Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 29
án þess að segja bróðir á eftir og finnst
mér það segja sitt. Og það sama átti
við um hana Gunnu Dóru, hún kunni
að meta hana.
Elsku besti frændi minn, nú er leið-
inni þinni lokið hér á jörðu. Ég veit fyr-
ir víst að það verður tekið vel á móti
þér og hugsað vel um þig og veit ég
fyrir víst að ég kem til með að sakna
þín kæri Þórir. Það er notalegt til þess
að hugsa núna þegar þú komst til mín í
vinnuna tveimur dögum fyrir andlátið.
Það var mikið að gera og þú veifaðir til
mín á þinn skemmtilega hátt og sagðir
glaðhlakkalega „sé þig seinna“ og
þannig er það Lóli minn, við sjáumst
seinna.
Elsku Gunna Dóra, Salóme, Þóra,
Hlynur, Hildur, tengdasynir og barna-
börn, ég sendi ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðrún Blöndal (Gunna).
Allt frá frumbernsku var Þórir Þór-
isson stór hluti af tilveru okkar Mjó-
götusystkinanna. Hann var kvæntur
föðursystur okkar og stundaði sjó með
föður okkar. Samgangur milli fjöl-
skyldna var daglegur enda stutt á milli
heimila þau ár sem Gunna Dóra og
Þórir bjuggu á Ísafirði.
Þórir var einstaklega skemmtilegur
maður og mikill húmoristi, en það sem
vakti mesta aðdáun okkar, þegar við
vorum börn, var að hann hafði átt þátt
í að leggja rafmagnslínuna sem lá upp
Hnífana, fjallið sem liggur upp af
Tungudal. Þar stendur sumarhús okk-
ar fjölskyldunnar og ævintýraskógur.
Aðkoma Þóris að rafmagnslínulögn-
inni setti sannarlega lit á bernskudag-
ana. Við vorum stolt af okkar manni og
fannst hann hafa unnið fágætt afrek.
Þegar Gunna Dóra og Þórir fluttu
til Reykjavíkur í lok 7. áratugarins
varð þeirra heimili okkar heimili í höf-
uðborginni. Þangað gátum við öll sjö
leitað, alltaf, sama hvernig stóð á. Þau
voru okkar örugga borg í höfuðstaðn-
um og tóku okkur alltaf höndum
tveim.
Þórir var einstakt ljúfmenni og
skipti aldrei skapi. Það var helst í fyrra
þegar hann fór með Beggu og Þóru í
Bónus til að kaupa inn fyrir matar-
veisluna sem þær ætluðu að halda.
Þær settu smjörva í innkaupakörfuna
en þá fauk í hann. Hann skipaði þeim
með harðri hendi að taka þetta burt.
Annað hvort keypti maður ekta smjör
eða ekki neitt! Líklega hafði hann rétt
fyrir sér eins og í svo mörgu öðru.
Þórir var einstaklega góður við okk-
ur systkinin og ótrúlega þolinmóður
þrátt fyrir allan hamaganginn. Sagði
stundum í gríni að það væri oft lífs-
hættulegt að vera nálægt okkur. Þó
sneiddi hann ekki sérstaklega hjá því
heldur hélt sig alla tíð þétt að okkur –
og við að honum. Blóðtengsl eru dýr og
kannski er blóð þykkara en vatn, en sú
tenging sem vakin er af samveru af
heilum hug er ekki síður verðmæt.
Þórir átti viðveru í öllu okkar lífi, að
nálægum ströndum sem fjarlægum.
Þórir hafði oft á orði hin síðustu ár
að einhverju sinni hefði Begga reiðst
ógurlega þegar hún var lítil og ætlaði
aldrei að heimsækja hann aftur. Hann
sagði þá í stríðni að hún myndi örugg-
lega alltaf vera hjá þeim þegar hún
yrði eldri. Hún hélt nú ekki, en sú varð
þó raunin og má segja að svo oft hefur
hún búið hjá þeim Gunnu Dóru og Þóri
að það getur vel kallast hennar annað
heimili.
Gunna Dóra og Þórir komu oft vest-
ur eftir að þau fluttu suður og nú síðast
í júní. Þau fóru á Hrafnseyri 17. júní í
útskrift Gísla Halldórs, í mat í Tjöru-
húsið hjá Rönku og Magga og voru
með foreldrum okkar. Þórir bar ætíð
afar sterkar taugar til Ísafjarðar … til
tengdafjölskyldu sinnar sem var líka
hans fjölskylda og einnig þeirra vina
sem hann hafði kynnst á Ísafirði og
hélt alltaf tryggð við.
Þó að langlundargeð Þóris yfir að
hafa umborið okkur öll þessi ár hafi
einhvern tíma verið haft í flimtingum,
vitum við að honum þótti ekki síður
vænt um okkur en okkur um hann.
Minning þessa góða og fordómalausa
manns mun ávallt lifa í brjóstum okk-
ar.
Við þökkum allt.
Systkinin í Mjógötunni,
Bergljót, Gunnar, Ragnheið-
ur, Rannveig, Gísli Halldór,
Hermann Jón og
Guðmundur Birgir.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
✝ Sigurður GuðjónGíslason fæddist á
Hrauni 5. maí 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Víði-
hlíð 30. júní 2010.
Foreldrar voru
Gísli Hafliðason út-
vegsbóndi, f. á Hrauni
11. maí 1891, d. 21.
mars 1956 og Mar-
grét Jónsdóttir hús-
freyja, f. á Einlandi
15. nóvember 1891, d.
9. maí 1967. Bróðir
Sigurðar var Þor-
valdur, f. 3. febrúar 1919, d. 11. maí
1984.
Sigurður kvæntist 18. október
1960 Hrefnu Ragnarsdóttur, f. í
Reykjavík 10. maí 1931, dóttur
hjónanna Jóns Ragnars Jónassonar
skipasmiðs og Jóhönnu Eiríksdóttur
húsfreyju. Þau eru bæði látin.
Sigurður og Hrefna eignuðust
þrjú börn. Þau eru: Gísli Grétar, f.
13. desember 1955, sonur hans er
Sigurður Guðjón, f.
21. apríl 1982. Unn-
usta Gísla er Margrét
Hinriksdóttir. Hörð-
ur, f. 5. febrúar 1967,
kvæntur Valgerði
Valmundsdóttir, börn
þeirra eru Hrefna, f.
14. ágúst 1990 og
Hafliði, f. 28. sept-
ember 2000. Margrét,
f. 16. október 1968,
synir hennar eru Axel
Örn, f. 15. febrúar
1993 og Vignir Þór, f.
1. júní 1996. Fóst-
ursonur var Ragnar Jóhann Al-
freðsson, f. 16. nóvember 1953, d. 11.
júní 1987, sonur hans er Þorvaldur,
f. 17. maí 1981. Barnabarnabörn eru
tvö.
Sigurður starfaði lengst af sem
sjómaður, útgerðarmaður og bóndi í
Grindavík.
Útför Sigurðar fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 9. júlí 2010,
kl. 14.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Með þakklæti kveð ég þig að sinni.
Guð varðveiti þig.
Þín ástkæra eiginkona,
Hrefna.
Kallið er komið hjá þér, elsku
pabbi minn. Minningar um góðan
föður geymi ég.
Ó, pabbi minn, nú sól til viðar sígur
og söngvar hljóðna, fölva slær á jörð.
Þeir fljúga burt er húmið yfir hnígur
er himinhvolfið fylltu þakkargjörð.
Það dimmir nú og dökknar hér í heimi,
ó, pabbi minn, þú horfinn ert mér frá.
Í mínu hjarta minning þína geymi,
ég man þig æ; og tárin stöðugt væta brá.
Ó, pabbi minn, ég heyri klukkur hljóma,
því hér og nú þungbær ögurstund,
í mínum huga minningarnar óma,
þú mér ert horfinn Drottins þíns á fund.
Ó, pabbi minn, minn hugur harmi sleginn
nú horfir fram á dægrin tóm og löng.
Mín von er sú, við hittumst hinumegin
og helgum Guði færum okkar
dýrðarsöng.
(Ingibjörg Guðnadóttir)
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Margrét Sigurðardóttir.
Elsku pabbi, nú hefur þú fengið
hvíldina sem var orðin þér svo kær-
komin, en söknuðurinn er mikill og
minningarnar streyma fram.
Það fer mikil hlýja um mig þegar
ég hugsa um tímann sem við áttum
saman frá því ég man fyrst eftir mér
og þar til þú kvaddir þennan heim.
Þú varst alltaf svo ánægður þegar
fjölskyldan var öll samankomin hjá
þér og hvað gleðin skein frá þér þeg-
ar afabörnin og svo langafabörnin
bættust í hópinn.
Þegar til stóð að fara á fjallið að
smala fénu þá sá maður þig ljóma af
tilhlökkun þar sem þú þeystist um á
honum Nasa og þú sagðir svo oft við
okkur Dadda heitinn bróður að það
mætti ekki verða ein einasta kind eft-
ir í fjallinu. Ég skildi ekki alveg þá
hvað þér var annt um að þylja upp öll
örnefni sem á vegi okkar urðu, en
núna skil ég þennan viskubrunn sem
þú skilur eftir. Hvergi undir þú þér
betur en heima á Hrauni hvort sem
það var í fjárhúsunum eða úti á túni.
Skemmtilegar voru sjóferðirnar sem
ég fékk að fara með ykkur Manga og
Lalla bróður þínum, þegar búið var
að tína beituna í fjörunni og árabátn-
um ýtt úr Vörinni við bæinn voru
margar góðar sögurnar sagðar.
Einnig voru rjúpnaferðirnar svo
skemmtilegar hjá okkur.
Það er mér ofarlega í minni hvað
þú varst greiðvikinn. Það gladdi þig
mikið að geta rétt öðrum hjálpar-
hönd, t.d. við slátt. Þau eru ófá túnin
á Þórkötlustöðum og víðar sem við
slógum eftir að við fengum traktor-
inn. Ég man hvað ég var alltaf
spenntur þegar bændurnir komu og
buðu okkur inn á bæina í kaffi og ný-
bakað meðlæti. Þegar þú fórst að
minnka við þig vinnuna kom í ljós
hvað þú hafðir gaman af því að baka,
ég fæ vatn í munninn að hugsa um
heimabakaða brauðið þitt, það var
svo gott. Það lýsir þér svo vel þegar
þú fékkst alnafna, þegar ég skírði son
minn í höfuðið á þér, og ég horfði í
tárvot augu þín af gleði og þakklæti,
ég skildi ekki þá af hverju þú varst
svona hrærður, en fyrir 4 árum þeg-
ar ég fékk alnafna sjálfur þá skildi ég
þessar tilfinningar svo vel.
Ljúfar eru minningarnar um sam-
verustundirnar okkar, ég er svo
þakklátur fyrir tímann sem við átt-
um saman, ég fékk að læra svo
margt af þér þar sem ég vann hjá þér
lengst framan af og þú svo í nám-
unum hjá mér, þennan lærdóm er
gott að eiga í veganesti í framtíðinni
og geymi ég hann eins og gull í mínu
hjarta.
Þú hafðir svo gaman af tímanum
sem þú vannst í Netagerðinni
Möskva þar sem allir höfðu sínar
skoðanir á fótbolta og þér fannst svo
skemmtilegt að segja okkur frá þeg-
ar þú komst heim. Við áttum svo góð-
ar stundir þegar ég og nafni þinn fór-
um með þig til Liverpool á Anfield
hvað þú ljómaðir og varst hrókur alls
fagnaðar. Það valt upp úr þér svo
margt spaugilegt að nafni þinn
kynntist alveg nýrri hlið á þér. Það
eru svo góðar og skemmtilegar
minningar sem við geymum úr þess-
ari ferð.
En núna ertu kominn til ástvina
okkar sem voru farnir á undan þér
og í dag þegar ég fylgi þér síðasta
spölinn með miklum söknuði þá bið
ég algóðan Guð að geyma þig þar til
við hittumst á ný.
Elsku besti pabbi, takk fyrir mig.
Þinn sonur,
Gísli Grétar.
Elsku afi, núna ertu farinn og okk-
ur finnst svo voðalega tómlegt að
koma til Grindavíkur núna. En
minningar um þig munu aldrei
gleymast. T.d þegar við fengum að
standa í bílnum á milli sætanna þeg-
ar við fórum út í búð, þú áttir alltaf
brjóstsykur handa okkur, passaðir
alltaf að við yrðum ekki svangir og
áttir alltaf nóg að borða fyrir okkur.
Þú kenndir okkur fullt af spilum og
alltaf þegar við komum í heimsókn
sagðirðu: „Eru gosarnir komnir“ og
oft varstu að leggja kapal þegar við
komum. Þú varst ávallt hress og kát-
ur og afar skemmtilegur. Sagðir
okkur margar vísur og sögur og
harðfiskinn áttir þú alltaf.
Við vitum að amma passar að eiga
köku og kex handa okkur. Og við vit-
um að þú ert á góðum stað.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minningar okkar um afa munu lifa
í hjörtum okkar.
Gosarnir þínir,
Axel Örn og Vignir Þór.
Elsku afi, loksins hefur þú fengið
hvíldina sem þú hefur beðið lengi eft-
ir. Þótt þú hafir verið tilbúinn þá er
ég það ekki og það verður erfitt fyrir
mig að sleppa takinu. Það er bæði
sorg og gleði í hjarta mínu en ég veit
að núna hefur þú það miklu betra og
brosir breitt að handan til mín og
segir mér að það sé allt í himnalagi.
Ef ég lít yfir minningarnar sem þú
hefur gefið mér get ég ekki annað en
brosað. Allar minningarnar sem við
eigum saman eru yndislegar, fullar
af brosum, hlátri, spjalli, gátum, vís-
um og bílrúntum og þú getur treyst
því að ég varðveiti þær vel.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
En núna ertu farinn og sá tími er
kominn sem þú hefur oft talað um, að
ég setji blóm við leiðið hjá þér, og ég
mun standa við það loforð sem ég gaf
þér. Þegar sá tími kemur, þá hitt-
umst við aftur hinum megin og höld-
um áfram og hlæjum saman eins og
ekkert hafi ískorist.
Þín afastelpa,
Hrefna.
Elsku afi, það er skrítið að þú sért
farinn frá okkur. Þú ert þó örugglega
hvíldinni feginn. Það er ekki hægt að
minnast þín án þess að hugsa um það
hversu góður þú varst alltaf við okk-
ur barnabörnin. Við Þorvaldur eydd-
um ófáum klukkustundunum hjá þér
þegar við vorum yngri og hugsa ég til
þess tíma með miklum söknuði. Allt-
af varstu til í að sækja okkur út í
hverfi, taka við okkur spil eða bara
spjalla. Svo sakaði nú ekki að alltaf
var til kakó og brauð til að setja í
ristina. Við vorum líka alltaf tilbúnir
að hjálpa þér í fjárhúsunum þegar
þig vantaði fleiri hendur enda varstu
alltaf svo góður við okkur.
Þegar ég fór að eldast og að vinna
fyrir mér þá man ég alltaf hversu
gott var að koma í kaffi til þín, hvort
sem var að morgni eða í seinna
kaffinu. Ef þú varst ekki búinn að
baka brauð þá var búið að fara í bak-
aríið og kaupa eitthvað til að við fær-
um ekki svangir út.
Ég vil þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman fyr-
ir framan sjónvarpið að fylgjast með
fótboltanum, það var nokkuð sem þú
hafðir mikinn áhuga á meðan heilsan
leyfði þér. Ég veit líka að þú hafðir
mjög gaman af ferðinni sem við fór-
um til Liverpool fyrir um 10 árum. Sú
ferð skilur eftir sig margar góðar
minningar. Ég gleðst mjög í hjarta
mínu yfir því að hafa fengið að fara
með þér.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Verst þykir mér að strákarnir
mínir skuli ekki hafa fengið að kynn-
ast þér betur sökum þess hve ungir
þeir eru, það er mikill missir fyrir þá.
En ég er þó á sama tíma mjög stoltur
að hafa gert þig að langafa og ég veit
að þú varst stoltur að eiga barna-
barnabörn og sóttir mikið í þá í hvert
skipti sem þú hittir þá.
Elsku afi, við þökkum fyrir allt,
hvíldu í friði.
Sigurður Guðjón Gíslason,
Inga Guðlaug Helgadóttir,
Gísli Grétar Sigurðsson og
Helgi Hróar Sigurðsson.
Sigurður Guðjón Gíslason
Nú er komið að
kveðjustund vinar
míns og nágranna nánast frá því ég
man eftir mér. Jón Sölvi var sérlega
góður granni ásamt bróður sínum
Guðmundi sem lést vorið 1995. Frá
þeim tíma bjó Jón einn að Efra-Apa-
Jón Sölvi Helgason
✝ Jón Sölvi Helga-son fæddist að
Efra-Apavatni í
Laugardal 5. apríl
1913. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands þann 27.
júní 2010.
Útför Jóns Sölva
fór fram frá Skál-
holtsdómkirkju 3. júlí
2010. Jarðsett var að
Mosfelli.
vatni. Samskipti milli
bæjanna Efra- og
Neðra-Apavatns voru
mikil gegnum árin,
bæði í leik og starfi og
var jafnan hjálpast að
við smalamennskur,
heyskap og margt
annað. Það var alltaf
gott að heimsækja
Jón, hann tók manni
ávallt vel með stríðn-
isglampa í augum og
ætíð um nóg að spjalla.
Ég var heppinn að
eiga þess kost að
ferðast um landið með Jóni, oftast
var farið eftir slátt, einskonar töðu-
gjaldaferðalög, og mín fyrsta ferð
hringinn í kringum landið var með
Jóni, Magnúsi frænda mínum og
Eyjólfi dóttursyni Jóns. Jón var af-
spyrnu fróður um landið sitt og
skemmtilegur ferðafélagi og var há-
lendið í sérstöku uppáhaldi hans eða
vegir utan alfaraleiða. Jón hafði lif-
andi áhuga á ýmiskonar tækjum og
var fljótur að tileinka sér nýjustu
tækni, var t. d. snemma kominn með
Nmt-síma í jeppann sinn. Hann
keypti líka vélsleða og hafði gaman
af að þeysa um snæviþakta Lyng-
dalsheiði og kom gjarnan við í kaffi á
einhverjum bænum undir heiðinni,
aufúsugestur. Jón var nákvæmur
maður á öll tæki og fór vel með og
var kappsmál að hafa allt í fullkomnu
lagi, enda dugðu tækin honum vel og
lengi svo eftir var tekið. Þó árin
væru orðin ærið mörg var Jón svo
ern að aldur hans gleymdist manni
enda var hann ungur í anda og fylgd-
ist vel með öllu í kringum sig sem og
fréttum að utan. Hann hafði mjög
sterkar skoðanir á öllum hlutum og
varð ekki snúið svo glatt. Jón kom til
dyranna eins og hann var klæddur
og sagði sína skoðun, sama hvað öðr-
um fannst, hafði mjög gaman af að
glettast við fólk, en það var aldrei illa
meint. Orðheppinn var hann með af-
brigðum. Það er merki um þraut-
seigju og ást á jörðinni sinni að geta
búið þar einn fram á síðasta dag,
hann var lánsamur að eiga góða fjöl-
skyldu og vini sem gerðu honum
kleift að vera heima þegar heilsunni
hrakaði, því á Efra-Apavatni vildi
hann vera. Lengst af var hann við
nokkuð góða heilsu og afrekaði að
lifa nærri heila öld.
Það verður tómlegt að horfa upp
að Efra-Apavatni þegar enginn Jón
er þar lengur. Hans verður sárt
saknað, en minningin um sterkan
persónuleika, góðan félaga, vin og
granna mun lifa. Ég og fjölskylda
mín vottum Rúnu og Jóni Þór og
börnum þeirra innilega samúð.
Kveðja,
Magnús Helgi Jónsson.