Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Götumynd Krakkana sem eru í Götuleikhúsinu skortir ekki frumleika og þau gerðu sér lítið fyrir og sköpuðu skemmtilega götumynd með því að breyta sér í gangbraut , blóm og potta. Eggert Skömmu eftir hæstaréttardóminn lýsti viðskiptaráðherr- ann okkar því yfir að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur og áhrifin yrðu góð á hag- kerfið. Eftir ræðu seðlabankastjórans varð honum hins vegar ljóst að málið væri stórhættulegt og bank- arnir gætu skaðast á þessari framvindu. Fram hafði kom- ið í fjölmiðlum að sum fjármögnunarfyrirtækin hygðu á málaferli gegn Fjármálaeftirliti og Seðlabanka, sem hefðu sýnt víta- verða vanrækslu og ekki tekið eftir því í níu ár að mikið væri lánað af gengistryggðum lánum sem væru ólögleg. Töldu þessi fjármögnunar- fyrirtæki að þessar opinberu stofn- anir hefðu þannig valdi þeim tjóni og kynnu að vera skaðabótaskyldar. Fjármálaeftirlit og Seðlabanki brugðust við og lýstu miklum áhyggjum af stöðu fjármögnunarfyrir- tækjanna í kjölfar dómsins og gerðu til- lögur um vaxta- greiðslur sem væru viðunandi fyrir bank- ana. Tillögurnar um óverðtryggða vexti miða við að fjármögn- unarfyrirtækin taki á sig sem allra minnsta ábyrgð og skaða vegna gjörða sinna. Gárung- arnir sögðu að Fjár- málaeftirlit og Seðla- banki væru vanhæf í þessum björgunaraðgerðum vegna fyrri að- komu sinnar að málinu. Lýstu viðskiptaráðherra og þess- ar opinberu stofnanir því yfir að yf- irvofandi hætta væri á að skuldugur almenningur, sem undanfarin miss- eri hefur farið hring eftir hring í rúminu á nóttunni vegna aukinnar skuldabyrði, gæti grætt á dómnum og í því fælist óviðunandi óréttlæti. Bönkunum yrði að bjarga og gleymdu þá í svipinn ræðum sínum um að bankakerfið væri of stórt og fækka þyrfti bönkum. Allt verður þetta óskiljanlegra vegna þess að bankarnir hafa sjálfir lýst því yfir að þeir séu ekki í neinni hættu þótt dómurinn standi. Bankarnir þrír högnuðust um 51 milljarð á síðasta ári. Þessar opinberu stofnanir hafa í annríki sínu ekki haft tíma til þess að skýra fyrir almenningi hvaða reikningar liggja að baki þessum til- lögum. Þykir það skjóta skökku við yfirlýsingar um gegnsæi. Almenningur á auðvitað að trúa þessum stofnunum minnugur frammistöðu þeirra á misserunum fyrir hrun. Þær flöskuðu að vísu á því sem var að gerast í bankakerf- inu fyrir hrun og stofnunum sem beinlínis voru settar á stofn til þess að hafa eftirlit sást yfir að banka- kerfið var að hrynja í heild og lýstu undrun sinni á því að almenningur skyldi telja að þær hefðu með þessi mál að gera. Fjölmiðlar segja að Seðlabankinn hafi ekki áttað sig á ástandinu og mátt þakka fyrir að fara ekki sjálfur á hausinn í öldu- rótinu. Bankarnir hafa brotið lög en telja að lántakendur verði að sjálf- sögðu að koma til svo bankarnir skaðist ekki á þessu fyrirtæki sínu. Bankarnir hafa á undanförnum árum talið ófært að ríkið sé að skipta sér af rekstri þeirra, hagn- aðurinn sé þeirra en nú krefjast þeir þess að ríkið komi með tillögur til lausnar og fólkið og ríkið beri tapið. Síðustu misserin hafa okkur bor- ist fréttir af sanngirni bankanna og skilningi þeirra á samningum og nú síðast frá SP fjármögnun og inn- heimtu bílaláns. Þar þurfti SP að beita öllum úrræðum til þess að há- marka hagnað og það svo að harð- svíruðustu karlar sem ekkert láta hafa áhrif á sig sögðu að þessi frétt gæti ekki verið rétt. Auðvitað þarf að gæta þess að svona fyrirtæki fari ekki á hausinn. Í ötulli viðleitni sinni til þess að hámarka hagnað hafa bankarnir leitað allra úrræða; markaðsmis- notkun, áhrif á gengisskráningu, misnotkun peningasafnssjóða, afnot eigenda og stjórnenda af sjóðum bankanna og jafnvel keypt afnot af nöfnum erlendra auðkýfinga fyrir milljarða en allt kom fyrir ekki. All- ir hljóta að sjá að ekki var hægt að ætlast til meira af þeim og því verð- ur almenningur að snúa bökum saman og hindra að þessi vönduðu fyrirtæki tapi. Nú verða allir að axla byrðarnar, jafnt eyrarvinnukarlar sem einstæðar þriggja barna mæð- ur í Vesturbænum. Fræðimenn hafa ritað lærðar rit- gerðir um ranglát nauðungarupp- boð þar sem lánveitendur kaupa á lágmarksverði og selja með hagnaði og ganga síðan frá skuldaranum gjaldþrota við kröfu þess sem upp á vantaði að skuldin næðist við upp- boðið. Þá segja menn að samningar verði að standa. Nú er ósanngjarnt að samningar standi. „Something is rotten in the state of Denmark.“ Eftir Guðmund G. Þórarinsson »Nú verða allir að axla byrðarnar, jafnt eyrarvinnukarlar sem einstæðar þriggja barna mæður í Vesturbænum. Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur. Órökstuddar hugleiðingar Mikil umræða á sér stað í þjóðfélaginu nú um mundir vegna gengistryggðra lána. Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og kveðið upp úr um að gengistrygging er með öllu óheimil á grunni laga nr. 38/ 2001 um vexti og verðtrygg- ingu. Norræna velferðarrík- isstjórnin, Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa tekið stöðu með fjármálastofnunum en ekki Hæstarétti og fólkinu í landinu. Sætir það mikilli furðu. Ég hef verið afar hugsi yf- ir hví viðbrögð þessara stofnana hafa verið svo afdráttarlaus. Ég fullyrði að hvergi í vestrænu ríki hafi stjórnvöld leyft sér að fara á móti æðsta dómstóli landsins eins og gerst hefur nú hér á landi. Við biðjum um virðingu annarra þjóða og að tekið sé mark á okkur á al- þjóðavettvangi. Hvernig á slíkt að vera mögulegt þegar stjórnvöld hundsa dómsniðurstöðu æðsta rétt- ar landsins? Hvernig á slíkt að vera hægt þegar þrír ráðherrar hrunstjórnarinnar, er flaut sofandi að feigðarósi, eru enn við völd. Jó- hanna Sigurðardóttir nú í hlutverki forsætisráðherra, Össur Skarphéð- insson í hlutverki utanríkis- ráðherra og Kristján Möller í hlut- verki samgönguráðherra? Þetta er nú ekki beint traustvekjandi. Hví ætti þetta fólk að hafa burði til þess að reisa mannorð þjóðarinnar úr rústum hrunsins því það var sjálft á vakt – andvaralaust – á haustdögum 2008? Nú berast þær fréttir að einkavinir Sam- fylkingarinnar séu óskabörn ríkisstjórnar- innar fyrir hönd þjóðarinnar í embætti inn- an Þróunarbanka Evrópuráðsins. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. formannskandídat Samfylkingarinnar eftir hrun, hefur þegar tekið sæti í framkvæmdastjórn bankans og Jón Sigurðsson, fv. formaður stjórnar Fjár- málaeftirlitsins er hrunið varð, er nú í fram- boði til embættis stjórnarformanns bankans í boði íslenskra stjórnvalda. Hafa menn gleymt því að Jón sá síðar nefndi spókaði sig í fyrirsætuhlutverki fyrir Landsbankann þegar Icesave-reikningarnir voru markaðs- settir í Hollandi og Bretlandi? Lýsti þar fullkomnu trausti í krafti þáverandi embætt- is síns á þessa „tæru snilld“. Halda þessir nafngreindu einstaklingar að þeir þekkist ekki fyrir utan landsteinana? Íslenska þjóðin er afar vel upplýst, við eigum mikið og gott mannval, við eigum framúrskarandi einstaklinga á öllum sviðum. Er ekki tímabært að skipta út gömlum belgjum og hleypa nýju fólki að? Fólki sem hefur burði og þekkingu til að taka þátt í þeirri endurreisn sem hér verður að eiga sér stað, fólki sem virðir þrígreiningu stjórnarskrárinnar og almennar reglur rétt- arríkisins. Nú þegar hafa rúm tvö ár farið til spillis hjá þessari vanhæfu ríkisstjórn, enn er hægt að snúa vitleysunni við og endurheimta okkar sess sem þjóð á meðal þjóða. Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Nú þegar hafa rúm tvö ár farið til spillis hjá þessari vanhæfu ríkisstjórn, enn er hægt að snúa vitleysunni við og endurheimta okkar sess sem þjóð á meðal þjóða. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. Traust og trúverðugleiki á alþjóðavettvangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.