Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Hestapestin, sem kom upp fyrr á þessu ári, er að mestu gengin yfir. Hestar eru óðum að ná fullum bata og sérfræðingar segja að á heildina litið séu horfur góðar. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofn- un, segir þó mikilvægt að vera á varðbergi. Hún leggur áherslu á að snúa vörn í sókn. Gæta þurfi að um- hverfisáhrifum því oftar en ekki séu hesthús á Íslandi allt of þétt setin. Einnig sé algengt að hestar séu hafð- ir lengi innandyra í einu. Þannig myndist kjöraðstæður fyrir smit- sjúkdóma. „Margir hestar hafa náð ágætis heilsu aftur en það sést meðal annars í því að um síðustu helgi fóru fram kynbótasýningar sem gengu mjög vel,“ segir Sigríður. Hún segir hesta sem notaðir hafa verið í hestaferðir sömuleiðis vera í ágætis standi. Hreinlæti er mikilvægt Sigríður segir að undantekningar- lítið virðist sem allir hestar landsins hafi smitast af hestapestinni. Pestin sé að mestu gengin yfir í þeim hest- um sem voru inni í vetur, en þeir hafi sýkst fyrst. Þau hross sem gengu úti fengu pestina seinna og voru ein- kenni þeirra oftast vægari. Þeir hestar sem hafa sýkst mynda að einhverju leyti ónæmi fyrir bakt- eríunni að sögn Sigríðar. Það sé þó ekki mjög sterkt og því ekki útséð um að þeir séu alveg sloppnir. „Það er mjög mikilvægt að halda smitmagninu niðri með því að hreinsa hesthúsin vel,“ segir Sigríð- ur. Mikilvægt sé að smitið bíði ekki eftir hestunum þegar þeir komi á hús í vetur. Sótthreinsun dragi veru- lega úr smithættu. Engin hrossasala í sumar Sala á hrossum hefur að mestu legið niðri í allt sumar. Það hefur slæm áhrif á þá sem hafa atvinnu af hestamennsku þar sem hrossasala er það sem heldur henni gangandi sem atvinnugrein. Útflutningur á hrossum var stöðv- aður 10. maí og lítið hefur verið selt á innanlandsmarkaði. Blikur eru þó á lofti en vonast er til að útflutningur fari aftur í gang um miðjan næsta mánuð. Þó svo að útflutningur hafi verið stöðvaður er útflutningsleyfi ís- lenskra hesta í fullu gildi. Sigríður Björnsdóttir segir þenn- an tiltekna hestasjúkdóm ekki til- kynningarskyldan innan Evrópu- sambandsins enda séu einkennin væg í hestum á meginlandinu. „Áður en útflutningur getur hafist á ný þarf að uppfylla ákveðin skil- yrði. Þannig þurfa hestarnir að vera lausir við sjúkdóminn og að auki mega þeir ekki hafa verið í sýktri hjörð í tiltekinn tíma fyrir útflutn- ing,“ segir Sigríður. Óvenjulegt ár „Markaðsleg áhrif hafa enn ekki komið fram en það gerist að líkind- um með haustinu,“ segir Kristbjörg Eyvindardóttir sem rekur ræktun- arbúið Auðsholtshjáleigu ásamt eig- inmanni sínum, Gunnari Arnarsyni. Þau hjónin hafa staðið í hrossaút- flutningi í mörg ár. „Þetta ár hefur verið mjög óvenju- legt hjá okkur enda útflutningur leg- ið niðri í tvo mánuði en nú er allt að komast í gang,“ segir Kristbjörg. Hún er þó full bjartsýni og hefur fulla trú að útflutningur hefjist á nýj- an leik um miðjan ágúst. „Það má kalla það lán í óláni að pestin hafi náð hámarki í sumar en þá er útflutningur venjulega í lág- marki,“ segir Kristbjörg. Útflutningur á hrossum fari aðal- lega fram á haustin og á veturna því þá séu minni viðbrigði fyrir hrossin að skipta um umhverfi með tilliti til hitafars. Lítið sem ekkert hefur orðið úr kynningum á íslenska hestinum í sumar. Sýningum víða um land var slegið á frest og sömuleiðis ýmsum uppákomum sem tengjast íslenska hestinum. Vel heppnuð sýning Til stóð að halda Landsmót hesta- manna fyrstu helgina í júlí. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum vegna hestapestarinnar. Aðstandendur dóu þó ekki ráðalausir heldur stóðu fyrir stórglæsilegri héraðssýningu í Skagafirði í staðinn. Fjöldi erlendra ferðamanna mætti til að fylgjast með og voru þeir að sögn viðstaddra jafnvel fleiri en Ís- lendingarnir. Margir útlendinganna höfðu fyrir löngu fjárfest í ferð til Ís- lands til að fara á landsmótið. „Hestarnir voru allir hraustir en hefðu sumir hverjir mátt vera í ögn betra formi,“ segir Páll Bjarki Páls- son, hrossaræktandi á Flugumýri 2. Engum hesti hafi verið vísað frá enda hafi öll hrossin uppfyllt heilsu- farsskilyrði. Hann segir sýninguna gefa góð fyrirheit fyrir framtíðina. Sýningin hafi sýnt það og sannað að hestamenn séu ekki dauðir úr öllum æðum. Flestir hafa náð hestaheilsu  Dýralæknir segir brýnt að sótthreinsa hesthúsin  Kjöraðstæður fyrir smitsjúkdóma eru í hesthúsunum  Markaðsleg áhrif pestarinnar eru ekki komin fram  Bjartar horfur eru framundan Þeysireið Svo virðist sem hestar séu óðum að ná sér eftir pestina sem reið yfir landið. Hestamenn þurfa þó að vera meðvitaðir um smitleiðir. Morgunblaðið/Golli 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA 2.–11. OKTÓBER 2010 Miami – Florida, Philipsburg – St. Maarten, San Juan – Puerto Rico, Labadee – Haiti, Miami – Florida Úrval Útsýn kynnir með stolti, Liberty of the Seas, eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims. Skipið er eitt af nýjustu viðbótum Royal Caribbean skipafélag- sins en það fór jómfrúarferð sína í maí 2007. Það hefur einstaka eiginleika og aðstöðu, t.d. vatnagarð með brimbrettaaðstöðu, skautasvell, klifurvegg, verslunargötu og skem- mtistaði svo fátt eitt sé nefnt. Þetta glæsilega skip er búið nær öllu er hugurinn girnist. Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu sundlaugasvæði. Liberty of the Seas er sannkallað fljótandi 5 stjörnu lúxus hótel sem undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist. á mann m.v. 2 fullorðna.* Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims! * Innifalið: Flug til og frá Orlando, gisting á Baymont Inn & Suites í Orlando með morgunverð í eina nótt, skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur, þjórfé um borð í skipinu og allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Þau merkilegu tíðindi áttu sér stað að stóðhestar frá Flugmýri 2 urðu efstir í fjórum flokkum á velheppn- aðri hrossaræktunarsýningu sem fór fram á Vindheimamelum um síð- ustu helgi. Þar kepptu hestar sem allir voru við hestaheilsu! Hestar frá Flugumýri 2 unnu til verðlauna í flokki fjögurra, fimm, sex og sjö vetra stóðhesta. Allir eru þeir í eigu sömu fjölskyldunnar. Þetta ku nánast vera einsdæmi og segist Páll Bjarki Pálsson, Flugu- mýri 2, ákaflega ánægður með ár- angurinn sem sé hvatning til frekari verka. „Nú verður allt sett í gang. Um verslunarmannahelgina verðum við með stórt mót á Vindheimamelum þar sem verða kappreiðar, peninga- verðlaun og mikil hátíð,“ segir Páll Bjarki. Hann segir að stórbrotnar hug- myndir séu uppi um að endurvekja gömlu Vindheimamela-stemninguna en áður þótti hestamönnum sjálf- sagt að halda til Vindheimamela um verslunarmannahelgina. Efstir í fjórum flokkum VINDHEIMAMELAR UM SÍÐUSTU HELGI Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.