á eldgosið leið. Ljósmyndarar sem eiga myndir á sýningunni eru Árni Sæberg, Júlíus Sigurjónsson, Kjartan Þorbjörns- son, Kristinn Ingvarsson, Ómar Óskarsson og Ragnar Axelsson. Sýningin stendur til 20. júlí nk. Morgunblaðið/Eggert Magnaðar myndir af eldgosum til sýnis Umtalsverð fækkun hefur orðið á alvarlega slösuðum í umferðinni fyrstu fjóra mánuði ársins sam- anborið við sama tímabil í fyrra samkvæmt slysaskráningu Umferð- arstofu. 39 alvarleg slys urðu fyrstu fjóra mánuði ársins og í þeim slas- aðist 41. Í fyrra urðu 50 alvarleg slys og 54 slösuðust en samkvæmt þessu fækkar alvarlega slösuðum um 24%. Þrír létust á þessu tímabili í ár, en fjórir á síðasta ári. Ekki er mikill munur á fjölda lítið slasaðra fyrstu fjóra mánuði ár- anna 2010 og 2009 en þeim virðist fjölga um rétt rúmlega 1%. Alvarlegum slysum hefur fækkað Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnsl- unnar fer fram á Fljótsdalshéraði dagana 9.-11. júlí nk. Sumarhátíðin er eitt stærsta verkefni Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands ár hvert með hundruðum keppenda. Að auki verður Samkaupamótið í frjáls- um íþróttum á Vilhjálmsvelli, Eskj- umótið í sundi í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum og norðan Lagarfljóts verður keppt í fótbolta og golfi. Þá verður bændaglíma í boði Launafls í umsjá Glímudeildar Vals í grillpartíi hátíðarinnar í Tjarnar- garðinum á Egilsstöðum kl. 17 á laugardag og keppt verður í boccia og í strandblaki á sunnudag. Sumarhátíð UÍA haldin í 35. skipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.