Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Síðumúli 34 - s: 517 1500 - www.malningalagerinn.is Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. 20% Afsláttur af málningarvörum Síðustu fimm árin hefur verið gengin pílagrímsganga frá Þing- völlum að Skálholti á Skálholts- hátíð sem haldin er næst Þorláks- messu að sumri 20. júlí. Gangan verður endurtekin í ár og hefst kl. 10 árdegis við Þingvallakirkju. Gengið verður að Farfuglaheim- ilinu við Laugarvatn þar sem gist verður. Göngunni verður svo fram- haldið á sunnudagsmorgni frá Neðra-Apavatni og gengið sem leið liggur að Skálholti til hátíðarguðs- þjónustu í Skálholtsdómkirkju kl. 14:00. Allir eru velkomnir. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.skalholt.is/pilagrimsgongur. Skráningargjald er 1.500 kr. Gangan Fjölmargir hafa gengið. Pílagrímsganga STUTT STANGVEIÐI Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Gleði laxveiðimanna virðist engan enda ætla að taka. Met falla víða um land og allt annað en góð veiði virðist heyra til undantekninga. Spá reyndra veiðimanna um að það stefndi í stór- laxasumar er að rætast. Tveir 107 sentimetra boltar hafa nú þegar veiðst. Sá síðasti kom á land á miðvikudag, en hann veiddist í Laxá í Aðaldal. Talið var að hann hefði vegið um 25 pund. Í gær veiddist 103 sentimetra lax í Hrútafjarðará, sem vó rúm 20 pund. Hrútarfjarðará er í góðu formi og þar hafa veiðst um þrjátíu laxar. Skiptist aflinn nokkuð jafnt á milli smálaxa og stórlaxa. Ótrúleg byrjun í Blöndu Það er með ólíkindum hversu vel veiðist í Blöndu í sumar. Um ellefu hundruð laxar eru komnir á land og þar af hafa þúsund þeirra verið veidd- ir á fjórar stangir á svæði eitt. Áður hefur verið rætt um stórlaxana í Blöndu, en sá stofn er í toppstandi. Veiði hófst í Eystri-Rangá í lok síð- asta mánaðar. Emil Örn Þórðarson, sölumaður hjá Lax-á, segir að á annað hundrað laxa séu komnir á land nú þegar. Til samanburðar voru aðeins tæplega þrjátíu laxar komnir á land á sama tíma árið 2007, sem var metár í ánni. Ytri-Rangá er ekki síður í formi en nafna hennar. Þessa dagana veiðast þar um þrjátíu til fjörutíu laxar á dag, að sögn Stefán Sigurðssonar, hjá Lax-á. Meðalþyngdin yfir 10 pund Holl Sveins Speights, ljósmyndara, í Eystri-Rangá tók alls sjö fiska á tveimur dögum. Á fyrstu vakt var áin verulega gruggug, en eftir það veidd- ist vel. Fiskarnir voru ekki af verri endanum og var meðalþyngdin yfir 10 pund. Flestir tóku tommustyttan SunRay og veiddist nánast um alla á. „Bróðir minn tók tíu pundarann, sem endaði á því að vera minnsti fisk- urinn. Allir tóku stærri fisk á eftir honum,“ segir Sveinn og hlær. Stígandi í Laugardalsá Af öðrum ám ber að nefna að mikil stígandi hefur verið í Laugardalsá á Vestfjörðum. Í síðasta holli komu tuttugu og fimm laxar, en í heildina hafa veiðst um hundrað og fjörutíu laxar. Í Flókadalsá veiddust rúmlega fjörutíu laxar í fyrstu tveimur hollum, sem telst nokkuð góð byrjun. Bæði er veitt á maðk og flugu. Laxarnir úr Flókadalsá eru yfirleitt smálaxar, á bilinu 4 til 8 pund. Eitthvað hefur bor- ið á því að fiskurinn sé lúsugur, að sögn Birgis Jóhanns Jóhannssonar, umsjónarmanns með ánni. Tíu pundarinn endaði sem minnsti laxinn í hollinu Tröllið í Aðaldal Gísli Ásgeirsson veiddi þennan 107 sentimetra hæng í Laxá í Aðaldal í gær.  Stórlaxar veiðast með jöfnu millibili  Eystri-Rangá virðist ætla að slá metið Veiði hefur víðast hvar hafist með látum í sumar. Mikið hefur veiðst af vænum fiski og eru veiðimenn í skýjunum með árangurinn. Nokkrar ár hafa ekki byrjað svo vel. Breiðdalsá var opnuð fyrir viku og hefur lítið veiðst í henni vegna flóða. Aðeins fimmtán laxar komu á land í fyrstu vikunni. Þröstur Elliðason, sem hefur umsjón með ánni, segir að ekki hafi verið veitt alla dagana. Gríðarlegar rigningar hafa sett strik í reikninginn. „Helminginn af tímanum hefur áin verið óveiðandi en þegar linnir hafa menn gripið einn og einn lax,“ segir Þröstur. Þá hefur ekki veiðst jafn vel og venjulega í Hvannadalsá. Fjörutíu laxar hafa veiðst frá því þann 21. júní, þegar áin var opnuð. Það eru hins vegar ekki flóð sem koma nið- ur á veiðinni þar, heldur þurrkur, en lítið vatn er í ánni. Veðrið setti strik í reikninginn BREIÐDALSÁ OG HVANNADALSÁ FARA HÆGT AF STAÐ Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst aðstoðarbeiðni vegna báts sem var vélarvana á Úlfljótsvatni síðdeg- is í gær. Sagt var að um borð í bátn- um, sem rak stjórnlaust um vatnið vegna hvassviðris, væri maður með þrjú börn. Áhöfn TF-GNÁ, þyrlu Landhelg- isgæslunnar, var á heimleið eftir æf- ingu þegar útkallið barst og þyrlan kom að bátnum 10 mínútum eftir út- kallið en þá var aðeins einn maður í bátnum. Sigmaðurinn sem seig niður í bátinn fékk þær fréttir frá bátverja að hann hefði sett börnin í land nokkru áður en báturinn varð vélar- vana. Bátnum hefði hann ekki komið í gang og hafði hann ekki þrek til að róa bátnum að landi vegna hjarta- sjúkdóms. Sigmaðurinn reri bátnum í land en þyrlan flutti bátverjann til fjölskyldu sinnar sem var hinum megin við vatnið ásamt lögreglu og sjúkra- flutningamönnum. Var maðurinn mjög þakklátur fyrir aðstoðina. Sigmaður TF-GNÁ reri bátnum í land  Þyrla kom til bjargar á Úlfljótsvatni Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, kveðst alls ekki vera sammála Árna Páli Árna- syni félagsmála- ráðherra um að tilmæli Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlits- ins frá 30. júní hafi verið ótímabær. „Í fyrsta lagi lá fyrir að fjármála- fyrirtækin þurftu að fá leiðbeiningu um hvernig þau ættu að ganga frá sínum hálfsárs uppgjörum. Það gat ekki komið síðar en í lok júní. Þau gátu því ekki verið ótímabær og gátu ekki komið seinna en þau birtust,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Eins og umræðan sýnir þá sýnist sitt hverjum um tilmælin sem slík. Ég tek ekki undir skoðun Árna Páls á þeim heldur.“ Gylfi fagnar þeirri ákvörðun við- skiptabanka og sparisjóða að bjóða viðskiptavinum, sem skulda fast- eignalán tengd gengi erlendra mynta, að borga fasta krónutölu í af- borganir. Með því njóti viðskiptavin- irnir lækkunar greiðslubyrði eins og von væri á ef gengistryggingar- ákvæðum þessara lána væri vikið til hliðar. Brjóta ekki gegn tilmælum Hann bendir einnig á að Hæsti- réttur hafi úrskurðað að bílalán og bílasamningar innihaldi ólögmæt ákvæði um gengistryggingu. Hins vegar hafi enginn banki eða spari- sjóður lýst því yfir að dómarnir hafi fordæmisgildi fyrir fasteignalán. Nú hafi bankar og sparisjóðir tekið af skarið og boðið ásættanlega lausn þar til frekari úrskurðir dómstóla liggja fyrir. Gylfi telur áfram mikilvægt að niðurstöðu dómstóla verði flýtt og bendir á að í undirbúningi séu mál sem geti hlotið afgreiðslu snemma hausts. Hann segir að lausnin sem fjár- málafyrirtækin hafi teflt fram brjóti ekki í bága við tilmælin sem Fjár- málaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sendu frá sér þann 30. júní s.l. Þar var gert ráð fyrir að fyrirtækin gætu hvenær sem er samið við viðskipta- vini sína um betri lánakjör. Er ósammála ummælum félagsmálaráðherrans Gylfi Magnússon  Tilmæli Seðlabankans og FME máttu ekki koma seinna Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í gær, Fjár- málakerfi fyr- ir fólk, og segir þar m.a.: „Atburðir síðustu daga sýna okkur líka að tilmælin [SÍ og FME] voru mis- ráðin og ótímabær – fjármála- fyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánunum þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi.“ „Misráðin og ótímabær“ TILMÆLI SÍ OG FME Árni Páll Árnason Á laugardag nk. verður Skátafé- lagið Landnem- ar með skemmtilega fjölskyldu- skemmtun í Við- ey. Skátarnir munu reisa frumbyggjaþorp og gefst gestum Viðeyjar tæki- færi til að læra að bjarga sér að hætti frumbyggja, – að reisa sér skjól yfir höfuðið, kveikja eld og ýmislegt fleira spennandi. Á sunnudag nk. verður gestum Við- eyjar boðið að smíða sína eigin flugdreka á gamla mátann. Flug- drekasmíðin hefst um kl. 11:30 og verða allir flugdrekarnir settir á loft kl. 14:30. Stefnt er að því að setja Íslandsmet í fjölda flug- dreka á lofti. Frumbyggjar og flugdrekar í Viðey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.