Fréttablaðið - 18.11.2011, Síða 19
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2011 19
Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að
sjá að hægriflokkum hafi reynst
sá stormur erfiðari en öðrum,
svo að tækifærin eru til staðar.
Í þessu ástandi þarf að stýra
ríkisfjármálum af skynsemi og
nísku. Um leið þarf að byggja upp
atvinnulífið með öflugu einka-
framtaki en þó vonandi ríkari af
reynslu seinustu ára.
Í hugum sumra hægrimanna
eru samningaviðræður við ESB
með aðild í huga nauðsynlegur
þáttur endurreisnar. Aðrir eru
þeim ósammála. Hægrimaður
sem er Evrópusinni fær raun-
ar iðulega að heyra að
hann sé krati. Ef leitað er
skýringa kemur í ljós að
hann hljóti að vera krati
því hann sé Evrópusinni.
Alvöruhægrimenn séu
ekki Evrópusinnar. Svona
geta rökræður nú verið
skemmtilegar og gefandi.
Margir hægrimenn
sem ég hitti þykjast vera
miklu hægrisinnaðri en
þetta Evrópusamband.
Vildu enga tolla helst,
frjálsar ástir í gjald-
miðlamálum, miskunn-
arlausa markaðshyggju þegar
kemur að landbúnaðarmálum og
galopin landamæri. Sumum má
auðveldlega trúa þótt ég hafi það
á tilfinningunni að aðrir noti þessi
meintu stefnumál sem þægilegan
grímubúning til að hylja skoðanir
sem eru í raun þveröfugar. Vill
framsóknarmaðurinn Ásmundur
Einar virkilega gera fríverslunar-
samning við Norður-Ameríku og
telja frjálshyggjumenn sem tala
fyrir einhliða afnámi tolla það
virkilega raunhæft? Það getur
verið heppilegt að lýsa yfir stuðn-
ingi við fræðilegar skýjaborga-
hugmyndir um leið og svipað
góðir en þó raunhæfir valkostir
eru slegnir út af borðinu.
En stundum má hitta fólk sem
virkilega vill opið samfélag, frjáls
viðskipti með allar vörur og nýti-
legan gjaldmiðil en hefur sitt-
hvað við Evrópusambandið að
athuga. Við slíkan ágreining má
auðvitað vel lifa. En þegar menn
mæta á landsfund Sjálfstæðis-
flokksins sannfærðir um að mesta
mein Sjálfstæðisflokksins sé að
þar fyrirfinnist enn einhverjir sem
hati ekki Evrópusambandið, þá eru
menn með forgangsröðina í kássu.
Það eru ýmis mein sem frjáls-
lyndir hægrimenn þurfa að kljást
við. Það virðist því miður hafa
tekist að koma orðinu „matvæla-
öryggi“ rækilega fyrir í stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Fyrir þá
sem ekki vita þá þýðir matvæla-
öryggi einfaldlega „tollar og inn-
flutningshöft“, því aldrei hef ég
heyrt nokkurn mann tala um mat-
vælaöryggi sem ekki væri að tala
fyrir tollum eða innflutningshöft-
um. En ef einhverjir menn telja
það til merkis um sérstakt öryggi
að kjúklingaframleiðsla á Íslandi
fari um fjögur sláturhús, og að
svo gott sem eitt fyrirtæki hafi
einokun á sviði mjólkurvinnslu, þá
er öryggistilfinning manna önnur
en mín.
Ísland tekur heilmikinn þátt í
Evrópusamrunanum með EES-
samningnum. Það sem stendur út
af yrði flest til bóta. Við fengjum
alþjóðlega mynt í stað haftakrónu.
Við hefðum meiri áhrif á ákvarð-
anir í ESB. Afnám
tolla á allar vörur til
og frá Evrópu og þátt-
taka í sameiginlega
markaðnum myndi
gagnast okkur vel. Þá
þyrfti ekki lengur að
sýna tollvörðum hve
mikinn bjór menn
voguðu sér að kaupa.
Það þyrfti hvorki að
klæða sig í HM-fötin
og þykjast hafa farið í
þeim til útlanda né að
henda kassanum utan
af myndavélinni sem
keypt var í London. Þá yrði net-
verslun fljótlegri og bækur þyrftu
ekki að gista tollvörugeymslur
áður en þær kæmu heim til fólks.
Það er vitanlega hægt að stefna
að svipuðum markmiðum og lýst
er fyrir ofan þótt Ísland standi
utan ESB. Vitræn umræða um ein-
hliða upptöku annarra gjaldmiðla
er fagnaðarefni. Við getum líka
sjálf hætt að ofsækja ferðamenn í
Leifsstöð og leyft þeim að nota sín
20 kg af farangursheimild undir
20 lítra af bjór ef þeir vilja hafa
það þannig. Þá getum við vissu-
lega lagt af verndarstefnu okkar
og leyft ótakmarkaðan innflutning
á erlendu kjöti og mjólk án þess
að neinn neyði okkur til. Er þetta
hægt án ESB? Ég veit það ekki,
en meðan enginn berst af alvöru
fyrir öðrum valkostum höfum við
bara tvo: „höft“ eða „ESB“. Og þá
er valið nú auðvelt.
Um margt geta því frjálslyndir
hægrimenn sameinast. Loks ættu
þeir að mótmæla andmarkaðs-
væðingu sjávarútvegs og landbún-
aðar, lofa því að nálgast ríkisfjár-
málin af nísku og lofa því í raun
að lofa sem minnstu. Til að svíkja
þá vonandi sem minnst.
Trúverðugir
valkostir?
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
Í þessu
ástandi þarf
að stýra ríkis-
fjármálum af
skynsemi og
nísku.
AF NETINU
Vitað um lélega arðsemi í áratugi
Ekki neitt í orðum Harðar Arnarsonar kemur mér á óvart. Margt af því má
lesa í lokaritgerð minni í aðgerðarannsóknum frá Stanford háskóla árið
1988, þ.e. fyrir góðum 23 árum. Ritgerðin ber heitið The Icelandic Electricity
System: Supply and Demand Interdependence eða Íslenska raforkukerfið:
Samþætting framboðs og eftirspurnar.
Verkefnið vann ég í samvinnu við Landsvirkjun, þ.e. fyrirtækið útvegaði mér
öll þau gögn sem ég bað um, og afhenti ég því fyrirtækinu afrit af ritgerð-
inni. Hana fékk ég senda til baka og var ekki einu sinni óskað eftir fundi
með mér til að fara yfir niðurstöður mínar.
http://marinogn.blog.is/
Marínó G. Njálsson
Fjáraustur vegna fallinna sparisjóða
Sparisjóður Keflavíkur er eitt stærsta hneykslið í íslenska hruninu – jú,
reyndar er það með ólíkindum hvernig sparisjóðakerfið hér var lagt í rúst af
taumlausri græðgi.
Þetta eru mál sem ekki hafa verið rannsökuð almennilega – við vitum
einfaldlega ekki nógu vel hvað gerðist innan sparisjóðanna. Einstaka
sparisjóður stóð þó utan við ruglið og ekki furða að marga langi að setja fé
sitt þangað. En manni hefur stundum komið tryggð fjármálaráðherrans við
sparisjóðina einkennilega fyrir sjónir.
http://silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
Þjóðþingræði eða valddreifing?
Með júnístjórnarskránni árið 1849 var einveldi afnumið
og Danmörk varð konungsríki
með „þingbundinni stjórn“ (d.
indskrænket-monarkisk regj-
eringsform). Konungur fór þó
áfram með verulegar valdheim-
ildir, bæði á sviði löggjafar-
og framkvæmdarvalds. Júní-
stjórnarskráin fól þannig í sér
blandaða stjórnskipun þar sem
æðsta vald ríkisins skiptist milli
þings og þjóðhöfðingja í anda
valddreifingar og gagnkvæms
aðhalds („checks and balances“).
Allt frá 1849 hafði þingið ýmis
spil á hendi gagnvart konungi og
ráðherrum hans, m.a. gat það
látið ákæra ráðherra fyrir emb-
ættisfærslur þeirra. Krafa þings-
ins um að enginn gæti setið á
ráðherrastóli nema með stuðn-
ingi eða hlutleysi þingsins var
hins vegar ekki viðurkennd í
Danmörku fyrr en árið 1901 og
þá eftir áratugalangar deilur.
Þótt konungur gæti áfram synjað
bæði lögum og stjórnvaldserind-
um staðfestingar varð þróunin sú
að hann hætti að nýta sér þetta
vald og varð óvirkur í stjórnskip-
uninni. Með þessu hætti þróað-
ist Danmörk frá blandaðri stjórn-
skipun til hreins þjóðþingræðis á
rúmlega hálfri öld.
Stjórnskipun Íslands eftir til-
komu heimastjórnar árið 1904,
en þó einkum eftir 1918, verð-
ur með svipuðum hætti best lýst
sem þjóðþingstjórn þar sem kon-
ungur gegndi eingöngu formlegu
hlutverki. Með stofnun embætt-
is forseta árið 1944, sem kjör-
inn skyldi í beinum kosningum
og hafa sjálfstæða heimild til að
synja lögum staðfestingar, lauk
hins vegar tímabili hreins þjóð-
þingræðis með því að tekin var
upp blönduð stjórnskipun undir
formerkjum lýðveldis. Umfang
og eðli valds forseta hefur þó
verið umdeilt á lýðveldistíman-
um. Hin síðari ár á þetta einkum
við um synjunarvald forseta,
sem er þó sú heimild forseta sem
hve mesta athygli fékk í aðdrag-
anda setningar stjórnarskrár-
innar. Í stjórnarskránni var hins
vegar engin sjálfstæð afstaða
tekin til hlutverks forseta á
öðrum sviðum, t.d. að því er
snertir handhöfn framkvæmdar-
valds og utanríkismál.
Við þá endurskoðun stjórnar-
skrárinnar sem nú stendur yfir
er það eitt af óumdeildum verk-
efnum að taka efnislega afstöðu
til hlutverks forseta Íslands. Vilj-
um við viðhalda og e.t.v. styrkja
blandaða stjórnskipun (forseta-
þingræði) þar sem forseti fer
með raunverulegt stjórnskipu-
legt hlutverk og veitir þjóð-
þinginu aðhald? Eða viljum við
þjóðþingræði (að skandinavískri
fyrirmynd) þar sem stjórnskipu-
legt aðhald þingsins er nánast
eingöngu pólitískt og bundið við
almennar kosningar?
Ef fyrrnefndi kosturinn er val-
inn þarf að skilgreina vandlega
vald forseta Íslands, en einnig
þarf að huga að ábyrgð hans og
aðhaldi frá öðrum stofnunum
ríkisins. Ef síðarnefnda leiðin er
valin kemur sterklega til greina
(a.m.k. frá lagalegum sjónar-
hóli) að afnema embætti forseta
Íslands. Eftir stæði þá þing með
völd, óheft af forseta, en jafn-
framt skýra pólitíska ábyrgð
gagnvart þjóðinni.
Eftir að hafa farið yfir þær
tillögur stjórnlagaráðs sem nú
liggja fyrir verður ekki séð að
þessum grundvallarspurning-
um hafi verið svarað eða emb-
ætti forseta Íslands í raun hugs-
að til enda. Þar sem hér er í raun
um að ræða botnstykkið í stjórn-
skipun lýðveldisins sem hefur
þýðingu fyrir ýmis önnur atriði
stjórnskipunarinnar er þetta
bagalegt.
Hér er þó vart við stjórnlaga-
ráð eitt að sakast. Sannleikurinn
er sá að umræðan um hvert eigi
að vera hlutverk forseta Íslands
hefur verið vanþroskuð, sem m.a.
kemur fram í því að sumir virð-
ast telja það nánast sjálfsagðan
hlut sem ekki þurfi að ræða að
stjórnskipun Íslands eigi að vera
sem þjóðþingræði með ópóli-
tískan forseta sem sameining-
artákn. E.t.v. er tímabært að við
reynum að svara spurningunni
hvers konar „lýðveldi“ við viljum
áður en lengra er haldið í þá átt
að hverfa frá núverandi stjórn-
skipun.
Ný stjórnarskrá
Skúli
Magnússon
lögfræðingur
Eftir stæði þá þing með völd, óheft af
forseta, en jafnframt skýra pólitíska
ábyrgð gagnvart þjóðinni.