Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 37
Menning 37FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Meðan á HM í fótbolta stendur hefur Amnesty International teflt fram alþjóðlega liðinu Stand Up United. Ekki er um eig- inlegt knattspyrnulið að ræða heldur lið ellefu einstaklinga til varnar mannréttindum og fólki gefst kostur á að styðja fjár- hagslega vegna hinna ýmsu verkefna. Hver svo sem mannrétt- indin eru sem þeir berjast fyrir, mega liðsmenn Stand Up Unit- ed eiga von á öflugri andstöðu, segir á heimasíðu Amnesty. Af þessu tilefni lék úrvalslið Amnesty á Íslandi gegn liði gamalla Þórsara í lok árlegs Pollamóts Þórs á Akureyri fyrir eldri knatt- spyrnumenn um síðustu helgi. Úrslitin urðu 4:4 og sýndu marg- ir, gamlir leikmenn og aðrir, skemmtilega takta. skapti@mbl.is Hvatt Mæðgurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Rakel María Gísladóttir. Áfram! Berjast! Berjast! Amnesty-liðar búa sig undir seinni hálfleikinn. Fagnað Börkur Gunnarsson fagnar einu marka Amnesty liðsins. Planað Halla Gunnarsdóttir leggur á ráðin. Ragnar Bragason og Ari Matthíasson hlusta. Sótt Siguróli „Moli“ Kristjánsson sækir að Birni Inga Hilmarssyni markverði Amnesty-liðsins. Allir saman í vörninni Á haus Nói Björnsson rennir sér í Magnús Scheving, sem forðaði sér með því að fara kollhnís eins og íþróttaálfi sæmir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Arkitektarnir Dagur Eggertsson og Sami Rintala, sem reka saman arki- tektastofu á tveimur stöðum í Noregi, Rintala Eggertsson, hafa reist mik- inn viðarturn fullan af bókum í hinu virta Victoria and Albert-safni í Lundúnum, elsta hönnunarsafni heims. Innsetning þessi ber heitið ARK og er hluti af verkefni safnsins 1:1 Architects Build Small Spaces sem felst í því að leyfa arkitektum að hanna innsetningar í safnið. Rintala Eggertsson keppti við þrjár aðrar stofur um innsetningu á þessum stað í safninu og varð tillaga stofunnar fyrir valinu en alls voru sjö mannvirki reist í safninu eða innsetningar. Verk Dags og Rintala er við stigagang sem liggur að breska listbókasafninu, National Art Library. Líkamlegt og andlegt afdrep „Yfirskriftin var „retreat“. Við átt- um að búa til afdrep í safninu þar sem fólk gæti tekið sér smápásu frá erl- inum í safninu. Það fengu allir það verkefni að búa til svona afdrep. Við leystum þetta á þennan hátt. Annars vegar að búa til svona líkamlegt af- drep þar sem þú gast fengið afdrep frá skarkala safnsins og tekið þér pásu frá röltinu um safnið, komist inn í það rými sem við sköpuðum sem tengist því. Og hins vegar að skapa rými fyrir and- legan flótta frá safninu eða þessu umhverfi, komast inn í heim bók- mennta og frá- sagna um náttúr- una,“ segir Dagur. Þeir Rin- tala hafi sóst eftir bókum um náttúr- una en ekki fengið margar slíkar bækur. Þeir hafi þó verið svo heppnir að fá heilmargar norrænar bækur gefins frá norrænu bókasafni með að- stoð sendiráðs Noregs í Lundúnum. „Það er náttúrlega hluti af þessu, þegar maður kemur frá þessari ósnortnu náttúru á Norðurlöndunum, að taka eitthvað af sér af þessu bygg- ingarefni sem er vistvænt og vekja athygli á því.“ – Og þið notið í þetta hrátt og óheflað timbur? „Já, alveg ómálað og fengum mjög góð viðbrögð við því,“ svarar Dagur. Safngestir finni lyktina af timbrinu og fari að leita að verkinu, renni á lyktina. Dagur segir gaman að geta virkjað skilningarvit gesta með þess- um hætti. Gildi bókmennta Verkið nær upp þrjár hæðir á safn- inu og ganga gestir inn í það að neð- anverðu og geta gengið upp og kíkt í bækur. Fólk verður svo að fara út um sömu dyr og það kom inn um. – Titillinn á verkinu, ARK, er hann vísun í örkina hans Nóa? „Það vísar aðeins í það, já, og að safna saman eintökum og svo erum við líka aðeins að vísa í þennan digital heim, hvernig bókmenntir eru að færast smám saman yfir í stafrænan heim og munu kannski hverfa ein- hvern tíma. Ekki það að þetta sé nein rómantík að því leyti en það er verið að vekja fólk til umhugsunar um það hversu mikið gildi bækur og bók- menntir hafa haft fyrir okkur á Norð- urlöndunum.“ Þótt arkitektastofa Dags og Rin- tala sé með bækistöðvar í Noregi, í Osló og Bodö, sinnir hún verkefnum víða um heim. Dagur nefnir sem dæmi að stofan sé að hefja verkefni á Svalbarða, annað sé að fara af stað í Chile og eitt í Sjanghæ. „Svo erum við að fara á Feneyjatvíæringinn núna og verðum að sýna í norræna skálanum,“ bætir Dagur við. Eft- irsóknarvert sé að komast á arki- tektatvíæringinn en hann fái litla at- hygli á Íslandi þar sem Íslendingar taki ekki þátt í honum. Hann hafi hins vegar mikið auglýsingagildi fyrir arkitektastofur. Afdrep í V&A  Arkitektastofa Dags Eggertssonar og Sami Rintala hannaði turn í Victoria and Albert Museum í Lundúnum Dagur Ljósmynd/Pasi Aalto Örkin Innsetning Dags og Rintala í Victoria and Albert Museum í Lund- únum er áberandi og gestir kunna að meta timburlyktina. Skoða má verkefni Rintala Egg- ertsson á rintalaeggertsson.com. Þá má kynna sér allar innsetning- arnar á vef V&A, www.vam.ac.uk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.