Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 190. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Páll fallinn í ónáð
2. Var þetta Michael Jordan?
3. Eiður tryggði ÍBV sigur
4. Án athugasemda í 10 ár
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Arkitektinn Dagur Eggertsson og
starfsfélagi hans Sami Rintala hönn-
uðu og reistu mikinn bókaturn sem
nú stendur í hinu virta Victoria and
Albert-safni í Lundúnum. Innsetn-
ingin er afdrep fyrir gesti. »37
Hönnuðu bókaturn
sem afdrep í V&A
Hollvinir Gríms-
ness standa fyrir
dagskrá að Borg í
Grímsnesi 10.-11.
júlí, sem ber yfir-
skriftina Brú til
Borgar. Guðni
Ágústsson, fyrrv.
landbúnaðar-
ráðherra, setur
hátíðina en á henni verður m.a. sýnd
íslensk glíma, gömlu dansarnir
kynntir og rithöfundarferli Ólafs Jó-
hanns Sigurðssonar gerð skil.
Brú til Borgar
í Grímsnesi
Húsband Havarí leik-
ur á Villa Reykjavík
Listahátíðin Villa Reykjavík hefst
í dag í miðborg Reykjavíkur. Hljóm-
sveitin Húsband Havarí var stofnuð
sérstaklega fyrir hátíðina og mun
leika óundirbúna tónlist í
versluninni Havarí í Austur-
stræti í dag kl. 17, en
hljómsveitina skipa Ólafur
Josephsson, Bergur And-
erson og Macio
Moretti.
Á laugardag Hæg austlæg eða breytileg átt. Víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið á
Norðausturlandi. Hiti 7 til 15 stig.
Á sunnudag Hægviðri og líkur á skúrum um allt land. Hiti breytist lítið.
Á mánudag Suðlæg átt, væta með köflum, þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 8 til 15 stig.
VEÐUR
Breiðablik heldur sínu striki
í Pepsídeild karla í fótbolt-
anum. Kópavogsliðið burst-
aði Stjörnuna, 4:0, og er
áfram á toppi deildarinnar.
Alfreð Finnbogason fór á
kostum en hann skoraði
þrjú mörk og lagði eitt upp,
og hann er nú markahæstur
í deildinni með átta mörk.
Breiðablik er með 23 stig í
efsta sæti deildarinnar,
jafnmörg og Eyjamenn sem
eru í öðru sæti. »3
Þrenna Alfreðs og
Blikar eru efstir
KR-ingar voru ekki í teljandi vand-
ræðum með að tryggja sér sæti í ann-
arri umferð Evrópudeildar UEFA í fót-
bolta í gærkvöld. Þeir gerðu jafntefli,
2:2, við Glentoran í Belfast og voru
þó manni færri í 35 mínútur. KR-ingar
sigruðu 5:2 samanlagt og mæta Kar-
paty Lviv frá Úkraníu næstu tvo
fimmtudaga, á KR-vellinum og síðan í
Úkraínu. »4-5
KR-ingar ekki í vand-
ræðum í Belfast
Eyjamenn gefa ekkert eftir í topp-
baráttu Pepsídeildar karla í fót-
bolta og þeir lögðu Keflvíkinga,
2:1, í háspennuleik á Hásteinsvell-
inum í gærkvöld. Allt stefndi í
jafnteflið þegar Eiður Aron Sig-
urbjörnsson, tvítugur varnar-
maður í liði Eyjamanna, skoraði
stórglæsilegt mark og tryggði liði
sínu sigurinn. »2
Glæsilegt sigurmark
Eiðs fyrir Eyjamenn
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Tjarnarbíó verður brátt opnað á ný
eftir gagngerar endurbætur sem
staðið hafa yfir í um tvö ár. Borgar-
ráð ákvað í síðustu viku að leggja 40
milljónir til viðbótar í húsið svo hægt
verði að ljúka framkvæmdum.
Iðnaðarmenn hafa því tekið til
starfa á ný eftir hlé og stefnt er að
opnun í október.
Rekstur hússins verður að lík-
indum áfram í höndum Sjálfstæðu
leikhúsanna. Kjarnastarfsemi húss-
ins verður atvinnuleikhús en hönnun
þess gerir ráð fyrir kvikmyndasýn-
ingum, fundahaldi, danssýningum,
tónleikum, kaffihúsi og fleira. Hljóð-
hönnun hússins tekur mið af þessari
blönduðu starfsemi. Gert er ráð fyrir
leiksviði af þeirri tegund sem nefnd
er „svartur kassi“ (e. black box) og
talin mikilvæg viðbót við starfsemi
atvinnuleikhópa.
„Þetta er algjör bylting. Loksins
er að verða til fjölnotasalur með fær-
anlegum bekkjum þar sem hægt er
að setja upp mun fjölbreyttari sýn-
ingar en áður,“ segir Gunnar Gunn-
steinsson, framkvæmdastjóri SL.
Húsið geymir sögu borgar
Segja má að saga hússins feli í sér
sögu borgarinnar. Húsið var byggt
sem íshús 1913 en á þeim tíma voru
Reykjavíkurhafnir í byggingu. Tvö
önnur íshús voru byggð við Tjörnina
í upphafi 20. aldarinnar, annað brann
en hitt hýsir Listasafn Íslands.
Eftir að Tjarnarbíó lauk hlutverki
sínu sem íshús var það nýtt undir
frjálsíþróttaiðkun þegar vorið í ís-
lenskum frjálsíþróttum, sem nefnt
hefur verið svo, var í uppsiglingu.
Meðal annarra á Gunnar Huseby að
hafa æft í húsinu áður en ákveðið var
að breyta því í kvikmyndahús á
stríðsárunum. Arkitektarnir Sig-
urður Guðmundsson og Eiríkur Ein-
arsson stýrðu breytingunum 1942.
Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt
og höfundur endurbótanna segir að í
endurnýjuðu Tjarnarbíói verði fínn
bíósalur með bólstruðum sætum fyr-
ir um 150 manns. Einnig verði hægt
að nota efri hæðina, svalirnar, fyrir
minni sýningar eða fundi.
Að sama skapi verði hægt að nota
neðri hæð salarins eingöngu, t.d. fyr-
ir minni leiksýningar. Þar verða um
50 sæti en möguleiki á að bæta við 50
til viðbótar Suðurgötumegin þannig
að leikhúsgestir horfist í augu. Hægt
verður að taka við um 250 gestum á
tónleikum með því að fjarlægja hluta
sæta. Viðbygging á norðurhlið húss-
ins mun hýsa kaffihús auk þess sem
aðstaða fyrir skrifstofur, förðun,
búninga og fleira hefur verið inn-
réttuð í gömlu slökkvistöðinni sunn-
an við húsið.
Heildarkostnaður við endurgerð
og viðbyggingu Tjarnarbíós nemur
rúmum 300 milljónum króna.
Fjögur líf Tjarnarbíós
Opnað á ný í haust
eftir tveggja ára
framkvæmdir
Morgunblaðið/Ómar
Endurbætur Hönnun Tjarnarbíós gerir m.a. ráð fyrir kvikmyndasýningum, fundahaldi, tónleikum, kaffihúsi o.fl.
Bólstruð bíósæti og útdrag-
anlegir bekkir áttu að koma til
landsins í september. Á þeim
tíma sem leið frá útboði borg-
arinnar þar til ákveðið var að
taka tilboði breska fyrirtæk-
isins Audience Systems, barst
svo stór pöntun að seinka
varð afgreiðslu til Tjarnar-
bíós.
Framleiðandinn var beðinn
að gera stóla fyrir landsfund breska Verkamannaflokksins þar sem von
er á allt að tíu þúsund manns, ögn fleiri en þeim 200 sem áætlað er að
geti setið í Tjarnarbíói. Fyrir vikið er óvíst hvort bíósalurinn verður klár
áður en Alþjóðleg kvikmyndahátíð hefst.
Bretar tefja bíósætin
ÓVÍST HVORT NÆST AÐ OPNA FYRIR RIFF
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað og úrkomulítið á norðanverðu
landinu, en sunnanlands verða skúrir síðdegis. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.