Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 10
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR10
MIÐENGI AUGLÝSIR
TIL SÖLU BYGGINGARLÓÐIR
Eskivellir 13
Hafnarfirði lóð fyrir 2645 fm fjölbýli
Skipalón 1-3
Hafnarfirði lóð fyrir 3813 fm fjölbýli
Skipalón 7-9
Hafnarfirði lóð fyrir 3840 fm fjölbýli
Síðasti frestur til að skila inn tilboði er miðvikudaginn
30. nóvember 2011, kl. 14.00
Allar nánari upplýsingar um eignirnar ásamt tilboðsformi
er að finna á vef Miðengis undir slóðinni www.mengi.is
Sími 527 3060 • Lækjargötu 12 • 155 Reykjavík • mengi@mengi.is
Sími 527 3060 • Lækjargötu 12 • 155 Reykjavík • mengi@mengi.is
STOLTIR AF STÓRHÝSINU Þessi himna-
turn í Tókýó, Tokyo Sky Tree, telst nú
hæsta bygging veraldar, eins og fram
kemur á vottorði frá Heimsmetabók
Guinness sem eigendurnir sýna stoltir.
NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Nokkrum sinnum í sögu
Alþingis hafa þingmenn rokið
úr sal í þeim tilgangi að gera
atkvæðagreiðslu ólögmæta, eins
og stjórnarandstaðan gerði á
miðvikudaginn.
„Þetta er herbragð sem hefur
verið reynt nokkrum sinnum og
lukkast stundum sem skammtíma-
sigur en er ekki algengt hérna,“
segir Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis.
Til að Alþingi sé ályktunarbært
og geti þar með greitt atkvæði með
lögmætum hætti þarf helmingur
þingheims, eða 32 þingmenn, að
vera viðstaddur og taka þátt, jafn-
vel þótt þingmenn ákveði að sitja
hjá.
„Alla jafna eru ríkisstjórnir
með meirihluta og ef þær tryggja
viðveru sinna þingmanna dugir
það til að ekki sé hægt að gera
þingfund óályktunarbæran,“ segir
Helgi.
Það brást þó á miðvikudag,
þegar greiða átti atkvæði um
hvort halda skyldi kvöldfund og
stjórnarandstöðuþingmenn yfir-
gáfu salinn. Of fáir stjórnarþing-
menn voru þá í salnum til að hægt
væri að afgreiða málið.
„Það er ekki góður bragur að
þessu því að það er mjög ákveð-
ið þingskapaákvæði um að þing-
mönnum sé skylt að vera viðstadd-
ir atkvæðagreiðslu nema lögmæt
forföll séu,“ segir Helgi. „Þetta er
því skýlaust brot á þingsköpum.“
stigur@frettabladid.is
Skýlaust brot á þingsköpum
að yfirgefa atkvæðagreiðslu
Atvikið á þingi á miðvikudag, þegar stjórnarandstaðan rauk á dyr til að spilla atkvæðagreiðslu, á sér nokkur
fordæmi. Skrifstofustjóri Alþingis segir ekki góðan brag að slíkri hegðun, hún sé skýlaust brot á þingsköpum.
Helgi Bernódusson rifjar upp nokkur
dæmi um það að þingmenn hafi
gengið úr sal til að setja atkvæða-
greiðslu í uppnám:
■ Vorið 1979 strunsuðu þingmenn
Alþýðuflokksins úr sal og sjálf-
stæðismenn á eftir þeim í miðri
atkvæðagreiðslu um verðlagsmál
landbúnaðarins. Hvatamaðurinn
að uppreisninni var Sighvatur
Björgvinsson, manna ósáttastur
við frumvarpið sem kvað á um
milljarðaútgjöld úr ríkissjóði til
bænda. Þetta leiddi til þess að
þingið varð ekki ályktunarbært og
því tókst ekki að hafa lögmæta
atkvæðagreiðslu um frumvarpið
að sinni.
■ Nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks yfir-
gáfu fund efri deildar þingsins
í desember 1981 þegar þeim
ofbauð ósvífni þingflokksfor-
manns Alþýðubandalagsins,
Ólafs Ragnars Grímssonar, eins
og sjálfstæðismaðurinn Eyjólfur
Konráð Jónsson komst að orði.
Þeir höfðu gert samkomulag við
þingforsetann Helga Seljan um
að afgreiða frumvarp til nefndar
gegn loforði um að fá að koma
athugasemdum á framfæri við
ráðherra við næstu umræðu.
Þegar Ólafur Ragnar steig síðan
í pontu og sakaði Alþýðuflokks-
manninn Kjartan Jóhannsson um
að mæta stopult á nefndarfundi
var þingmönnum Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks nóg boðið, þeir riftu
samkomulaginu og gengu úr sal.
Þá var ekki hægt að ljúka atkvæða-
greiðslunni.
■ Þingmenn stjórnarandstöðunnar,
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks,
Kvennalista og Þjóðvaka, reyndu
árið 1996 að koma í veg fyrir að
umdeilt frumvarp Páls Péturssonar
um stéttarfélög og vinnudeilur
kæmist áfram til nefndar. Allir
gengu þeir úr sal, nema Ögmund-
ur Jónasson, sem sat sem fastast
og greiddi atkvæði gegn málinu.
Tilraunin mistókst hins vegar því
málinu var komið til nefndar með
32 atkvæðum stjórnarliða.
Þingmönnum ofbauð ósvífni Ólafs Ragnars
ÖRYGGISMÁL Slökkviliðsmenn hafa
farið í útköll þar sem fólk hefur
látist í brunum í heimahúsum af
þeirri ástæðu einni að ekki var
reykskynjari til staðar. Tveir lét-
ust í eldsvoðum í fyrra og eigna-
tjón nam 1,7 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu
Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS), sem
gengst þessa dagana fyrir átaki
um að fræða fólk um eldvarnir og
mikilvægi þeirra. Munu slökkvi-
liðsmenn heimsækja yfir 4.000
átta ára börn til að fræða þau og
fjölskyldur þeirra um eldvarnir.
Íslensk heimili eru mörg
hver vanbúin þegar kemur að
eldvörnum. Yfir helmingur heimila
er án reykskynjara, slökkvitækis
eða eldvarnateppis. Um þriðjungur
heimila er með engan eða aðeins
einn reykskynjara.
Bent er á að nú fer í hönd tími
þegar eldhætta eykst á heimilum.
Slökkviliðsmenn hvetja fólk því
til að grípa til viðeigandi varúð-
arráðstafana, en kannanir sýna
að hægt gengur að bæta eldvarnir
heimilanna þrátt fyrir fræðslu og
hvatningu þar um.
Átakið hefst í Fossvogsskóla í
Reykjavík í dag en í kjölfarið fá
allir grunnskólar í landinu heim-
sókn frá sínu slökkviliði. - shá
Fólk deyr vegna skorts á öryggistækjum og eignatjón er gríðarlegt vegna elds:
Heimili berskjölduð fyrir eldi
ÓÞARFI Margir missa aleiguna og jafnvel
lífið þegar eldur kemur upp.
VIÐSKIPTI Félag í eigu Ernu Gísla-
dóttur, fyrrverandi forstjóra
B&L, hefur keypt bifreiðaumboð-
in Ingvar Helgason og B&L, sam-
kvæmt tilkynningu.
Umboðin fóru í þrot og komust
þar með í eigu kröfuhafa; Mið-
engis, sem er dótturfélag Íslands-
banka, auk SP Fjármögnunar og
Lýsingar. Þau voru færð undir
félagið BLIH ehf. af kröfuhöfum.
Það félag var sett í opið söluferli
sem nú hefur verið leitt til lykta.
Fimm lýstu áhuga á að kaupa
félagið. Erna var forstjóri B&L til
ársins 2008, en hafði þá starfað
hjá félaginu í tvo áratugi. - bj
Tvö bifreiðaumboð seld:
Seld fyrrum
forstjóra B&L
UMBOÐ Bifreiðaumboðin tvö eru með
umboð fyrir Hyundai, Nissan, Renault
og fleiri bílategundir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKÓLAR Fyrirtækið Skólamatur
ehf. er hætt að krefjast þess að
foreldrar sem kaupa máltíðir
fyrir grunnskólabörnin greini
frá því ef þeir eru í greiðsluaðlög-
un. Skilyrðið var tekið út eftir að
Persónuvernd fór að kanna málið.
Í skýringum Skólamatar til
Persónuverndar kemur fram að
sú ályktun hafi verið dregin af
samtali við starfsmann umboðs-
manns skuldara að nauðsyn-
legt væri að skrá hvort kaup-
endur skólamáltíða væru í
greiðsluaðlögun. Því hafi verið
settur inn sérstakur texti um
það fyrir þá sem keyptu matará-
skrift á heimasíðu fyrirtækisins.
Það var sagt tengjast því álita-
máli hvort skólamáltíðir teldust
til framfærslu sem fólk í greiðslu-
aðlögun mætti greiða á meðan
svonefndur „frestur“ varaði.
Persónuvernd leitaði ti l
umboðsmanns skuldara, sem
sagði þetta misskilning.
„Umboðsmaður skuldara hefur
ekki beðið Skólamat ehf. um að
safna persónuupplýsingum um
þá sem eru í greiðsluaðlögun hjá
embættinu,“ sagði umboðsmaður.
Stuttu seinna hætti Skólamatur
að krefjast upplýsinga um
greiðsluaðlögun og Persónuvernd
lét þá málið niður falla.
Skólamatur ehf. annast meðal
annars skólamáltíðir í Kópavogi,
Garðabæ, Hafnarfirði og víða á
Suðurnesjum. - gar
Skólamatur ehf. vildi fá upplýst hvort forráðamenn væru í greiðsluaðlögun:
Fallast á að hætta að spyrja for-
eldra skólabarna út í fjármálin
SKÓLAMÖTUNEYTI Fyrirtækið Skólamatur skráir ekki lengur hvort viðskiptavinir eru
í greiðsluaðlögun. Myndin er úr Háteigsskóla, sem er ekki á starfssvæði Skólamatar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Stolið kort varð dýrkeypt
Kona á fimmtugsaldri hefur verið
dæmd í fimmtán mánaða fangelsi,
þar af tólf á skilorði, fyrir að kaupa
símainneign á tvö símanúmer með
stolnu greiðslukorti. Konan keypti
símainneignina fyrir sex þúsund
krónur hjá NOVA. Hún gekkst greið-
lega við broti sínu. Hún hefur hlotið
sex refsidóma frá árinu 2007. Hún
hlaut síðast dóm 14. maí 2010 fyrir
tilraun til fjársvika, skjalafals, þjófnað,
umferðarlaga- og fíkniefnabrot.
DÓMSMÁL
UMHVERFISMÁL Þingvallanefnd
hyggst styrkja urriðarannsóknir
í Þingvallavatni og Öxará um níu
hundruð þúsund krónur. Jóhannes
Sturlaugsson hjá Laxfiskum ehf.
leiðir þessar rannsóknir, sem hafa
verið stundaðar samfleytt frá
árinu 1999.
Á kynningu fyrir almenning
við Öxará um miðjan október kom
fram að hrygningarstofn urriðans
væri í hámarki nú í haust og tífalt
stærri en árið 1999, þegar hrygn-
ingarstofninn mældist innan við
eitt hundrað fiskar. - gar
Þingvallanefnd veitir fjárstyrk:
Tæp milljón í
urriðarannsókn
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
ÓLAFUR
RAGNAR
GRÍMSSON
ÖGMUNDUR
JÓNASSON